Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 21 þær sé ekki hægt aö sanna fræðilega. Hverjar eru þær? Einstaklings- hyggjan Ein frumforsendan er sú, að einstak- lingarnir sjálfir, mennirnir af holdi og blóði, séu íbúar mannheims, en ekki heildir eins og stéttir og þjóðir (eða tímabundnir meiri hlutar). Stéttir, þjóð- ir og meiri hlutar séu hugtök, sem notuð séu, þegar einstaklingunum sé skipt í hópa. Þessar heildir séu breytilegar, komnar undir stað og stund, þær séu ekki staðreyndir í sama skilningi og lifandi verur (þótt þær styðjist sumar við staðreyndir eins og úrslit kosninga, tungumál og tekjumun). Einstaklingshyggjan er mjög áberandi með höfundum þessarar bókar. Jóhann Hafstein ritar: „Heildin er ekkert eigin- legt eða raunhæft fyrirbrigði, sem getur átt hagsmuni, sem liggja utan við eða eiga að nærast á hagsmunum einstak- linganna." Birgir Kjaran ritar: „Sérhver ein- staklingur er því verðmætasta eining þjóðfélagsins, en ekki sérhver stétt eða aðrar þjóðfélagsgreiningar, eins og sumar aðrar þjóðmálastefnur vilja láta í veðri vaka. Ríkið hefur engan tilgang í sjálfu sér, og sízt af öllu eru þegnarnir til vegna ríkisins. Ríkið er aðeins rammi utan um þjóðfélagið.“ ólafur Björnsson ritar:'„Ríki, þjóð og stétt og öll slík heildarhugtök hafa því enga sjálfstæða tilveru óháða þeim hugmyndum, sem menn gera sér um þau. Hér er aðeins um að ræða hugtök, sem skilgreina má á ýmsa vegu, og enginn algildur mælikvarði er til á það, hvort ein skilgreiningin sé annarri réttari. Hinn áþreifanlegi raunveruleiki í þjóð- félaginu er hins vegar einstaklingarnir, óskir þeirra, þarfir, skoðanir og þekk- ing.“ Frelsi innan takmarka laganna Önnur frumforsendan er sú, að frelsið sé fremur skilyrði fyrir þroska einstak- lingsins en valdið — vald eins manns yfir öðrum. Einstaklingurinn geti aðeins þroskazt af sjálfum sér, þroskann sé ekki hægt að skipuleggja. En einstaklingarnir rekist á, frelsi eins manns takmarkist af sama frelsi annars, réttur einstakling- anna sé jafn, og ríkið sé nauðsynlegt til þess að tryggja þetta jafnrétti, leysa árekstra. Sjálfstæðismenn hafa ekki kosið takmarkað frelsi (sem verður frelsi hins sterka til þess að níðast á hinum veika), heldur frelsi takmarkað af lögum og siðum. ólafur Björnsson ritar: „Tvenns kon- ar aðferðir koma til greina til þess að leysa þessa árekstra. Önnur er sú að setja almennar leikreglur, er mönnum er gert að fara eftir í efnahagslegum skiptum. Eignarrétturinn og vernd hans eru dæmi um það, sömuleiðis samninga- réttur, umferðarreglur o.sv.frv. Hin regl- an er sú að láta stjórnarvöldin gefa í einstökum atriðum fyrirskipanir um það, hvernig mönnum beri að hegða sér í þessum efnum. Borgaralegir flokkar að- hyllast fyrri leiðina, sósíalistar hina síðari." Og Jóhann Hafstein og Benjamín Eiríksson vitna báðir í greinum sínum til Sturlungaaldar, þegar traust ríkisvald vantaði til þess að vernda einstakling- ana. Takmörknn valdsins Enn önnur frumforsendan er sú, að valdið sé hættulegt, þótt það sé nauð- synlegt. Það á að mati Sjálfstæðismanna að vera traust, en takmarkað. Jóhann Hafstein ritar: „Ættu menn að sjá, að eftir því sem þjóðfélagstaug- arnar eru komnar á færri hendur í valdakerfi sósíalismans, verður hið eiginlega lýðræði óraunhæfara og st.vttra að því marki að