Morgunblaðið - 01.06.1979, Page 15

Morgunblaðið - 01.06.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979 15 Sigrún Jónsdóttir við eitt verka sinna. Sýnir á Neskaupstað SIGRÚN Jónsdóttir sýnir dagana 2. til 7. júní 30 olíumálaverk í Félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupsstað. Þetta er önnur einkasýning Sigrúnar en hin fyrri var í Vestmannaeyjum síðastliðið vor. Athugasemd frá landbúnaðarráðherra Sverrir Hermannsson skrifar enn um landbúnaðarmál í Morgunblaðið 31. maí s.l. Kveður nú við töluvert annan tón en í fyrri grein hans. Sverrir hefur það nú nokkurn- veginn efnislega rétt eftir, sem ég sagði í sjónvarpi 21. maí s.l. í ríkisstjórninni náðist ekki samstaða um ríkisábyrgð vegna lántöku Framleiðsluráðs. Það er kjarni málsins. Sverrir ætti jafnframt að vita að stjórnar- frumvörp eru aldrei flutt án þess að ríkisstjórnin sem heild standi að baki. Því var mér ekki heimilt fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að flytja slíka tillögu. Þetta hlýtur hvert mannsbarn að skilja. Einstökum þingmönnum var hins vegar að sjálfsögðu frjálst að flytja tillögu um ríkisábyrgð, ekki síst landbúnaðarnefnd. Og það gerði nefndin. Þar fengu allir þingflokkar að fjalla um málið. Tillagan hlaut stuðning allra í nefndinni m.a. tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar. Mikill meirihluti sjálf- stæðismanna hlýddi hins vegar Sighvati Björgvinssyni og hljóp út. Seint hefði ég trúað því að Sverrir Hemannsson færi að skipun Sighvats. Velkomið er að fá útskrift af umræddum þætti í sjónvarpi. Ég vil þó ráðleggja Sverri Hermannssyni að fara fremur eftir eigin dómgreind en orðum Sighvats Björgvinssonar. Steingrímur Hermannsson. Raðstefna á Sauðárkróki um skóla- os Sauðárkróki, 30. maí. STJÓRN kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra hefur ákveðið að boða til ráðstefnu á Sauðárkróki laugar- daginn 9. júní um framfaramál kjördæmisins. Ráðstefnan verður haldin í Sæborg og hefst kl. 10 árdegis. Til ráðstefnunnar eru boðaðir sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnum, en ráð- stefnan er að öðru leyti opin öllum áhugamönnum. Fyrirhugað er að ræða einkum skólamál og vegamál og munu þir Sveinn Kjartansson vegamál fræðslustjóri og Jónas Snæbjörns- son umdæmisverkfræðingur flytja framsöguerindi um þá málaflokka. Auk þeirra mun Birgir ísi. Gunnarsson fyrrv. borgarstjóri ávarpa ráðstefnugesti. Ráðstefna af þessu tagi hefur ekki verið haldin hér áður og kvaðst formaður kjördæmisráðs, Jón Ás- bergsson á Sauðárkróki vænta þess að hún gæti reynst góður vettvang- ur fyrir sveitarstjórnarmenn flokksins og aðra þátttakendur til að ráða ráðum sínum, fræðast og kynnast innbyrðis. K . . Örn Ingi Sýnir á Akureyri ÖRN Ingi opnar málverkasýningu í Iðnskólanum á Akureyri 1. júní og stendur hún til 10. júnf. Hún verður opin daglega frá kl. 15—22 nema fyrsta daginn kl. 21—23. Á sýningunni eru 59 verk, akryl- málverk, vatnslitamyndir, olíu- myndir, pastelmyndir og trémunir. Þetta er fjórða einkasýning málar- ans. Á sýningunni 4. júní verða tón- leikar. Flytjendur eru kennarar tónlistarskólans og söngkonan Guð- rún Kristjánsdóttir. Flutt verða verk ýmissa höfunda og nýtt verk eftir Marks Trith, samið undir innblæstri frá myndunum. LITSJONVORP GREIÐSLUKJÖR sem gera yöur kleift að velja vandaö Utborgun Eftirstödvar 20% 2 mán. vaxtalaust 30% 3 mán. vaxtalaust 35%—90% 3 mán. vaxtalaust 35%—90% 4—6 mán. meö vöxtum 100% Staögr.afsl. 5% BUÐIN ki AMkasumor 79 BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 í ár er Melkasumar í Herrahúsinu Því flöggum við geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Melka. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, skyrtum, stutterma skyrtum I o.m.fl. Allt sómaklæði enda frá / Melka komin. / AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 7.85

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.