Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 3 3 Fréttaskýring Grikkland HINN 28. maí verður gengið frá samninguin Grikkja og Efnahagsbandalagsins og er þá skammt að bíða að Grikkland verði tfunda aðildarrfki EBE. Undir- skriftin verður gerð með pompi og prakt í Aþenu og munu safnast til Grikklands aðskiljanlegir forsætis- ráðherrar og utanrfkis- ráðherrar viðkomandi landa. t>að er svo í janúar 1981 sem samningurinn tekur til fullnustu gildi. Þessi málalok eru fyrst og fremst mikill persónulegur sigur Constantine Karaman- lis forsætisráðherra, en hann hefur unnið að framgangi þess af hinu mesta kappi sfðan í kosningunum f Grikk- landi í nóvember 1978, en þá var eitt helzta stefnumál Nýdemókrataflokks hans, að Grikkir sæktu um þessa aðild. Enda þótt fylgi flokks- ins reyndist þá töluvert minna en 1974 var þó trausts- yfirlýsingin við Karamanlis það ótvfræð, að hann gat hafist handa við að hrinda málinu f framkvæmd. Nú þegar frá flestu hefur verið gengið og eftir eru aðeins smávægileg form- atriði cr trúlegt að Karamanlis geti sfðan ein- beitt sér meira að innanríkis- málum en fyrr. Ekki sízt er aðkallandi f hans augum að snúast gegn þvf vaxandi afli sem PASOK — flokkur Andrens Papandreu er í land- inu. í kosningunum 1978 nær tvöfaldaðist fylgi PASOKS og varð hann langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. fékk 25 prósent atkvæða en hafði 14 prósent. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur vegur PASOKS verið enn vaxandi, sérstaklega úti á landsbyggðinni og auðvitað mest á kostnað nýdemókrata. Karamanlis gerir sér áreiðanlega öðrum betur Karamanlis grein fyrir því að nú þarf að taka til hendi og efla flokk- inn og styrkja, ekki sfzt innan frá. Það kom berlega f ljós á nýafstöðu flokksþingi nýdemókrata í Chalikdiki á dögunum, að hafi Karamanlis ekki fyrr talið Andreas Papandreu verulega ögrun. þá hefur hann smám saman komist á þá skoðun að Papandreu geti með ámóta framhaldi orðið honum skeinuhættur. svo að ekki sé meira sagt. Á þessu þingi kom fram mjög eindregin tilhneiging til að byggja flokksstarfið mcira upp á málefnalegum og hugmyndafræðilegum grundvelli. Sannleikurinn er sá að frá því 1974 hefur flokkurinn fyrst og fremst verið utan um einn mann þar sem er Constantine Karamanlis, svo og nokkra aðra stjórnmálaleiðtoga sem vinsælda hafa notið hjá fólki umfram aðra. Og þessar stjórstjörnur hafa verið f Papandreu fylkingarbrjósti og mest áberandi og mótað flokkinn svo sterkt að stcfnumið og málefni hafa viljað hverfa í skuggann. Nú hefur Karamanlis gert það upp við sig að við svo búið megi ekki lengur standa: það nær ekki nokkurri átt að láta stærsta stjórnmálaflokk landsins standa og falla með einum manni. í tali sfnu á flokksþinginu gerði Karamanlis grein fyrir þeim breytingum sem hann telur hyggilegt og vænlegt að vinna að. Ilann lagði til að næsti leiðtogi yrði kjörinn af þingflokknum en sennilcgt er að sjálfur dragi Karaman- lis sig f hlé og bjóði sig fram til forseta á næsta ári. Tveir eru þeir kandidatar sem eink- um hafa verið nefndir: Evangelos Averoff varnar- málaráðherra, sem þykir ögn hægrisinnaðri cn góðu hófi gegnir, og George Rallis utanrfkisráðherra, sem er þekktur fyrir hófsamari afstöðu. Constantin Mitsotakis. hcfur einnig verið nefndur en hann er úr Miðflokki Mavorsar kominn og litinn nokkurri tor- tryggni. í ræðu í lok þingsins freist- aði Karamanlis að skilgreina hugmyndafræði fjokks síns. Hann lagðist gegn þvf að stöðugt væri fjasað um að menn væru hægri, mið eða vinstrimenn — innan vé- banda Nýdemókrataflokks- ins rúmuðust allir, sakir þess að hann væri róttækur og frjálslyndur lýðræðisflokkur og þar gætu verið saman í einingu andans allt frá fhaldssömum hægrimönnum að afdráttarlausum sósíal- demókrötum. Eftir er að sjá hvort málflutningur Nýdemókrataflokksins fær undirtektir þeirra sem hafa flokkazt undir „mið“ og “vinstri". Karamanlis getur með fullum rétti fært sér það til tekna og ef til vill trausts hjá vinstrimönnum að hann leyfði á ný starfsemi kommúnista og hann hefur einnig sýnt trúnað miðju- mönnum meðal annars með því að fela Mitsotakis og Athansios Kanellopoluos sem hafa gengið til liðs við flokk hans, veigamikil störf og jafnvei ráðherraembætti. Það lofar í sjálfu sér nokkru að orð Karamanlisar á þinginu urðu ekki til þess að upp kæmi urgur meðal „hægra“ liðsins og verður stjórnkænska Karamanlisar seint oflofuð. Hversu honum hefur farnast í þvf sl. fimm ár að stýra Grikklandi cr talandi vitnisburður um hversu leikni hans og snilld er mikil. Hann er án efa sá stjórnmálamaður á Vestur- löndum og þótt vfðar sé farið sem hefur til að bera flesta kosti þjóðarlciðtoga. Auðvitað var Papandrcu ekki seinn á sér að gagnrýna Nýdemókrataflokkinn, og þá niðurstöðu scm flokksþingið komst að. reyndi hann að gera alltortryggilcga — að Karamanlis stcfndi til eins- flokkskerfis og sfðan til einra“ðis. Ilann lýsti því yfir að innganga Grikklands f EBE væri stórkostlegt áfall sjálfsta-ði landsins og að væri efnt til þjóðaratkvæðis um EBE yrði hcnni vísað á bug af meirihluta kjósenda. En orð hans hafa ekki vakið þá stemmningu með löndum hans sem hann hcfur túlcga gert sér von um. Sem stendur bendir ekkert til þcss að sú nýja mynd sem mciri miðjumaður og jafnvel eilftil höllun til vinstri muni valda neinu fjaðrafoki. Þessa stundina hafa Grikkir meiri áhyggjur af vaxandi verðbólgu og atvinnuleysi og að þvf máli hefur Karamanlis nú einnig heitið að snúa sér heilshugar og spáir að þar sem á mörgum öðrum miðum verði stjórn hans tiltölulega fljótt ágengt. -II.K. Karamanlis vill færa út kvíar Nýdemókrataflokks /x um Hvítasunnuna 2, —10. júní. Varís brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfað starfsfólk. 30. maí, örfá sæti laus. Næsta brottför 20. júní. 30. maí 3. ágúst 3. september 20. júní 12. ágúst 15. september 11. júlí 22. ágúst 30. september 23. júlí 27. ágúst Alþjóöleg ] Seljum farseöla um allan heim á lægsta veröi. flugsýning 9. —17. júní. Ferðamiðstöðin hf. ADALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.