Morgunblaðið - 01.06.1979, Page 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JWoreimfclflöiíi
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
iBorflimliIa&ilí
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979
Byggir S.H. verk-
smiðiu í Bretlandi?
Fyrsta ferðahclgi sumars-
ins er framundan og hugsa
sér eflaust margir til hreyf-
ings. Að venju bjóða ferða-
félögin upp á ýmsa
mögulcika, lengri og
styttri gönguferðir, og
kjósa aðrir sjálfsagt að
nota aðrar leiðir, t.d.
flugið. Ljónm. KrÍHtján.
AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hófst í Reykjavík í gær. Meðal tillagna, sem lagðar
voru fyrir fundinn í gær af ncfnd, skipaðri af stjórn SH, var tiliaga um stóraukna starfsemi SH á brezkum
markaði, m.a. með byggingu eða kaupum á frystigeymslum og stóreflingu sölu- og markaðskerfis. Er talið
að sölumöguleikar í Brctlandi hafi stóraukist og þar megi byggja upp sölukerfi með hliðsjón af sölukerfi
Coldwater í Bandaríkjunum og jafnframt athuga möguleika á verksmiðjurekstri þar í framtíðinni.
í ræðu, sem Gunnar Guðjónsson
stjórnarformaður SH, flutti á
fundinum í gær vék hann að þessu
máli og sagði. „Hins vegar hafa
orðið straumhvörf á síðustu
tveimur árum í sölum okkar til
Bretlands. Árið- 1976 var útflutn-
ingur SH þangað 2.577 smálestir,
en á s.l. ári var hann kominn í
11.468 smálestir. Að undanförnu
hefur Ólafur Guðmundsson fram-
kvæmdarstjóri okkar í London
margundirstrikað skoðun sína um
stóraukna sölumöguleika á Bret-
landi og nauðsyn þess að bæta
söluaðstöðu SH þar.“
Aðalfundur SH er haldinn á
Hótel Sögu. Hann hófst í gær með
því að Eyjólfur ísfeld E.vjólfsson
framkvæmdastjóri SH gerði grein
fyrir tillögum nefndar þeirrar sem
áður er getið, sem hafði það
verkefni að fjalla um framtíðar-
áform SH og eflingu frystiiðnað-
arins. Ein af tillögum nefndarinn-
ar gerir ráð fyrir stofnun sérstaks
fjárfestingarfélags til eflingar
frystihúsunum. I nefndinni áttu
sæti auk Eyjólfs þeir Jón Páll
Halldórsson, Isafirði, Guðmundur
Karlsson, Vestmannaeyjum,
Knútur Karlsson, Grenivík, ÓLaf-
ur Gunnarsson, Neskaupstað, og
Guðmundur H. Garðarsson,
Reykjavík.
Þvínæst flutti Gunnar Guðjóns-
son skýrslu stjórnar og kom m.a.
fram í ræðu hans að útflutningur
SH í fyrra var 85.008 smálestir að
verðmæti 44.888 milljónir króna.
Starfsemi SH í það heila gekk vel
Eyjólfur ísfeld fjallaði um
reikninga og fjármál en þvínæst
fjölluðu Þorsteinn Gíslason for-
stjóri og framkvæmdastjórarnir
Árni Finnbjörnsson og Ólafur
Guðmundsson um markaðs- og
sölumál. Fundur hefst að nýju
klukkan 14 í dag og fjallar Hjalti
Einarsson framkvæmdastjóri þá
um framleiðslumál. Framkomnum
tillögum var í gær vísað til
nefnda. Fundarstjóri er Jón Páll
Halldórsson.
Sjá ræðu Gunnars Guðjónsson-
ar á bls 17.
