Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 12
f 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Þjóðarhagur við stjórnarskipti Hvernig er viðskilnaður ríkisstjórnar ólafs Jóhannessonar í raun, spyrja menn þessa dagana í moldviðri framboðsrauna, sem hylja þær pólitísku og efnahagslegu staðreyndir, sem óumflýjan- legar verða eftir kosningar. Svarið við spurningunni fæst að hluta að minnsta kosti með því að skoða skýrslu um þjóðhagsáætl- un, sem ólafur Jóhannesson laj^ði fram sem forsætisráðherra á Alþingi 11. október s.l., áður en hann sagði af sér. Skýrsla þessi er samin af Þjóðhagsstofnun á grundvelli laganna um stjórn efnahagsmála o.fl. sem samþykkt voru af Alþingi í apríl s.l. Skýrslan um þjóðhagsáætlun skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hlutanum er gerð grein fyrir framvindu efnahagsmála á árinu 1979 og horfum fyrir árið 1980. í öðrum hluta er gerð grein fyrir markmiðum í efnahagsmálum fyrir árið 1980. í þriðja hluta er gerð grein fyrir þeim ráðstöfun- um, sem þarf að beita til þess að nálgast markmiðin, sem efna- hagsstefnunni eru sett á næsta ári. Nú er það svo, að aðeins fyrsti hluti þessarar skýrslu hefur eitt- hvert raunhæft gildi. Hinir tveir síðari fjalla um pólitísk efni, sem viðurkennt er, að ekki einu sinni þeir stjórnarflokkar, sem sátu í samstarfi með forsætisráðherran- um, sem lagði fram skýrsluna fram, hafi samþykkt. Á síðari stigum gefst ef til vill tækifæri til að velta því fyrir sér, hvaða tilgangi það þjóni að leggja vinnu í gerð slíkra skjala, ef ekki er fyrst Ur skýrslu Þjóðhags- stofnunar gengið úr skugga um, að pólitískar forsendur þeirra séu samþykktar. En vinnubrögð af þessu tagi ein- kenndu mjög allt starf síðustu ríkisstjórnar. Hér verður því einungis fjallað um þann þátt fyrsta hluta skýrsl- unnar, sem nær til þjóðarfram- leiðslunnar og afkomu þjóðarbús- ins í heild. Skýrslan á að vera hlutlægt mat á stöðunni eins og hún var við fráhvarf rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Verður nú stiklað á stóru í yfirliti Þjóð- hagsstofnunnar: xxx Frá águát 1978 til ágúst 1979 hefir verð á Bandaríkjadollar í íslenskum krónum hækkað um 42% en meðalgengi innflutnings hefur hækkað um 49% gagnvart íslenskri krónu. xxx í spá Þjóðhagsstofnunar í des- ember 1978 var gert ráð fyrir, að sjávarafurðaframleiðslan gæti aukist um 2% á árinu 1979, þótt dregið yrði úr þorskafla og að- halds gætt við loðnuveiðar. Það sem af er árinu 1979 hefur fram- leiðsla aukist mun meira en spáð var, enda hefur þorskaflinn orðið meiri en reiknað var með. í ágústlok var þorskaflinn orðinn 287 þús. tonn eða jafn mikill og að var stefnt á árinu öllu. Þetta er 6% meiri afli en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir víðtækari sókn- artakmarkanir. Ef ekki verður gripið til strangari takmarkana það sem eftir er ársins en gert var á síðasta ári eða beinlínis ákveðið aflahámark, er útlit fyrir, að þorskaflinn verði a.m.k. 330 þús. tonn á þessu ári samanborið við 320 þús. tonn í fyrra. í lok júlí var framleiðsla sjávarafurða frá ára- mótum 14% meiri en á sama tíma í fyrra. Vegna minni loðnuafla verður að gera ráð fyrir, að sjávarvöruframleiðslan á tímabil-' inu ágúst-desember í ár verði minni en á sama tíma í fyrra. Eins og horfir gæti ársframleiðslan orðið um 5% meiri en í fyrra. Þjóðhagsstofnun byggir spá sína fyrir árið 1980 á því, að þorskafl- inn þá verði nálægt 300 þús. tonnum. Reiknar hún með, að framleiðsla sjávarafurða minnki um nálægt 3% á árinu 1980. xxx Um útflutningsframleiðsluna í heild er það að segja, að hún vex um 6% í ár og um 1% á næsta ári, þrátt fyrir að dragi úr framleiðslu sjávarafurða. Vegur framleiðsla álversins og járnblendiverksmiðj- unnar þyngst þar til jöfnuðar. En talið er, að álfremleiðslan muni aukast um 7% 1980, þegar lokið verður stækkun verksmiðjunnar. xxx Að óbreyttu olíuverði er nú útlit fyrir, að viðskiptakjör þjóðarinn- ar gagnvart útlöndum verði að jafnaði 11—12% lakari í ár en þau voru í fyrra og undir lok ársins gætu þau verið 3—4% lakari en að meðaltali á árinu. Má rekja alla rýrnun viðskiptakjara til hækkun- ar olíuverðs, þar sem hækkun útflutningsverðs hefur vegið upp verðhækkun á innflutningi öðrum en olíu. Þegar litið er á verðþróun olíu á árinu verður að telja óvíst," að verðið haldist óbreytt út árið, en að óbreyttu verði, lætur nærri, að meðalinnflutningsverð, eins og það kemur fram í verslunarskýrsl- um, verði um 290 dollarar hvert tonn af gasolíu eða 136% hærra en á