Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 23 íslandsmet hjá Jóni í 3. €00 m JÓN Diðriksson UMSB setti nýtt íslandsmet í 3.000 metra hiaupi á mikilli hlaupahátíð í bænum Troisdorf í Vestur-Þýzkalandi á laugardag er hann hljóp vegalengdina á 8:09,1 mínútu. Bætti hann þar með þriggja ára gamalt met Ágústs Ásgeirssonar ÍR sem hljóp á 8:17,6 í Englandi fyrir réttum þremur árum. Ekki tókst Mbl. að ná tali af Jóni og rabba við hann um hlaupið, en skv. þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér varð Jón í um tíunda sæti í hlaupinu, sem var liður í árlegri langhlaupahátíð félags hans, LG Jagermeister Bonn-Troisdorf. Á mótinu var sett vestur-þýzkt met í 10.000 metra hlaupi og var þar að verki hinn knái hlaupari Karl Fleschen. Hljóp hann á um 27:37 mínútum og bætti um nokkrar sekúndur met Detlefs Uhlemanns sem er í sama félagi og Jón. Var met Uhlemanns því tekið af honum á hans eigin heimavelli. Uhlemann var ekki meðal keppenda á mótinu. Arangur Jóns bendir til þess að hann sé í góðri æfingu og að búast megi við góðum árangri frá honum í sumar. _ ágás. • Jóhanna Halldórsdóttir Fram tekur við veglegum bikar úr höndum Tómasar Árnasonar fjármálaráð- herra, en hún var kosinn besti leikmaður íslands- mótsins af fyrsta landsliðshóp kvenna sem gaf bikarinn. Er Jóhanna vel að titlinum komin. Atli með tilboð ATLI Hilmarsson, stór- skytta úr Fram og einn hinna efnilegri leikmanna, sem fram hafa komið síð- ustu tvö til þrjú ár í hand- boltanum hefur fengið mjög glæsilegt tilboð frá sænsku 2. deildar liði. Liðið sem heitir Skövde, er nýkomið upp úr 3. deildinni þar í landi og ætlar sér stóran hlut næsta keppnistímabil. í spjalli við Mbl. sagði Atli að tilboð þetta væri sérlega glæsilegt, hann fengi ibúð, bíl og peninga- greiðslur vænar, ef hann reyndist vera maðurinn, sem félagið væri að leita að. f bréfi sem Atli fékk fyrir skömmu var lögð á það áhersia að hann kæmi strax i byrjun mái til að forráða- mcnn féiagsins gætu kannað varninginn. Aðspurður hvort hann ætlaði að fresta gæfunnar, sagði Atli að hann hefði meiri hug á að ljúka námi sínu hér heima, en hann stundar nám við menntaskólann í Hamra- hlið. — gg. — o — o — o — Einar út FYLKIR, scm féll úr 1. deild í þá næstu íyrir neðan í handboltanum í vetur, verð- ur að ölium líkindum án eins af máttarstólpum sín- um á næsta keppnistímabili. Það er hinn hávaxni Einar Einarsson sem verður ekki með, ef að líkum lætur. Sagði kappinn í stuttu spjalli, að hann væri að fara að nema verkfræði erlendis. Missir Fylkis er tilfinnan- legur, því að Einar er einn sterkasti leikmaður liösins bæði i sókn og vörn. - gg. —o—o—o— / Karl Ben til Fram? MBL. hefur það eftir góðum heimildum, að handboltalið Frammara sé komið á fremsta hlunn með að ráaða þjálfara fyrir næsta keppn- istímabil. Er það Karl Bene- diktsson, sem er í sigtinu. Karl er kunnur þjálfari, þjálfaði m.a. Víking í þrjú keppnistímabil með góðum árangrj fyrir fáum árum. Sigurbergur Sigsteinsson sá um þjálfun liðsins í vetur, en hann mun snúa sér heils hugar að því eingöngu að Icika með liðinu næsta vet- ur. - gg. Norðurlandameistararnir Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson. Gústaf besta afrek mótsins samkvæmt stigatöflu. Guðmundur hefur nýhafið keppni aftur eftir nokkurt hlé og er því frammistaða hans frábær. Frábær árangur á NM í lyftingum ÍSLENSKA landsliðið í lyfting- um náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fram fór í Ringsted í