Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 31 Gulilax næsti nytjafiskur Islendinga? ENGIN umsókn hefur enn borizt til sjávarútvegs- ráðuneytisins um veiðar á gulllaxi. Hins vegar sagði Þórður Ásgeirsson skrif- stofustjóri ráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í vikunni, að slík umsókn yrði tekin til velviljaðrar athugunar ef hún bærist. í viðtali við Mbl. síðastlið- inn sunnudag sagði Þor- steinn Kristjánsson skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði að. hann hefði nú mikinn áhuga á að sækja um leyfi til veiða á gulllaxi og hefja veiðar út af Suður- og Suðvestur- landi ef það fengist. Gulllax er eins og loðn- an af laxfiskaætt og hefur ekki verið veiddur í nein- Vilhelmína sagðist ekki gjörla vita hvernig A-Evrópuþjóðir meðhöndluðu gulllaxinn, en þó hefðu verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá þeim um hvernig þær ynnu fiskinn. Hún sagðist hafa heyrt að gulllax þætti lostæti ef hann væri salt- aður. Hér við land heldur gulllax sig einkum í hlýj- um sjó við Suður- og Suð- vesturland og talið er að hann hrygni við Reykja- neshrygginn á 3—500 metra dýpi. Vilhelmína sagði að gulllax hefði oft fengizt með karfa í rann- sóknaferðum, en eftir að um mæli hér við land, en töluvert af gulllaxi hefur slæðst með karfaveiði m.a. hjá rannsóknaskip- um Hafrannsóknastofn- unar. Að sögn Vilhelmínu Vilhjálmsdóttur fiski- fræðings hafa Rússar, A-Þjóðverjar og Japanir veitt mikið af þessum fiski við Nýfundnaland og Labrador. Á þessum slóð- um hefur jafnvel þurft að skipta hámarksafla af gulllaxi á milli þjóða svo að ekki yrði um ofveiði að ræða. Vilhelmína sagði að gulllax þætti mjög góður matfiskur, en sá galli þætti helzt að þessum fiski að hann þætti of beinamikill. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefði gert tilraunir með þennan fisk og gæfi stofn- unin honum hin beztu meðmæli sem matfiski. möskvastærð fyrir karfa var stækkuð hefði gulllax- inn ekki fengist. Ef veiðar yrðu leyfðar á gulllaxi þyrfti að gefa út sérstaka reglugerð til þeirra veiða. — Þessi hugmynd um veiðar á gulllaxi er svo sannarlega áhugaverð og við vitum að hann er hér við landið í töluverðum mæli, sagði Vilhelmína. — Þessi fiskur er ekki á skrá og hann er ekki verð- lagður, en því skyldum við ekki geta nýtt okkur gull- lax eins og t.d. A-Evrópu- þjóðir og Japanir, sagði hún að lokum. Ef til vill verður gulllax næsti nytjafiskur okkar íslend- inga og á það má benda að ekki eru nema liðlega 10 ár síðan farið var að veiða loðnu í einhverjum mæli og enn skemmra er síðan byrjað var að veiða kol- munnann. 522umferðar- óhöpp í apríl SAMKVÆMT bráða- birgðaskráningu Umferð- arráðs urðu alls 522 um- ferðaróhöpp í apríl-mán- uði sl. Eignatjón cinungis varð í 492 tilfcllum og 30 þeirra urðu meiðsli. Ekk- ert dauðaslys varð í apríl- mánuði, en eitt í sama mánuði í fyrra. Þá urðu slys í apríl í fyrra alls 480, þar af 449 þar sem einung- is varð eignatjón. I mánuðinum slösuðust alls 36, en 45 í sama mánuði í fyrra og voru þau flest á gangandi fólki eða 11, en 10 ökumenn bíla slösuðust. Þessa fyrstu fjóra mánuði ársins hafa orðið samtals 2.450 umferðarslys og 2.079 á sama tímabili í fyrra. Dauðaslysum hefur á tíma- bilinu fækkað úr 4 í 2, slösuðum fækkað úr 182 í 156, árekstrum fjölgað úr 55 í 58 og ekið á 40 gang- andi í ár á þessum tíma á móti 36 á þessum tíma í fyrra. Þjófur í Paradís Laus úr viðjum Œ Almenna bókaíelagið Austurstræti 18 — Sími 19707. Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. HESTARI HOLLANDI * Núfaraallir hestamenn á Evrópumotið Að beiðni stjórnar Landssambands hestamannafélaganna hefur Samvinnuferðir — Landsýn skipulagt hópferð á Evrópumót hestamanna í Apeldoorn í Hollandi. Brottför 17/8 Heimkoma 27/8 Dvalist verður í Amsterdam, Gronningen og í Apeldoorn á meðan mótið stendur yfir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni — pantið strax. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 ita ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? l'l Al ta.YSIIi Hl AU.T I.AND ÞEt.AH Þl Al ta.YSIR I MORta NBI.AÐIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.