Morgunblaðið - 07.06.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JUNl 1979
Frægð er einkennilegt fyrir-
bæri. Allir kunna að nefna hana
en fáir þekkja hana í raun og veru.
Það er eins og eitt nafn sé með
einhverjum hætti skýrara og
merkingarfyllra en annað, leiki
mönnum léttar á tungu, eða hafi
öðlast gildi fyrir þá alvöru og
virðingu, sem þeir menn leggja
í nafnið, er ætla má að þekki
fyrirbærið. Löngu áður en fólk
hefur hlustað á „Níundu sinfóní-
una“ eftir Beethoven, hefur
þaö öðlast vitneskju um mikil-
leik verksins, heyrt sögur um
heyrnardaufa tónskáldið og ef til
vill heyrt eða lært að syngja
lagstúf úr verkinu. Smám saman
líður að því, að upplifun verksins í
heild verður ekki umflúin og
hver verður þá niðurstaðan?
Ekki voru allir samtímanmenn
Beethovens sammála um verkið og
að það yrði eins konar tákn um
mikilleik mannlegrar sköpunar
hefði mörgum mætum mannin-
um þótt hljóma sem öfugmæli. I
dagbók ritaðri af Joseph Carl
„Beethoven stjórnaði sjálfur, þ.e.
stóð fyrir framan púlt
stjórnandans og réri fram og
aftur eins og kona. Ymist reisti
hann sig til fulls, hnipraði sig
saman, fálmaði með höndum og
fótum, rétt eins og hann ætlaði
sér að leika á öll hljóðfærin og
syngja allar kórraddirnar".
Þannig virðast tónleikarnir,
er níunda sinfónían var upp-
færð, hafa verið vægast sagt
nokkuð vandræðaiegir í fram-
kvæmd og þrátt fyrir mikil
fagnaðarlæti, sem sögð eru að
hafi byrjað í öðrum þætti eftir
pákueinleikinn, þótti mörgum
verkið vera misheppnað. Það er
haft eftir Carl Czerny, sem var
nemandi Beethovens, að tónskáld-
ið hafi í kunningjahóp sagt að
síðasti kaflinn væri misheppn-
aður og glappaskot að hafa kór
sem lokakafla, hann hefði í hyggju
að fella kórkaflann úr verkinu og
semja nýjan hljómsveitarþátt.
Eitt atriði, sem ekki hefur mikið
verið talað um, er fjármálahliðin,
Á sinfóníutón-
leikunum í kvöld
verður ekki flutt
annað verk en ní-
unda sinfónían,
en stjórnandi þar
verður Jean—
Pierre Jaquillat.
Myndin er tekin á
æfingu Söng-
s vei tarinnar Fíl-
harmóníu og
Sinfóníuhljóm-
Sinfóní Islands á
níundu sinfóníu
Beethovens. ’
Venjulega
eru um 100
manns íFíl-
harmoníu, en
vegna flutnings
þessa verks hefur
verið fjölgað
verulega í söng-
sveitinni, þannig
að 150 söngvarar
verða á tónleik-
unum íHáskóla-
bíóiíkvöld.
Stjórnandi Fíl-
harmoníu er
Marteinn H.
Friðriksson, en
formaður er Guð-
mundur Örn
Ragnarsson.
Schuppanzigh og mig, fyrir okk-
ar þátt í tónleikunum. Nokkrum
dögum eftir seinni tónleikana
bauð hann okkur í mat....
Hann kom í fylgd með frænda
sínum, þungbrýnn, kuldalegur í
framkomu og hafði allt á horn-
um sér. Við höfðum rétt sezt
við borðið er hann beindi um-
ræðunum inn á þá braut að þeir
sem sáu um framkvæmd tónleik-
anna hefðu hlunnfarið sig og
lýsti Doport og mig ábyrga."
Beethoven átti í margvísleg-
um útistöðum við samstarfs-
menn sína og var ákaflega óþjáll í
viðskiptum og viðkvæmur fyrir
athugasemdum og nær óhugs-
andi að tala hann til. Þrátt fyrir
það að hann átti marga vini, er
dáðu hann sem tónskáld, forðuð-
ust flestir mikil samskipti við
hann geti samið án þess að upplifa
tónverk sín í heyranlegu formi.
