Morgunblaðið - 01.05.1979, Side 28

Morgunblaðið - 01.05.1979, Side 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 Guðmundur Óli Ólafsson: Orði skilað Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins Virðið mér til vorkunnar, þótt ég þakki ekki kveðjur ykkar, nýlegar. Þið hafið nó á síðari misserum varið nokkru af rými Morgunblaðsins til þess að berjast við mig og mannorð mitt, þar á meðal í tveim ritstjórnargreinum. Það skiptir mig þó ekki öllu máli, hvað skrifað er um sjálfan mig. Ég skemmti mér að vísu dálítið yfir því í góðra vina hópi, og mjög er ég skuldbundinn þeim bræðrum mín- um og vinum, sem gengið hafa undir högg mín vegna og borið fyrir mig skjöld. Þó þætti mér sú þakkarskuld ekki góð, ef ég vissi ekki, að þeir eru ekki að verja mig umfram allt, heldur fagnaðarer- indi Jesú Krists, sannleikann og réttlætið. En bersekir mega gjarna standa uppi á hól og hafa hátt, bíta í skjaldarrendur og berja vindinn mín vegna. Slíkt er mér skaðlaust stríð, ef höggin ná ekki til mín. Raunar berjumst við varla á sama vígvelli, tæplega með sömu vopnum og tölum ekki sömu tungu. En viljið þið fyrir alla muni vera Golíat, hví skyldi ég þá ekki taka að mér að leika drenginn Davíð. Nú þykir mér að sjálfsögðu ekki gott að þurfa að snúa mér til ykkar með málaleitan, því að ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, að þið væruð ekki viðræðuhæfir um þau mál, sem ég hef einkum fjallað um í Kirkjuriti. Það merk- ir, að ég fæ ekki séð, að þið búið yfir þeirri þekkingu, sem nauðsyn- leg er til slíks. Þar álykta ég m.a. af útlegging ykkar á ritningum, svo sem á líkingu Jesú um sauða- byrgið og sæluboðunum hans. — Engu að síður sný ég mér nú til ykkar, því að mér varð ljóst, er ég las skrif séra Jóns Auðuns í Morgunblaðinu 24. þ.m., að ég verð að mælast til þess, enn sem fyrr, að þið sýnið mér það lítillæti og þá kurteisi að birta allan Orðabelg minn í blaði ykkar. Þið gerið ykkur efalaust grein þess, að Kirkjuritið er lesið af smærri hópi en Morgun- blaðið. Því þykir mér ekki drengi- leg aðferð að slíta úr samhengi það, sem ég skrifa, og birta tætlur úr því í Morgunblaði. En fari svo, að þið treystið ykkur ekki til að birta belginn og þessar línur, vænti ég þess, að þið gerið mér við vart heldur fyrr en seinna. Mun ég efalaust geta feng- ið inni fyrir þetta í öðrum blöðum, jafnvel í Þjóðviljanum. ÞAKKA LÁNIÐ Þá vil ég einnig, úr því að ég er farinn að skrifa ykkur, geta þess, að síra Jón Auðuns hefur réttilega tekið til sín nafnið „trúmálaaftur- hald“. Þótti mér að vonum, að hann skemmti sér yfir því. Hann mun hafa við það kannazt. Mér er ekki tamt að nota slíkar nafngift- ir. Ég fór því í smiðju til síra Jóns og tók þetta orð að láni frá honum. Hann notaði það um þá kristni- boðana, Ólaf Olafsson og Jóhann Hannesson, prófessor, í einhverri hugvekju sinni eða skrifi í Morgunblaðinu, að þeim báðum nýlátnum, að sjálfsögðu. Öllum þeim, sem eitthvað þekktu til þeirra tveggja manna að ráði, mun þykja slík nafngift mikið öfugmæli um þá. Báðir voru víðförulir, fjölgáfaðir og hámennt- aðir heimsborgarar, áttu að baki fágæta lífsreynslu meðal framandi þjóða og bjuggu yfir mikilli þekk- ingu á trú, siðum og menningu þessara þjóða, enda voru þeir allra manna víðsýnastir og öðrum raun- særri á menn og málefni. Ekki er mér með öllu ljóst, hvað þeir höfðu unnið