Morgunblaðið - 21.10.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 21.10.1979, Síða 2
Manni nokkrum var því spáð að hann verða ætti sjódauður. Hann var for- maður og sótti fast sjóróðra. Til að komast hjá þessu hét hann aldrei síðan á sjó að koma og enti hann það trúlega, en hafði þó skip sitt úti eftir sem áður. Líða nú mörg ár og ekki bar til tíðinda og var nú bóndi gamall orðinn. Einu sinni reru menn hans. Var veður slæmt um dag- inn og fengu þeir vos mikið, náðu þó heim til húsbónda síns um kveldið, hraktir og alvotir. Stutt „Skyldu bátar mínir róa í dag ’ Argasta kot í Helgafells- sveit heitir í Botni, þar sér hvorki sól né sumar. Þar var einhverju sinni maður, allra sveita kvikindi, og hét Árni og var kallaður Árni í Botni. Einhverju sinni bjó hann sig út með nesti og nýja skó, lagði á drógar sínar og hélt suður á land, svo langt, að enginn þekkti Árna í Botni. Hann kom loksins að stóru og reisulegu prestssetri og var þar um nótt. Presturinn átti unga og fríða dóttur. En þegar Árni vaknaði og skyggnd- ist til veðurs, sagði hann við sjálfan sig: „Og skyldu þá bátar mínir róa í dag?“ Þetta sagði hann eður annað því líkt þrjá morgna í rennu. Presturinn og dóttir hans tóku eftir þessú og grunaði, að hér mundi kominn stórhöfðingi af Vesturlandi. Það er ekki að orðlengja, að Árni bað prestsdóttur og fékk, og voru nú settir undir þau gæðingar, og þau héldu vestur um land. En við hvern stórbæ, sem fyrir þeim varð á leiðinni, sagði hún við bónda sinn: „Og er þetta bærinn þinn, elskan?" „Og ekki enn,“ sagði hann. Ríða þau nú lengi, lengi, þangað til eitt kvöld í niðamyrkri að þau koma að koti einu, allt grafið í jörð niður. Hér fer Árni af baki og tekur af baki konu sína. „Er það bærinn þinn, að tarna, elskan?" segir hún. „Já,“ segir Árni. Nú ber Árni að dyrum, og kemur kerlingar- skrukka, móðir Árna, til dyr- anna og spyr, hver kominn sé. Og segir Árni til sín og kallar inn, því ekki sá handa skil í niðamyrkrinu: „Kveiktu á gull- stjakanum." „Og ekki get eg það,“ sagði kerling. „Kveiktu þá á silfurhjálminum," sagði Árni. „Og ekki get eg það,“ sagði Heift Tveir á heiði hittust reiðir, hver mót öðrum feigur sneri, nornin kalda grimman galdur galið hafði þeim og vélar. Illum tárum augun fylltust, annarlegu brostu gamni, fann hver bana i brosi annars, brugðu hjörvum, týndu fjörvi. Grímur Thomsen. Skinnklæddur sjómaður. var sjóargata á bænum og fóru þeir í bæinn í öllum sjóklæðum sínum og færðu sig úr þeim á baðstofugólfinu og voru þau þar upp fest. Dag þennan allan var bóndi mjög óglaður, gekk hann ýmist út eða inn og sinnti engu, en kvartaði þó um ekkert. Þegar menn voru afklæddir fóru þeir upp í baðstofuloftið, var bóndi þá einn eftir á gólfinu hvar hann þegjandi gekk um gólf meðan mennirnir afklæddust. Litlu síðar var með ljós farið inn á gólfið, lá þá bóndi þar á grúfu með andlitið niður í polli sem sigið hafði saman af sjóklæðun- um í laut er á var gólfinu, og var hann allur. Úr Jónsbók (1280) Um skrúðklœðaburð Það er öllum mönnum kunnugt um þann mikla ósið, er menn hafa hér meir í venju tekið í þvísa landi en í engu öðru fátæku, um skrúðklæða búnað, svo sem margir hafa raun af með stórum skuldum og missa þar fyrir þarflegra hluta margra, en hinn fátæki þarfnast sinna hjálpa, og liggur fyrir slíkt margur til dauða úti frosinn. Og því gerum vér öllum mönnum kunnugt, að hver sá, sem á til tuttugu hundraða og eigi minna, hvort sem hann er kvongaður eða eigi, má bera eina treyju með kaprúni af skrúði. En sá, er á til fjögurra tuga hundraða, má þar með bera skrúðkyrtil einn. Sá, er á til átta tuga hundraða, má þar með bera úlpu eða kápu tvídregna utan gráskinn. En sá, er á til hundraða hundraða, hann má að frjálsu bera þessi öll klæði. Utan lærðir menn beri klæði, sem þeir vilja, og handgengnir menn, þeir sem sér eiga öll skyldarvopn. Þeim mönnum og, sem utan hafa farið, er lofað að bera þau klæði, er þeir flytja sjálfir út, meðan þau vinnast, þó að þeir eigi minna fé en fyrr segir, en eigi skulu þeir kaupa til framar en fyrr skilur. En ef nokkur ber sá skrúðklæði, er minna fé á eða öðru vísi en