Morgunblaðið - 07.06.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks á fundi í gær:
Stefnir í stöðvun atvinnuvega
—Rfldsstjómin aðgerðarlaus
ÞINGFLOKKUR Sjálístæðis-
flokksins kom saman til fundar
í K'A'r til að ræða stöðuna í
landsmálum. Að fundinum
loknum sendi þinxflokkurinn
út svohljóðandi íréttatilkynn-
inKu:
„Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins kom saman til fundar
í dag. Á fundinum voru rædd
þau alvarlcKU vandamál, sem
nú eru uppi. vinnudeilur, stór-
felld hækkun olíu- ok bensín-
verðs, fyrirsjáanleg stöðvun
atvinnuveganna, verði ekkert
að gert.
Þingflokkurinn mun fylgjast
náið með framvindu mála, ekki
sízt með tilliti til athafnaleysis
ríkisstjórnarinnar í öllum þess-
um vanda. Þingflokkurinn mun
koma saman til fundar í næstu
viku."
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Ólafs G. Einarssonar, vara-
formanns þingflokksins, og innti
hann nánar eftir umræðum á
- segir Ólafur G.
Einarsson,
varaformaður
þingflokksins
fundi þingflokksins. Ólafur G.
Einarsson sagði, að þingmenn
hefðu rætt stöðu mála almennt í
sambandi við vinnudeilur, far-
mannadeiluna sérstaklega og
kjaramál og þá hættu sem er á
stöðvun atvinnuveganna í náinni
framtíð. Þá hefði verið rætt um
þann drátt, sem orðið hefði á
ákvörðun fiskverðs og talið, að á
ríkisstjórninni stæði í þeim efn-
um. Við teljum okkur hafa
sannfrétt, sagði Ólafur G. Ein-
arsson, að yfirnefnd hafi ekki
haldi fund frá því í síðustu viku.
Bersýnilegt er, að ríkisstjórnin
ræður ekki við þann vanda, sem
upp er kominn í sambandi við
fiskverðið. Fyrirsjáanlegt er að
skipin munu hætta veiðum og
sigla í höfn. Það er í engum
tengslum við verkbannið heldur
er ástæðan einfaldlega sú, að
útgerðin treystir sér ekki til að
haída áfram. Vegna þessa ást-
ands, sagði Ólafur G. Einarsson,
og þeirrar óvissu, sem leiðir af
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn-
ar, mun þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins fylgjast náið með
framvindu mála. Ákveðið var að
næsti fundur þingflokksins yrði
haldinn í næstu viku.
— Hver er afstaða Sjálfstæð-
isflokksins til setningar bráða-
birgðalaga til að leysa kjaradeil-
urnar?
— Grundvallarstefna Sjálf-
stæðisflokksins er sú, að aðilar í
kjaradeilum eigi að gera út um
sín mál við samningaborðið.
Bráðabirgðalög varðandi kjara-
deilurnar leysa engan vanda,
allra sízt ef þau ganga út á
launahækkanir. Útgerð og fisk-
vinnsla stefna eftir sem áður í
rekstrarstöðvun vegna olíu-
hækkunar og aukins kostnaðar á
öðrum sviðum.
Farmenn:
Samþykktu text-
ann með fyrirvara
FARMANNA- og fiskimanna-
samhand íslands samþykkti í
Ka'rmorgun þann tcxta að kjara-
samningi. sem aðilar í farmanna-
deilunni höfðu náð samkomulagi
um. í textanum eru þó engar
launatölur ok var samþykkt
farmanna bundin þeim fyrirvara
að samkomulag næðist um
viðunandi launatölur. í k&t var
búizt við því að aðilar deilunnar
Hafnfirðingar
í skemmtiferð
LIKT og undanfarin ár ætla félagar
i Kiwanisklúhbnum Eldborg og
eiginkonur þeirra að bjóða öldruðum
Hafnfirðingum til skemmtiferðar,
og verður að þessu sinni farið til
llvolsvallar. Lagt verður upp frá
íþróttahúsinu við Strandgötu
laugardaginn I). júní klukkan 13.15.
Ekið verður að Hvolsvelli og síðan
niður Landeyjar að samkomuhúsinu
Njálsbúð, þar sem Kiwaniskonur
bera fram veitingar.
