Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 4

Morgunblaðið - 26.05.1979, Síða 4
4 Viðskiptavinir athugið: SlMANÚMER okkar á aðalskrifstofunni Suðurlandsbraut 4 cr ÓBREYTT 38100 Olíufélagið Skeljungur h.f. (Birt vesna villu í nýju símaskránni) LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Það er leikur einn að s\á með LAWN-BOY garðsláttuvélinni, enda hefur allt verið gerl til að auðvelda þér verkið. Rafeindakveikja. sem tryggir örugga gang- setningu. Grassafnari, svo ekki þarf að raka. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum. Auðveld hæðarstilling. Ryðfrí. Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg. VELDU GAROSLÁTTUVÉL. SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Jónas Guðmundsson með málverkasýningu í Norræna húsinu: Ekki tími fyrir feg- urðina nema um helgar Jónas GuAmundsson opnar á laugardag málverkasýninxu ( Norræna húsinu kl. 14.00, en þar sýnir hann um það bii 50 myndir. MorKunblaðið hafði samband við Jónas ojí bað hann að segja ofurlítið frá þessari sýninjju. — Eins og áður sagði þá verð ég með um það bil 50 verk á þessari sýningu og eru þau máluð núna í vetur, en einnig eru þarna verk frá seinasta ári. Ég sýndi síðast í Reykjavík fyrir tveim árum, en þá hafði ég sýningu á Kjarvalsstöð- um. — Ef geta á einhvers sérstak- lega, þá hefi ég undanfarið málað meira með olíulitum, eftir að hafa legið yfir vatnslitum svo til ein- vörðungu í tvö eða þrjú ár. — En mótívin, hafa þau breyst? — Ekki mjög mikið. Ég sýni þó þarna nokkur portret, m.a. af Jóni forseta, en hann átti falleg föt, og eins er ég með mynd af Laxness, sem er svona tilbrigði um það Jónas Guðmundsson. þegar Rússar borguðu honum með loðkápu fyrir að skrifa eitthvað á rússnesku. — Að öðru leyti held ég mig við atvinnulífið, fasteignir, hús, báta og skip. Ég bý í Grjótaþorpinu, eða við vestanverð landamæri þess og þetta er máttugt hverfi, maður gengur upp þessi dimmu sund. Ég hefi þarna gnægð viðfangsefna, sérstakan heim, sem ég reyni að mála. Um sjávarmyndirnar er það að segja að þær skipa auðvitað veg- legan sess á sýningunni. Það er annars undarlegt hvað íslenskir málarar sýna hafinu lítinn sóma núorðið, og við eigum ekki einu- sinni orð yfir hafið eins og aðrar þjóðir, sem eiga orð yfir sjólag og landslag. Annars leita ég ekki eftir öldu- gangi, heldur athafnalífinu og því sérstaka andrúmslofti sem aðeins er að finna í sjávarþorpum og við bryggjur þar sem fiskur kemur á land. — Þú varst með sýningu erlend- is á dögunum. Hvernig gekk það? — Við Valtýr Pétursson sýndum saman í Frankfurt fyrir um það bil tveimur mánuðum. Þetta var virðuleg og vel sótt sýning, og verk okkar hlutu góða dóma. Það er nú ætlunin að snara þeim yfir á íslensku við hentugleika, en fjöl- mörg virt blöð skrifuðu lærðar greinar um sýninguna. — Nú annað er ekki um þetta að segja, nema ég hefi ákveðin plön um sýningar erlendis á næsta ári. Okkur Valtý hefur verið boðið að sýna á fleiri stöðum í Þýskalandi og er nú verið að athuga þau mál nánar. — En svo aftur sé vikið að Norræna húsinu. Hversu lengi verður sú sýning opin? Hún stendur þessa klassísku 10 daga, er opin tvær helgar og í vikunni þar á milli. Þetta er auðvitað alltof stuttur tími. Ein- hvern veginn hefur sú hefð komist á hér á landi að málarar drekka rauðvín og þykjast vera að hengja upp myndir dögum saman, og svo eru sýningarnar aðeins opnar rúmlega viku. Ég hefi orðið að fá verk á þessa sýningu frá Þýska- landi og Frakklandi og það er dálítið mikil fyrirhöfn, fyrir svona fáa daga. Erlendis standa sýningar yfir- leitt yfir í mánuð eða svo, en ef vikið væri frá rauðvínsreglunni, gætu sýningar hér staðið í tvær vikur, en kannski passar það ekki í yfirvinnuþjóðfélaginu, þar sem menn hafa ekki tíma fyrir fegurðina nem um helgar. Skólapistill frá Grétu á Reyðarfirði: „Nú má ekki minnast á ” Reyóarfirói 23. maí GRUNNSKÓLA Reyðarfjarð- ar var slitið laugardaginn 19. maí s.l. í Félagsheimilinu. í skólanum í vetur voru 155 nemendur í 10 bekkjum. 16 nemendur 9. bekkjar luku grunnskólaprófi, 7 kennarar voru í fullu starfi og 4 í hálfu starfi. Sú breyting er nú orðin hér við skólaslit að ekki er minnst á hver hefur hlotið beztu einkunn í skólanum, ekki einu sinni við þá sem útskrif- ast við skólann. Skólastarf var með svipuðu sniði og undan- farin ár. Þar sem skólahúsið er orðið fullt of lítið þarf að kenna á tveimur öðrum stöð- um í bænum. 