höggva í einu vetfangi á taugarnar, sem liggja út til fólksins, og grípa til yfirdrottnunar og einræðis." Gunnar Gunnarsson ritar: „Vald er í mannheiminum sams konar fyrirbæri og eldurinn: ómetanleg blessun og bráð- nauðsynlegt til viðhalds friði og velfarn- aði, en má engu sinni lenda óskorað í Að undanförnu hafa hvorki meira né minna en fimm bækur verið gefnar út, sem varöa Sjálfstæöisflokkinn. hendur neins eins manns og því síður flokks samvizkuliðugra samsærismanna. Eitthvert mesta vandamál allra tíma er einmitt tilhneiging valdsins til sam- dráttar." Samvinna stéttanna Enn önnur frumforsendan er sú, að allir borgarar ríkisins hafi hag af því, sem einn hafi hag af, afli hann þess að réttum leikreglum, að hagsmunir ein- staklinganna séu hagsmunir heildarinn- ar, að þá árekstra, sem marxsinnar kalla „mótsagnir" lýðræðisskipulagsins, megi og beri að le.vsa friðsamlega — án þess að fella skipulagið. Mennirnir greinist í hagsmunahópa, og hagsmunir þeirra rekist á, en þeir hafi allir — bæði vinnuveitendur og launþegar — hag af friðsamlegri lausn árekstranna og frelsi einstaklinganna til auðsköpunar, til nýt- ingar hugvits síns og verkvits. Almenn lífskjör batni fremur með sköpun auðs en skiptingu hans. Jón Þorláksson ritar: „Bæði hér -é landi og annars staðar hefir kaupdeilum fylgt of mikil óvild og jafnvel hatur milli stétta, enda blásið óspart að þeim eldi af §umum þeim mönnum, sem vilja reyna að nota æstar tilfinningar fjölmennrar stéttar til hagsmuna fyrir sig sjálfa.“ Jóhann Ilafstein ritar: „Sjálfstæðis- stefnan lítur á þjóðfélagið sem samsafn sjálfstæðra einstaklinga. En þetta sam- Ólafur Thors var formaður Sjálf- stæðisflokksins 1934—1961 og fimm sinnum forsætisráöherra íslands, síðast í Viðreisnarstjórn- inni. Einkunnarorð bókarinnar SJÁLFSTÆÐISSTEFNUNNAR eru sótt til hans: „Rödd skyldunnar kallar pví hvellum rómi til unga Sjálfstæöisfólksins í landinu, til allrar æsku landsins, aö skipa sér til verndar og varðveizlu hinna dýrmætustu Þjóðlegu verömæta, sögu okkar og tungu, bókmennta, trúarlífs, siðmenningar, frelsis- Þrár og Þjóöernis, til Þess með Þeim hætti aö festa Þau tengsl milli fortíöar og framtíöar, sem ævinlega eru skilyröi fyrir heil- brigöri Þróun Þjóölífsins." safn verður að vera ein órofa, lífræn heild, til þess' að geta haldið áfram að vera þjóðfélag. Rísi hver höndin á móti annarri, þá rofna félagsböndin, þjóðfé- lagið sundrast. Eins fer, ef stéttir þegnanna rísa öndverðar hver gegn annarri, þá hrynur þjóðfélagið til grunna. En hagur einnar stéttar er hagur heildarinnar og hrun einnar stétt- ar skaði eða ef til vill hrun heildarinnar eftir atvikum. í fullri vissu um gildi þessa eðlilega lögmájs hefir sjálfstæð- isstefnan tekið upp kjörorðið: Stétt með stétt.“ Geir Ilallgrímsson ritar: „Það er eitt- af sérkennum sjálfstæðisstefnunnar, að hún hefur hagsmuni allra stétta fyrir augum. Sjálfstæðisflokkurinn er því mótsnúinn tilraunum sumra annarra stjórnmálaflokka til áð efna til óvildar og togstreitu milli hinna ýmsu starfs- stétta þjóðfélagsins og afhneitar kenn- ingum um óumflýjanlega stéttarbaráttu. Grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar er sá, að vegna þess hve hagsmunir þjóðfé- lagsstéttanna er í raun og veru samofnir, hljóti þær að Tokum að eiga allar samleið." Friðsamleg