Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
25
Wilhelm
Nölling
fjármála-
ráðherra
Hamborgar
i'einkaviðtali
viðMbl.
Dr. Wilhelm Nölling fjármáiaráðherra Hamborgar
„Vísitölur eru
algjört eitur í
mínum beinum”
„Af stuttum kynnum mínum af land og þjóð, er ég
sannfærður um, að það sem veldur hinum þungu
búsifjum í efnahagsmálum landsins er, hversu
rígbundnir þið eruð í vísitölukerfi. Vísitölur af öllum
gerðum eru eitur í mínum beinum," sagði dr. Vilhelm
Nölling fjármálaráðherra Hamborgar í samtali við
Morgunblaðið, en hann var hér á ferð fyrir skömmu í
boði viðskiptadeildar Háskóla Islands.
„Allar ytri aðstæður eru eins og þær geta bezt orðið,
þið flytjið meira út á hvern mannsbarn heldur en
nokkur önnur þjóð, viðskiptajöfnuður ykkar er mjög
góður, þjóðarframleiðslan er mikil svo eitthvað sé
nefnt. Það gefur auga leið að vandamálið er hjá
landsmönnum sjálfum, það er ekki eldsneytishækkanir
eða aðrar verðhækkanir erlendis sem þessari óáran
valda," sagði Nölling ennfremur. Nölling sagði og, að
það sem mest hefði komið sér á óvart við komuna
hingað væri það hversu lífsafkoma landsmanna virtist
góð á sama tíma og verðbólguófreskjan herjar eins og
raun ber vitni. „Það, sem þið þurfið, er góður ráðgjafi til
þess að taka efnahagsmál landsins til gagngerrar
endurskoðunar, að öðrum kosti er hætta á að illa fari,“
sagði Nöiling.
„Þessi ráðgjafi verður að vera alveg laus við öll
afskipti þrýstihópa og hafa óskorað vald til þess að
framkvæma það sem hann telur vænlegt. Það gengur
aldrei til langframa, að vísitölur eða þrýstihópar stjórni
efnahagsmálum heillar þjóðar."
Aður en Wilhelm Nölling tók við embætti fjármála-
ráðherra Hamborgar, sat hann í stjórn borgarinnar,
fyrst sem heilbrigðismálaráðherra og síðar sem við-
skiptaráðherra. Við núverandi embætti tók hann í júní
á s.l. ári. Þar á undan sat Nölling á Sambandsþinginu í
Bonn og var náinn samstarfsmaður Helmut Schmidt
kanslara og að sögn fróðra manna hefði Nölling tekið
við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Schmidts, ef
hann hefði viljað það.
Aðspurður um hvers vegna hann hefði hætt þing-
mennsku og þá jafnframt fórnað metorðum á þeim
vígstöðvum svo sem ráðherraembætti sagði Nölling, að
hann hefði aldrei kunnað við sig á Sambandsþinginu,
þar væri allt fullt af skriffinnsku. Raunveruleg völd
þingmanna væru ótrúlega lítil, nema auðvitað að þrasa
um lög og lagaákvæði fram og aftur. Þá sagði Nölling,
að fjölskylda sín hefði átt þar hlut að máli. „Þegar
maður er búsettur í Hamborg og situr á Sambandsþing-
inu gefur það auga leið að fjölskyldan hverfur. Ég hef
ekki áhuga á því að sjá börnin mín bara á
mánaðarfresti í nokkra klukkutíma í senn. Þá er starf
mitt í Hamborg mun skemmtilegra, þar eru samskipti
mín við starfsmenn hrein og bein. Ég stjórna um fimm
þúsund mönnum. Sem dæmi um það gífurlega fjármagn
sem fer í gegnum fjármálakerfi Hamborgar má geta
þess, að heildarvelta borgarsjóðs á síðasta ári var í
kringum 70 milljarðar þýzkra marka eða um 15 þúsund
milljarðar íslenzkra króna," sagði Nölling.
Nú ert þú sósíaldemókrati og hefur starfað með
þeim í gegnum tíðina, hver er ykkar staða í þýzkum
stjórnmálum i dag?
