Morgunblaðið - 18.07.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 18.07.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 13 nýrrar árásarflugvélar, sem hefði staðizt kröfur okkar, hefðum við tryggt okkur 100% öryggi. SK38/A38 fullnægði lág- markskröfum okkar til árása," segir Clementsson. „Minni geta yrði gagns- laus. Nú verðum við að leita eftir einhverju öðru. Við gætum annað hvort keypt erlenda flugvél eða smíðað ein- hverja með leyfi. Þriðji valkosturinn væri sameiginleg smíði og framleiðsla okkar og annars lands," sagði Clements- son ennfremur. Hann segir, að erfitt sé að skilja þessa breyttu afstöðu sumra stjórnmálamanna svo stuttu eftir einn mesta harmleik sögunnar. Með öflugum flugher gætu Svíar gert gagnárás hvar sem óvinur kynni að ráðast á landið og í öðru lagi hefði sænski flugherinn viss verkefni á friðartímum eins og eftirlit með loft- helginni, fiskvéiðimörkunum og fleira því um líkt. Svipuðu máli gegnir með sjóherinn, sem eitt sinn réð yfir 26 kafbátum, tólf tundurspillum, tveimur léttum beitiskip- um og um 25 tundurskeytabátum, en hefur orðið fyrir álíka niðurskurði. Annað hvort hafa fyrirhugaðar áætlanir verið lagðar á hilluna eða þeim frestað, og sjóherinn verður að gera sig ánægðan með tundurskeytabáta af Spica-gerð og varðskip auk aðeins tveggja tundur- spilla, flota úreltra tundurduflaslæðara og tólf kafbáta eftir 1980. VANTAR ELDFLAUG , Ákvörðun um að smíða níu nýja tund- urduflaslæðara var felld á þingi og ákvörðun um að smíða sex nýja kafbáta var breytt þannig að þeim var fækkað um helming. Verst þótti mönnum í sjóhernum að ákveðið var að kaupa Saab-eldflaug í stað bandarísku Harpoon-eldflaugarinnar, sem hefur þegar verið tekin í notkun. Saab RB eldflaugin er ennþá aðeins á teikniborðinu og ákvörðunin um að kaupa hana hefur sætt harðri gagnrýni yfirmanna sjóhersins. Ákvörðunin var tekin til að tryggja atvinnu í illa settum verksmiðjum Saab og hún var aðallega gagnrýnd vegna þess að sænska eldflaug- in verður bæði stærri og skammdrægari auk þess sem með tilkomu hennar verður dregið úr árásargetu sænskra tundur- ^keytabáta sem verða vopnaðir henni. „Alvarlegasta vandamál okkar nú er að sjóher okkar vantar ennþá eldflaugar á sama tíma og allir sjóherir nágranna „Framtíð- arútlitið er skelfi- legt... ” okkar eru búnir eldflaugum. Aðstöðu okkar má hæglega líkja við einvígi þar sem Svíar berjast með pennahníf," segir yfirmaður sjóhersins, Göran Wallen. „Okkur í sjóhernum finnst að við eigum að vera búnir vopnum, sem veita okkur sanngjörn tækifæri í orrustu. Við höfum bent á það að við viljum Harpoon eldflaug þar sem hún ein mætir kröfum okkar." Sjóherinn telur eldflaugina frá McDonnel-Douglas standa Saab-flaug- inni framar að öllu leyti. „Ef við hefðum fengið leyfi til að kaupa Harpoon hefðum við getað hafið þjálfun og æfingar innan árs. Nú verðum við að bíða til 1984 að minnsta kosti," segir Wallen. LÉLEGAR STRANDVARNIR Yfirmenn sjóhersins hafa einnig áhyggjur af framtíð standvarnanna. Stórskotavopn strandgæzlunnar eru að heita má úrelt að sögn Karlssons sjóliðs- foringja, sem segir að fá verði ný og hreyfanleg skotvop í staðinn og auk þess eldflaugar til þess að Svíar geti staðið nágrönnum sínum á sporði, einkum vegna þess að viðbúnaður þeirra sé 100% en viðbúnaður Svía 30 til 50%. Lítið sem ekkert hefur verið fækkað í landhernum og hann hefur fengið ný og fullkomin hergögn svo að menn þar segjast ekki óánægðir. „Auðvitað hefðum við viljað ákvörðun um kaup á nýjum þyrlum til aðgerða gegn skriðdrekum og bandarísku gagnskriðdrekaflaugina Tow, en að öðru leyti erum við ánægðir," segir talsmaður landhersins Evert Dahlen. „Þessum ráðagerðum hefur verið frestað en við vonumst til að fá vélarnar fyrir 