Morgunblaðið - 26.05.1979, Page 5

Morgunblaðið - 26.05.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 5 Edda Jónsdóttir sýnir í Suðurgötu 7 UM HELGINA opnar Edda Jónsdóttir sína fyrstu einkasýningu í Gallery Suðurgötu 7. Sýningin stendur í eina viku frá og með 25. maí—1. júní og verður opið frá kl. 4—10 daglega en 2—10 um helg- ina. Edda stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavík- ur, Myndlista- og Handíða- skóla íslands og Rijksaka- demie Van Beeldende Kunsten í Amsterdam. Hún lauk teiknikennaraprófi frá M.H.Í. og stundaði eftir það grafíknám við M.H.Í. og við Ríkisakademíuna í Amster- dam. Hún hefur tekið þátt í nokkrum grafíksýningum hér heima, á Norðurlöndum og í Póllandi. Á þessari sýningu verður hún með teikningar og ljósmyndir. Edda Jónsdóttir hjá tveimur verka sinna. Vörðuskóla sagt upp í 50. sinn í dag VÖRÐUSKÓLA verður sagt upp í fimmtugusta sinn í dag, lautcar- dag kl. 14. Afmælisdaiíur skólans var hinn 2. október sl. en skóla- yfirvöld ákváðu að minnast þessa afmælis við skólaslitaathöfn nú. Verður á dagskrá við athöfnina, m.a. söngur. ræða skólastjórans Gunnars Finnbogasonar, 20 ára nemendur færa skólanum gjöf og kaffiveitingar verða að athöfn- inni lokinni. Vörðuskóli hefur borið fjögur nöfn á ferli sínum. Hét hann fyrst Ungmennaskólinn í Reykjavík, síðar Gagnfræðaskóli Reykjavík- ur, með nýjum fræðslulögum, sem samþykkt voru 1946, hét hann Gagnfræðaskóli Austurbæjar og í tíð núverandi skólastjóra var nafninu breytt í Vörðuskóla. Eldri nemendur eru velkomnir á skóla- slitaathöfnina. Flugdagur á Selfossi FLUGKLÚBBUR Selfoss heldur flugdag á Selfossflugveili í dag, laugardag kl. 14. Þar verður ýmislegt til skemmtunar. Sýnt verður listflug, yfirflug ýmissa flugvéla, þyrlur frá björgunarsveit varnarliðsins sýna björgun, happ- drættismiðum verður dreift úr flugvél og loks verður útsýnisflug fyrir þá sem þess óska. Landsþing sjálfstæð- iskvenna LANDSÞING sjálfstæðis- kvenna verður á Akranesi á morgun, sunnudag. Vegna farmannaverkfalls verður ekki hægt að fara frá Reykjavík sjóleiðis, en í staðnn verður farin landleiðin til Akraness. Verður lagt af stað í langferða- bílum kl. 9 í fyrramálið frá Valhöll á Háaleitisbraut 1. Hefur Mbl. verið beðið um að vekja athygli fulltrúa á því. Aðalfundur Samtaka sykursjúkra AÐALFUNDUR Samtaka sykur sjúkra verður haldinn í dag, laugardag, í Glæsibæ, Ájfheimum, og hefst hann kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Þá verður sýnd kvik- mynd og að lokum verða bornar fram veitingar. Já, margir hverjir, það fer ekkert á milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að aka á sumrin - þá skipta þeir þúsundum Ástæðan? Jú ástæðan er einföld, hún ersú að afsláttarfargjöld okkargera öllum kleift að komast utan í sumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista heimsborgir. Þeir sem þannig ferðast ráða ferðinni sjálfir-sumir fara um ■ mörg lönd-aðrir fara hægaryfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. Það þarf engan að undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eða leigðum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar-þau gætu komið þér þægilega á óvart- og orðið til þess að þú yrðir líka úti að aka í sumar. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.