Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR -24. MAÍ1979 47 r r, Austurstræti 22, sími frá skiptiboröi 28155 hrif in af sínum mönnum SVISSLENDINGAR voru að von- um ánæjfðir með sigur sinna manna í landsleiknum við íslend- inga í fyrrakvöld, enda fyrsti sigur þjóðarinnar í landsleik síðan 6. september 1978, er Sviss lagði Bandaríkin að velli 2—0. Bandaríkjamenn eru ekki meðal risa knattspyrnunnar. En þó að íslandsmót í kraftlyftingum íslandsmeistaramót í kraft- lyftingum fer fram í Laugar- dalshöllinni 9. júní og hefst kl. 13.00. Þátttökutilkynningum ásamt 1500 kr. þátttökugjaldi ber að skila til LSÍ í síðasta lagi sunnudaginn 27. maí. Nú er sumarið alveg að koma og sumarfötin streyma inn í búðina. Bubnov-mót á Nesvelli FORKEPPNI Bubnov-golfmóts- ins hjá Golfklúbbi Ness verður haldin á Ncsvellinum á morgun, fimmtudag. og hefst keppni klukkan 13.30. Öllum fálögum klúbbsins er heimil þátttaka í þessu vinsæla golfmóti. 32 þeir bestu komast áfram f úrslita- keppnina. sem er holukeppni. Bubnov-keppnin er forgjafa- keppni og er heitin eftir sovásk- um sendiráðsstarfsmanni, Vladimar Bubnov, sem gcrði garðinn frægan hér á landi fyrir nokkrum árum. Fyrir utan þcssi glæsilegu verð- laun verða veitt aukavcrðlaun, fyrir þann sem verður næstur holu á 5. og 17. flöt. Aukaverð- alaunin eru flugfar til Akur- eyrar - Reykjavík. svissneska þjóðin gleðjist nú mjög, eru fjölmiðlar landsins ekki sannfærðir og eru yfirleitt sammála um að ef íslendingarnir hefðu haft úthald á við sfna menn, kynni öðru vísi að hafa farið. Berner Zeitung segir t.d., að Svissneska liðið hefði ekki náð sér á strik fyrr en mótherjinn fór að þreytast og sé það ekki gæða- stimpill. Blaðið segir að ef þeir Pétur Pétursson og Ásgeir Sigur- vinsson hefðu nýtt færi snemma leiks, hefði lið Svisslendinga verið í miklum bobba. BZ tekur einnig fram, að Ásgeir Sigurvinsson hafi verið bezti leikmaðurinn á vellin- um, ótrúlega snjall. Fyrirsögn dagblaðsins La Suisse er þannig: Sigur, jú — framför, nei. Síðan heldur blaðamaður áfram og segir að aðeins stórgóð markvarsla Berbig framan af leiknum hafi haldið liðinu á floti og það sé ekkert afrek að leika eins og það svissneska gerði gegn örþreyttu liði í síðari hálfleik. La Suisse tilnefnir tvo bestu leik- menn vallarins þá Ásgeir Sigurvinsson og Þorstein Ólafs- son. Blaðið hælir einnig ákaflega heimamanninn Barberis fyrir snjallan leik og má það til sanns vegar færa eftir að hafa séð leikinn. Der Bund er ekki alveg eins harðort í garð svissneska liðsins og gleðst blaðamaðurinn mikið yfir sigrinum og sést um leið yfir vankanta liðsins. Ekki tekst hon- um þó að leyna hneykslan sinni á frammistöðu liðsins framan af fyrri hálfleik. Af frammistöðu íslenska liðsins meðan úthald leyfði, má draga þá ályktun að liðið gæti auðveldlega velgt því svissneska verulega und- ir uggum þegar liðin leika á ný í Reykjavík innan skamms. —gg. VESTUR-þýska liðið Borussia Mönchengladbach sigraði í UEFA-keppninni í knattspyrnu með sigri, 1—0, gegn Rauðu stjörnunni írá Belgrað í síðari leik liðanna í gærkvöldi. Fór leikurinn fram á heimavelli þýska liðsins. Eina mark leiks- ins skoraði Allan Simonsen úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Þetta var viðeigandi endir á ferli Simonsens hjá BMG. því að hann yfirgefur nú félagið, svo og Berti Vogts og þjálfarinn Udo Lattek. Hörður í Val HÓRÐUR Hilmarsson knatt- spyrnumaðurinn góðkunni úr Val, sem leikið hefur handknattleik með Stjörnunni úr Garðabæ, hefur nú í hyggju að skipta um félag og leikaTiandknattleik með Val næsta keppnistímabil. Ekki er ólíklegt að Hörður fylli skarð það sem Jón Pétur Jónsson skilur eftir sig í liðinu. Hörður er sterkur varnar- maður og einnig sóknarmaður góður. Verður það því styrkur fyrir Valsliðið að fá han yfir í sínar raðir. Eins og kunnugt er féll lið Stjörnunnar niður í 3. deild á síðasta keppnistímabili. — þr. Heinz Ilermann skorar fyrsta mark Sviss. knötturinn breytti stefnu af fæti Jóhannesar Eðvaldssonar. Hermann lék þarna sinn fyrsta landsleik. Simonsentryggði UEFA bikarinn! Markalaust Englendingar og Wales skildu jöfn í landsleik f knatt- spyrnu í gærkveldi, en leikur- inn var liður í bresku meist- arakeppninni. Hvorugt liðið skoraði mark, en Englending- ar einokuðu knöttinn frá upp- hafi til enda. Kevin Keegan var í bana- stuði og mataði Bob Latchford hvað eftir annað með gullsend- ingum, sem kappinn misnotaði á færibandi. Nýliðinn Ken San- som átti einnig stórgóðan leik, auk blökkumannsins Laurie Cunningham, sem lék einnig sinn fyrsta landsleik. Enska liðið átti sinn besta sprett síðustu 10 mínúturnar, en þá hafði Steve Coppell komið inn á fyrir Latchford og skoti frá honum var bjargað af mark- línu. Svissnesku blöðin ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.