Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Flókalundur ok orlufshús AlþýÓusamhands Vestfjarða. Alþýðusamband Vestfjarða kaupir Hótel Flókalund Alþýðusamband Vestfjarða hefur keypt Hótel Flókalund af ferðamálasjóói og ætlar að reka þar greiða- og gistisölu og þjón- ustumiðstöð fyrir orlofshús sam- handsins, en í nágrenni Flóka- lundar er sambandið nú að byggja 15 orlofshús og verða 13 þeirra tekin í notkun í byrjun júní. í sumar verður Eddu-hótel í Flókalundi sem Ferðaskrifstofa ríkisins sér um rekstur á. Pétur Sigurðsson formaður Al- þýðusambands Vestfjarða sagði í samtali við Mbl., að kaupverð Flókalundar væri 70 milljónir króna, en brunabótamat á húsi og innbúi er um 130 milljónir. Skammt frá hótelinu, utan við ána Pennu, eru að rísa 15 orlofshús og sagði Pétur að á því svæði, sem nú er byggt á, væri ætlunin að reisa 30 hús. Söngskólinn í Reykjavík: 9 nýir einsöngvarar SJÖTTA starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú senn að ljúka og verður skólanum slitið sunnudag- inn 27. maf n.k. kl. 15.00. í vetur stunduðu 85 nemendur nám við skólann. f söng. hljóð- færaleik, tónfræði, tónheyrn, tón- listarsögu og hljómfræði. Skólinn starfar i tveim deildum, almennri deild og kennaradeild. Nám í almennri deild stunduðu 72 nemendur og luku 7 þeirra VIII stigs prófi, sem er lokaáfangi í almennri deild og jafnframt inn- tökuskilyrði í kennara og / eða sólósöngdeild. Hluti af VIII stigs prófinu eru tónleikar, sem þeir nemendur halda er stóðust prófið, en þeir eru: Ásta Valdimarsdóttir, Baldur Karlsson, Ingunn Ragnars- dóttir, Jóhanna G. Möller, Kolbrún Ágrímsdóttir, Kjartan Ólafsson og Magnús Magnússon. Á tónleikunum nú syngja enn- fremur Dóra Reyndal og Unnur Jensdóttir, en þær luku báðar VIII stigs söngprófi í fyrra. Ilinir nýju einsöngvarar: Frá vinstri fremsta röð: Jóhanna G. Möller. Magnús Magnússon og Kolbrún Ásgrímsdóttir. Miðröð frá vinstri: Baldur Karlsson. Ingunn Ragnarsdóttir og Dóra Reyndal. Aftasta röð frá vinstri: Kjartan ólafsson. Unnur Jensdóttir og Ásta Valdimars- dóttir. Kauplagsnefnd hefur reiknað verðbótavísitölu: Launahækkun 1. júní 11,4% á láglaun, 9,22% á hærri laun SAMKVÆMT ákvörðun Kaup- lagsnefndar, skulu verðbætur á laun á mánuði fyrir fulla dag- vinnu vera 11.40% á laun lægri en 210 þúsund krónur, en á laun 220 þúsund krónur eða hærri er verð- bótin 9.22%. Á laun hærri en 210 þúsund krónur skal verðbótin 11.40%, fara stiglækkandi uns 220 þúsund króna markinu er náð og skal þá verðbótin hafa náð markinu 9.22%. Hækkun framfærsluvísitölunn- ar frá febrúarbyrjun til maíbyrj- unar er 159.94 stig eða 12.38%. Var um að ræða hækkun á fjölmörgum vöru- og þjónustuliðum, innlend- um og erlendum. í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofunni, sem Morgunblaðinu barst í gær, segir m.a.: „Á tímabilinu júní-agúst 1979 og síðan á hverju 3ja mánaða greiðslutimabili skal greiða verð- bætur á laun samkvæmt fyrirmæl- um í VIII. kafla laga nr. 13 10. apríl 1979 um stjórn efnahagsmála o.fl. sbr. og ákvæði reglugerðar nr. 214 21. maí 1979 sem gefin hefur verið út samkvæmt heimild í þessum lögum. Samkvæmt 6. grein nefndrar reglugerðar skulu verðbætur Kjaraskerd- ingin 2-5% GAMLA verðbótavísitölukerfið hefði gefið launahækkun á lág- laun, sem verið hefði 2 til 3% hærri en vísitölukerfi laga ríkis- stjórnarinnar um stjórn efnahagsmála. Láglaun. þ.e.a.s. laun undir 210 þúsund krónum á mánuði, hefðu samkvæmt gamla kerfinu fengið verðbót, sem væri 13,4 til 14,4%, en samkvæmt lögunum fá láglaunin nú 11,4%. Kjaraskerðing vegna laga rík- isstjórnarinnar er þó enn meiri á hærri laun, þ.e.a.s. á laun, sem eru hærri en 220 þúsund krónur. Samkvæmt lögum fá þessi laun 9,22% hækkun, en samkvæmt gamla kerfinu hefði launahækk- unin verið 4,2 til 5,2% hærri en Blásaratónleikar BLÁSARATÓNLEIKAR verða á Kjarvalsstöðum á morgun, föstudag kl. 20.30.Bernard Wilkinsson, Duncan Campell, Einar Jóhannesson, Rúnar Vilbergsson og Gareth Millison munu flytja verk eftir Danzi, Milhaud, Debussy, Hindemith og Malcolm