Það er sagt að Beethoven hafi
ávallt gengið á móti vindi á
gönguferðum sínum og sem skap-
andi listamaður hafði hann,
ávallt storminn í fangið. Það
lýsir Beethoven vel, að í ein-
manaleik og þunglyndi grætur
hann aldrei. Tilfinningar hans
sveiflast á milli örvæntingar
og hömlulausrar gleði, vonleysis
og baráttuhugs. Þess vegna er
Óðurinn til gleðinnar ekki söng-
ur hins hamingjusama, heldur
andsvar og mótmæli hins óham-
ingjusama, sem vill trúa á gleðina
ofna saman við það góða og
fagra. Beethoven upplifir
einhverja mestu hugarfars-
byltingu, sem gengið hefur yfir
mannkynið, rómantíkina. Mann-
Roenbaum, má lesa eftirfar-
andi:
„Föstudagurinn 7. (maí,
1824) Heitt. ... Á Beethoven
tónleikum með Sontag, Unger,
Heitzinger og Seipelt í einsöngs-
hlutverkum, Umlauf stjórnaði,
finnur til með Beethoven. For-
leikur og þrír hymnar með Kyrie
og Óðnum til gleðinnar; indælt
en leiðinlegt — ekki fullt hús.
... Margar stúkur tómar, enginn
frá hirðinni. Lítill árangur fyrir
svo mikið erfiði. Aðdáendur
Beethovens æptu, meiri hluti
áheyrenda var þögull, margir
voru ekki út alla tónleikana".
Þannig segir samtímamaður frá
og víst má lesa á milli línanna
ótuktarlega afstöðu gagnvart
Beethoven og aðdáendum hans.
Þrátt fyrir heyrnarleysi sitt
vildi Beethoven stjórna verk-
um sínum og olli þetta ýmsum
erfiðleikum, sérstaklega er varð-
aði uppfærslur stærri verka
hans. Fiðluleikarinn Joseph
Böhm ritaði eftirfarandi:
en Beethoven vænti mikils af
þessum tónleikum. Það voru
honum mikil vonbrigði hversu
ágóðinn var lítill og hann ásakaði
vini sína um að hafa snuðað sig.
Þegar Joseph Húttenbrenner
sýndi Beethoven uppgjörið á
tónleikunum, sem sýndi að ágóð-
inn hafði aðeins verið 420 gyllini,
leið yfir tónskáldið. Eftir að
hafa verið hjálpað á fætur og
lagður á legubekk, lá hann þar og
mælti ekki orð. Seint um nótt-
ina, er Beethoven var sofnaður,
fóru vinir hans og um morgun-
inn kom þjónninn að tónskáldinu
þar sem það lá sofandi í fötun-
um, klæddur eins og hann
hafði verið á tónleikunum kvöld-
ið áður. Anton Schindler ritaði hjá
sér lýsingu á fundi er hann átti
með Beethoven eftir seinni
tónleikana, varðandi fjárhags-
stöðuna eftir þá fyrstu. „Beethov-
en trúði því að hann stæði í
þakkarskuld við Umlauf,
hann og í besta falli leiddu þá
sérvisku hans hjá sér. Saga Beet-
hovens, sem tónskálds og manns
er einstök og stórkostlegt
dæmi um volduga skapgerð,
viljastyrk og einstæða sköpun-
argleði. Þrítugur að aldri, orðinn
einn besti píanóleikari samtíð-
ar sinnar, er hann útilokaður frá
tónleikahaldi vegna vaxandi
heyrnardeyfðar. Hann snýst
gegn þessum ótíðindum með
því að þjálfa svo rittækni sína að
gildið fær þá nýtt inntak, Guð er
endurskapaður sem góður og
elskulegur faðir, fegurðin og
réttlætið verður algilt og bræðra-
lag manna innsiglað með friðar-
hugsjóninni án tillits til stöðu
eða þjóðernis. Á þetta trúði
Beethoven og án trúar sinnar
hefði hann ekki megnað að
standa af sér stormsveipa þá
er stóðu í fang honum. Sú
níunda er ekki aðeins tónverk gert
af manni er kann vel til verka
heldur bergmál og þórdunur
tilfinninga er hljómguðust í
huga manns er hafði óvenju mikla
þörf fyrir að tjá sig, án þess að
geta þó notið þess sjálfur. Það
er þessi galdur, sem hlustandinn
skynjar án þess að gera sér grein
fyrir því og það er þess vegna,
sem samtíðarmenn Beethovens
létu sér fátt um finnast, því þeir
voru ekki tilbúnir til að meðtaka
þar.n boöskap sem sú níunda
hefur fram að færa, frið og
bræðralag.
Jón Ásg.