Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Halldór Blöndal: Af stofnun S j álf stæðisflokksins Þinxflokkur (haldsflokksins 1921. Efsta riid frá vinstri: Jón Sigurðsson. Jón Auðunn Jónsson. Sigurjón Jónsson. Pótur Ottcsen. Jóhann l>. Jóscfsson. Ilákon Kristófcrsson. Miðröð frá vinstri: Árni Jónsson. Efigert Pálsson. Þórarinn Jónsson. Áfiúst FlyKcnrinn. Björn Líndal. MaKnús Jónsson. Fremsta röð frá vinstri: Jóhanncs Jóhanncsson. MaKnús Guðmundsson. Jón MaKnússon (forsætisráðherra). Jón Þorláksson (formaður íhaidsliokksins). InKÍhjörK II. Bjarnason. Ilalldór Stcinsson. Björn Kristjánsson. Á morKun eru 50 ár síðan Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður. bað verða ávallt taiin með mikils- verðustu ti'ðindum í íslenzkri stjórnmálasögu. Ekki vegna þess að það, sem þá gerðist, hafi orðið óvænt eða af skyndingu, heldur sakir hins, að þá sameinuðust í einn flokk þau öfl, sem höfðu frjáls- hyggjuna að leiðarljósi. Annars vegar voru þar þingmenn íhalds- flokksins, sem höfuðáherzlu höfðu lagt á hinn efnahagslega þátt stjórnmálabaráttunnar, uppbygg- ingu atvinnulífsins og batnandi h'fskjör á grundvelli þess. Hins vegar var Frjálslyndi flokkurinn, sem stóð fremstur í sjálfstæðisbar- áttunni, enda runninn úr Sjálfstæð- isfiokknum gamla. Hugsjón Sjálfstaeðisflokksins var þannig sprottin upp af sjálfstæðis- baráttunni undir vígorðinu ísland fyrir Islendinga og átti rætur í þeirri trú á manngildið, sem er rauði þráðurinn í sögu okkar og menningu. Stofnendur Sjálfstæðisflokksins þurftu því hvorki málalengingar né vífiliengjur, þegar þeir mótuðu sína fyrstu stefnuskrá, heldur settu fram aðalatriðin, sem hafa orðið öllum frjálshyggjumönnum leiðarljós í hálfa öld og haldið saman fólki úr öllum starfsstéttum í stærsta flokki þjóðarinnar í þeirri fullvissu, að við getum byggt okkar land upp saman án stéttabaráttu og bræðravíga. Þessi var í upphafi stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins: 1. Að vinna að því að undirbúa það, að Island taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samnings- tímabil sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstakiingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Aldrei hvikað frá settu marki Fyrir 20 árum komst Ólafur Thors svo að orði: „Játa ber, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur oft orðið að gera afvik frá stefnu sinni varðandi einstaklings- frelsið og athafnafrelsið. En hann hefur alltaf gert það í því skyni að afstýra því sem verra var og með því tekizt að bjarga miklum verðmæt- um. Að því er snertir hitt aðal- stefnumið flokksins, þ.e.a.s. sjálft fullveldi og sjálfstæði íslendinga, hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar aldrei hvikað frá settu marki um svo mikið sem hársbreidd. Með viljaþreki og óbifanlegri festu hafði hann alla forystu í lokaþætti frelsis- baráttunnar. Þegar flestir aðrir ýmist hikuðu eða snerust til and- stöðu og þar á meðal sumir þeir, sem nú þykjast góðir af málinu, herti hann róðurinn. Það er söguleg og sannanleg staðreynd, að ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði nokkru sinni hvikað frá stefnu sinni hefði endur- reisn lýðveldisins verið frestað þar til eftir ófriðarlok. Er þá allsendis óvíst, hvort það gæfuspor væri enn eða yrði nokkru sinni stigið.“ Aðdragandinn Óflokksbundin samtök borgara gerðu með sér kosningabandalag í haustkosningunum 1923 og unnu mikinn sigur, en báru hins vegar ekki gæfu til að halda samstarfi sínu áfram, eftir að á Alþingi kom. Upp úr því var íhaldsflokkurinn stofnað- ur og myndaði ríkisstjórn undir forsæti Jóns Magnússonar, en utan hans urðu nokkrir þingmenn, sem höfðu staðið að kosningabandalagi óháðra borgara, en tilheyrðu Sjálf- stæðisflokknum gamla. Þeir stofn- uðu síðan Frjálslynda flokkinn 1926. Framsóknar- og Alþýðuflokkur voru báðir stofnaðir 1916 og byggðu tilveru sína á beitingu samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar í flokks- pólitíska þágu. Þessir flokkar unnu mikinn kosningasigur og náðu meiri- hluta á Alþingi 