Morgunblaðið - 07.06.1979, Page 25

Morgunblaðið - 07.06.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 25 Dýrfinna Gunnars- dóttir— Vinarkveðja Dýrfinna Gunnarsdóttir var fædd að Kúhól í A-Landeyjum 3. júlí 1889. Foreldrar hennar voru þau Gunnar Andrésson hrepps- stjóra að Hólmum, og kona hans, Katrín Sigurðardóttir, mikil dugnaðar og sæmdarhjón. Jafnframt miklum störfum frá bernsku ásamt systkinum sínum í föðurgarði, leitaði hún sér lær- dóms og menntunnar eftir beztu föngum þess tíma, því hvorki skorti þar námsgáfur né atorku. Dýrfinna lauk prófi frá kvenna- skólanum í Reykjavík 1913. Sótti kennaranámskeið 1914. Var í Folkehejskulen á Fredriksberg í Danmörku 1920. Strax að loknu Kvennaskóla náminu byrjaði Dýr- finna að kenna og kenndi á ýmsum stöðum samhliða og á milli þess er hún aflaði sér aukinnar þekkingar og almennrar menntunnar. 1918—’22 var hún kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Eftir það breyttust lífshagir henn- ar og störf, þannig að hún hætti fastri kennslu, en í raun og sann- leika stundaði hún þó kennslu- störf að meira eða minna leyti alla tíð fram á elliár. Hinn 14. maí 1921 giftist Dýr- finna Páli Bjarnasyni, skólastjóra við barnaskólann í Vestm.eyjum, og bjuggu þau þar síðan í farsælu hjónabandi til ársins 1938, en 5. des. það ár andaðist Páll maður Dýrfinnu fyrir aldur fram. Ég átti því láni að fagna að vinna undir stjórn Páls sál. um 17 ára bil. Og vegna samstarfs okkar Páls var ég í öll þessi ár mjög svo ■ tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Líður mér aldrei úr minni fegurð þess heimilis, næmt feg- urðarskyn og smekkvísi frúarinn- ar, er lýsti sér í öllu innanhúss, og eðlislægri og einlægri gestrisni og vinsemd allri, er ég mætti á þessu heimili. Eg minnist þess nú, að þegar ég kvaddi húsbónda minn og vin Pál Bjarnason fyrir rúmum fjórum áratugum, þá kom sérstaklega upp í huga mér kvæðið „Gull“ eftir Guðm. Guðmundsson, en þar stendur m.a. þetta: „Geí þú. geí þú. kuIH andans atrá á jfötur íjöldanH. því er skírt þú hefur. Það eyknt ok bezt þér blesnaHt einmitt þá, ok bætint við, því meira sem þú geíur.M Sjálfsagt hefi ég þá fyrst og fremst haft í huga hina ágætu kennsluhæfileika Páls sál. En á öllum þeim áratugum, sem síðan eru liðnir, hefi ég fengið fram- haldandi sönnun þess, að Dýr- finna var líka gædd afbragðs kennarahæfileikum og þótt hún stundaði ekki lengi fasta kennslu þá hefir hún alia tíð verið að strá gulli andans á götur þess fjölda, sem að einhverju leyti hafa átt samleið með henni á langri leið. Ég byrjaði að njóta þessa gulls í samræðum yfir veizlu borðum í henna gestrisnu hjóna í Eyjum, og nú hina síðari áratugi höfum við, ég og kona mín Elín S. Jakobsdótt- ir haldið áfram að njóta samskon- ar gulls. Slíkt gull, sem fellst í sífellt útréttri vinar hönd, fyrst og fremst. Dýrfinna hafði yndi af léttu samtali, jafnt um andleg sem veraldleg efni. Komu þá oft fram hjá henni gáfulegar íhuganir um lífið og tilveruna. I umræðum hennar um trúmál og hina mörgu dulrænu þætti mannlegs lífs duld- ist ekki, að bak við orð hennar og íhugun um öll málefni fólst sífelld þekkingarleit og kærleiks andi. Dýrfinna var félagslynd og vildi leggja