Morgunblaðið - 07.06.1979, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
21
Minning:
JÓN VALDIMAR
JÓHANNSSON
HAB hafi enn ekki verið reyndir
til þrautar." Þá segir hér, „það var
álit hreppsnefndar Reykholtsdals-
hrepps, að ef samningar ekki
tækjust, yrði hverinn tekinn leigu-
námi. Nú hafa komið fram í Nd.
Alþ. tvö frv. eða till. um leigunám
á Deildartunguhver. Hrepps-
nefndin leyfir sér að skora á flm.
þessara frv. eða till. að leita eftir
samræmingu og mælir eindregið
með því, að teknir verði 150 lítrar
á sekúndu leigunámi til 20 ára.“
Þeir tala sem sagt um 150
sekúndulítra og þar með eru þeir
að sjálfsögðu að reyna að tryggja
hagsmuni síns sveitarfélags.
Hitaveita á
öllu svæðinu
sameiginlegt
hagsmunamál
Ég er andvígur þessu frv. og
styð till. minni hl. um að því verði
vísað frá. Ef sú till. verður felld,
þá mun ég greiða atkv. með till.
hv. þm. Éinars Ágústssonar og
Alberts Guðmundssonar á þskj.
827. Þar er lagt til leigunám eins
og reyndar í till. á þskj. 821 frá hv.
þm. Gunnari Thoroddsen. En í
þessari till. á þskj. 827 er skýrt
tekið fram, að hið leigunumda
skuli vera sjálfrennsli vatns. Það
er veigamikið atriði vegna rétt-
inda annarra á svæðinu. Með
þessum hætti eru réttindi þeirra
þó fremur tryggð, svo og réttur
eigenda til verðmæta, sem menn
vita vart í dag, hver kunna aö
vera. Lagasetning sem þessi, sem
hér er fyrirhuguð er óskynsamleg
á margan hátt. Fyrir utan það
virðingarleysi á eignarrétti, sem í
þessu felst, þá er hún í andstöðu
gerð við fjölda aðila, og það kann
að draga dilk á eftir sér. Og því fer
fjarri, að allt sé raunverulega í
höfn hjá Hitaveitunni með því að
fá þessi réttindi. Það hefur engin
tilraun verið gerð til að ná samn-
ingum við landeigendur yfirleitt á
svæðinu um legu hitaveitulagn-
anna, hvernig fer með rétt hita-
veitunnar til umferðar yfir lönd
þeirra meðan á framkvæmdum
stendur, um bætur fyrir land, sem
lagnir liggja um, og fleira þess
háttar. Mér sýnist, að í ákafanum
við að ná þessu eina atriði, sem er
vissulega grundvallaratriði, er
hitt allt geymt til síðari tíma. Um
þetta allt hefði auðvitað átt að
gera víðtækt samkomulag og slíkt
samkomulag hefði hlotið að nást
og hlýtui að nást vegna þess, að
það eru hagsmunir allra, að hita-
veita komi á öi!u þessu svæði. Það
er ekki aðeins hagsmunir Akra-
ness og Borgarness. Mér sýnist á
þessu máli öllu, að menn hafi ekki
séð mikið út fyrir hagsmuni þess-
ara tveggja sveitarfélaga. (Forseti
Heyri ég það rétt á ræðu hv. þm.,
að hann sé að nálgast land?) Já,
hann er alveg að ná landi, hæstv.
forseti.
Hæstv. ráðh. sagði hér í sinni
ræðu, að eignarnámsþola væru
tryggðir 10 lítrar á sekúndu án
endurgjalds og þar væri sko ekki
naumt skammtað. Þetta er dæmi-
gert fyrir rausn ríkisins. Fyrst er
hótað eignarnámi, síðan kemur
frv. og að ájálfsögðu lagasetningin
í framhaldi af því. Og svo er boðið
upp á það, og það tíundað ræki-
lega, að það sé svo sem ekki verið
að taka allt saman. Þetta eru
heldur ekki sæmileg vinnubrögð.
Ráðh. sagði svo hér einnig, að
þegar upp hefði verið staöið, hefði
borið á milli 625 millj. á nilli aðila
miðað við 30 ára samning. Með
slíkum orðum lætur ráðh. að því
liggja, að allt þetta fjármagn, 625
millj., og meira til, renni óskipt og
beint í vasa eigenda. En hér á að
sjálfsögðu eftir að greiða skátta af
og það er ekkert líklegra heldur en
a.m.k. núv. ríkisstj. myndi finna
leiðir til að ná þessu að mestu
leyti til baka, ef henni þætti núv.
skattalög ekki gefa nægilegan
árangur að þessu leyti.
Ég hef lokið máli mínu, herra
forseti.
