Morgunblaðið - 26.05.1979, Side 3

Morgunblaðið - 26.05.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 3 Heiðmörk lok- að allri umferð SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur, sem annast alla umsjón með Heiðmörk, hefur ákveðið að loka Heiðmörkinni fyrir allri um- ferð. Verður hún lokuð meðan þurrviðrið, sem staðið hefur yfir undanfarna daga, helzt, en að sögn Vignis Sigurðssonar eftirlits- manns er nú mjög mikil eldhætta þar. Mikill snjór í Siglufirði — NÚ ER allt að 4 m djúpir skaflar sums staar í bænum en um helgina bætti við mikl- um snjó, sagði fréttaritari Mbl. í Siglufirði í samtali við Mbl. Varað var við snjóflóða- hættu um helgina og sagði fréttaritarinn, að smáflóð hefðu fallið austan megin í firðinum, en ekki valdið tjóni. Um færðina sagði hann, að hún væri tekin að lagast eftir að rutt hefði verið á sunnudag, en þó yrði að gæta fyllstu varúðar á ferðum til og frá Siglufirði. — Annars er hérna 12 stiga hiti í dag og þótt ekki sjái til sólar erum við Siglfirð- ingar ekkert sérstaklega svartsýnir, enda höfum við aldrei verið það og teljum að brátt hljóti að bregða til betri tíðar. — Mjög mikil umferð var um Heiðmörkina á fimmtudag og tal- ið er að eldur hafi komið þar upp vegna þess að fólk fór óvarlega með sígarettur, sagði Vignir, og það hefur sýnt sig nú í máimánuði að eldur breiðir sig mjög hratt út enda mjög þurrt, ekki hefur rignt nema 5 mm allan mánuðinn. Skógurinn sem brunnið hefur í Heiðmörk að undanförnu er að verðmæti hundruð milljóna, segir í frétt frá Skógræktarfélaginu og hvetur félagið fólk til að fara mjög farlega með eld, en á svæðum þeim sem brunnið hafa, hafa sjálfboðaliðar unnið mikið starf að gróðursetningu. Kári Jónasson. Kári Jónasson endur- kjörinn formaður BÍ KÁRI Jónasson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags íslands á aðalfundi félagsins s.l. miðviku- dag. Kosning Kára markar þáttaskil hjá félaginu, því með henni er rofin sú áratuga hefð að formennska í félaginu skiptist árlega milli blaða, útvarps og sjónvarps samkvæmt ákveðinni röð. I ræðu formannsins kom fram að á síðasta starfsári festi Blaða- mannafélag íslands kaup á hluta 3. hæða húseignarinnar Síðumúli 23. Kaupin á húseigninni var það sem hæst bar á starfi félagsins á sl. ári enda hefur félagið ekki áður haft yfir eigin húsnæði að ráða. Það kom ennfremur fram á fundinum, að staða sjóða félagsins er góð. Auk Kára Jónassonar voru kjör- in í stjórn þau Bragi Guðmundsson Vísi, sem er varaformaður, Fríða Björnsdóttir Tímanum, Sigtryggur Sigtryggsson Morgunblaðinu, Ómar Valdimarsson Dagblaðinu, Einar Örn Stefánsson Þjóðviljan- um og Jón Óskar Hafsteinsson Helgarpóstinum. í varastjórn voru kjörnir Steinar J. Lúðvíksson íþróttablaðinu, Róbert Ágústsson Tímanum og Jónas Haraldsson Dagblaðinu. I launamálanefnd voru kjörin Sigtryggur Sigtryggsson Morgun- blaðinu, Elías Snæland Jónsson Vísi, Fríða Björnsdóttir, Tímanum, Guðjón Arngrímsson Helgar- póstinum og Einar Karlsson Þjóð- viljanum. Kári Eiríksson ásamt einu málverkanna sem til sýnis verða á Kjarvalsstöðum. Sýnir 72 málverk á Kjarvalsstöðum KÁRI Eiríksson opnar í dag málverkasýningu á Kjarvalsstöð- um. Kari sýnir þar 72 olíumál- verk öll unnin á síðast liðnum tveimur árum. Kári Eiríksson er fæddur árið 1935 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann