Morgunblaðið - 07.06.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
13
Lelkllst
eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
og kýrnar leika
við kvum sinn fíhgur”
Viðar Eggertsson (Sidney) og Theodór
Júlíusson (Ronald).
LcikfcIaK Akureyrar
SKRÝTINN FUGL -
ÉG SJÁLFUR
Ilöfundur: Alan Ayckbourn
Þýðandi: Kristrún
Eymundsdóttir
Leikstjóri: Jiil Brookc Árnason
Búningar: Frey>?erður
Magnúsdóttir.
Það mætti álíta, að forráða-
menn Leikfélags Akureyrar séu
allslyngir spámenn og hafi séð
fyrir þau langvinnu harðindi,
sem gera menn bölsýna á
norðurslóð. Að lokinni strangri
glímu Bjarts í Sumarhúsum á
einmánuði og nokkuð fram yfir
sumarmálin er nú kominn á
fjalir Leikhúsins breskur
gamanleikur eftir Alan Ayck-
bourn, ungan höfund, sem ekki
er með öllu ókunnur hér á landi.
Hefur hann glatt höfuðborgar-
búa og gesti úr fásinninu með
léttu Rúmruski á liðnum vetri og
sennilega bætt efnahag Leik-
félags Reykjavíkur. Leikrit það,
sem frumsynt var í Leikhúsi
Akureyrar þann 26. maí sl.,
„Absurd Person Singular“, hefur
hlotið heitið Skrítinn fugl — ég
sjálfur. Kristrún Eymundsdóttir
hefur snúið textanum á lipurt
mál, sem leikararnir koma vel til
skila, þótt mikið gangi oft á í
eldhúsunum þrem, sem eru
umgerð verksins. Þá umgerð
hefur Hallmundur Kristinsson
Sigurveig Jóns-
dóttir (Marion) og
Gestur E. Jónas-
son (Geoffrey).
teiknað og smíðað með Þráni
Karlssyni og verður hvorki að
verki þeirra fundið né búningum
Freygerðar Magnúsdóttur.
Sá sem að þessu sinni fer í
leikhúsið með því hugarfari, að
þangað muni hann sækja
umhugsunarefni sprottið af
djúpsæjum bókmenntum, fer
bónleiður til búðar. Líklegt er að
hann gretti áig eins og vonsvik-
inn bóndi, sem á mikið hey flatt í
rigningartíð og segir súr á svip,
þegar hann sér til sólar að
morgni dags: Þetta er bara árans
dagmálaglenna. En hver
sólskinsstund er dýrmæt hér um
þessar mundir í þrálátri kulda-
tíð, þótt hún geri ekki annað en
vekja stundarkæti. Eitt er víst,
að menn fá að minnsta kosti ekki
timburmenn eftir það kvöld, sem
þeir verja í leikhúsinu, þótt
persónur í Fuglinum skritna
kneifi sterkar veigar ótæpilega
að hætti breskra um jól. Á þeirri
hátið eiga atburðirnir að gerast,
sem verkið greinir frá. Leik-
stjórinn, Jill Brooke Árnason,
þekkir vel til háttalags landa
sinna, svo myndin ætti að vera
trúverðug. Það væri hræsni, ef
hér væri skrifað fjálglega um
meiri háttar menningarviðburö
eða glæsta leiksigra, en ódrengi-
legt að halda því fram, að ein-
hver hefði orðið sér til minnk-
unar. Hins vegar væri nær lagi
og sanngjarnt að telja, að í
sýningu slappi leikarar af eftir
þróttmikið vetrarstarf og sletti
úr klaufunm sér pg áhorfendum
til skemmtunar. Ég man, hversu
mikið var hlegið, þegar kýrnar
voru leystar út á vorin og tóku á
s'prett með kátlegum tilburðum.
Við þurfum sennilega að bíða
alllengi eftir þeirri skemmtun á
þessu sumri og það hafa þeir
ágætu menn sennilega fundið á
sér, sem völdu þetta ærslaverk.
Við sögu koma þrenn hjón:
Sidney, búðareigandi, og Jane,
leikinn af Viðari Eggertssyni og
Svanhildi Jóhannesdóttur;
Ronald, bankastjóri, og Marion,
sem Theodór Júlíusson og Sigur-
veig Jónsdóttir leika; Goffrey,
arkitekt, og Eva, leikin af Gesti
E. Jónassyni og Þóreyju Aðal-
steinsdóttur. Öll gæta þau þess,
að láta engin þreytumerki á sér
sjást og gefa þeirri leikgleði
lausan taum, sem margir at-
vinnuleikarar telja sér varla
samboðna. Vissulega er leikhús-
ið vel til fallið, að vekja menn til
hugsunar um ýmiss þjóðfélags-
vandamál og á það hefur verið
lögð þung áhersla hin síðari ár.
En verra er, ef pólitík ber lístina
ofurliði eins og stundum ber við.
Sú staðreynd blasir við í
íslensku þjóðfélagi, að menn á
öllum aldri telja sig verða að
leita óheilbrigðra leiða til þess
að kætast eða slaka á spenntum
taugum. Ungt fólk virðist ósjald-
an skorta æskugleði. Við heyrum
alltof sjaldan eðlilegan og dill-
andi hlátur. Skrítinn fugl — ég
sjálfur er vægt ádeiluverk á
alkunnan mannlegan breisk-
leika, sem jafnframt laðar fram
hlátur og veitir nokkra andlega
hressingu.
Leikfélag Akureyrar hefur
tekið upp þann ágæta sið, að
bjóða myndlistarmönnum að
halda sýningu á verkum sínum í
tengslum við leiksýningar. Að
þessu sinni sýna 6 félagar úr
nýstofnuðum Myndhóp á Akur-
eyri myndir í forsölum Leik-
hússins. Hefur þess verið gætt,
að velja verk af þeirri stærð, sem
njóta sín vel í fremur þröngum
húsakynnum.
ká AMkosumar 79
BANKASTRÆT! 7 & AÐALSTRÆTI4
/ ár er Melkasumar i Herrahúsinu.
Þvi flöggum við geysilegu úrvali af
léttum og þægilegum sumarfatnaði
frá Melka.
M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, i
skyrtum, stutterma skyrtum /
o.m.fl. Allt sómaklæði enda frá /
Melka komin. / t
i
■ i
AUGL. iNGASTOFA KRISTINAR 7.88