„Okkar staða er nokkuð sterk, við höfum meirihluta í
flestum ríkjum í Norður- og Mið-Þýzkalandi, þar á
meðal í bæjar- og borgarráðum eins og í Hamborg, auk
þess sem við höfum auðvitað meirihluta á Sambands-
þinginu í Bonn. Hjá okkur í Hamborg er staðan nokkuð
styrk, við höfum 69 fulltrúa af 120 í borgarráðinu og ég
á frekar von á að við bætum við okkur þegar næst
verður kosið þrátt fyrir þau vandræði sem við eigum við
að glíma um þessar mundir, vegna eiturgasmálsins
svonefnda. Þá hafa kosningar nýverið farið fram bæði í
Bremen og Kiel og á báðum stöðunum bættum við
lítillega við okkur fylgi. Helzti veikleiki okkar flokks í
dag er hversu veika forystumenn við höfum í hinum
ýmsu ríkjum í Suður-Þýzkalandi, sérstaklega í Bæjara-
landi þar sem Franz Josef Strauss ræður ríkjum.
Fyrst þú nefnir Franz Josef Strauss, hver er þá
staöan i sambandi við kanslarakosningarnar á næsta
ári að þinu mati?
„Ég hef þá bjargföstu trú, að Helmut Schmidt muni
ekki eiga í neinum erfiðleikum í komandi kosningum,
styrkleiki hans um þessar mundir er gífurlegur. Sem
dæmi um það má nefna, að aldrei fyrr hefur nokkur
kanslari haidið jafn vel vinsældum sínum og jafnvel
aukið við þær undir lok kjörtímabíls, flestir kanslarar á
undan honum hafa stöðugt verið að missa fylgi út
kjörtímabilið. Ég er sannfærður um að staða Schmidts
hefur aldrei verið sterkari hvort sem er innan flokksins
eða þá meðal almennings. Skoðanakannanir segja
reyndar að hann sé vinsælasti kanslari frá stríðslokum,
jafnvel vinsælli en Konrad Adenauer sem var þó
gífurlega vinsæll meðal þjóðarinnar. Strauss er að vísu
sterkur í suðurhéruðum landsins, en fylgi hans er mjög
takmarkað þegar norðar dregur, reyndar í samræmi við
fylgi flokkanna, eða rúmlega það. Strauss er engan
veginn jafn heiðarlegur og flekklaus stjórnmálamaður
eins og Schmidt að mínu áliti. Hann hefur gert svo
margar „gloríur" í gegnum tíðina að það hlýtur að koma
niður á honum í kosningunum. Hann hefur meira að
segja verið tekinn á beinið hvað eftir annað af
forystumönnum kristilegu flokkanna að undanförnu
sem segir sína sögu. En ef litið er alveg hlutlaust á
málið standa þeir Schmidt og Strauss að mörgu leyti
svipað, þeir eru báðir afburðaræðumenn og hafa sýnt
það í sjónvarpsþáttum að undanförnu að þeir standa
hvor öðrum fullkomlega snúning. Schmidt hefur í
þessum umræðum lagt á það höfuðáherzlu að stjórn
hans hafi tekist að standa af sér alla óáran efnahags-
kreppunnar svonefndu á Vesturlöndum og bendir í því
sambandi á að verðbólga í Vestur-Þýzkalandi það sem
af er þessu ári er aðeins rúm 3% á meðan hún hefur
rokið upp í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, meira segja
Svisslendingar hafa lent í vandræðum þar sem
verðbólgan hefur rokið úr 0,7% á síðasta ári upp í 4,2%
það sem af er þessu ári. Strauss hefur á hinn bóginn
bent á að atvinnuleysi hafi ýmist staðið í stað eða
aukist víða í Vestur-Þýzkalandi og staða útflutnings-
atvinnuvega landsins hafi versnað nokkuð á undanförn-
um árum. Ég sjálfur spái sem sagt Schmidt öruggum
sigri á næsta ári og vona það auðvitað heilshugar, þar
sem við erum bæði skoðanabræður í pólitíkinni og
vinir," sagði Nölling.
I byrjun september fannst við leit nokkuð mikið af
eiturefnum og vopnum frá síðustu stríðstímum eftir
að ungur piltur lézt og vinir hans slösuðust. bið í
stjórn borgarinnar voruð sagðir hafa vitað um þetta í
mörg ár en ekkert gert, hverju vilt þú svara þessari
gagnrýni og mun þetta mál ekki valda ykkur
fylgistapi í næstu kosningum?
„í fyrstu vil ég ítreka, að við, sem nú sitjum í stjórn
borgarinnar, vissum ekki um þessi eiturefni, að vísu
vissu ákveðnir starfsmenn borgarinnar um að eitthvað
af gömlum vopnum var þarna að finna og gerðu ekkert
í. Við munum að sjálfsögðu bæta fjölskyldum drengj-
anna þetta slys eins og það er hægt, auðvitað er ekki
hægt að bæta látinn mann með neinum peningum. Við
höfum eins og þú spurðir um fengið mikla gagnrýni á
okkur frá íbúum og einn kollegi minn, sem hefur með
þessi mál að gera, verður að segja af sér, þótt hann hafi
ekki haft neina hugmynd um efnin fyrr en slysið varð.