hefur stundað nám í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Flórens, Róm, Mexikóborg og New York. Hann hefur haldið 4 einka- sýningar erlendis, síðast í Genf í Sviss árið 1974. Fyrsta sýning Kára hér heima var í Listamannaskálanum við Kirkjustræti árið 1959 og síðast á Kjarvalsstöðum árið 1973 en hann var fyrsti maðurinn til að taka Kjarvalsstaði á leigu. Sýningin sem Kári opnar í dag er fimmta málverkasýning hans hér heima. Þar gefur á að líta verk máluð í gamla stíl Kára, „stemmningar“, en einnig nýjan stíl sem hann hefur tileinkað sér, „geislabylgjuna". Á sýningunni eru einnig tvær myndaraðir sem höfundur hefur kallað „skafla- serían" og „grænaserían“. Rauði kross Islands: Alþjóðlegt neyðarvamanám- skeið á Þingvöllum um helgina „EFNI þessa neyðarvarnanám- skeiðs er skipulag Rauða krossins, alþjóðlegt hjálparstarf, starf sendi- fulltrúa Rauða krossins og þau vandamál sem við er að glfma á hinum ýmsu stöðum f veröldinni.“ Þetta kom fram í máli Sverre Kilde, frá alþjóðasambandi Rauða krossins varðandi námskeið í al- þjóðlegu neyðarvarna- og hjálpar- starfi sem stendur yfir á Þingvöll- um um þessa helgi. Sverre Kilde og René Carillo frá alþjóðasambandi Rauða krossins og J.P. Munoir frá alþjóðaráði Rauða krossins eru kennarar á þessu námskeiði auk þeirraa Guðjóns Petersens, Ingunnar Sturlaugsdóttur og Egg- erts Ásgeirssonar. Á blaðamannafundi sem stjórn Rauða kross íslands efndi til í tilefni námskeiðsins kom fram að hingað til hafa Svisslendingar svo til einvörðungu verið notaðir til hjálparstarfs þar sem ófriður á sér stað. Alþjóðaráðið hefur hins vegar leitast við á síðari árum að fá þjálfað lið frá Norðurlöndunum, en Sviss og Norðurlönd eiga það sam- eiginlegt að njóta viðurkenningar á alþjóðavettvangi sem friðsamar smáþjóðir og eiga því auðveldara með að fá viðurkenningu hinna ýmsu stríðandi afla en margar stærri þjóðir, að því er fram kom á blaðamannafundinum. Leifur Dungal læknir fer á næst- unni til starfa í Rhódesíu á vegum alþjóðaráðs Rauða krossins. Nýlega var haldinn í Helsinki fundur um þessi mál og var þar samþykkt áætlun um þjálfun hjálparliðs. Áætlunin verður í þremur þrepum og verður hið fyrsta hjá hverju landsfélagi. Námskeiðið á Þingvöllum er einmitt slíkt nám- skeið. Annað þrepið er síðan svæða- námskeið þar sem grannlönd sam- einast um þjálfunina. Síðasta þrepið er fyrir þá sem lengst komast og er haldið í Genf. Loks má geta þess að Islenskur læknir, Leifur Dungal, fer til starfa í Rhódesíu innan skamms á vegum alþjóðaráðs Rauða krossins. Áug- lýst var eftir þátttöku íslenskra lækna og varð það úr að Leifur færi til starfa þar í þrjá mánuði. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að í Rhódesíu væri við geysilegt flóttamannavandamál að etja vegna ófríðarástandsins í landinu og hundruð þúsunda eru heimilislausir. Leifur tekur fyrst þátt í neyðar- varnanámskeiðinu á Þingvöllum, en að því loknu fer hann til Rhódesíu um Kaupamannahöfn og Genf þar sem hann tekur við fyrirmælum og leiðbeiningum um starfið. mmwmB 0mmi •» ->y ■ - V ~ •. ■■ :■:■■ yíV-MsPfis itf ifiíi-'if.iiiS'vJMíJ ? ■ »• SKM SSWJSKSÍC! Ferðaskrifstofan mm v;::. fl Gisting í rúmgóöum og björtum íbúöum LUNA Kynnisferöir m.a. til Feneyja, Garda, Friuli-ferö o.m.fl. Residence irM&i íftll wmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.