til nafngiftarinn- ar. Ég get mér til, að það hafi verið þetta eitt: að vilja boða heiðnum mönnum fagnaðarerindi Jesú Krists. Þar var þó varla við þá að sakast. Þeir höfðu einungis tekið Drottin sinn og postula hans og frumvotta á orðinu. Varla getur nokkrum manni, og þá sízt guð- Guðmundur ÓIi ólafsson fræðingi, dulizt, að Nýja testa- mentið er til orðið fyrir brennandi löngun manna til þess að varðveita fagnaðarerindið og koma því áleið- is til manna. Og til hvers er svo sem þessi saga öll og atburðir, ef ekki skiptir máli, hvort mönnum verður það allt kunnugt eða ekki? Um nafnið hef ég aftur á móti það að segja, að mér þykir það hæfa vel þar, sem einlægt er verið að verja, stagast á og halda fram því, sem var stundartízka í heimi guðfræðinga fyrir fimmtíu eða sextíu árum. Ég skila því orðinu aftur til föðurhúsanna og þakka fyrir lánið. HUGVEKJA UM FRJÁLSLYNDI Ekki kannast ég við að hafa nokkurn tíma lagt til, að þið Morgunblaðsritstjórareða síra Jón væruð dregnir fyrir byssukjafta, — man ekki einu sinni til þess, að ég legði til, að ykkur væri gefin dúsa, til þess að þið þegðuð. Þið megið tala og skrifa eins og ykkur lystir fyrir mér. Aftur á móti vona ég, að þið komizt allir til þekking- ar á sannleikanum. Og nú skal ég einu sinni reyna að tala svo einfalt mál, að þið skiljið, hvað um er að ræða: Síra Jóni Auðuns virðist gremj- ast, að einhverjir skuli nefna sig trúaða. Það er einkennilegt, þegar litið er til þeirrar miklu áherzlu, sem lögð er á trú í Nýja testa- mentinu, og ekki sízt, sé litið til ýmissa ummæla Frelsarans. Hins vegar vefst ekki fyrir síra Jóni að nefna sjálfan sig frjálslyndan. Og þar virðist vera kredda hans eða trúarjátning: „Ég er frjálslyndur“, segir hann. Af því virðist svo aftur leiða, að margir aðrir eru meira og minna þröngsýnir og jafnvel of- stækismenn. — Þetta virðist að nokkru megininntak allra hugleið- inga hans og skrifa, þótt „kristi- legu kærleiksblómin“ spretti þar einnig" kring um hitt og þetta“ — og þó alls ekki kring um það, sem allar kynslóðir hafa trúað fram að þessu, að væri kjarni fagnaðarer- indisins. Þjóðkirkjuprestar eru uppaldir við aðrar trúarjátningar. Við vígslu hafa þeir heitið því „af einlægu hjarta“, svo sem til er mælzt, „að predika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í anda vorrar evangelisku, lútersku kirkju og hafa hin heilögu sakramenti um hönd samkvæmt boði Krists og með lotningu," — sömuleiðis að uppfræða æskulýðinn kostgæfi- lega „í hinum heilögu sannindum kristindómsins." Flestir eða allir telja þeir þar unnið heilagt heit, sem presti beri skylda til að halda eða víkja úr starfi ella. Þeir telja sig því skuldbundna til að boða, að Kristur hafi dáið fórnardauða á krossi ekki fyrir fáeina útvalda, heldur fyrir gervallt mannkyn, fyrir synduga og rangláta menn, og risið síðan upp frá dauðum þeim til lífs og réttlætis. Þeir skíra börn til dauða hans og upprisu í þeirri trú, að skírnin veiti fyrir- gefning synda, líf og sáluhjálp, þeir bera fram brauð og vín í þeirri trú, að þar sé sá líkami hans, er brotinn var á krossi til dauða, og blóð hans, er úthellt var fyrir seka, en jafnframt hinn upprisni nálægur og áþreifanleg- ur, til þess að sameinast þeim seku og sætta þá við Guð. Þeir telja sig skylduga að boða Krist og styðja kristniboð, hvar sem því verður við komið. Hugvekjan, sem