Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Kínverska flutningaskipið Yingshan strandaði út aí bænum Samani á Hokkaido-eyju í Japan á laugardag, og skömmu eftir strandið brotnaði skipið í tvennt, eins og sjá má á myndinni. V, 1 / bLh ^N^ Veður víða um heim Akureyrí 12 alskýjaö Amsterdam 11 skýjaó Aþena 23 heiöakírt Barcelona 21 skýjao Berlfn 9 lóttskýjaö BrUs«el 14 rigning Chicago 7 heiðskírt Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 12 heiðakírt Gent 14 skýjað Helainki 4 heiðskírt Jerúsalem 22 mistur Jóhannesarborg 23 heiðakírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Laa Palmas 23 skýjað Lísaabon 20 léttskýjað London 14 skýjað Los Angeles 29 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Malaga vantar Mallorca 22 skýjað Miami 28 skýjað Moskva 0 skýjað NewYork 26 skýjað Óaló 5 léttskýjað Parts 13 skýjað ' Reykjavík S skýjaö Rio 0« Janeiro 37 skýjaö Rómaborg 22 heiðskírt Stokkhólmur 8 léttskýjað TelAviv 26 mistur Tókýó 18 rigning Vancouver 15 rigning Vínarborg 9 skýjað Einn lézt og margir á sjúkrahús eftir að hafa drukkið tréspíra Frá Jan-Erik Laure, Iréttaritara Mbl. I Ósló. - 23. uktóber. ÞRJÁTÍU og f jögurra ára gamall maður lét lífið og 34 voru í skyndi fluttir á sjúkrahús í Ósló frá Kristiansand eftir að hafa drukkið tréspíra, sem þeir héldu vera spíra. Mennirnir, sem fluttir voru á sjúkrahús, eru á aldrinum 18 til 30 ára. Þeir voru ekki taldir í lifshættu en eiga á hættu að missa sjón og hljóta líkamlegan skaða af. Mennirnir héldu sig vera að drekka spíra, sem þeir keyptu um borð í brazilísku skipi í höfn í Kristiansand. I veizlum í bænum var ólyfjaninnar neytt með fyrrgreindum afleiðingum. Þrjátíu ára gamall brazilískur sjómaður hefur verið handtek- inn fyrir að hafa selt tréspír- ann. Lögreglan í Kristiansand skýrði frá því, að tréspíranum hafi verið tappað af tunnum um borð í skipinu. Fyrir mistök seldi sjómaðurinn tréspírann í stað spírans en í tunnum um borð í skipinu voru hvort- tveggja tréspíri og spíri. Bólusóttúfrýmt SÉRFRÆÐINGAR á vegum AI- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, hafa lýst því yfir að bólusótt hafi nú verið útrýmt í heiminum. Siðustu bólusóttartil- fellin var að finna á norð-austur- horni Afríku, meðal hirðingja í Eþíópíu, Sómalíu, norðurhluta Kenýa og Djibuti. Hafa læknar ferðast um þessi héruð að undan- förnu, en hvergi fundið bólusótt. Fyrir aðeins tólf árum hófst herferð gegn bólusótt á vegum WHO, en þá var veikin landlæg í 33 löndum, þar á meðal á Indlandi og í Kína. Með bólusetningum og auknu hreinlæti tókst smám sam- an að útrýma veikinni, og undir lokin fannst hún eingöngu á ofan- greindum svæðum í Afríku. Nú er svo komið, segja sérfræðingarnir, að bólusóttarsýkil er aðeins að finna í sjö rannsóknarstofum, sem WHO hefur eftirlit með, en þangað yrði leitað eftir bóluefni ef sjúk- dómsins yrði einhverntíma vart í framtíðinni. Átti að ráða prinsessuna af dögum...? Los AnKeles. 24. okt. AP. Reuter. BANDARÍSKA dagblaðið The Los Angeles Tímes segir í dag að gripið hafi verið til mjög víðtækra varúðarráð- stafana í Los Angeles þegar Margrét Bretaprinsessa heimsótti borgina í fyrri viku, þar sem vitað var að háttsettur maður úr írska lýðveldishernum, I.R.A., hafði verið sendur þangað til að ráða prinsessuna af dög- um. Margrét prinsessa er á ferð um Bandaríkin til að safna fé til styrktar Konunglegu óper- unni í London. Hún er nú í San Fransisco, en þaðan fer hún til Cleveland í Ohio-ríki. Fyrr í mánuðinum, þegar prinsessan var í Chicago, hafði dagblað þar í borg það eftir henni að Irar væru „svín", og átti hún að hafa sagt þetta í umræðum um morðið á frænda hennar, Mountbatten lávarði. Margrét prinsessa hefur algerlega af- neitað þessum ummælum. Los Angeles Times segir að I.R.A. maðurinn hafi komið til borgarinnar um hálfum mán- uði á undan Margréti prins- essu og búið þar á móteli. Hafi hann ráðið kvikmyndatöku- menn í þjónustu sína til að komast að prinsessunni þegar hún átti að opna útibú frá Rolls Royce-bílasmiðjunum í Culver City, utan við Los Angeles. Maðurinn hafði hins vegar ekki látið verða úr