Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Hannes Hólmsteirm Gissurarson: Sjálfstæðisflokkurinn er fimmtíu ára 25. maí 1979. Ileimdallur, samtök ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gaf af því tilefni fyrir skömmu út bókina SJÁLFSTÆÐISSTEFNUNA - RÆÐUR OG RITGERÐIR 1929-1979, eftir Jón Þorláksson forsætisráðherra, Jóhann Hafstein forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Gunnar Gunnarsson skáld, Birgi Kjaran hagfræðing, Ólaf Björnsson prófessor, dr. Benjamín Eiríksson hajífræðinK. Geir IlallKrímsson, formann . Sjálfstæðisflokksins, Jónas II. Haralz hagfræðing, og dr. Gunnar Thoroddsen, formann þingflokks Sjálfstæðismanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagnfræðingur sá um útgáfuna og samdi eftirmála, en hann er að rita bók um Sjálfstæðisflokkinn í þessi fimmtíu ár. Morgunblaðið bað Hannes Hólmstein að rita eftirfarandi grein um stefnu flokksins. við Islendinííum að fengnu sjálfstæði — að tryjínja þetta sjálfstæði með sam- vinnu við aðrar þjóðir, að velja um þær þjóðir, sem hafa ætti samvinnu við, vestrænar eða austrænar. Gunnar Gunn- arsson reit 1954 um þetta val, taldi það um menningu vestrænna þjóða og kenn- in(íu austrænna valdsmanna, Leníns o(? Stalíns. Birgir Kjaran reit 1958 um muninn, sem væri á stefnu Sjálfstæðis- manna, sem teldu stjórnmálin einungis eina greinina á meiði mannlífsins, ojj stefnu annarra, einkum marxsinna, sem teldu stjórnmálin teytíja si(? í allar áttir, villtust á stjórnmálum o(í trúmálum. Ólafur Björnsson reit 1959 um verð- bólgu 0(í ofsköttun, tvær fylgjur ríkis- afskiptanna, og það skipula(j atvinnu- málanna, sem væri samkvæmt réttlætis- hu(;mynd frjálslyndra manna. Dr. Benja- mín Eiríksson reit 1964 um það skilyrði, sem væri fyrir takmörkun ríkisvaldsins, sæmilefjt jafnvægi í samlífi borKaranna, einkum dreifin(j hagvaldsins, og benti á, að íslendingum hefði varla tekizt að treysta og takmarka ríkisvaldið. Geir Hallgrímsson reit 1965 um muninn á einkarekstri og ríkisrekstri. Hann lagði áherzlu á það, að ríkið yrði eins að try«í(ja afkomuöryggi borgaranna og frelsi þeirra, var stuðningsmaður hins „félagslega markaðsbúskapar“, sem Birgir Kjaran nefndi svo. Hann tók undir þá röksemd Jóns Þorlákssonar fyrir samkeppnisskipulaginu, að það virkjaði hagnarhvöt einstaklinganna, en bætti við hinni, að það samhæfði fram- leiðslu o(í neyzlu. Jónas H. Haralz reit 1973 um muninn á markaðskerfinu (kapítalismanum) og miðstjórnarkerfinu (sósíalismanum) og kallaði á reynsluna til vitnisburðar, en um það er varla ágreiningur lengur, að tilraunin, sem gerð var til þess að reisa 0(j reka miðstjórnarkerfi í austri mistókst, ef ætlunin var að skipuleggja hamingjuna. Og dr. Gunnar Thoroddsen reit 1979 um það hlutverk, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gegnt í.sijórnmálum íslendinga, og um þá líftaug þeirra frá þjóðveldisöld, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti íslenzki stjórnmálaflokkurinn og því eðlilegt, að þeir Islendingar, sem hafa áhuga á stjórnmálum, hafi áhuga á honum, gerð hans og stefnu, eins og nýleg ritdeila í Morgunblaðinu um stefnu hans er til marks um. Og síðasta arið hafa hvorki meira né minna en fimm bækur verið gefnar út, sem koma Sjálf- stæðisflokknum mjög við: Frjálshygtíja UK alra'ðishyKgja eftir Ólaf Björnsson hagfræðiprófessor, þar sem þessi fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir stjórnmálabaráttunni frá fræðilegu sjónarmiði, Sjálfstæðissteínan eftir 10 áhrifamenn í þjóðlífini) síðustu fimmtíu árin, þar sem þeir koma orðum að sjálfstæðisstefnunni, Uppreisn frjáls- hygxjunnar eftir 15 unga Sjálfstæðis- menn, þar sem þeir (íagnrýna flokkinn, lýsa stjórnmálaviðhorfinu á íslandi og benda á nýjar leiðir að því marki góðra lifskjara og almennra mannréttinda, sem flestir íslendingar eru sammála um, Sjálfstæðisflokkurinn — klassíska tímahilið 1929—1944 eftir dr. Svan Kristjánsson lektor og Uppruni Sjálf- stæðisflokksins eftir Halltírim Guðm- undsson B.A., báðar gagnletíar bækur, sem ég rita bráðlega um í Morgunblaðið. En ég rita í þessari grein um sjálfstæð- isstefnuna, um þær siðferðilegu forsend- ur o(i fræðilegu al.vktanir Sjálfstæðis- manna, sem komið er orðum að í Sjálfstæðisstefnunni. Efni greinanna Hvert er efni greinanna? Jón