hér vottar, séu klæði upptæk konungs umboðsmanni, nema konur beri. kerling. „Og kveiktu þá á helvízkri kolskörunni," sagði hann. „Og það skal eg gera,“ sagði kerling og hljóp til og kveikti. Um sambúð þeirra Árna og prestsdóttur er ekki getið. Um Árna í Botni er þetta kveðið: Árni í Botni allur rotni, ekki er dyggðin fín. Þjófabæli, það er hans hæli, þar sem aldrei sólin skin. Islenskir málshœttir Betra er ólofað en illa efnt Nóg er satt að segja, þó ei sé logið Vitjar sekur vettvangs. I logni eru allir synir formenn Teldu vini þína, þegar þú ert í nauðum staddur Þörf kennir þjóð að biðja Ogþaðáað heita, Hervör” Einu sinni fóru hjón til kirkju. En á heimleiðinni spyr kerling: „Hver var það sem presturinn var að tala um í dag — Belse- bub?“ Hún hefði ekki heyrt það fyrri. „Það eru mestu menn og hreppstjórar," segir hann. „Þú ert þá einn af þeim, heillin mín,“ segir hún. „Og það á að heita, Hervör!" Hversu fánýtað fordildin sé viðkvæði: Fölnar fold, fyrnist allt og mæð- ist; hold er mold, hverju sem það klœbist. Sú er raun, það sannast víða, svikul og völt er heimsins blíða; í spakmælum lærðra lýða lengi þar um ræðist. Hold er mold, hverju sem það klœðist. Hugsa’ eg oft í hyggju brunni, af hverju menn sig stæra kunni; þó er það næsta í náttúrunni, að nakinn sérhver fæðist. Hold er mold, hverju sem það klœðist. Silfurpör og dýrir dúkar, danskur kjóll og treyjur mjúkar, að sálunni lítið seinna hjúkar, þá sorgarhitinn græðist. Hold er mold, hverju sem það klæðist. Þó hygginn sért og hæglundaður hafðu ráð mín, kristinn maður, hér er valtur heimsins staður, hinn fær gott er mæðist. Hold er mold, hverju sem það klœðist. Hallgrimur Pétursson. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Ekki má sköpum renna Ur Ketilstaðaannál Vetur harður frá nýári til einmánaðar fyrir norðan land og austan. Hafís kom með góu og viðhélzt fyrir Austfjörðum fram í september, hvers dæmi gamlir menn þar ei þóttust muna. Þá var sumar svo kalt, að einasta tvær nætur í hundadögunum voru frostlausar, hvar af orsakaðist þvílíkur grasbrestur, að fólk fékk ei hálfar töður af túnum og enn minna af engjum, og um sláttinn tókst mönnum varla að brýna ljáina alloftast fyrir frosti á morgnana. Slátturinn byrjaðist þá ei heldur fyrr en í 16. viku sumars. „Þegar aðrir drekka ekki í blóra við mig ” Prestur tók eftir því, að kerling ein í sókn hans kom fremur öðrum oft til altarisgöngu. Eitt sinn spyr hann hana hvað því valdi, hvort það sé af trúrækni hennar eða öðrum hvötum. „Og það er af því,“ mælti kerling, „að mér þykir vínið svo gott.“ Prestur innir hana eftir hvort það sé einungis af því. Kerling segir að það sé ekki af öðru, hún segi það satt. Prestur spyr hana hvort henni geti þá ekki verið sama að koma rétt inn til sín og hann gefi henni þar að súpa á víninu. „Ójú,“ segir kerling, „ég vil það miklu heldur því ég kann að fá drýgri sopann þegar aðrir drekka ekki í blóra við mig.“ ,Móðir mín í kcí, kví” Einu sinni var vinnukona á bæ. Hún hafði orðið þung- uð, alið barn og borið út sem ekki var mjög ótítt á landi hér meðan harðar skriftir, sektir eða líflát voru lögð við slíkum brotum. Eftir það bar svo til eitthvert sinn að halda átti gleði þá er vikivaki nefndist og alltíðir voru hér áður á landi, og var þessari hinni sömu stúlku boðið til vikivakans. En af því hún var ekki svo fjölskrúðug að hún ætti skartföt er sambyði slíkum skemmtifundi sem vikivákar voru á fyrri dögum, en var kona glysgjörn, lá allilla á henni að hún yrði þess vegna að sitja heima og verða af gleðinni. Einu sinni á málum meðan gleðin stóð til var griðkona þessi að mjólka ær í kvíum með öðrum kven- manni; var hún þá að fárast um það við hina mjaltakonuna að sig vantaði föt að vera í á vikivakann; en í því hún sleppir orðinu heyra þær þessa vísu kveðna undir kvíaveggnum: „Móðir mín í kví, kví, kvíddu ekki því, því; ég skal ljá þér duluna mína að dansa í að dansa í.“ Griðkona sú, sem hafði borið út barn sitt, þóttist þekkja hér skeyti sitt enda brá henni svo við vísuna að hún varð vitstola alla ævi síðan. Kvíar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.