Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 12
12 Kristján Ingólfsson, form. Tannlæknafélags íslands: lækka MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Hvemig má kostnað við tannlækningar? Á ráðstefnu um heil- brijíðismál, sem haldin var í Nurræna húsinu 12. maí sl. á vegum Samtaka heil- brigðisstétta, var eftirfar- andi erindi flutt ok er hér hirt með leyfi höfundar: Formaður, góðir ráðstefnu- gestir! Ég vil í upphafi lýsa yfir ánægju með að tannlækningar skuli hafa verið teknar með í þessa umræðu á sama hátt og önnur heilbrigðis- þjónusta. Tannlækningar hafa alltaf verið og eru enn taldar ærið kostnaðarsamar, en hitt hefur hvergi komið fram að þeir, sem við tannlækningar starfa, beri meira úr býtum en þeir, sem starfa við heilbrigðisþjónustu af öðru tagi. Hitt mun sanni nær að kostnað við tannlækningar greiðir fólk að mestu úr eigin vasa og veit því hver kostnaðurinn er, líka þegar um endurgreiðslu frá opinberum aðilum er að ræða. Einasta undan- tekningin eru skólatannlækningar Reykjavíkurborgar. Þarna er um að ræða það, að tannlækningar eru að mestu ley.i framkvæmdar af tannlæknum sem starfa sjálf- stætt en eru ekki fastráðnir starfsmenn hins opinbera. Skóla- tannlækningar Reykjavíkurborg- ar kostuðu á s.l. ári 274 millj. króna og er þá miðað við þjónustu við börn á aldrinum 6—12 ára. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna allra annarra tryggðra sjúklinga nam kr. 844.944.384. Þarna er um verulega fjármuni að ræða, sem við vildum gjarnan geta notað til annarra verkefna og þá vaknar spurningin. Hvernig má lækka þennan kostn- að?Fyrst dettur manni í hug að lækka gjaldskrá tannlækna. Ég sagði áðan að tannlæknar hefðu ekki hærri tekjur en aðrir læknar, og í öðrum löndum þar sem þessi leið hefur verið farin hefur afleið- ingin orðið lakari tannlækningar, sem leiða til aukins kostnaðar þegar dæmið er endanlega gert upp. Góðar tannlækningar hljóta alltaf að vera kostnaðarsamar, vegna þess tíma sem þær taka, mikils stofn- og endurnýjunar- kostnaðar vegna tækjabúnaðar og endurhæfingar starfsfólks. Ein hlið þessa máls er gott dæmi um þversögn. Efni til tann- lækninga eru yfirleitt tolluð 35—80% en ef sams konar vara er notuð til lækninga á sjúkrahúsi er tollurinn 0%, sbr. gips. Þennan lið ætti að mega lækka ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Vænlegasta leiðin til sparnaðar á sviði tannlækninga eins og víðast annars staðar eru fyrir- byggjandi aðgerðir. Þeir sjúkdóm- ar sem tannlæknar fást við eru einkum venjulegar tannskemmdir og afleiðing þeirra, og ýmsir tannholdssjúkdómar og afleiðing þeirra. Fram til þessa hefur athygli manna fyrst og fremst beinst að fyrri flokknum, en með hækkandi meðalaldri fólks með tennur í munni fer að bera meira á síðari flokknum. Ég ætla að sleppa honum að mestu að sinni, en fyrirbygging er þó að ýmsu leyti sameiginleg fyrir báða. Til þess að tönn skemmist þarf 3 forsendur: 1. tönn, 2. sýrumyndandi gerlagróð- ur í umhverfi tannanna, 3. kol- vetni. Tökum við einhvern þessara þátta burtu erum við laus við tannátu. Við getum tekið burtu allar tennur og þá erum við laus við tannátu en fáum annað vanda- mál í staðinn svo ekki dugir það. Við getum útilokað kolvetna- neyzlu, en hætt er við að slík lífsháttabreyting yrði erfið í framkvæmd, — sama er að segja um þann möguleika að halda öllum munnum gerlalausum. Markmið tannlækninga er að halda sem flestum tönnum í sem flestum munnum sem lengst og tannleysi er af heilsufarslegum og þjóðfélagslegum ástæðum talið óæskilegt. Neysla kolvetna er drjúgur þáttur í mataræði fólks og þrátt fyrir áróður í þá átt að draga úr henni hefur hún fremur aukist en hitt. Áróður fyrir bættri munn- og tannhirðu hefur hins vegar borið verulegan árangur og æ fleiri hafa vaknað til meðvitundar um heilsu- farslega og samfélagslega þýðingu þess að halda tönnum sínum heil- brigðum. Þessi áróður hefur lengi verið uppi hafður af T.F.Í. og kostaður af því. Með samningi T.R. og T.F.Í. um þátttöku T.R. í kostnaði við tannlækningar var stofnaður sérstakur sjóður sem standa á straum af kostnaði við fræðslu um tannvernd. Því miður hefur þetta fé ekki verið notað hingað til og T.F.Í. haldið að sér höndum að mestu á þessu sviði og fræðslustarfsemi því verið minni en vera skyldi síðustu tvö árin. Nú standa vonir til að úr rætist. Sú aðferð sem langbestan árangur hefur gefið í þeirri við- leitni að draga úr tannsjúkdómum er ýmiss konar notkun fluors. Fluor í tannkremi, fluor-töflur, fluor-skolvatn og síðast en ekki síst blöndun fluors í drykkjarvatn. Sú aðferð hefur gefið langbestan árangur eða minnkað tann- skemmdir um 50—60% og án þess vitað sé um ástæður virðist þessi fluornotkun einnig draga úr tann- skekkju og tannholdssjúkdómum. Drykkjarvatn hefur aðeins verið fluorblandað á einum stað á Is- landi. Það var í Vestmannaeyjum, en sú tilraun fór undir hraun í Eyjagosinu áður en niðurstöður fengjust. Hins vegar er ekki ástæða til að ætla að önnur niðurstaða hefði fengist þar en á þeim stöðum erlendis, sem við höfum skýrslur frá. Nýjar tölur um kostnað við fluorblöndun drykkjarvatns eru ekki tiltækar en fyrir u.þ.b. 10 árum var áætlað að í Reykjavík myndi það kosta um 110 krónur á ári á íbúa að draga úr tann- skemmdum um 50% á þennan hátt. í dag mundi það nema um 30 milljónum, þ.e. í kringum tíunda hluta þess sem tannlækningar skólabarna einna kosta útsvars- greiðendur í Reykjavík 1978. Jarðhakar, sköft og hausar Sleggjur 1 - 7 kg Stungugafflar Heykvíslar 2 og 3 arma Garðhrífur 6 og 12 tinda Garðhrífusköft Arfasköfur Undirristuspaðar Kantskerar Heyhrífur Stauraborar, Greinaklippur Grasskæri Orf Ijáir og brýni Vatnsúðarar Slöngukranar Slöngutengi Garðslöngur 1/2" - 3/4" Plastfötur,tvær gerðir Járnfötur Handslátturvélar Malarskóflur Garðbörur Plasfhúðuð garðanet (græn og gul) Aluminíum garðstaurar Galvanhúðaðir girðingarstaurar Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 ■ Símar 82033 • 82180 Notið réttu garðverkfærin frá byrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.