þróun Enn önnur frumforsendan er sú, að friðsamleg þróun sé miklu farsællegri en bylting, að menn eigi ekki að kasta því, sem hafi reynzt vel, heldur ávaxta þann arf, sem fyrri kynslóðir hafi látið eftir sig, að þeir eigi ekki að slíta þann þéttriðna vef siða og laga, sem reynslan hafi ofið, heldur bæta hann. Mennirnir eigi að rækta mannlífið, svo að það vaxi og dafni, en ekki skipuleggja það. Því er það, að sjálfstæðisstefnan er umbóta- stefna, en ekki byltingarstefna, að Sjálf- stæðismenn eru fremur íhaldssamir en róttækir, að þeir st.vðja kristna trú og kirkju, en á kenningu hennar, manngild- ishugsjóninni, hvílir lýðræðisskipulagið. Jóhann Ilaístcin ritar: „Varðveizla hinna þjóðlegu verðmæta, ræktarsemi við tungu, sögu og þjóðlega menningu hlýtur að vera eitt þeirra æðsta mark. Þeir skilja, að í hinni þjóðlegu menningu, í hinu sérstæða þjóðerni og þjóðlífi, felst lykillinn að sjálfstæðum tilverurétti hinnar ör^máu þjóðar." Gunnar Gunnarsson ritar: „Það verð- ur að sjást og vitnast, svo að ekki verði um villzt, að þraít f.vrir aldaforn og æ ný víxlspor og blóðug misgrip, er vestræn menning enginn aukvisi. En á því sviði erum vér Islendingar, gæfu vorrar vegna og gamals menningar- og mannúðararfs, abyrgari flestum þjóðum." Gunnar Thor- oddsen leggur einnig mikla áherzlu á þjóðrækni, verndun tungu og lestur þjóðlegra bókmennta. Fræðileg ályktun Sjálfetæðismanna Af öllum þesum einföldu frumforsend- um draga Sjalfstæðismenn þá ályktun, að lýðræðislcgt markaðsskipulag (demókratískur kapítalismi) sé æskileg- asta stjórnskipulagið. Þessi ályktun þeirra er fræðileg, en ekki siðferðileg. Lýðræðislegt markaðsskipulag er rök- rétt, ef menn trúa þessum frumforsend- um. Stundum er sagt, að menn greini á um siðferðileg verðmæti í stjórnmálum og að þeir geti varla rökstutt verðmæta- val sitt fræðilega, „sannað" það. Það er að vísu rétt, en draga má réttar eða rangar fræðilegar ályktanir af siðferði- legum forsendum, og ágreiningurinn er oftar um þessar Iyktanir en forsendurn- ar, því að flestir velja sömu verömætin. Agreiningur er með öðrum orðum oftar til marks um vanþekkingu einhvers en sérstakt vcrðma'taval hans. Og sannleik- urinn er sá, að flestir Islendingar trúa þessum frumforsendum Sjálfstæðis- manna, hvort sem þeir eru Sjálfstæðis- menn eða ekki. En ég ætla að bæta nokkrum orðum við um hina rökréttu alyktun af þeim. Hagvald almennings Sá, sem tekur einstaklinginn fram yfir heildina og frelsið fram yfir valdið, hlýtur að draga sömu ályktun og Ólafur Björnsson, sem ritar: „Hlutverk stofnana í þjóðfélaginu, sem eru ekki annað en hugtök, verður eðlilega það eitt að efla velferð einstaklinganna, en ekki öfugt, að einstaklingarnir séu til fyrir heildina. En velferð einstaklinganna í efnahagsmál- um sem í öðrum málum verður þannig bezt efld, að það séu óskir þeirra og þarfir, sem skera úr um skipan þeirra mála. Hinn frjálsi markaður og starf- semi hans er það tæki, sem bezt tryggir þetta. Þá verða það óskir og þarfir neytendanna eins og þær koma fram á markaðinum, sem framleiðslunni stjórna." Ekki er rökrétt að berjast fyrir miðstjórnarkerfi nema vera þeirrar skoðunar, að ekki beri að mjða við óskir neytendanna og þarfir, heldur við þær óskir og þarfir, sem þeir eigi að hafa að mati einhverra valdsmanna, en flesta