1985. Við hefðum auðvitað líka kosið að fá nýja Centurion-skriðdreka, en í svip- inn eru engir peningar til,“ sagði Dahlen. Hins vega herma heimildir í flughern- um að menn í landhernum séu eins óánægðir og menn í öðrum greinum heraflans vegna niðurskurðarins á her- útgjöldum og þá langi eins mikið í Tow-eldflaugarnar og þyrlurnar og ráða- menn flughersins í nýjar flugvélar í staðinn fyrir Viggen, en í landhernum þori menn ekki að segja það sem þeim finnst. í landhernum þarf ekki að kvarta yfir skorti á mannafla. Þótt nokkrar herdeildir verði leystar upp verður hermönnum ekki fækkað. MISSA FLUGMENN Flugherinn verður ekki aðeins að þola skort á nýjum flugvélum: hann hefir orðið fyrir æ fleiri flugslysum og missir æ fleiri flugmenn. „Við höfum vissulega orðið fyrir mörgum flugslysum. Flug- slysin hafa sumpart stafað af smíðagöll- um, en meirihlutinn hefur stafað af mannlegum göllum," segir Clementsson ofursti. „Við höfum misst of marga reynda flugmenn til flugfélagsins SAS og það er engin furða. Þegar flugmaður hefur verið 15 ár í flughernum fær hann 125,000 s. kr. á ári, en flugmaður hjá áætlunarflugfélagi fær helmingi hærra kaup eftir sama tírna," segir hann. SAS þarf um 80 nýja flugmenn á ári, en flugherinn kemur sér upp 30 flug- mönnum á ári. En eftir nokkur ár skiptir það ekki máli hvort flugherinn verður búinn Viggen eða einhverjum öðrum herflugvélum, sænskum, smíðuðum sam- kvæmt leyfi eða keyptum erlendis frá — það verða engir flugmenn til að fljúga þeim að því er fram kemur í nýbirtum stjórnarskjölum. Og hreysti hermannanna virðist ekki vera upp á marga fiska samkvæmt nýbirtri skýrslu um könnun á líkamlegu ástandi þeirra. Eftir 20 km langa her- göngu tilkynntu 90% hermanna sem könnunin náði til, 97 af 114, ýmis meiðsli, meðal annars fótasár af því stígvél þeirra pössuðu ekki, bakverk og harð- sperrur. Þeir fóru vegalengdina á fimm til sjö tímum í stað fjögurra eins og búizt var við. Þeir eru taldir dæmigerðir fyrir sænska hermenn og vandinn yrði meiri ef 'þeir yrðu kallaðir út á hættutíma þegar.þeir þyrftu að ganga hraðar, bera meiri byrðar og fara yfir hrjóstrugra landssvæði. Árlega eru um 50.000 kallað- ir í sænska herinn. ist, brestur kom fram í innra byrði bátsins svo að vatn seytlaði aðeins inn í hann og sökum veðurs voru allir sjóveikir, meira að segja skip- stjórinn, sem ekki hafði verið sjóveikur í fimmtán ár. Ákveðið var að koma við í Færeyjum, en ferðin þangað gekk seint og rak okkur undan vindi. Til Færeyja komumst við þó klakklaust Um borð í skútunni voru 14 ungmenni á aldrinum 17 til 25 ára. og tókum þar olíu, vatn og gas. í Færeyjum var mjög vel tekið á móti okkur og fólkið þar sérstaklega vingjarnlegt. Við lögðum af stað frá Færeyjum að kvöldi sunnudagsins 1. júli og komum á mánudagskvöldið til Seyðisfjarðar. Þar tók á móti okkur mjög alúðlegur maður, Þorvaldur Jóhannsson skólastjóri á staðnum, en það tók okkur tvo tíma að fá að komast í land. Við þurftum að fylla út alls kyns skjöl og pappíra og sérstaklega var þetta miklum erfið- leikum bundið fyrir Englendingana, því tollgæslumennirnir skildu ekki ensku. Við þurftum því, ásamt skólastjóranum, að reyna að túlka á milli og gekk það seint." Að spurðir sögðust þeir Magnús og Aðalsteinn einungis hafa verið í smábátasiglingum áður, en þetta var fyrsta úthafssiglingin þeirra. „Þetta var því einstakt tækifæri fyrir okkur og lærðum við ýmislegt, hvað viðkemur siglingum. Við höf- um báðir mikinn áhuga fyrir því að fara aftur í slíka siglingu, en það er bara verst hvað þetta er dýrt,“ sögðu þeir kappar að lokum. Á.K. Earth, Wind & Fire IAM Omissandi á plötu og kassettu Heildsöludreifing stoinorhf símar 28155 og 19930.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.