hverju góðu máli lið. Verð- ur slíkt ekki allt upp talið. En geta verður þess, að hún var ein af stofnendum slysavarnafélagsins Eykyndils í Vestmannaeyjum, rit- ari þess og traustur starfskraftur um árabil. Málefni og störf slíks félagsskapar féllu líka vel saman við þá lífsstefnu hennar, að vilja ætíð og alstaðar leggja fram líknar og hjálpar hönd. Þeim hjónum, Dýrfinnu og Páli, varð ekki barna auðið. En þau tóku sér í dóttur stað unga stúlku, sem misst hafði föður sinn, Hrefnu Sigmundsdóttur. Hrefna hefir reynzt fósturmóður sinni með ágætum. Hún er gift Karli Guðmundssyni, verkstjóra, og eiga þau þrjú mannvænleg börn. Fjöl- skyldurnar hafa svo búið síðustu áratugina að Sundlaugavegi 7, hér í borg. Af kynningu okkar fullyrði ég, að þar hefir yfirleitt allt fallið vel saman. Þau Hrefna og Karl hafa reynzt Dýrfinnu sem bezta dóttir og tengdasonur, og Dýr- finna kunni líka að meta og njóta þeirrar lífsfyllingu, sem í því fellst, að geta reynzt hin sannasta og bezta rnóðir og amma. Þessi fátæklegu orð mín segja aðeins lítið um lífsferil hinnar gagnmerku og mikilhæfu konu, en þau eiga að flytja innilegustu þakkir okkar hjóna fyrir allt það andans gull, sem hún stráði á samleið okkar. Dýrfinna andaðist 29. maí s.l. og átti því aðeins eftir rúman mánuð til að ná níræðisaldri. Það er hár aldur á okkar mannlega mæli- kvarða. Hér er því fallin til foldar nokkuð aldin grein, en fögur grein, af ntjög traustum bændastofnum, og ávallt fannst mér sú grein bera vitni um hið sannasta og bezta. sem þjóð vor býr að af íslenzkri bændamenningu. Ég votta svo fjölskyldu hennar, systkinum og öllum vinum og vandamönnum dýpstu samúð. Megi andi vizku og mannkærleika, sem Dýrfinna var svo rík af halda áfram að eflast og aukast meðal allra þeirra, er hennar minnast og sakna. Halldór Guðjónsson Sigurður Ágústsson rafvirki—Minning Sigurður heitinn gekk í Vær- ingjasveit K.F.U.M. við stofnun hennar, fyrsta sumardag 1913 og þannig verið tengdur skátastarfi lengst allra íslendinga, eða í 66 ár. Hann hefur komið mjög við sögu, sem fararstjóri íslenzkra skáta á erlend skátamót og sá eini, sem átti kost á því að taka þátt í fyrsta alþjóðamóti skáta, Jam- boree, sem háð var í Danmörku árið 1924. Hann dvaldi þá erlendis til nánari starfsreynslu í rafvirkj- un. Sigurður stjórnaði fyrstu för íslenzkra skáta á erlent skátamót, sem var haldið í Ungverjalandi árið 1926. Þátttakendur voru fjór- ir, auk hans. Næsta verkefni hans var veiga- meira, er hann gerðist fararstjóri þrjátíu og tveggja íslenskra skáta, víðsvegar að af landinu, sem sóttu hið mikla alþjóðamót í Arrow Park í Englandi árið 1929, eða fyrir réttum fimmtíu árum síðan. A Jamboree í Austurríki, árið 1951, var hann leiðtogi átján ísl. skáta, sem það sóttu. Þá var hann fararstjóri Roverskáta, sem héðan héldu á alþjóðamót í Sviss, 1953. Loks var hann fararstjóri sextíu og fjögurra skáta frá íslandi er sóttu Jamboree í Englandi árið 1957, sem helgað var minningu Baden Powell, en þá voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Sigurður kom einnig allmikið við sögu landsmóta skáta hér á landi. Hann var mótsstjóri fyrsta lands- mótsins sem haldið var í Þrasta- skógi árið 1925, því næst