árásinni vegna öryggisaðgerða lögreglunnar. Margrét Bretaprinsessa íslenzk mótmæli vegna haldanna í Prag ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur sent dr. Gustav Husak, forseta Tékkóslóvakíu, mótmæli vegna réttarhaldanna gegn tékknesku andófsmönnunum sex, sem hófust í Prag á mánudag. Orðsendingin er svohljóðandi: „íslandsdeild Amnesty In- ternational mótmælir rétt- arhöldunum gegn félögum VONS-nefndarinnar í Tékkó- slóvakíu og skorar á yður að stöðva réttarhöldin og láta fangana lausa. Við álítum að menn þessir séu sakfelldir fyrir að hafa neytt réttar síns til málfrelsis, sem þeim er tryggður með alþjóða mann- réttindasáttmálanum, sem Tékkóslóvakía er aðili að." Eins og fram kom hér í blaðinu í gær hafa andófs- mennirnir sex þegar verið dæmdir. Þetta gerðist Bandaríkjamenn urðu heimsmeistarar í bridge Rió de Janeiro. 22. október. EINU skemmtilegasta og mest spennandi einvígi um heimsmeist- aratitilinn í bridge er lokið. Bandarikjamenn sigruðu ítali í 96 spila einvígi með aðeins fimm punktum. Þegar 15 spilum var ólokið mátti heita að sigur Bandaríkjamanna væri í höfn. Höfðu þeir 66 punkta forskot. Þegar sjö spilum var ólokið höfðu ítalir saxað á forskotið svo að aðeins skildu 11 punktar. Að tveimur spilum óloknum voru punktarnir orbnir 15 Bandaríkja- mönnum í vil og dugði það enda þótt ítalir ynnu 10 punkta í síðasta spilinu. í bandarísku sveitinni voru eftir- taldir spilarar: Eddie Kantar, Bill Eisenberg, Bob Goldman, Paul Soloway, Malcolm Brachman og Mike Passell. Fjórir fyrstnefndu hafa áður orðið heimsmeistarar. ítalska sveitin var skipuð eftir- töldum spilurum: Giorgio Belhv donna, Vito Pittala, Benito Gar- rozzo, Lorenzo Lauria, Arturo Franco og de Falco. Allir þessir spilarar nema Lauria hafa unnið heimsmeistaratitilinn Ástralía varð í þriðja saeti, Tai- wan í fjórða sæti, Mið-Ameríka í fimmta sæti og Brazilía rak lestina í sjötta sæti. 1973 — Herafli Bandaríkjanna í viðbragðsstöðu vegna uggs um sendingu sovézks herliðs til Míð- austurlanda. 1971 - Kína fær aðild að Sþ og Taiwan rekið. 1962 - Kúbu-deilan nær há- marki. 1956 — Sameiginleg herstjórn Egypta, Jórdaníumanna og Sýr- lendinga skipuð. 1951 — Viðræður um vopnahlé í Koreu hafnar aftur í Panmún- jom. 1948 — Vargas neyddur tíl iað segja af sér í Brazilíu. 1944 — Orrustan á Filippseyja- hafi. 1941 — Sókn Þjóðverja til Moskvu fer út um þúfur. 1938 — Japanir taka Hankow og kínverska stjárnin flýr til Chunking. 1936 — Þjóðverjar og ítalir mynda ðxulinn Róm-Berlín. 1924 - Zinoviev-bréfíð birt í Bretlandi. tó09 — Kðreskir ofstækismenn myrða japanska prinsinn Ito. 1900 — Bretar ínnlima Trans- vaal formlega. 1874 — Bretar innlima Fiji- eyjar. 1854 — Hetjuáhlaup léttvopn- uðu brezku riddaraliðsstórdeíld- arinnar við Balaklava á Krím. 1794 — Rússar draga sig út ór ófríðnum við Frakka. 1760 — Georg III verður kon- ungur Bretlands. 1666 — Fjórveldabandalag Hol- lendinga, Brandenborgara, Brúnsvíkinga og Ðana myndað. 1596 — Spænskur ieiðangursher til írlands. 1586 — María Skotadrottning dæmd til dauða. 1415 — Orrustan við Agincourt: Sigur Hinriks V á Frökkum. Af mæli — Thomas B. Macaulay, brezkur sagnfræðingur (1800— 1859) — Johann Strauss yngri, austurrískt tónskáld (1825- 1899) — Georges Bizet, franskt tónskáid (1838-1875) - Rich- ard Byrd, bandarískur heirn- skauiakðnnaðui- (1888 -1957) - Mikael fv. Rámeníukonungur (1921 -). Andiát — Geoffrey Chaucer, skáld, 1400 — Giorgíone, líst- málari 1510 — Georg II Breta- konungur 1760 — William Hog- arth, listmálari 1764. Innlent — íslendingum afhent- ur Keflavíkurflugvöllur 1946 — Sogsstöðin tekur til starfa 1937 — d. Magnús konungur hinn góði Ólafsson 1047 — Árni Helgason vígður biskup 1299 — d. Thomas Kráksson 1311 — Hannes Hafstein útnef ndur 1903 — Fyrsta doktorsvörn við Há- skóla íslands 1919 (dr. Páll Eggert Ólason) — Alþíngiskosn- ingar (fyrri dagur) 1959 — f. Helgi Valtýsson 1877 - d. Björn Þórðarson ráðherra 1963. Orft dagsins. Hégðmagirnd er mesti smjaðrarinn — L« Roche- foucauld, franskur rithöfundur (1613-1680).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.