Morgunblaðið - 07.06.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
Frímerkj asýning
r
og landsþing LIF
dagana 7.-10. júní
Ék hef áður getið þess í þætti,
að frímerkjasýniníí verður hald-
in hér í Reykjavík 7, —10. júní
n.k., og um leið heldur Lands-
samband íslenzkra frímerkja-
safnara 12. þing sitt sunnudag-
inn 10. júní. Munu rúmlega 20
fulltrúar víðs vegar að af land-
inu sitja þingið, en þó er að
vonum drjúgur hluti þeirra úr
roðum Félags frímerkjasafnara
og héðan af höfuðborgarsvæð-
inu.
Merkasta málið, sem lagt mun
verða fyrir þetta landsþing, eru
ný lög fyrir L.Í.F. Taka þau við
af eldri lögum — eða stofnskrá
svokallaðri, sem gilt hefur lítt
breytt frá upphafi. Segja má, að
nú hafi brýna nauðsyn borið til
endurskoðunar og lagfæringa,
þar eð eðli Landssambandsins
breyttist verulega viö inngöngu
F’.F. í það 1977. Um leið voru öll
frímerkjasamtök hér á landi
sameinuð innan vébanda L.I.F.,
og við það styrktist sambandið
eðlilega mjög og varð áhrifa-
meira en áður var. Af því leiddi
aftur, að ákveða þurfti ýmislegt
betur en gert var í fyrri lögum
og skerpa um leið ýmis ákvæði
þess til þess að treysta Lands-
sambandið sem bezt, svo að það
gæti orðið sá tengiliður milli
frímerkjafélaga í landinu, sem
það á að vera. Eðli málsins
samkvæmt hlýtur samt hluti
þessara laga ævinlega að verða
eins eða svipaður og áður var,
þar sem hann er sniðinn eftir
lögum og reglum Alþjóðasam-
bands frímerkjasafnara (F.I.P.).
Engu að síður verður hvert
aðildarland F.I.P. að sníða sín
lög nokkuð eftir eigin þörfum og
staðháttum. Þar sem ég hef
sjálfur átt þátt í þessari end-
urskoðun laganna með formanni
L.Í.F'., Sigurði P. Gestssyni, er
mér málið bæði vel kunnugt og
um leið sk.vlt. Þess vegna þori ég
að fullyrða, að hin nýja gerð
laganna horfir víða til bóta frá
því, sem áöur var, en auðvitað
má alltaf deila um einstök atriði.
Því er við búið, að þetta laga-
frumvarp eigi eftir að taka
einhverjum breytingum í með-
förum þingsins — og þá vænt-
anlega á enn betri veg.
F r ímer k jasýningin
Frímerki 79
Frímerkjasýning verður svo
haldin dagana 7,—10. júní. Hef-
ur það verið stefna L.I.F. síðustu
árin að freista þess að hafa litla
frímerkjasýningu í sambandi við
árlegt landsþing. Er það einkum
gert fyrir innlenda safnara, sem
þannig fá tækifæri til „að viðra“
söfn sín eða hluta af þeim, ef svo
má að orði komast, svo að aðrir
safnarar eigi þess kost að kynn-
ast þeim að einhverju leyti.
Dómnefnd dæmir svo hvert safn,
sem er í samkeppnisdeild, og
hlýtur það að verða sýnendum
hvatning til að vanda bæöi efni
og allan frágang.
Þegar þetta er ritað, hef ég
ekki séð sýningarskrána sjálfa,
en aftur fengið nokkrar upplýs-
ingar frá sýningarnefnd. Alls
eru sýnendur 24, og eiga þeir
efni í 88 römmum. Verður ís-
lenzkt efni í 65 römmum og
erlent í 23 römmum. Flestir
þátttakendur eru íslenzkir safn-
arar, en nokkrir erlendir félagar
hafa sent efni, og er það allt
íslenzkt. Af því er ljóst, að það
eru einvörðungu íslenzkir safn-
arar sem eiga erlenda efnið á
sýningunni.
Sýningarnefndin hefur látið
gera sérstakan veggskjöld með
merki sýningarinnar til sölu og
minja um sýninguna. Eins hefur
verið útbúin sérstök sýningar-
blokk og svo umslög. Er það svo
Frfmerkí
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
sem venja hefur verið, enda
verður pósthús starfrækt á sýn-
ingunni og notaöur sérstimpill.
Sýningin verður opin á
fimmtudag og föstudag frá kl.
17—21 og laugardag frá kl.
14—21 og svo á sama tíma á
sunnudeginum 10. júní, en þá
lýkur henni. Vil ég eindregið
hvetja alla safnara til að fjöl-
menna á sýninguna og eins aðra
þá, sem gaman hafa af að virða
fyrir sér frímerki, umslög,
bréfspjöld og stimpla af margs
konar gerðum.