„Drottinn, þú lætur manninn
hverfa aftur til duftsins og segir:
Hverfið aftur, þér mannanna
börn. Því að þúsund ár eru í þínum
augum sem dagurinn í gær, þegar
hann er liðinn, já, eins og nætur-
vaka. Þú eyðir þeim, þeir sofna,
þeir sem að morgni voru sem
gróandi gras, að morgni blómgast
það og grær, að kvöldi fölnar það
og visnar." Svo segir sálmaskáldið
hebreska. Við erum minnt á þýð-
ingu þessara orða frá degi til dags,
þegar við kveðjum í dag manninn,
sem við heilsuðum í gær.
Hinn 26. maí lést á Landspítal-
anum í Reykjavík Jón Valdimar
Jóhannsson, en nóttina áður hafði
hann verið fluttur í sjúkrahús
vegna veikinda, sem hann hafði
átt við að stríða. Jón í Sjónarhól,
en sem slíkan þekkti ég hann, var
fæddur í Garðbæ á Miðnesi þann
5. mars 1906. Foreldrar voru
hjónin Jóhann Ólafsson og Sigrún
Þórðardóttir ættuð frá Holtum í
Rangárvallarsýslu. Jón var yngst-
ur 8 systkina en þau voru Óttavía,
Anna, Ólafía, Kristjana, Marsibil,
Stefán og Sigurhans. Af þeim eru
nú á lífi þau þrjú síðast talin.
Faðir Jóns, Jóhann, var sjómað-
ur svo og varð Jón. Hann hóf
sjómennsku 14 ára gamall og það
var hans lífsstarf í 40 ár, lengst af
skipstjóri á eigin bátum fyrri
hluta sinnar skipstjórnarævi, en
síðar hjá ýmsum útgerðum.
Árið 1927 hóf hann útgerð með
hinum landskunna athafnamanni
Guðmundi Jónssyni frá Rafn-
kelsstöðum. Eignuðust þeir fyrst
og gerðu út m/b Von, síðar m/b
Þórólf og síðast m/b Viði. Jón var
skipstjóri á þessum bátum og voru
þeir gerðir út frá Sandgerði. Þetta
samstarf þeirra stóð til 1937. Eftir
þetta var Jón skipstjóri á ýmsum
bátum m.a. m/b Ingólfi, m/b
Lagarfossi o.fl. Jón var alla tíð
einkar farsæll og heppinn sjó-
sóknari. Missti aldrei mann og
skilaði sínu fleyi heilu í höfn.
Hann lauk sjómennsku 1960, en
var síðan um árabil hafnarvörður
hjá Sandgerðishöfn, síðar hjá
Miðnes h/f., og loks hjá Loftleið-
um þar til hann .missti heilsuna.
Jón var einkar traustur og
trúverðugur starfsmaður og mátti
ekki vamm sitt vita í neinu.
Jón kvæntist eftirlifandi konu
sinni Guðrúnu Magnúsdóttur
þann 17. maí 1929. Foreldrar
Guðrúnar voru Anna Guðmunds-
dóttir og Magnús Magnússon út-
vegsbóndi frá Króki í Garði. Þau
hjónin Guðrún og Jón bjuggu
allan sinn búskap í Sandgerði,
lengst'af í Sjónarhjól. Börn þeirra
eru Anna Magnea gift Hauki
Guðmundssyni. Búsett í Kópavogi
og eiga einn son. Ásdís gift Jóni
Benedikt Sigurðssyni. Búsett í
Lundi S-Múlasyslu og eiga þau 6
börn. Sigrún Jóhanna gift Gunn-
ari Sigurgeirssyni. Búsett í
Reykjavík hún á 8 börn. Svanhild-
ur ógift. Búsett í Kópavogi. Yngst
er Ragnheiður Elín gift Ingimundi
Ingimundarsyni. Þau búa á Varm-
alandi og eiga 2 börn.
Með þeim hjónum Guðrúnu og
Jóni ríkti gagnkvæm virðing og
ástríki. Þau voru samhent um
flest, en heimilið og fjölskyldan
áttu hug þeirra allan.
Ég myndi lýsa Jóni svo, að hann
hafi verið ágætlega atsig kominn,
þrekinn vel, ihugull og athugull og
drengur góður í orðs þess bestu
merkingu. Hans aðal áhugamál
voru skepnur, þó einkum hestar,
enda var hann hestamaður góður
og eignaðist marga góða gæðinga.
Hann var bókamaður, las mikið og
stálminnugur. Hans uppáhalds
bókmenntir voru ferðaþættir og
þjóðlegur fróðleikur af ýmsu tagi.
Sú kynslóð, sem sleit barns-
skónum um og eftir síðustu alda-
mót, hefur óefað lagt þann
grundvöll, sem ísland nútímans er
reist á. Þessi kynslóð, sem skóluð
var í þrotlausri baráttu við höf-
uðskepnurnar attu ekkert nema
bjartsýni á sjálfa sig og landið
sitt, hún gerði allt úr engu. Ég vil
hér tilgreina sögu um hrakninga,
sem Jón lenti í. Það var í nóvem-
ber 1929 að Jón réðist sem stýri-
maður til Stefáns bróður síns á
m/b Gróttu 36 tonna bát, sem
Ásgeir Pétursson útgerðarmaður
átti. Sigurhans bróðir þeirra var
vélstjóri og auk þeirra voru 3 aðrir
menn á batnum. Þeir áttu að
flytja frysta síld frá Siglufirði til
Sandgerðis. þeir héldu í s-austan
sæmilegu veðri frá Siglufirði, en
eftir nokkurra klukkutíma sigl-
ingu bilaði vélin. Segl voru þá höfð
uppi, en skömmu síðar snérist í
norð-austan hvassvirði. Seglin
rifnuðu, en náðust þó niður.