var hann mótsstjóri tveggja landsmóta á Þingvöllum, árin 1936 og 1944. Loks var hann mótsstjóri árið 1954 á fjölmennu móti að Húsa- felli í Borgarfirði. Sigurður sat í stjórn Bandal. ísl. skáta á fyrstu starfsárum þess og var þá fenginn til þess að heim- sækja flest öll skátafélög á Norð- urlandi. Hann var fyrstur ísl. skáta til að taka Gilwell-próf, og mjög vel að sér í öllum fræðigrein- um skáta,. Síðustu árin starfaði Sigurður í St. Gergs gildi Reykja- víkur. íslenskir skátar þakka hon- um af alhug fyrir fórnfús störf í þágu æskulýðsins. Jón Oddgeir Jónsson. Þegar við nú kveðjum okkar gamla skátaforingja, Sigurð Ágústsson, þá koma margar kær- ar endurminningar upp í hugann. Strax á fyrsta áratug skáta- starfs á íslandi voru þeir Ágústs- synir í fremstu röð skátaforingja sem leiddu starfið í erfiðasta hjallanum. Við, sem yngri vorum, heyrðum oft um það talað, hvernig æsku- heimili þeirra, varð miðstöð skátastarfsins. Þeir þóttu stjórn- samir og ákveðnir í skoðunum og svo samtaka, að oftast var talað um Henna bróður, Sigga bróður og Halla bróður. Sigurður Ágústsson var einn fyrstur skáta hérlendis, sem leit- aði utan til að hljóta frekari foringjamenntun á Gilwellskólan- um í Danmörku. Þegar svo saman fór einstakt hugmyndaflug og kunnátta í skátafræðum, var ekki að undra að Sigurður yrði fljótt sá, sem leitað var til, þegar halda skyldi námskeið, setja upp sýningar eða vinna ýmis vandasöm störf, svo sem stofna skátafélög. Þau eru mörg skátafélögin, sem hann stofnaði eða leiddi fyrstu árin. Þá var Sigurður oft fararstjóri íslenskra skáta þegar haldið var á skátamót erlendis svo sem Jamboree. Og mörg voru þau landsmót innanlands sem hann stjórnaði. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að endinn hafi oftar verið mótstjóri á landsmóti en Sigurð- ur. Mér er sérstaklega minnis- stætt landsmótið á Þingvöllum lýðveldisárið 1944, sem haldið var í Hvannagjá, þá hafði hann eink- um unga foringja með sér í stjórn, en þá var hann í essinu, því að hann var alltaf hinn sami leið- beinandi, sem fékk alla til að starfa saman að takmarkinu. En þetta var hvorki fyrsta.né síðasta landsmótið sem hann stjórnaði. Síðari árin, eftir að Sigurður hætti daglegu skátastarfi, var oft leitað til hans, þegar leysa átti erfið verkefni, svo sem að halda sýningar viðvíkjandi sögu skáta- hreyfingarinnar. Allt.af var þó sami eldlegi áhuginn og aldrei talið eftir að leggja á sig erfiði eða fórna tíma fyrir skátana. — Það var því alltaf ánægjulegt að hitta Sigurð, sem lifði svo sannarlega eftir kjörorðinu: Eitt sinn skáti — ávallt skáti. Er við nú í dag kveðjum okkar gamla skátaforingja, sem er „far- inn heim“, þá fylgja honum þakkir íslenskra skáta fyrir hið mikla og fórnfúsa starf, sem Sigurður Ágústsson vann í þágu skáta- hreyfingarinnar á íslandi um ára- tuga skeið. Aðstandendum hans færum við innilegar samúðarkveðjur. Páll Gíslason. NORSK HÚSGAGNAVIKA Sýnum húsgögn frá norska fyrirtækinu BAHUS í Bergen Til sýnis veröa margar geröir af vegghúsgögnum, boröstofu- og svefnherbergishúsgögnum. Veriö velkomin. Opiö laugardaga kl. 9—6. sunnudaga kl. 1—6. SMIÐJUVEGI 6. SIMI 44544.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.