Þeir sem hafa hug á þátttöku eru
vinsamlega beðnir að hafa samband
við Bókahúð Olivers Steins í síma
500-15, Láru í síma 51090 og Kristínu
í síma 50405 fyrir föstudagskvöld.
gerðu grein fyrir störfum undir-
nefnda. sem að þessum ramma-
samningi hefðu unnið, farmcnn
til sáttasemjara og vinnuveit-
cndur til sáttanefndar.
Lítið sem ekkert gerðist í
farmannadeilunni í gær. Fyrir
lágu á fundi verkfallsnefndar
farmanna undanþágubeiðnir frá
tveimur dagblöðum, Tímanum og
Þjóðviljanum, um afgreiðslu á
pappír til blaðanna, sem liggur í
einum Eim§kipafélagsfossanna í
Reykjavíiurhöfn. Liggur skipið
utan á öðrum skipi og þyrfti
háseta til þess að flytja til skipið.
Því vísaði FFSI beiðninni frá á
þeim forsendum að undanþága
yfirmanna myndi engan vanda
leysa, þar sem undirmenn væru í
verkfalli auk þess sem á þeim
hvíldi verkbann.
Undanþága var í gær veitt fyrir
Freyfaxa til áburðarflutninga. I
gær höföu 37 skip stöðvast, þar á
meðal voru öll skip Eimskipa-
félags íslands stöðvuð, nema
Hofsjökull, sem mun á leið til
landsins. Þá er Mávur væntan-
legur í dag til Hafnarfjarðar með
bíla frá Spáni og fer því verkfallið
að verða algjört.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn:
Aifldn verkefni
fyrir skólafólk
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram í borgarstjórn
tillögu um aukin verkefni fyrir skólafólk til þess að draga úr
atvinnuleysi meðal skólanemenda. Verður tillaga þessi rædd á fundi
borgarstjórnar í dag. Tillagan er svohljóðandi:
Tillaga frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn lýsir áhyggjum
sínum yfir því, að atvinnu-
möguleikar skólafólks eru nú verri
en oftast áöur, m.a. vegna
samdráttar í b.vggingariðnaði og
minni framkvæmda af hálfu
Reykjavíkurborgar. Um þessar
mundir eru um helmingi fleiri
unglingar á atvinnuleysisskrá en á
sama tíma fyrir ári.
Borgarstjórn telur, að allt verði
að gera, sem unnt er, til að útvega
því skólafólki atvinnu, sem nu
gengur atvinnulaust. Borgarstjórn
samþykkir því að láta nú þegar
hefja vinnu við sérstök verkefni,
sem séu atvinnuaukandi fyrir
skólafólk, en slíkt hefur áður verið
gert undir svipuðum kringum-
stæðum. Borgarstjórn heimilar
sérstakar aukafjárveitingar í
þessu skyni, og taki borgarráð
nánari ákvörðun um fjárhæð,
verkefnaval og ráðstöfun fjárveit-
inga í samráði við borgarverk-
fræðing og atvinnumálnefnd.
Sigurður Þ. Árnason skipherra á Tý býður Geng Biao velkominn um
borð í skip sitt. Ljósm. Mbl. ÓI.K.MaK.
Skoðar söfn og
fyrirtæki í dag
KÍNVERSKI aðstoðaríorsætisráðherrann Geng Biao ásamt fylgd-
arliði mun í dag skoða Reykjavík og heimsækja þar söfn og
stofnanir. Þá mun hann fara í heimsókn í Álverið í Straumsvík og
síðdegis mun hann eiga fund með nokkrum ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar.
Skoðunarferðin um Re.vkjavík
hefst klukkan 9 f.h. í skoðunar-
ferðinni munu kínversku gest-
irnir heimsækja Árnasafn,
Þjóðminjasafnið og Listasafn
íslands. Klukkan 11 heimsækja
gestirnir Álverið í Straumsvík
og þar snæða þeir hádegisverð í
boði íslenzka álfélagsins hf.
Klukkan 15.30 mun varaforsæt-
isráðherrann hitta að máli fimm
ráðherra ríkisstjórnarinnar, þá
Benedikt Gröndal utanríkis-
ráðherra, Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra, Hjörleif
Guttormsson iðnaðarráðherra,
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra og Steingrím Hermanns-
son dómsmálaráðherra í
Ráðherrabústaðnum. Um kvöld-
ið sitja kínversku gestirnir
kvöldverðarboð að Hótel Loft-
leiðum ásamt fleiri gestum, sem
kínverski sendiherrann hér á
landi heldur til heiðurs Geng
Biao.
