Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 37 Þingmenn um ölgerðarfrumvarpið: Frumvarpið aðeins vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær til tveggja þing- manna, sem áður hafa lýst þeirri skoðun að þeir vildu breytingar á áfengislöggjöfinni og spurði þá um álit á frumvarpinu um einkaleyfi til handa ríkisstjórninni á innflutningi öl- og víngerðarefna. Þingmennirnir eru Friðrik Sophusson og Vilmundur Gylfason. Friðrik Sophusson kvað ljóst að tilgangurinn með þessu frumvarpi væri ekki að koma í veg fyrir drykkju, heldur að sporna við tekjurýrnun ríkis- sjóðs og beina mönnum inn í útsölur ÁTVR, þar sem þeim er selt eldsterkt brennivín. Þessi ákvörðun væri tekin og krafizt einokunaraðstöðu fyrir ríkið á ölgerðarefnum án tillits til þess, hvort menn hefðu bruggað öl ólöglega eða löglega. „Aður en ég tek afstöðu til þessa máls, vil ég að fram fari ítarleg endur- skoðun á áfengislöggjöfinni í heild, þar sem annars vegar yrði tekið tillit til tillagna, sem fram hafa komið á Alþingi og í borgarstjórn um frjálsari opn- unartíma vínveitingahúsa og hins vegar um bjórinn. Mér finnst kominn tími til að kannað sé hjá þjóðinni, hvort og hvernig hún vill breyta áfengislöggjöf- inni.“ Þá minntist Friðrik á að í greinargerð með frumvarpinu væri vikið að einokun ríkisins á innflutningi eldspýtna. Hann kvaðst vilja ítreka þá skoðun sína, að sér væri með öllu óskiljanlegt, hvers vegna ríkið þyrfti að hafa einkaleyfi á eldspýtnainnflutningi. „Hingað til hafa landsmenn lítt haft upp Vilmundur Gylfason sagði, að þetta frumvarp hefði ekki verið rætt að neinu ráði í þingflokknum, þannig að þær umræður ættu að miklu leyti eftir að fara fram. „Á þessu stigi málsins get ég því ekki annað sagt en þetta er óskaplegur vandi, sem við stöndum frammi fyrir. Þar getum við í sjálfu sér sleppt öllum áfengisvandamál- um, en þetta er viðurkennd aðferð til skattheimtu, að skatt- leggja þennan vökva, sem hefur þessi tilteknu áhrif, og afla þar með fjármagns til ríkissjóðs. Nú stöndum við frammi fyrir þeim vanda, að brugg í heima- húsum, sem er orðinn allvina- legur iðnaður, er orðinn mjög útbreiddur, breytir tekjudæmi ríkissjóðs mjög verulega. Með hvaða hætti eigum við að snúast gegn því? Þetta er ein leið, en í mínum nuga eru miklar efa- semdir um, að þetta gangi. Þetta sé lagasetning af því tagi, sem stór hluti samfélagsins viður- kenni ekki, og slík lög eru ávallt úr því einkaleyfi annað en ónýt- ar eldspýtur, sem oft og tíðum hafa valdið stórtjóni, vegna þess hve lélegar þær eru.“ Að lokum sagði Friðrik Sophusson: „Þetta frumvarp minnir mig einna helzt á atriði úr síðasta áramótaskaupi sjónvarpsins, þar sem fjármálaráðherra var latinn vera að smala kaupend- um í útsölur ÁTVR. Og ætli næsta smalamennska felist í því að setja einokun á sykur, rúsín- ur og Tropicana, sem allt geta verið víngerðarefni. vond. Þessi meginsjónarmið takast á með sér og því er ég ekki tilbúinn til þess að tjá mig beint. Ég fyrir mína parta er ekki á móti bruggi, en vandinn hins vegar er sá, að þetta er skattheimta og þar með er þessi heimilisiðnaður samkvæmt strangri skilgreiningu í raun ekkert annað en „skattsvik“.“ Hellissandur: 2-3 bátanna á línu, aðrir bíða eftir að netabanni ljúki Hellissandi, 28. apríl. ER NETAVERTÍÐ lýkur eftir helgina er alls óvíst hvað verður hjá nokkrum bátanna héðan. Heyrst hefur að 2 eða 3 bátar fari á línu, en aðrir tveir munu ætla sér að bíða eftir að netaveiðibann- inu lýkur seinni hluta mánaðarins. Skarðsvíkin, sem var á loðnuveið- um í vetur, má hins vegar ekkert gera. Minni bátarnir eru byrjaðir á handfærum og hafa aflað sæmi- lega. Maímánuður hefur oft verið mjög góður hjá bátum héðan og t.d. fékk Skarðsvíkin um 400 tonn í þessum mánuði árið 1972. Skarðsvíkin hafði ætlað sér að vera á netunum fram í miðjan júní, en bönn sjávarútvegsráðu- neytisins koma í veg fyrir það. — Fréttaritari. Hver víll ekki lengja sumarid. •? ...þaðer hœgt meé BACO Professional gróóurhúsi Útiræktun er erfiö á íslandi, þaö vita allir sem reynt hafa. En í BACO gróöurhúsi hefst sumarið fyrr og ræður ríkjum, löngu eftir aö þaö er liðið samkvæmt almanakinu. BACO Professional merkir aö húsin séu sérlega vönduö og sterk. Þau fást í stærðunum 8x8 og 8x12 fet. Þau koma tilbúin til uppsetningar meö tilsniönu gleri, þéttilistum og ööru sem til þarf. Auk þess fylgja hverju húsi þakgluggar, opnanlegir rimlagluggar, þakrennur o.fl. Nákvæmar teikningar og leiöbeiningar um uppsetningu fylgja. Veröiö er mjög hagkvæmt. Höfum einnig fyrir- liggjandi vermikassa, álborö, álkanta, sjálf- virka gluggaopnara og garöyrkjuáhöld. Hringiö og aflið upplýsinga. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugi vegi 168, sími 29595. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.