Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Brian Clark um nýja leikritið í Iðnó „Ekki um dauðann, heldur frelsi einstaklingsins _ÞETTA leikrit fjallar ekki um dauóann. heldur frelsi einstakl- inj{sins,“ sajfði Brian Clark. höf- undur leikritsins „Er þetta ekki mitt líf?“. sem LeikfélaK Reykja- víkur frumsýndi um síðustu helxi. en Clark kom hinKað til lands til að vera við frumsýninKuna. „Ék er ekki talsmaður þess, að líknarmorð verði heimiluð," hélt hann áfram, „en mér finnst, að einstaklinKur, sem er fullkomleKa með sjálfum sér ok þar af leiðandi ábyrKur Kerða sinna, eÍKÍ sjálfur að fá að ákveða hvort hann vill lifa eða deyja. Ef við tökum aftur á móti manneskju, sem er rænulaus, ok einhverjir aðrir, til dæmis læknar eða aðstandendur, eiga að fara að taka afstöðu til þess hvort viðkomandi lifir eða deyr, þá horf- ir málið allt öðru vísi við. Þá er ekki lenKur um það að ræða að sá, sem í hlut á, taki sjálfur ákvörðun í eÍKÍn máli, ok á þessu tvennu er að sjálfsöKðu eðlismunur." Brian Clark er brezkur. Hann hefur samið fjölda sjónvarpsleik- rita, en „Er þetta ekki mitt líf?“ var upphafleKa skrifað fyrir sjón- varp ok sýnt þar fyrir sjö árum. Clark umskrifaði síðan leikritið fyrir leikhús ok var það frumsýnt á leiksviði í Lundúnum fyrir rúmu ári, ok KenKur þar enn fyrir fullu 99 húsi. Auk þess hefur leikritið verið tekið til sýninKa í mörKum löndum, bæði austan hafs ok vestan. Hjalti RöKnvaldsson fer með aðalhlutverkið á sýninKunni í Iðnó, en leikstjóri er María Kristjáns- dóttir. Leikmynd er eftir Jón Þórisson, en búninKaKerð stjórnaði Messíana Tómasdóttir. Leiktóna samdi Gunnar Reynir Sveinsson, en lýsinKu stýrir Daníel Williams- son. Hjalti Rögnvalsson í hlutverki sínu ásamt ýmsum aðstandendum sýningarinnar, talið frá vinstri: Jón Þórisson, Jörundur Guðjónsson, Gunnar Reynir Sveinsson Daniel Williamsson, María Kristjánsdóttir og Messíana Tómasdóttir. Þórsteinn Ragnarsson, Miklabæ: „Ég vil ekki þurfa að þakka þér neitt” Oft hef ég rekið mig á og heyrt talað um slæma þjónustu hvað varðar afgreiðslu bifreiðavara- hluta. Þeir, sem verða fyrir barðinu á þessari slæmu þjónustu, láta oft- ast nægja að ræða um hlutina við afKreiðslufólkið, sem í flestum tilfellum á ekki sök á lélegum varahlutalager eða seinagangi við pöntun varahluta erlendis frá. Ekki er hægt að segja, að öll bifreiðaumboð landsins séu þessu marki brennd, því ég hef reynslu af ágætri þjónustu og lipurri afgreiðslu. Ég vil nú víkja að þeirri ástæðu, sem olli því, að ég rita þetta bréf. Þann 30. marz s.l. keypti ég notaða bifreið af Datsun 180B gerð. Bifreiðin, sem er módel 1978, var afgreidd frá umboðinu í júní 1978. Seljandi bifreiðarinnar sagði mér að aftur-höggdeyfarar bílsins væru ónýtir, en þar sem bifreiðin væri í ábyrgð til júní 1979, fengi ég nýja höggdeyfa mér að kostn- aðarlausu. Seljandi bifreiðarinnar sagði mér einnig að hann hefði pantað höggdeyfana fyrir rúmum tveimur mánuðum, bæði í gegnum Búvélaverkstæðið á Akureyri og einnig persónulega. Hann sagðist vera orðinn undrandi á afgreiðsl- unni, en þeir hlytu að fara að koma. (Búvélaverkstæðið á Akur- eyri er eina verkstæðið á Norður- landi, sem Datsun-umboðið felur ábyrgðarþjónustu sína). Ég hafði strax samband við verkstæðisformann Búvélaverk- stæðisins, og staðfesti hann að pöntunin væri rúmlega 2ja mán- aða gömul. Hann hafði síðan samband við umboðið enn einu sinni og skýrði út fyrir starfs- mönnum þess, að bíllinn væri svo til okeyrsluhæfur vegna þess að hann væri eingöngu ekinn á mal- arvegum. Ég hringdi einnig í umboðið og tjáði þeim vandræði mín. — Þetta var í byrjun april. Síðan hef eg marghringt og einnig hefur mágur minn, sem er búsett- ur í Reykjavík, talað við af- greiðslumenn umboðsins, en án árangurs. Miðvikudaginn 2. maí hringdi ég síðan enn einu sinni í Datsun-um- boðið, og talaði þá við fram- kvæmdastjórann, Ingvar Helga- son, og spurði hann hvort hann þekkti þennan seinagang, sem orðinn væri. Einnig spurði ég framkv.stj., hvort hann teldi þetta fullnægjandi þjónustu. Ingvar sagðist vera kunnugur málinu, en varð mjög fyrtinn við, þegar rætt var um lélega þjónustu. Ég sagði Ingvari, að nú væri biðin eftir höggdeyfunum orðin rúmlega 3 mánuðir, og bíllinn lægi undir skemmdum, svo ekki yrði lengur við unað. Eina ráðið, sem neytand- inn hefði væri að skrifa um slíka „þjónustu" í blöðin. Ingvar svaraði þá glaðhlakkalega: „Eg vil ekki þurfa að þakka þér neitt.