Arnold. greiddar á grunnkaup, sem svo er ' ákveðið: Greitt kaup í marz 1979, þ.e. grunnlaun, verðbætur og verð- bótaauki samkvæmt þágildandi samningum og lögum. Kauplagsnefnd hefur reiknað verðbótavísitölu vegna tímabilsins júní—ágúst og er hún 108.77 stig miðað við grunntölu 100 svarandi til framfærsluvísitölu í febrúar 1979. Þessi vísitala gildir ekki óbreytt til ákvörðunar verðbóta á laun frá 1. júní 1979, þar eð í bráðabirgðaákvæðum laganna er kveðið svo á, að frádráttur vegna viðskiptakjararýrnunar, sem hefur þegar verið reiknaður inn í verð- bótavísitöluna, skuli að svo stöddu ekki koma fram nema að takmörk- uðu leyti. Þar er svo fyrir mælt, að við ákvörðun verðbóta frá 1. júní 1979 skuli frádráttur vegna rýrn- unar viðskiptakjara nema hæst 2% af verðbótavísitölu þann dag, og að enginn slíkur frádráttur skuli að svo stöddu eiga sér stað við ákvörðun verðbóta á laun lægri en 210 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu." Tónleikarnir verða haldnir í Tónleikasal Söngskólans, að Hverfisgötu 44. Söngskólinn tók þennan sal nýlega á leigu og hefur undanfarið verið unnið við að standsetja hann. Verður tónleika- salurinn vígður við þetta tækifæri. Starfsári söngskólans lýkur síðan með vortónleikum í Gamla bíói, n.k. sunnudag kl. 19.00. Þar munu nemendur skólans flytja fjölbreytta söngskrá. Nemendur sem syngja á tónleik- um fimmtudaginn 24. maí kl. 15.00 eru Dóra Reyndal sópran — Magnús Magnússon tenor og Unnur Jensdóttir mezzo-sópran. Nemendur sem syngja á tónleik- um föstudaginn 25. maí kl. 20.00 eru Ingunn Ragnarsdóttir sópran — Kjartan Ólafsson baritón og Kolbrún Ásgrímsdóttir sópran. Nemendur sem syngja á tónleik- um laugardaginn 26. maí kl. 15.00 eru Ásta Valdimarsdóttir mezzo-sópran — Baldur Karlsson baritón og Jóhanna G. Möller sópran. Fyrirhugaðar ráðstafanir Félags íslenskra leikara: Munu leita stuðnings alþjóðasambands leikara og leikara á Norðurlöndum FÉLAG íslenskra leikara sam- þykkti á félagsfundi s.l. mánudag með öllum greiddum atkvæðum að grípa til ráðstafana eftir 10. júní verði ekki fyrir þann tíma gengið frá samningi milli ríkisútvarpsins og F.Í.L. um það hver hlutur leiksins efnis skuli vera f dagskrá ríkisútvarpsins. Félagið hafði áð- ur sent menntamálaráðherra. út- varpsstjóra og útvarpsráði bréf þar sem ráðstafanir þessar voru kynntar. Bréfið var sent 15. maí en að sögn stjórnar FÍL hefur ekkert samhand verið haft við stjórnina enn varðandi kröfur leikara og hótanir. Ráðstafanir þær sem félagið hyggst grípa til eru: 1. F'élagar í FÍL munu ekki taka að sér nein ný verkefni í ríkisútvarpi eða sjón- varpi eftir 10. júní n.k. 2. Leikarar hyggjast nýta til fulls það ákvæði í kjarasaniningum þeirra að banna endurflutning leikins efnis í sjón- varpi og útvarpi. 3. FÍL hyggst leita til Alþjóðasambands leikara um að allt erlent leikið efni verði bannað í íslenska sjónvarpinu. 4. FÍL mun leita til Bandalags íslenskra lista- manna, Félags íslenskra leikstjóra og leikritahöfunda um að þessir aðilar styðji leikara í ’baráttu þeirra, 5. íslenskir leikarar munu leita til starfsbræðra sinna á Norðurlöndum um að þeir felli úr gildi svonefndan íslandssamning er gerir íslenska sjónvarpinu kleift að fá efni frá Norðurlöndunum ódýrara en ella. Gísli Alfreðsson formaður FÍL sagði á blaðamannafundi í gær að þessar aðgerðir væru ekkert ný- mæli. Sænskir leikarar hefðu beitt svipuðum aðferðum vorið 1976 og hefði sú deila le.vstst farsællega. Einnig munu svipaðar aðgerðir verið uppi í Grikklandi í fyrrahaust og á írlandi nú í vetur. Gísli kvað þessum aðgerðum ekki vera nema að litlu leyti beint gegn ríkisút- varpinu og forráðamönnum þess. „Við vonumst til að þeir sem ákveða afnotagjöld ríkisútvarpsins sjái að sér og gefi ríkisútvarpinu kost á að rétta við fjárhag stofnunarinnar." Stjórn Félags íslenzkra leikara. Talið írá vinstri Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Guðmundur Pálsson, Sigurður Pálsson og Gísli Alfreðsson formaður félagsins. Ljósm. Emilfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.