í gær skoðuðu kínversku gest-
irnir frystihúsið ísbjörninn í
Reykjavík. Síðan fóru þeir með
varðskipinu Tý til Grundar-
tanga, þar sem þeir skoðuðu
járnblendiverksmiðjuna. Síödeg-
is skoðuðu þeir Hitaveitu
Re.vkjavíkur og í gærkvöldi sátu
þeir kvöldverðarboð borgar-
stjórnar Reykjavíkur að Kjar-
valsstöðum.
„Höfum auga með
Rainbow Warrior”
„VIÐ munum hafa auga með Rainbow Warrior. en hvað við gerum ef á
revnir er ekkert hægt að seKja um," saKði Baldur Möller ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytinu í samtaii við Morgunhlaðið í gærvköldi þeKar
hann var inntur eftir því hvort landhelKÍsgæzlan myndi gera cinhvcrjar
ráðstafanir til þess að vernda hvalveiðiskipin fyrir truflun af hálfu
Greenpeacemanna. „Þeir á Rainbow Warrior eru nú ekki langt frá
okkur." sagði Baldur, „Þetta er allt í rólegheitunum."
Skuldir
Tímans
90 millj.
„SKULDIR Tímans umfram eignir
námu um 90 milljónum króna um
síðustu áramót og það er sú upp-
hæð. sem við stefnum að að safna",
saKði Jóhann II. Jónsson fram-
kvæmdastjóri dagblaðsins Tímans,
er Mbl. spurði hann í gær um
fjársöfnun þá til styrktar blaðinu.
sem nú er verið að hefja.
Jóhann sagði, að þessar skuldir
væru tilkomnar vegna hallareksturs
síðuhstu þriggja ára, en á þessu ári
hefði tekizt að haga rekstrinum
þannig að skuldir blaðsins hefðu
ekki aukizt. Jóhann kvaðst ekki geta
gefið upp tölur um sölu blaðsins, en
nefndi að þeir dagar sem blaðið
seldizt mest væru fimmtudagar og
sunnudagar og þá væru prentuð allt
að 18 þúsund eintök af blaðinu.
Þessi söfnun á að standa fram til
1. september að sögn Jóhanns og er
jafnframt ætlunin að reyna að gera
einhverjar bre.vtingar á efni og
útliti blaðsins, en samdráttur í
rekstri er ekki fyrirhugaður. „Við
freistum þess heldur að vinna þetta
upp með þessari söfnun og sjá, hvort
við lifum ekki þannig af, en það
segir sig sjálft að svona skuldasúpu
er ekki hægt að ýta endalaust á
undan sér“, sagði Jóhann H.
Jónsson.
Sigurður
B. Gröndal
látinn
SIGUIÍÐUR B. Gröndai rithöfund-
ur og fyrrverandi skólastjóri
Matsveina- og veitingaþjónaskól-
ans andaðist að Vífilsstöðum í gær
eftir langa sjúkrahúsvist. 75 ára
að aldri.
Sigurður B. Gröndal var fæddur í
Ólafsvík 3. nóvember 1903, sonur
Benedikts Þorvaldssonar Gröndal
bæjarfógetaskrifara í Reykjavík og
konu hans Sigurlaugar' Guð-
mundsdóttur. Hann var fram-
reiðslumaður á Hótel íslandi í
Reykjavík 1921—’24 og á Hótel
Borg 1950—’60. Hann var yfirkenn-
ari við Mat sveina- og veitinga-
þjónaskólann frá stofnun 1955 til
1973 og settur skóalstjóri í tvö ár,
auk þess sem hann vann að undir-
búningi stofnunar skólans. Hann
var í stjórn Félags matsveina og
veitingaþjóna 1932—’44, þar af
formaður í nokkur ár og formaður
prófnefndar í framreiðslu 1949—
’58. Hann var gerður að heiðursfél-
aga Félags framreiðslumanna 1964.
Sjö bækur hafa komið út eftir
Sigurð á árunum 1929—’49, skáld-
sögur, ljóö og smásögur. Bækurnar
eru: Glettur, Ijóð, Bárujárn, smá-
- sögur, Opnir gluggar, smásögur,
Skriftir heiðingjans, ljóð, Svart
vesti við kjólinn, smásögur, Dansað
í björtu, saga og Eldvagninn,
skáldsaga.
Eftirlifandi kona Sigurðar er
Mikkelína María Sveinsdóttir.