Nokkrum klukkustundum síðar
hafðist að koma vélinni í gang var
þá slóað upp i veðrið í 3 sólar-
hringa.
Á þessum tíma !á báturinn
undir áföllum og staðið var í
stöðugum austri, vegna leka, sem
kom að bátnum. Þegar veðrið
lægði voru þeir djúpt út af Vest-
fjörðum. Ferðin til lands tók 15
tíma og öll ferðin frá Siglufirði til
Sandgerðis stóð í viku. Báturinn
var talinn af, svo fagnaðarfundir
voru við heimkomuna, þegar þrír
bræður voru úr helju heimtir.
Kaup Jóns fyrir þessa ferð voru 50
krónur.
Fyrir urri þremur árum kenndi
Jón þess sjúkdóms, sem varð
honum að aldurtila. Hann bar
veikindi sín með æðruleysi og
karlmennsku. Ekki var að sjá að
honum væri svo brugðið, sem raun
var, er hann heimsótti okkur
nokkrum dögum áður en hann
lést.
Jón verður jarðsunginn frá
Hvalsneskirkju í dag.
Við stöndum á ströndinni, fyrir
landi er ferðbúið fley, það tekur
stefnu til hafs, það fjarlægist, en
við stöndum eftir, það hverfur við
sjóndeildarhringinn. Á fjarlægri
strönd handan hins mikla hafs er
hópur fólks. Það kveður við fagn-
aðaroþ, er fleyið, sem við kvödd-
um, nálgast.
Ég og fjölskylda mín vottum
Guðrúnu og fjölskyldu hennar
okkar dyþstu samúð.
Afi minn var fæddur í Garðhæ í
Miðneshreppi og var yngstur af
átta systkinum og ólst þar upp.
Snemma fór afi að vinna og var
ekki nema níu ára gamall þegar
hann dró fisk úr sjó.
Faðir hans stundaði búskap og
reri einnig til fiskjar eins og títt
var í þá daga, á Suðurnesjum.
Snemma hug tók sjómennskan
afa, og fór hann að stunda
sjómennsku mjög ungur að árum.
Þegar afi hafði aldur og gctu fór
hann í Sjómannaskólann og lauk
þar prófi vorið 1928. Og var uppfrá
því skipstjórnarmaður með yrhsa
báta sem gerðir voru út á Suður-
nesjum, aðallega frá Sandgerði, og
farnaðist ætíð vel.
Þegar afi hætti störfum á sjón-
um fór hann að vinna í landi og
var hafnarstjóri í Sandgerði um
fjögurra ára bil. Síðan fór hann að
vinna hjá Loftleiðum á Keflavík-
urflugvelli og vann þar þangað til
að heilsan brast.
Ávallt gaf afi sér tíma til að
tala við okkur börnin og segja
okkur eitt og annað. Mun ég
minnast .hans með hlýhug. Minn-
ingu um góðan mann og vin okkar
allra.
Afi las mikið af góðum bókum,
og fylgdist ávallt með öllum nýj-
ungum og því sem fram fór í
heiminum. Var hann mjög fróður
um ýmsa hluti.
Afi hafði ætíð yndi af skepnum
og átti hann alla tíð góða hesta
það var hans yndi að sjá um að vel
færi um þá. Árið 1929 kvæntist
hann ömmu, Guðrúnu Magnús-
dóttur, f. 1908, og var það farsælt
hjónaband, og studdu þau hvort
annað í lífsbaráttunni af heilum
hug. Þeim entist aldur að eiga
gullbrúðkaup og var það skömmu
áður en afi dó eða 17. maí 1979.
Alla tíð bjuggu þau að Sjónarhóli
í Sandgerði.
Afi og amma eignuðust fimm
dætur í sínu farsæla hjónabandi.
Þær eru Anna Magnea, gift Hauki
Guðmundssyni; Ásdís, gift Jóni
Sigurðssyni; Sigrún Jóhanna, gift
Gunnari Sigurgeirssyni; Svanhild-
ur, ogift; Ragnheiður Elín, gift
Ingimundi Ingimundarsyni.
Ég votta ömmu minni mína
dýpstu samúðar og einnig mömmu
minni og systrum hennar, mökum
þeirra og börnum.
Afa mínum tjái ég þakklæti
mitt fyrir allar samverustundirn-
ar og samleiðina. Guð og góðir
vættir fylgi honum til annarra
heimkynna yfir móðuna miklu.
Ragnar
Páll Axelsson.