9. bekk var kennt í Félagsheimilinu og verkleg vélfræði hefur farið fram á verkstæði rafveitunnar. Fé- lagslíf var fjölbreytt í vetur, haldið var dansnámskeið á vegum skólans og einnig var skíðanámskeið og hússtjórnar- námskeið fyrir 7. og 8. bekk og var það haldið á Hallormsstað. Skólinn fékk heimsóknir í vet- ur er tveir námsstjórar komu. Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari á Egilsstöðum hélt fræðslufund með nemendum og foreldrum um framhalds- menntun á Austurlandi. Einn- ig komu erindrekar og héldu fyrirlestra um skaðsemi áfengis og tóbaks og slys af völdum rafmagns. Handa- vinna og teikning nemenda var til sýnis í skólanum eftir skólaslitin. Þar var margt fallegt að sjá, sérstaklega handavinna drengja en hana kennir Marteinn Elíasson. Sundnámskeið skólabarna byrjar núna 28. maí, og er haldið á Eskifirði, þar sem íþróttahúsið hér er ennþá í byggingu. Byrjað var á húsinu haustið 1972, en í ræðu skóla- stjóra við skólaslitin kom fram að í sumar yrði unnið við innréttingar á húsinu og vonir standa til að hægt verði að taka hluta af húsinu í notkun næsta vetur. Öll leikfimis- kennsla hefur farið fram í félagsheimilinu undanfarin ár. Þá má geta þess að Aðal- steinn Eiríksson glímuþjálfari færði skólanum að jyöf útskor- inn hrók sem skákmeistari grunnskóla Reyðarfjarðar hlýtur ár hvert. Að þessu sinni hlaut hann Georg Pálsson, 13 ára. Nemendur 9. bekkjar eru nú í 7 daga skólaferðalagi og ráðgert er skólaferðalag með 5. og 6. bekk í sumar. Nú þegar skólagöngu er lokið vantar margan unglinginn vinnu, en ekki lítur vel út í atvinnulífi hér í sumar en verkfallið er farið að setja strik í reikning- inn með margs konar vöru- skorti. Mikill flautukonsert var hér á mánudagskvöld þegar bif- reiðaeigendur mótmæltu háu benzínverði og keyrðu flestir bíleigendur í einni röð um allan bæinn og þeyttu bílflaut- urnar í 2 mínútur.. —Gréta. Útvarp Reykjavlk L4UG4RD4GUR 26. maí. MORGUNNINN 7.00 Veðuríregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóleikara (end- urtekinn frá sunnudags- morgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbi. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Óskalög sjúkiinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 11.20 Þetta erum við að gera Valgerður Jónsdóttir aðstoð- ar börn f Egilsstaðaskóla við gerð þessa barnatfma. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar._________________ SÍÐDEGIO 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 í vikulokin Umsjón: Ólafur Geirsson. Árni Johnsen. Edda Andrésdóttir og Jón Björgvinsson. 15.30 Tónleikar 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 Vinsælustu poppiögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Tannvernd barna Þorgrfmur Jónsson trygg- ingatanniæknir flytur sfðara erindi sitt. LAUGARDAGUR 26. maí 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Ileiða Áttundi þáttur. Þýðandi Eirfkur Haralds- son. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dag- skrá 20.30 Stúlka á réttri leið Bandarfskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 20.55 Dansandi börn Tónlistar- og danshefð Grúsfumanna er alkunn, og þar er tónlist snar þáttur f menntun barnanna. í þessari mynd dansa grúsfsk börn og flytja þjóð- lega tónlist. Þýðandi Hallveig Thor- lacius. 21.55 Þúsund dagar önnu Boleyn (Anne of The Thousand Days) Bresk bfómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Charles Jarrott. Aðalhlutverk Richard Burton, Genevieve Bujold, Irene Pappas, Anthony Quayle og John Colicos. Myndin er um hjónaband Hinriks áttunda, Engiands- konungs. og önnu Boieyn. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 00.15 Dagskrárlok 17.20 Tónhornið UmsjóO. Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.45 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Góði dátinn Svejk“ Saga eftir Jaroslav Hasek f þýðingu Karls ísfelds. Gfsli Halldórsson leikari les (15). 20.00 Illjómplöturabb Þorsteinn Ilannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Einingar Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmenn: Kjartan Árnason og Páll Á. Stefáns- son. 21.20 Kvöldljóð Tónlistarþáttur f umsjá Helga Péturssonar og Ás- geirs Tómassonar. 22.05 Kvöldsagan: „Gróðaveg- urinn“ eftir Sigurð Róberts- son Gunnar Valdimarsson les (17). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.45 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.