birtist á fremstu síðum Morgunblaðsins á helgidögum Þjóðkirkjunnar, er auðkennd með mynd af einum höfuð helgidómi hennar. Því munu flestir eða allir landsmenn skilja svo, að' þar sé talað í umboði þjóðkirkjunnar. Mér er því spurn: Er það rétt skilið? Sé svo, er þá ekki réttmætt, að Þjóðkirkjan fái orðið á þessum vettvangi, þ.e.a.s. þeir menn, sem vilja vera henni og boðskap henn- ar trúir? Að öðrum losti væri heiðarlegast að nema burt mynd- ina af Dómkirkjunni og setja í, hennar stað yfirskrift sem þessa t.d.: Hugvekja um frjálslyndi, — ellegar: Játningar síra Jóns Auðuns. En m.a.o., hvað er frjálslyndi? Brezki rithöfundurinn og heim- spekingurinn Chesterton, sem ekki er guðfræðingur, — og það skilst mér, að sé nokkurs metið af sumum, — segir um frjálslyndið í guðfræði: „Það er auðvelt að vera frjálslyndur, jafn auðvelt og að vera snob.“ Frjálslyndið getur orðið áð öfugmæli rétt eins og trúmálaafturhaldið. Herrar mínir, ég hef neyðst til að ávarpa ykkur báða, þar eð höfundur ritstjórnargreinarinnar frá 10. apríl hefur ekki enn gægzt undan brekáninu. Skrifið, skrifið fyrir alla muni, eins og ykkur þóknast, en ekki í annarra nafni. Skálholti, 26 apríl 1979 Guðm. óli Ólafsson Brldge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON Fréttir frá Bridge- félagi Stykkishólms Félagið hefur starfað í vetur svipað og undanfarna vetur. Urslit helstu keppni vetrarins varð sem hér segir: Sveitakeppni lauk með sigri sveitar Ellerts Kristinssonar, en auk hans spiluðu í sveitinni Halldór S. Magnússon, Kristinn Friðriksson og Guðni Friðriks- son. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Sveit Ellerts Kristinssonar74 stig. 2. Sveit Leifs Jóhannessonar • 52 stig. 3. Sveit ísleifs Jónssonar 31 stig. Aðal tvímenningskeppni vetr- arins lauk fyrir skömmu. Úrslit hennar voru: 1. Ellert Kristinsson og Halldór S. Magnússon 479 st. 2. Halldór Jónasson og ísleifur Jónsson 472 st. 3. Kristinn Friðriksson og Guðni Friðriksson 467 st. 4. Gísli H. Kolbeins og Jón Guðmundsson 461 st. 5. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Iris Jóhannsdóttir 441 st. Firmakeppni félagsins er ný- lokið, en hún var jafnframt einmenningskeppni. Úrslit firmakeppni urðu þessi (efstu firmu): l.Stykkishólmshr. 128 st. 2. Veðramót 127 st. 3. Trésmiðjan Ösp hf. 127 st. 4. Sæfell hf. 127 st. 5. Skipasmíðast. Skipavíkl24 st. 6. Trésm. Stykkishólmsl24 st. 7. Kaupf. Stykkishólmsl23 st. 8. Búnaðarbanki ísl. 123 st. 9. Vöruhúsið Hólmkjör 120 st. 10. Hólmur hf. 120 st. 11. Rækjunes hf. 119 st. Einmenninsmeistari félagsins varð Sigurbjörg Jóhannsdóttir, sem hlaut 255 stig, en röð næstu varð þessi: 2. Ellert Kristinsson 254 st. 3. Erlar Kristjánsson 247 st. 4. Snorri Þorgeirsson 247 st. 5. Gísli H. Kolbeins 240 st. 6. Kjartan Guðmundsson 238 st. STERKUR varnarleikur! Vinnuvélar verkfæri og bifreiöar, sem eru stöðugt í notkun úti í umhleypingasamri og óblíðri veóráttu láta fljótt á sjá. Vinnuhæfni og verðmæti tækjanna minnkar ef ekkert er aó gert. Þetta vandamál verður ekki leyst í eitt skipti fyrir öll - en stöðugt vióhald með Hörpu-vinnuvélalakki er sterkasti varnarleikur sem völ er á til þess að sigrast á þessum vanda. Hörpu vinnuvélalakk er slitsterkt og ódýrt, og fæst í málningarverslunum um land allt. Harpa hf., Skúlagötu 42

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.