Frímerkjauppboð
F.F. 9. júní
Svo sem nefnt var í síðasta
frímerkjaþætti, 19. maí, heldur
Félag frímerkjasafnara lítið frí-
merkjauppboð í tengslum við
Frímerki 79 og þing L.Í.F. laug-
ardaginn 9. júní. Verður þar
boðið upp ýmiss konar
frímerkjaefni, en númerum stillt
í hóf — eða 90 alls., Fer vel á að
hafa þetta uppboð ekki stórt í
sniðum, því að ekki er rétt að
leiöa athygli sýningargesta um
of frá sjálfri sýningunni. Hins
vegar finnst mér vel til fallið að
hafa frímerkjauppboð í sam-
bandi við landsþing L.Í.F. og
frímerkjasýningu. Það eykur
bæði almennt á fjölbreytni og
gerir atburöarrásina skemmti-
legri en ella þessa daga, og hinu
má ekki heldur gleyma, að úm
leið fá fulltrúar utan af landi og
aðrir gestir tækifæri til að bjóða
í áhugaverða hluti. Ég nefndi
síðast, að óvenjumikið yrði boðið
upp af stimplum, og er óþarft að
rifja það upp aftur. Hér má
einungis bæta því við, að
bréfspjöld verða þarna nokkur
og eins heil umslög með frí-
merkjum á. Kæmi mér ekki á
óvart, að áhugi yrði verulegur í
þessu efni.
Uppboðsefnið verður sýnt á
uppboðsstað í Álftamýrarskóla,
stofu 1 (suðurálmu), laugardag-
inn 9. júní kl. 13—14.30.
Allir þeir atburðir, sem gerast
dagana 7.—10. júní í frímerkja-
heiminum hér á landi og laus-
lega hefur verið vikið að hér að
framan, fara fram í Álftamýr-
arskóla í Reykjavík. Er sá staður
á marga lund ákjósanlegur fyrir
frímerkjasýningar, svo sem þeir
muna, sem sáu Frímex 77 fyrir
tveimur árum.
Frumherji
fallinn frá
Hinn 28. maí sl. lézt í
Borgarspítalanum í Reykjavík
Sigurður Ágústsson rafvirki. Ég
hygg, að enginn frímerkjasafn-
ari lái mér, þótt ég minnist hans
hér í þættinum með örfáum
orðum, svo þekktur sem hann
var meðal safnara fyrir ágætt og
óeigingjarnt starf í þágu þeirra.
Hann var einn af frumherjum
Félags frímerkjasafnara og hef-
ur setið iengur í stjórn þess en
nokkur annar. Féll það snemma
í hlut hans að annast um her-
bergi félagsins að Amtmannsstíg.
Eins hvíldi útgáfa fyrstadags-
umslaga F.F. á herðum hans um
mörg ár. Sýndi hann í öllum
störfum sínum mikla ósérplægni
og drenglyndi og það langt út
fyrir raðir félagsmanna F.F.
Verður skarð hans vissulega
vandfyllt og hætt við, að margur
sakni vinar í stað, þótt ekki væri
fyrir annað en umsjón með
fyrstadagsumslögum fyrir
marga félagsmenn. Tala ég þar
sjálfur af reynslu. Eins hefur
engin frímerkjasýning svo verið
haldin hér á landi frá upphafi,
að Sigurður Ágústsson hafi ekki
lagt þar hönd á plóginn og það
allt á sinn hljóða og hógværa
hátt. Fyrir það þakka allir safn-
arar honum nú að ieiðarlokum.
Þeir, sem þekktu hann gerst,
munu örugglega minnast hans á
verðugan hátt á öðrum vett-
vangi, svo að þessi orð skulu ekki
höfð fleiri um hinn fallna sam-
herja.
Hvað geta börn og unglingar
gertí sumar?
Leikvellir og starfsvellir
á 44 stöðum í borginni
REYKJAVÍKURBORG starí-
rækir 34 gæsluvelli um alla
borgina, þar sem séð er fyrir
gæslu barna á aldrinum 2ja til
G ára. Leikvellirnir eru opnir
alla virka daga nema laugar-
daga frá 1. mars til 1. nóvem-
ber. frá kl. 9-12 og 13.30 til
17.00 og frá 1. nóvember til 1.
mars frá kl. 10 til 12 og 13.30
til 1G. Gæslukonur ákveða hve
lengi barnið skal dvelja á
vellinum dag hvern eftir
aðstæðum. Eru foreldrar
hvattir til að búa börn sín vel
er það sækir lcikvöllinn.
Borgin mun einnig starf-
rækja 10 starfsvelli í sumar,
við Vesturvallagötu, við Ár-
bæjarskóla, við Breiðholts-
skóla, við Ölduselsskóla, við
Vesturberg, við Fossvogsskóla,
við Hlíðaskóla, við Laugarnes-
skóla og við Álftamýrarskóla.
Starfsvellirnir eru opnir í
júní, júlí og ágúst alla virka
daga nema laugárdaga frá kl. 9
til 12 og 13 til 17.
Starfsvellirnir eru fyrst og
fremst ætlaðir börnum á
aldrinum 6 til 12 ára. Foreldri
eða forráðamanni er heimilt að
dvelja með barni sínu og
hjálpa því við smíðar.
Spónarplötur
í öllum þykktum
fyrirliggjandi.
Sænsk
úrvalsvara.
Marinó Pélursson h.f.
Sundaborg 7. Sfmf 81044.
“'l*í ÖfeY' i'
■ ‘Wif1