Dómur í handtökumálinu:
Hlaut 9 mánaða fangelsi
fyrir ólöglega handtöku
DÓMUR var kveðinn upp í
gær í handtökumálinu
svokallaða. Ilaukur
Guðmundsson fyrrverandi
rannsóknarlögrcKÍumaður í
Keflavík var fundinn sekur
um að hafa undirbúið og
stjórnað ólöglegri handtöku
á þeim Karli Guðmundssyni
og Guðbjarti Pálssyni í
Vogum 6. desember 1976 og
hlaut hann 9 mánaða fang-
elsi. Ólafur St. Sigurðsson
setudómari kvað upp
dóminn.
Auk Hauks hlutu fimm aðrir
dóm vegna hinnar ólögmætu
handtöku. Viðar Á. Olsen fyrrver-
andi fulltrúi lögreglustjórans í
Keflavík var fundinn sekur um að
hafa gefið rangan framburð fyrir
dómi og að hafa staðfest fram-
burðinn með drengskaparheiti.
Hlaut hann 3 mánaða fangelsi.
„Huldmeyjarnar“ tvær, sem
mjög komu við sögu málsins hlutu
2 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Þær voru fundnar sekar um að
hafa aðstoðaö Hauk við hina
ólöglegu handtöku með því að
koma fyrir áfengi í bifreið
Guðbjarts, og Karls og lokka þá
síðan í Voga, þar sem þeir voru
handteknir.
Þá var fyrrverandi lögreglu-
maður í Keflavík fundinn sekur
um að gefa ranga skýrslu fyrir
sakadómi og hlaut hann 2 mánaða
skilorðsbundið fangelsi og loks var
frestað ákvörðun refsingar konu
einnar í Keflavík, sem útvegað
hafði annarri huldumeynni falskt
fjarvistarvottorð.
Sjá „Sex manns hlutu
dóma ...“ á bls. 16.
SEÐLABANKINN
AUGLÝSIR:
Eftirstöðvar fast-
eignaverðs verðtryggðar
Greidd verðtrygging af lánum frádráttarbaer til skatts
í LÁNSSAMNINGUM milli aðila, vcrður nú heimilt að hafa verðtryggingarákvæði og verður unnt að velja á milli tveggja aðferða, segir í
fréttatilkynningu Irá Scðlabanka íslands. sem geíin var út í gær. í fyrsta lagi verður heimilt að veita lán í formi skuldabréfa gegn fullri verðtryggingu,
þar sem miðað sé við brcytingar lánskjaravísitölu. Vextir slíkra lána mega vcra allt að 2%, brcytilegir samkvæmt ákvörðun Seðlabankans. Lán af þcssu
tagi skulu vera með veði í fastcignum eða öðrum varanlegum fjármunum og skuldabréfin ávallt skráð á nafn, og lánstími skal ekki vera skcmmri en 4 ár.
í öðru lagi er hcimilt að áskilja að vcrðbótaþáttur vaxta lcggist við höfuðstól lánsins og greiðist á sama hátt og höfuðstóllinn.
I fréttatilkynningu Seðlabankans
segir: „Þess má vænta, að heimild til
verðtryggingar lánssamninga í við-
skiptum einkaaöila hafi margháttuð
áhrif.
í sambandi við kaupsamninga,
t.d. vegna sölu fasteigna, skapar
verðtryggingin grundvöll fyrir
lengri lánstíma og jafnara raungildi
greiðslna en tíðkast hefur að undan-
förnu. Verði henni almennt beitt má
auk þess búast viö að hún hafi áhrif
á útborganir og kaupverð fasteigna,
sem lánað er að hluta, þar sem
hingað til hefur óhjákvæmilega
orðið að reikna með verulegri virðis-
rýrnun hins lánaða hluta.“
Þannig lauk fréttatilkynningu
bankans, en áður hafði verið frá því
skýrt, að hann reikni mánaðarlega
iánskjaravísitölu, sem notuð verði
sem viðmiðun verðtryggingar láns-
fjár. Vísitaian er sett 100,0 hinn 1.