baráttumennina fyrir miðstjórnarkerf- inu vantar kjark til þess að segja það berum orðum. En sá, sent kýs að dreifa valdinu, takmarka það, hlýtur að draga sömu ályktun og Geir Hallgrímsson, sem ritar: „Lýðræðisskipulagið er nátengt hinu frjálsa hagkerfi með þeirri dreif- ingu efnahagsvaldsins, sem leiðir af einkaeignarréttinum, en fær hins vegar ekki samrýmzt hinu sósíalíska skipu- lagi í efnahagsmálum. I séreignarskipu- laginu er yfirráðum yfir framleiðslut- ækjunum dreift á hendur margra, svo að hvorki einn aðili né fáeinir geta fengið of mikið vald yfir efnahagslegri afkomu einstaklinganna." Velmegun án byltingar Sá, sem telur hagvöxt að öllu jöfnu æskilegan, þótt einn hagnist meira en annar, hlýtur að draga sömu ályktun og Benjamin Eiríksson, sem ritar „„Auð- valdsþjóðfélagið“ er hið eina skipulag menningarþjóða, sem samfara er frelsi og mannréttindum og vaxandi velmegun. Það er skiþulag, sem byggist á atvinnu- frelsi og er hið eina þjóðskipulag, sem gert hefur þjóðirnar ríkar, hvað sem annars má um það segja. Að því er lýtur að efnahagslegum framförum sósíalism- ans, þá hefur hann enn ekki sýnt neitt, er þoli samanburð við „auðvaldsskipulag- ið“.“ Og sá, sem tekur friðsamlega þróun fram yfir byltingu, hlýtur að draga sömu ályktun og Jónas Haralz, sem ritar: „Þjóðfélag frjálshyggjunnar hefur einnig þann mikla kost til að bera, að það er sveigjanlegt og breytilegt og það á þar af leiðandi tiltölulega auðvelt með að taka tillit til nýrra markmiða og nýrra sjónarmiða og samræma þau þeim grundvallaratriðum, sem það byggist á.“ Frjálshyggjan og sjálfetæðisstefnan Er einhver munur á frjálshyggjunni og sjálfstæðisstefnunni? Sjálfstæðisstefnan er að mínu mati frjálshyggja í skilningi Ólafs Björnssonar í bók hans, Frjáls- hyggju og alræðishyggju. Greinar bók- arinnar Sjáifstæðisstefnunnar bera það með sér, að Sjálfstæðisflokkurinn fylgir frjálshyggju — að minnsta kosti í orði. Munurinn á frjálshyggjunni og sjálf- stæðisstefnunni er einkum sá, að frjáls- hyggjan getur orðið sameign allra stjórnmálaflokka á íslandi (eins og hún er að nokkru marki í Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi), þótt hún sé enn séreign Sjálfstæðisflokksins. Ég held, að vanþekkingin ráði rnestu um það, að margir Islendingar fylgja ekki frjáls- hyggju, þótt þeir trúi sömu siðferðilegu frumforsendum og Sjálfstæðismenn. All- ar bækurnar nýútgefnu sem nefndar voru í byrjun þessarar greinar, draga vonandi eitthvað úr þeirri vanþekkingu, og frjálshyggjumenn geta leyft sér að vona, að stefna þeirra fái fylgi mikils meiri hluta landsmanna í framtíðinni. Framtíðin er frjálshyggjunnar, ef hún er einhverrar stjórnmálastefnu. Enn eiga þau orð hins framkvæmda- sama foringja Sjálfstæðisflokksins frá 1934 til 1961, Óiafs Thors, við, sem valin voru sem einkunnarorð Sjálfstanlisstcfn- unnar: „Rödd skyldunnar kallar því hvellum rómi til unga Sjálfstæðisfólks- ins í landinu, til allrar æsku landsins, að skipa sér til verndar og varðveizlu hinna dýrmætustu þjóðlegu verðmæta, sögu okkar og tungu, bókmennta, trúarlífs, siðmenningar, frelsisþrár og þjóðernis, til þess með þeim hætti að festa þau tengsl milli fortíðar og framtíðar, sem ævinlega eru skilyrði fyrir heilbrigðri þróun þjóðlífsins.’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.