Danmörku um helgina, tvö gull og þrenn silfurverðlaun var uppskeran og var hún síst of mikil. Árangur þriggja kappanna er athyglisverður, árangur Guð- mundar Sigurðssonar, sem vann gull i sínum flokki, en stutt er síðan Guðmundur hóf að æfa lyftingar á nýjan leik eftir langt hlé. Silfurmennirnir Guðgeir Jónsson og Birgir Þór Borgþórsson eru nýskriðnir í fullorðins flokk úr unglinga- flokki og lofa góðu að vera komnir í fremstu röð svo íljótt. Auk Guðmundar varð Gústaf Agnarsson einnig Norðurlanda- meistari i sínum flokki. Gústaf keppti í 110 kg flokki, snaraði 160 kg og jafnhattaði 200 kg, samtals 360,0 kg. Hafði Gústaf algera yfirburði í sínum flokki. Guðmundur keppti í 100 kg flokki og hafði einnig umtals- verða yfirburði. Snaraði Guð- mundur 142,5 kg, jafnhattaði 190 kg, lyfti því samanlagt 332,5 kg-, Ágúst Kárason keppti í yfir- þungavigt og hreppti silfrið. Snaraði Ágúst 135 kg, jafnhatt- aði 170 kg, samanlagt 305 kg. Nákvæmlega eins lyfti Birgir Þór Borgþórsson, sem keppti þó í mun léttari flokki, 90 kg flokki, hlaut Birgir silfur í þeim flokki. Þriðju silfurverðlaunin hlaut Guðgeir Jón Jónsson, sem keppti í 85 kg flokkinum. Guð- geir snaraði 125 kg, jafnhattaði 165 kg og lyfti því samanlagt 290 kg- Sökum þess hve fáir skipuðu íslenska liðið, nægði þessi frá- bæri árangur aðeins til að hreppa fjórða sætið í stiga- keppninni. Þar voru Svíar sterk- astir, Finnar höfnuðu í öðru sæti, Norðmenn í því þriðja, þá íslendingar og loks Danir. Aukaleikur UMFA og Stjörnunnar? AFTURELDING vann Stjörn- una i siðari leik liðanna um hvort liðið leikur í 2. deild og hvort í þeirri þriðju næsta keppnistimabil. UMFA vann á sunnudaginn með 15 mörkum gegn 13 og þar sem Stjarnan vann fyrri leikinn 25—23, töldu UMFA-menn að sætið í 2. deild væri tryggt vegna fleiri marka á útivelli. Fögnuðu leikmenn UMFA af fádæma innlifun, en svo kann að fara að allt breytist í vonbrigði eftir sem áður. Afturelding er ekki með 2. deildar sætið tryggt, einfaldlega vegna þess að það hefur ekki verið tekin um það ákvörðun hvort að svo sé, sagði Bergur Guðnason í dómstóli HSÍ þegar Morgunblaðið spurði hann um mál þetta. Það kom nefnilega glöggt fram eftir leikinn að Varmá, að Stjörnumenn skildu ekkert í því hverju UMFA-menn voru að fagna. Bergur sagði enn fremur, að HSÍ myndi fjalla um málið á morgun og væri á þessu stigi engin leið að vita hver niðurstaðan yrði. Sagði Bergur að Ólafur Aðal- steinn Jónsson formaður móta- nefndar HSÍ, hefði spurt sig um skoðun sina á málinu og væri hún sú, að eðlilegast væri að liðin léku þriðja leikinn sem yrði hreinn úrslitaleikur, enda liðin jöfn að markatölu eins og væri. Bergur hélt áfram og sagði að í reglum IHF væri þetta gjarnan notað, þ.e.a.s. að láta útimörk ráða þegar markatala væri að örðu leyti jöfn, en IHF-reglurn- ar væru svo ýtarlegar vegna þess að það gæti reynst erfitt að láta þjóðlönd leika fleiri leiki en ætlað væri í fyrstu. Yfir því hvíldi stórt spurningarmerki hvort svo strangar reglur ættu að gilda innanlands. En Stjarn- an og Afturelding verða að bíða til miðvikudags eftir því að fá úr því skorið hvort 2. eða 3. deildin verði hlutskipti þeirra næsta vetur og það verður að segjast eins og er, að það er miður að ekki skuli liggja fyrir hvernig slíkum úrslitaleikjum skuli háttað áður en þeir hefjast, því að í þessu tilviki kann það að kosta ólýsanleg vonbrigði hvernig sem úrskurðurinn fellur hjá HSÍ — KK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.