Þorláks- son reit 1929 um þau skilyrði, sem væru fyrir vexti atvinnulífsins, því að hann óttaðist, að ríkisafskipti Framsóknar- manna og jafnaðarmanna, sem náðu völdunum 1927, drægju úr hinum mikla vexti þess, sem hafði orðið frá 1904. Jóhann Hafstein reit 1941 um muninn, sem væri á einstaklintísh.vggju Sjálf- stæðismanna og hóphyggju Framsókn- armanna, jafnaðarmanna, kommúnista, fasista og nazista. Dr. Bjarni Benedikts- son reit 1949 um þann vanda, sem blasti Geir Hallgrímsson var kjörinn varafor- maöur Sjálfstædisflokksins 1971 og formaður hans 1973. Jón Þorlál .i jon var formaöur Sjálf- stæöisflokksins 1929—1934, pegar hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs vegna I lilsubrests. Þrír leiötogar Sjálfstæöisflokksins á landsfundi 1965: Bjarni Benediktsson var varaformaöur flokksins 1948—1961, þegar hann var kjörinn formaöur, sem hann var til láts síns 1970. Gunnar Thoroddsen var varaformaður flokksins 1961—1965, Þegar hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var aftur kjörinn varaformaður 1974. Jóhann Hafstein var varaformaöur flokksins 1965—1970 og formaður 1970—1973, Þegar hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs vegna heilsubrests. sem ofin er úr tveimur þráðum, frjáls- lyndi og hjálpfýsi. Skuggsjá manns og tnna Greinarnar tíu eru hver með sínum hætti, þær bera með sér áhugamál þeirra einstaklinga, sem sömdu þær, og þau mál, sem um var deilt, þegar þær voru samdar. Hver grein bókarinnar er því skuggsjá manns og tíma. Þær má flokka í hugmyndafræðilegar greinar og fræði- legar. Jóhann, Birgir, Ólafur, Geir og Gunnar Thoroddsen koma orðum að sjálfstæðisstefnunni „innan frá“, þeir réttlæta stefnuna, finna rök fyrir henni. Réttlæting þeirra er hugmyndafræði, kerfisbinding stjórnmálahugmynda. En Jón, Bjarni, Gunnar Gunnarsson, Benja- mín og Jónas koma orðum að sjálfstæð- isstefnunni „utan frá“, þeir ræða nokkur ágreiningsefni stjórnmálanna án þess að leyna því, hvaða stefnu þeir fylgi, en röksemdir þeirra eru ekki bundnar Sjálfstæðisflokknum. Höfundana má flokka eftir sérþekk- ingu þeirra. Jón var verkfræðingur, Gunnar Gunnarsson skáld, Birgir hag- fræðingur og Ólafur, Jónas og Benjamín eru hagfræðingar, Bjarni var lögfræð- ingur og Jóhann, Geir og Gunnar Thoroddsen eru lögfræðingar. Höfund- ana má einnig flokka í frjálslynda menn og íhaldssama (og kanna, hvort einhver tengsl eru á milli flokkana). Ég bendi á það í eftirmála Sjálfsta'ðisstefnunnar. að frjálshyggja Sjálfstæðismanna sé sátt íhaldssemi og frjálslyndi, þróuð úr kons- ervatisma og líberalisma nítjándu aldar- innar. Og stundum hefur gætt „spennu" eða þversagna þessara skoðana, þótt þær þversagnir megi allar leysa. Sumir höf- undar bókarinnar — Jóhann, Bjarni, Gunnar Gunnarsson, Birgir, Benjamín og Gunnar Thoroddsen — eru íhaldssam ir. Þeir leggja áherslu á einstaklings- frelsið og miða við markaðinn. (Þessi notkun orðanna „íhaldssamur" og „frjálslyndur" er eðlileg í íslenzku máli, en merking þeirra hefur snúizt við með sumum vegna óvandvirkni í orðavali). Höfundar bókarinnar eru þó sjálf- stæðir menn. Þá er ekki hægt að læsa niður í hólfum fræðilegra hugtaka. Sjálfstæðisstefnan sameinar þá. Síðasta grein bókarinnar er eftir Gunnar Thor- oddsen, og athyglisvert er, að hann lýkur henni á tilvitnun til yfirlýsingarinnar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnað- ur 25. maí 1929, um „víðsýna og þjóðlega umbótastefnu" flokksins „á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Þessi orð halda enn gildi sínu. Aðrir flokkar hafa horfið frá þeirri stefnu, sem þeir voru stofnaðir um, Kommúnista- flokkurinn (sem breyttist í Alþýðubandalagið í áföngum 1938— 1968) frá byltingarstefnu Leníns, Alþýðuflokkurinn frá þjóðnýtingar- stefnu og Framsóknarflokkurinn frá kröfu sinni um mikla mismunun borgar- anna eftir búsetu (þó að sá flokkur fylgi enn hentistefnu). Hver er skýringin á því, að sjálfstæðisstefnunni er enn fylgt, að frá henni hefur ekki verið horfið? Hún er sú, að sjálfstæðisstefnan er ekki trú á þær kreddur, sem reynslan hrekur (en kenningu Marx má taka til dæmis um kreddu, sem tíminn hleypur frá). Sjálfstæðismenn trúa nokkrum frum- forsendum, sem heilbrigð skynsemi og almenn reynsla renna stoðum undir, þótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.