júní 1979 og er samsett að % hlutum
vísitölu framfærsiukostnaðar og 'h
hluta byggingarvísitölu. Um láns-
kjör lifeyrissjóða og fjárfestinga-
sjóða segir að farið verði samkvæmt
sérstökum lögum, en Seðlabankinn
muni beita sér fyrir verðtryggingu
nýrra lána sjóðanna, svo og verð-
tryggingarákvæði nýrra spari-
skírteina ríkissjóðs, miðist við láns-
kjaravísitölu. ,
„Nýja olíuhækkimín breytir alveg stöðunni”
segir oddamaður yfimefndar um fiskverðið
„ÞESSI viðbótarolíuhækkun, sem
hefur verið að koma fram undan-
farna daga breytir alveg stöðu
málsins,“ sagði Jón Sigurðsson
oddamaður yfirnefndar
Verðlagsráðs sjávarútvegsins,
aðspurður um hvað liði ákvörðun
fiskverðs, sem á að taka gildi 1.
júní.
„Vandinn er meiri og stærri en
menn héldu. Það verðtímabil sem
nú er að hefjast gildir til septem-
berloka ef að líkum lætur og nýja
olíuhækkunin mun því koma á
verðtímabilinu og það þarf því að
vanda við fiskverðs-
núna,“ sagði Jón
leysa þann
ákvörðuna
Sigurðsson.
Fundur var haldinn í yfirnefnd-
inni í gær en hann var stuttur.
Kvaðst Jón Sigurðsson e.kki vænta
tíðinda af fiskverðsákvörðun fyrr
en í næstu viku.
Morgunblaðið bar þessar reglur
undir Ragnar Tómasson, lögfræðing
og eiganda Fasteignaþjónustunnar.
Hann kvaðst undrast það mjög að
Seðlabankinn setti slíkar reglur um
fasteignaviðskipti án þess að nokkur
umræða færi fram um það áður. Sér
virtist sem þessar reglur kæmu
eignamönnum, sem vildu bæta
lausafjárstöðu sína 'og selja fast-
eignir, mjög vel. Hins vegar væru
reglurnar mjög óhagstæðar ungu
efnalitlu fóiki, sem væri að byrja á
því að fjárfesta í fasteign. Sú stað-
hæfing Seðlabankans um að reglurn-
ar stuðluðu að lægra íbúðarverði
kvað hann hreint fáránlegar, því að
á meðan verð fasteigna á markaði
væri lægra en opinbert mat aðila á
eignum, brunabótamat, væri fáran-
legt að ætla að þær iækkuðu verðið.
Brunabótamat væri þaö matsverð,
sem kosta ætti mann að reisa hús í
nákvæmlega sömu mynd og það var
fyrir eyöileggingu. Þá sagðist Ragn-
ar óttast mjög þessar reglur og hefði
hann talið heppilegra að lágmarks-
lánstimi væri ekki 4 ár eins og segði
í tilkynningu Seðlabankans, heldur
sá lágmarkstími, sem gilti á fast-
eignamarkaöinum og væri nú 6 ár.
Þá hafði Morgunblaðið í gær'
samband við Ævar ísberg vararíkis-
skattstjóra og spurðist fyrir um það,
hvort verðbótaþáttur vaxta væri
frádráttarbær sem vextirnir. Hann
sagði að skattalögin töluðu um vexti
og verðbætur. Ef sama merking væri
í því og verðbótaþætti vaxta, þá kvað
hann þetta frádráttarbært sam-
kvæmt núgildandi lögum.
Mjólkíbúð-
imarídag
— VIÐ dreiíum mjólk í
verzlanir á morgun svona eins
og við komumst yfir með góðu
móti og viðsemjendur okkar
geta sætt sig við, sagði
Guðlaugur Björgvinsson for-
stjóri Mjólkursamsölunnar í
gær.
Ekki bjóst hann við sátta-
fundi í dag, en kvað stjórn
Mjólkursamsölunnar hafa rætt
málin og talið stöðuna erfiða.