Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 117. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjórir lágu í valnum en ETA- menn sluppu Madrid. 25. mal. AP. VÍÐTÆK leit stendur nú yíir á Spáni að hryðjuverkamönnum ETA. sem í gær myrtu þrjá herforingja og bifreiðastjóra þeirra í Madrid. ÖryggisKæzla hefur verið stórefld, en þetta ódæði er hið mannskæð- asta. sem ETA á sök á frá því að stjórn Francos lét af völdum á Spáni. Sjónarvottur segir að hryðju- verkamennirnir hafi verið tveir og hafi þeir skotið af vélbyssum á bifreið herforingjanna. Þegar bif- reiðin hafi síðan numið staðar hafi annar mannanna kastað handsprengju inn um afturdyr, en síðan hafi báðir tekið til fótanna, komizt inn í bíl, sem beið þeirra, og ekið brott á ofsahraða. Bifreið hryðjuverkamannanna fannst síð- ar skammt frá morðstaðnum, en ekkert hefur spurzt til mannanna tveggja. sjúkrahús. Herforingjarnir voru allir háttsettir. Þeirra á meðal var Luis Gomez Hortiguela, fyrrum hershöfðingi, sem að undanförnu hefur verið starfsmannastjóri hersins. ETA-hreyfingin hefur lýst sig ábyrga fyrir morðunum, en ETA berst fyrir aðskilnaði Baskalands frá Spáni. Slökkvilið að störfum við þotuflakið í gærkvöldi. Viðgerðaskýli American Airlines á flugveliinum var gert að lfkhúsi til bráðabirgða. (AP-símamynd). Aftakan tók 5 mínútur Starke. Florida. 25. maí. AP. FIMM minútum eftir fyrsta raflostið lýstu yfirvöld ríkis- fangelsis Fiorida því yfir að dauðadómi yfir murðingjanum John A. Spenkelink hefði verið fullnægt. Fjórum mfnútum áð- ur en aftökuathöfnin hófst hafnaði hæstiréttur í Washing- ton með fjórum atkvæðum gegn tveimur því að taka til greina beiðni fangans um að aftökunni yrði slegið á frest. Þetta er í fyrsta skipti á tólf árum, sem sakamaður er tek- inn af lífi gegn viija sínum í Bandaríkjunum. en Gary Gil- more, sem líflátinn var í Utah fyrir tveimur árum. baðst ekki vægðar. í Bandaríkjunum bfða nú 522 fangar þess að dauða- dómi yfir þeim verði fullnægt. Rafmagnsstóllinn, sem Spenkelink (sjá litlu mynd- ina) endaði ævi sfna f. Nýstúdentar frá Menntaskólanum við Sund Ljósm.: RAX Chicaico. 25. mal. AP. Rcutcr. DC-10 breiðþota frá American Air- lines með 272 innanborðs fórst í flugtaki írá O’Hare-flugvelli í Chicago klukkan 20.03 að ís- lenzkum tfma f kvöld. og komst enginn lffs af. Þotan skall niður f Ijósum logum um 800 metra frá brautarenda, rétt við hjólhýsa- stæði þar sem fjöldi manns hafði aðsetur. Samkvæmt sfðustu fregnum varð ekki manntjón á jörðu niðri, en vitað er að tvennt að minnsta kosti er illa haldið af brunasárum. Lengi vel var óttazt að margir kynnu að hafa orðið fyrir brennandi flakinu og voru sjúkrahús á þessum slóðum við- búin að taka við miklum fjölda slasaðra, en þremur tfmum eftir að slysið varð var neyðarástandi aflýst, þar sem Ijóst var orðið að slysfarir hefðu ekki orðið telj- andi á jörðu niðri. Þetta er mesta flugslys, sem orðið hefur í Bandaríkjunum, en flestir hinna látnu voru á leið í leyfi til Kaliforníu. Þotan átti að fljúga í einum áfanga til Los Angeles. Sjónarvottum, sem eru fjöl- margir, ber yfirleitt saman um að annað hvort hafi vinstri hreyfill þotunnar sprungið eða hann hafi losnað frá búk þotunnar er hún var komin í um það bil 65 metra hæð. Hafi flugmaðurinn þá greini- lega reynt að sveigja þotuna til hægri, en trjónu hennar hafi þá skotið upp á við. Því næst hafi þotan sveigt harkalega til vinstri, og hafi hún þá þegar verið orðin alelda. Þegar síðast fréttist logaði enn í flakinu og var unnið að því að ná jarðneskum leifum hinna látnu úr brakinu, en ekki hafði þá fundizt eitt einasta lík, sem unnt væri að bera kennsl á. O’Hare-flugvöllur er fjölfarn- asti flugvöllur veraldar. Um ein Ímilljón manna fer um völlinn á viku hverri, og flugtök og iending- ar eru að jafnaði 130 á klukku- stund. Meirihlutast j órn mynduð i Finnlandi Ilclsinki. 25. mai AP. NÝ meirihlutastjórn fjögurra flokka tekur við völdum í Finn- landi á morgun, laugardag. undir forsæti Maunu Koivisto. seðlabankastjóra, sem er i Jafn- aðarmannaflokknum. Sex ráðherrar í stjórninni eru úr Miðflokknum, fimm úr Jafn- aðarmannaflokknum, þrír úr Kommúnistaflokknum og tveir úr Sænska Þjóðarflokknum, en einn er utan flokka. Stjórnarmyndunarviðræður hafa verið langar og strangar, en tveir mánnuðir eru liðnir frá þingkosningum í Finnlandi. Þing- menn stjórnarflokkanna eru 134 að tölu, en þingsæti eru 200. Enn skelfur ströndin Bcljcrad. 25. maí. AP. 64 MEIDDUST, þar af 10 alvarlega. er jarðskjálfti varð enn á suðurströnd Júgóslavíu í gærkvöldi. Skjálftinn mæld- ist 5,6 á Richters-kvarða, og segir Tanjug-fréttastofan að þetta sé mesti skjálfti sem komið hafi síðan á páskum, en þá létu um 100 manns lífið, auk þess sem stórtjón varð á mann- virkjum. í skjálftanum í gær varð verulegt tjón, aðallega á hús- um, sem verið var að reisa úr rústum eftir páskaskjálftann. Herforingjarnir þrír munu allir hafa látið lífið um leið og hand- sprengjan sprakk, en bifreiðar- stjórinn lézt af sárum sínum skömmu eftir að hann kom í DC-IO fórst með 272 manns innanborðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.