1927. Framsóknar- flokkurinn myndaði þá ríkisstjórn með hlutleysisstuðningi Alþýðu- flokksins. Eftir það tókst náin sam- vinna með þingmönnum íhalds- flokksins og Sigurði Eggerz, eina þingmanni Frjálslynda flokksins. Jón Þorláksson byrjar grein sína um sameiningu flokkanna þannig í Morgunblaðinu 30. maí 1929: „Ástæðan til sameiningarinnar var fyrst og fremst sú, að þingstörf tveggja síðustu ára höfðu leitt það berlega í ljós, að enginn ágreiningur var í stefnumálum íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Aftur var á báðum þingunum háð harðvítug barátta um stefnumál þessara flokka annars vegar og sósíalistanna hins vegar. Sameining flokkanna var eðlileg afleiðing af tveggja ára samstarfi, framkvæmd í fullri með- vitund þess, að stefnunni er það meiri styrkur að fylgismenn hennar standi sameinaðir í starfinu úti á meðal þjóðarinnar og ekki aðeins í atkvæðagreiðslum í þingsalnum." Ennfremur víkur Jón að því, að „innan Ihaldsflokksins ýtti það held- ur á eftir sameiningunni að talsvert háværar raddir voru farnar að heyrast um það, að nafn flokksins væri ekki í fullu samræmi við stefnu hans, eins og hún hefur komið fram í starfsemi flokksins... Á landsfund- inum í vetur komu fram talsvert almennar óskir um, að flokkurinn skipti um nafn. Jafnframt kom greinilega í ljós það álit fundar- manna, að sameining við Frjáls- lynda flokkinn væri æskileg og eðlileg, þar sem enginn ágreiningur væri um málefni milli þeirra flokka. I fundarlokin fór fram atkvæða- greiðsla um nafn flokksins, kom þá í ljós að nær 5/6 fundarmanna óskuðu nafnbreytingar. Urlausn þessa máls hefur nú fengizt sjálfkrafa með sameiningu flokkanna." Jakob Möller gerir grein fyrir afstöðu Frjálslynda flokksins til sameiningarinnar í Vísi 2. júní 1929 og segir m.a.: „Það er alkunnugt, að þeir (framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn) eiga sigur sinn í síðustu kosningum eingöngu því að þakka, að þá tókst ekki samvinna milli frjálslyndra og íhaldsmanna, en jafnaðarmenn og Framsóknarmenn kepptu hvergi um þingsæti í kjör- dæmum, sem tvísýnt var um úrslit í.“ Sjálfstæði þjóðarinnar í grein sinni leggur Jakob Möller höfuðáherzlu á framgang sjálfstæð- ismálsins. Hann minnir á, að fyrir stofnun Frjálslynda flokksins hafi eingöngu gengizt gamlir sjálfstæðis- menn, „sem báru fullkomið sjálf- stæði landsins mest fyrir brjósti og töldu það eiga að vera aðalhlutverk flokksins að leiða sjálfstæðisbarátt- una til fullnaðarlykta." Síðan segir hann: „Nú hefur verið stofnaður Sjálfstæðisflokkur á ný með óbreyttri stefnu gamla Sjálf- stæðisflokksins, þeirri, að vinna að því að íslendingar taki öll mál sín í sínar eigin hendur að liðnu 25 ára samningstímabili sambandslaganna Viðrcisnarstjórnin undir torsæti Bjarna Bcnediktssonar 1903—1970. Frá vinstri: Ma/{nús Jónsson. InKÓlfur Jónsson. Jóhann Ilafstein. Bjarni Bcncdiktsson. ÁsKcir ÁsKCÍrsson. íorscti íslands. forsetaritari (BirKÍr Thorlacius). Emil Jónsson. Gylfi Þ. Gíslason ok Ekkctí G. Þorsteinsson. Stjórnin /agv)/ mikla áherzlu á friðinn á vinnumarkaðnum ok tókst með KÓðri samvinnu við háða aðilja hcnnar að halda honum ok síkIu þjóðinni út úr hinum mikla holskcflum aflabrcsts ok vcrðíalls 1967—1969. Þjóðstjórn 1939—1912. Frá vinstri: Eystcinn Jónsson. Jakoh Möller. Hermann Jónasson. Stcfán Jóhann Stcfánsson ok Ólafur Thors. Ilarðari dcilur urðu um aðild að henni innan Sjálfstæðisflokksins cn nokkra aðra ríkisstjórn. scm flokkurinn hefur átt aðild að. Þær voru lcystar mcð þvi. að sinn fulltrúi hvors arms var í hcnni. Jakob andstæðinKa stjórnaraðildar ok ólafur hinna. Nýsköpunarstiórnin 1911—1917. Frá vinstri: Brvnjólfur Bjarnason, Emil Jónsson. Pétur MuKnússon. ólafur Thors. Finnur Jónsson ok Áki Jakobsson. Ólafur Thors hjó á þann hnút. scm stjórnmálin voru komin í á lýðvcldisárinu, með myndun Nýsköpunarstjórnar- innar mcð Alþýðufloksmönnum ok kommúnistum. sýndi mikla dirfsku ok huKkvæmni. Fimm þinKmcnn Sjálfstæðisflokksins studdu ckki þessa stjórn vegna andstöðu sinnar við kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.