Stjórnarandstaðan bar auðvitað fram vantrauststillögu
á stjórnina sem var felld og ég á ekki von á því að þetta
mál muni hafa varanlegar afleiðingar fyrir okkur í
næstu kosningum, fólk gerir sér grein fyrir því að þarna
er fyrst og fremst um mannleg mistök að ræða hjá
nokkrum starfsmönnum og að batnandi mönnum er
bezt að lifa,“ sagði Nölling að síðustu.
— sb.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík:
Mikill og almennur
áhugi á prófkjörinu
Unnið að undirbúningi prófkjörsins i Valhöll i gær: Talið frá vinstri:
Sunna Guðnadóttir, Sveinn Skúlason. Hanna Elíasdóttir og Kolbrún
Skaftadóttir.
„ÞAÐ ER óhætt að segja að mikill og almennur áhugi sé fyrir
prófkjörinu, og við finnum greinilega mikinn meðbyr í þeirri
kosningabaráttu sem nú er nýhafin,“ sagði Sveinn Skúlason
framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík i
gær, er hann var spurður hvernig undirbúningi prófkjörsins gengi.
„Utankjörstaðarkosningin er nú
í fullum gangi,“ sagði Sveinn
ennfremur, „og hefur fjöldi
Reykvíkinga þegar kosið. Utan-
kjörstaðarkosning fer fram þar til
síðdegis á laugardag, og siðan
verða prófkjörsdagarnir tveir,
sunnudagur og mánudagur."
Sveinn sagði einnig að fjöldi
fólks hefði haft samband við
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
síðustu daga, og boðið fram aðstoð
sína, bæði í sambandi við próf-
kjörið og síðan í sjálfri kosninga-
baráttunni. „Sjálfstæðisflokkur-
inn er greinilega í sókn núna, og
það er ekkert vafamál að við
höfum byr í þessum kosningum,"
sagði Sveinn.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
stendur sem fyrr segir yfir dag-
lega, í Valhöli við Háaleitisbraut.
I dag og á morgun, föstudag,
verður kosið milli klukkan 17 og
19, og á laugardaginn milli klukk-
an 14 og 17.
Kjörstaðir verða síðan sjö tals-
ins á sunnudag, í hinum ýmsu
hverfum borgarinnar, og á mánu-
dag verður síðan kosið í Valhöll.
Allir stuðningsmenn D-listans, 20
ára og eldri, hafa atkvæðisrétt,
jafnt flokksbundnir sem óflokks-
bundnir, og einnig félagar í sjálf-
stæðisfélögunum á aldrinum 16 til
19 ára.
Upplýsingabæklingi um próf-
kjörið, frambjóðendur og kjör-
staði, verður dreift í öll hús í
Reykjavík nú fyrir helgi.
Þessi mynd er tekin i Valhöll við Háaleitisbraut, þar sem
yfirkjörstjórn prófkjörsins greinir kjörstjórnum hinna ýmsu hverfa
frá vinnutilhögun prófkjörs Sjálfstæðisflukksins um helgina.
Grímsey:
Mikil vinna
saltfisks til
Grimsey. 24. októbcr.
HÉR ER mjög mikil vinna við að
pakka saltfiski sem seldur hefur
verið til útlanda, þ.e. til ítaliu,
Spánar. Portúgals og Grikk-
lands.
Það hefur verið unnið hér í
rúma viku og farmurinn verður
og pökkun
útflutnings
væntanlega sóttur um eða eftir
næstu helgi.
Þegar þessari saltfiskpökkun er
lokið taka svo róðrar við á nýjan
leik bæði á netum og handfærum.
Þá má geta þess að hér hefur verið
sumarauki undanfarna daga, mik-
ill hiti og þurrt. Það hefur að vísu
verið dálítið hvasst. — Alfreð.
Forsetahjónin til Noregs
FORSETI íslands, dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn kona hans,
fara til Noregs fimmtudaginn 25. október til þess að taka þátt í
Snorrahátíð, sem Óslóarháskóli og Norska vísindafélagið beita sér fyrir
hinn 26. október. Forsetinn mun flytja stutt ávarp á þessari hátíð. Heim
koma forsetahjónin mánudagskvöld 29. október.