“ Ég vil svara Ingvari aftur og segi, að ég tel mig ekki geta þakkað honum og fyrirtæki hans góða þjónustu, þvert á móti hefur hann og umboð hans sýnt viðskiptavini sínum fádæma lítilsvirðingu. Þórsteinn Ragnarsson Miklabæ, Skagafirði. Breytingarnar á Hafþóri Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá verktaka Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnsson h.f.. vegna breytinganna f Ilaf- þóri: Vegna rangra ummæla um gang mála í fjölmiðlum undan- farið, sjáum við okkur tilneydda að koma með eftirfarandi skýr- ingar. I síðustu reynsluferð kom í Ijós að mótorar togvindanna af gerð- inni Hágglund 6170 voru ekki nægjanlega sterkir fyrir skipið. Uppistaðan í togvindunum tveim- ur er í rauninni fyrrverandi togvinda skipsins, en verktaka var gert að skipta henni í tvo hluta og tengja við þá vökvamót- ora. Eftir síðustu reynsluferð hélt verkkaupi því fram, að mótorarn- ir skiluðu ekki því sem var lofað. Þess vegna voru spilin togprófuð á ný sl. fimmtudag og reyndist kraftur þeirra eðlilegur. Við viljum sérstaklega taka fram, að vandræði vegna ofan- nefndra mótora eru eingöngu mál verkkaupa. I útboðslýsingu var þess sér- staklega getið, að óskað væri eftir mótorum af gerðinni Hágglund 6170 eða tilsvarandi. Það er því ljóst, að verkkaupi hefur ranglega metið hve sterk spilin í Hafþóri þyrftu að vera. Eru hönnunargallar í útboðs- lýsingu á togvindukeríi um borð í Hafþóri? Hjálagt fylgir afrit af upphags- grein 3ja kafla útboðsins: „Fyrir- komulag á vindum". Undirstrik- anir eru okkar: 3.00 FyrirkomulaK á vindum Staðsetning á vindum á togþil- fari, sjá teikn. 8-59-4. 3.01 ToRvindur Núverandi togvinda er ein vinda með tveimur tromlum fyrir togvír og einni lítilli tromlu fyrir gilsvír. Vindan er drifin af jafn- straums mótor 320 KW. Ætlunin hér er að taka tog- vinduna í sundur og gera hana að splittvindum, sem staðsettar verða aftar á togþilfarinu og hvor um sig drifin af sínum vökvamót- or. Núverandi sb. tromla verði að bb. splittvindu og núverandi bb. tromla að sb. splittvindvu. Vlð bb. splittvinduna þarf ekki að gera annað en að smfða festingar fyrir vökvamótorinn og tengja hann ásnum. Ásinn á núverandi togvindu er settur saman milli sb. tromlu og gilstromlunnar, sem er sb. megin við gírkassann. Einnig er samsetning inni í bb. troml- unni. Smíða skal nýja hlið í sb. splittvindu, þar sem gírkassinn er á núverandi togvindu. Gera skal ráð fyrir að splitt- vindurnar verði með svipaðan togkraft og hraða eins og hvor tromla á togvindunni er með nú, en þar er: togkraftur á miðja tromlu 2x6,5 t vírahraði á miðja tromlull5 m/mín. togkraftur á fulla tromlu 2x4,5 t vírahraði á fulla tromlul70 m/mín. víraþvermál 28 mm víramagn 2x2500 m Verktaki skal sjálfur velja vökvamótor, en bent skal t.d. á Hagglund 6170, eða tilsvarandi. Núverandi vírastýri skal nota áfram. Verktaki skal upplýsa hve mik- ið vökvamagn og hve háan þrýst- ing hann hugsar sér að nota hér. Einnig hvaða efnisstærðir vökvarörin komi til með að hafa. Nota skal áfram núvcrandi bremsu og tengibúnað, sem er á togvindunni. en breyta lögnum vegna nýrrar staðsetningar. Ilægt skal vera að stjórna splitt- vindunum frá núverandi stjórn- borði í afturhluta stýrishúss svo og frá stjórnklefa á togþilfari. Núverandi stjórnpúlt á tog- þilfari skal flytjast í stjórnklefann. Styrkja skal tog- þilfarið vel undir splittvindunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.