Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 17 Jón Stefánsson söngstjóri Kórs Langholtskirkju og Alfreð W. Gunnarsson og Gunnlaugur Snævarr sem séð hafa um undirbúning Norðurlandsferðarinnar. Mynd. Emlifa Kór Langholtskirkju í tón- leikaferð um Norðurland Kór Langholtskirkju mun leggja af stað í tón- leikaferð norður í land á morgun, 25. maí, og verð- ur sú ferð síðasta verkefni kórsins á þessu starfsári. Fyrsta verkefnið var ferð á Norræna kirkjutón- listarmótið í Helsinki s.l. sumar þar sem kórinn söng á nokkrum tónleik- um ok auk þess fyrir finnska útvarpið. Fyrir áramótin söng kórinn bæði fyrir útvarp og sjónvarp og BátaraU nidur Laxá i Aðaldal NÝSTOFNUÐ Hjálparsveit skáta í Aðaldal fyrirhugar að efna til bátaralls niður Laxá í Aðaldal með ýmsum þrautum á leiðinni, laugardaginn 2. júní. Akveðið er að keppa í fimm flokkum, þ.e. flokki eins og tveggja manna kajaka, eins og tveggja manna gúmmíbáta og svo prammaflokki og verða bátarnir að hljóta samþykki mótstjórnar. Farið verður eftir alþjóðaregl- um og þurfa þátttakendur að vera klæddir björgunarvestum og með hjálma af viðurkenndri gerð. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fimmtudaginn 24. maí og föstudaginn 25. maí. einnig inn á plötuna Hátíðar- stund. Þá hélt kórinn sína árlegu jólatónleika sem að þessu sinni voru í Kristskirkju, Landakoti. í janúar hófust æfingar á c—moll messu Mozarts sem var síðan flutt 6. og 7. janúar í Háteigskirkju. Eftir páska hófust æfingar fyrir tónleikaferðina norður í land. Á efnisskránni verða eldri og yngri verk, má þar nefna verk frá 15. og 16. öld fyrir fjórradda og áttradda kór, nokkra negrasálma úr óratoríunni Child of our time í útsetningu Michaels Tippets, þætti úr suður-amerískri messu, Missa Criolla, sem kórinn flutti á síðastliðnu ári, og tvö verk sem sérstaklega voru samin fyrir kórinn sem framlag íslands til Norræna kirkjutónlistarmótsins sem áður er getið. Tónleikarnir verða í Logalandi á morgun, föstudaginn 25. maí, kl. 21; í Miðgarði laugardaginn 26. maí kl. 21 og lokatónleikarnir verða á Dalvík sunnudaginn 27. maí kl. 15 Kórfélagar eru nú rúmlega 50 og hefur Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir raddþjálfað kórinn í vetur auk þess sem tæpur þriðjungur kórfélaga stunda söng- eða tón- listarnám. Á tónleikunum fyrir norðan munu nokkrir kórfélagar koma fram sem einsöngvarar, forsöngvarar og einnig sjá nokkrir þeirra um undirleik í Missa Criolla. Söngstjóri er Jón Stefáns- son. Gleðilegt sumar Eru línurnar ekki í lagi? Vid leysum vandann. Ný 3ja vikna námskeid hefjast 30. maí. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráö. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur - Ijós — gufuböð - kaffi — Júdódeild Ármanns Ármúla 32. fyrsti áfangi á ieió lengra Frankfurt er ekki aöeins mikil miöstöd viöskipta og verslunar-heldur ein stærsta flugmiöstöö Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um þaö bil í miöju Þýskalandi, eru óteljandi feröamöguleikar. Þaöan erstutt til margra fallegra staöa í Þýskalandi sjálfu (t. d. Mainz og Heidelberg) og þaöan erþægilegtaö halda áfram feröinni til Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, eöa jafnvel lengra. FRANKFURT- EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR FLUGLEIDIR \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.