síðasta ári. Um þessar mundir er verðið 15% hærra en þetta áætl- aða meðalverð. Verð á bensíni hefur hækkað álíka mikið og gasolíuverðið en hins vegar hefur svartolía hækkað mun minna. Því er spáð að viðskiptakjör á næsta ári verði óbreytt frá því sem ætla má að þau verði á síðasta fjórðungi þessa árs, en í því felst, að á árinu 1980 verði þau að jafnaði um 3—4% rýrari en á þessu ári. Er þá gert ráð fyrir 7% hækkun útflutningsverðs en 10— 11% hækkun innflutningsverðs. xxx í þjóðhagsspá fyrir árið 1979, sem Þjóðhagsstofnun samdi í des- ember 1978, var talið, að vísitala framfærslukostnaðar 1979. mundi hækka um 30% frá upphafi til loka árs samanborið við 38% hækkun 1978 og 35% hækkun 1977. Síðustu áætlanir Þjóð- hagsstofnunar benda hins vegar til, að framfærsluvísitalan hækki um 53—55% frá upphafi til loka ársins 1979. Lausleg áætlun um verðlagsþróunina fyrstu mánuði næsta árs bendir ekki til, að hún verði að marki hægari en um þessar mundir. Verði framvinda ríkisfjármála og peningamála með líkum hætti á næsta ári og í ár og vísitölukerfi launa óbreytt eru engar líkur á að úr verðbólgu dragi á næsta ári. Hún yrði á flesta mælikvarða nálægt 45— 50% og þaðan af meiri ef við- skiptakjör breyttust mikið eða samið yrði um almennar grunn- kaupshækkanir. xxx Kauptaxtar launþega hækka að líkindum um 42% að meðaltali á árinu 1979 samanborið við 55% hækkun 1978. Sé miðað við, að vísitala framfærslukostnaðar hækki um 44% að meðaltali í ár, verður kaupmáttur kauptaxta 1— 2% minni í ár en í fyrra. Talið er, að brúttótekjur einstaklinga hækki að minnsta kosti um 45— 46% milli áranna 1978 og 1979. Ráðstöfunartekjur hækka þó held- ur minna, þar sem beinir skattar eru nokkru hærra hlutfall af tekjum í ár en í fyrra. Niðurstað- an virðist því sú, að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði svipaður eða ívið meiri í ár en á síðasta ári. Því er spáð, að kaupmáttur tekna verði í heild heldur minni á árinu 1980 en í ár, eða ef til vill um 2%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verður 2—3% minni, ef tekið er mið af fjárlagafrumvarpinu, sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram, því að þar er gert ráð fyrir, að beinir skattar verði ívið hærri sem hlutfall af tekjum en í ár. xxx Framan af ári var búist við, að einkaneysla í ár yrði um 3% meiri en á árinu 1978. Nú eru hins vegar horfur á, að aukningin verði held- ur minni eða ef til vill um 1—2%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verður minni en áður var gert ráð fyrir og tiltækar upplýsingar um útgjöld heimilanna benda einnig til litillar aukningar, einkum á þetta við um innflutning neyslu- vöru, sem dregist hefur saman á árinu. Talið er, að einkaneyslan dragist saman á næsta ári eða ef til vill um 1—2%. Samneyslu- aukningin verður í ár meiri en reiknað var með, e.t.v. 2%. xxx Ráðgert var, að heildarútgjöld til fjármunamyndunar 1979 yrðu 182.2 milljarðar króna og hún drægist því saman um tæplega 7% að raungildi. Samkvæmt núgild- andi spá verða heildarútgjöld til fjármunamyndunar hins vegar 208 milljarðar króna eða um 4% minni að raungildi en 1978. Frum- drög fjármunamyndunarspár fyrir 1980 benda til að í heild séu horfur á 3% aukningu og starfar' hún að öllu leyti af raforku- framkvæmdum. Fjármunamynd- un atvinnuveganna er talin drag- ast saman um 7% á árinu 1980. Reiknað er með 3% samdrætti í íbúðarbyggingum á þessu ári og svipuðum samdrætti 1980. Áætlað er, að opinberar framkvæmdir verði auknar um fimmtung á árinu 1980. En heildarútgjöld til fjármunamyndunar eru talin verða 293.6 milljarðar króna á Tekjur, verðlag, kaupmáttur 1970—1979. Vísitölur 1970 = 100 Tekjur: I Kautaxtar launþega ......... Ráðstöfunartekjur einstaklinga á mann ........ Verðlag: Vísitala framfærslukostnaðar Vísitala byggingarkostnaðar Kaupmáttur: Kaupmáttur kauptaxta1) .... Kaupmáttur ráðstöfunartekna á rnann2) ................... i Breyting frá fyrra ári, %: I Kauptaxtar ................. 1 Ráðstöfunartekjur á mann .. [ Vísitala framfærslukostn. Visitala byggingakostnaðar .. 1 ICaupmáttur kauptaxta ...... 1 Kaupmáttur ráðstöfunartekna lá mann ...................... 1) MiSað við visitölu framfærslukostnaðar. 2) Miðað við verðlag einkaneyslu. Spá 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 100 118 151 187 277 352 444 639 991 1407 100 123 155 209 319 422 560 826 1284 1850 100 107 118 144 206 307 406 529 762 1097 100 111 132 164 241 358 448 571 847 1220 100 111 128 130 135 115 109 121 130 128 100 114 127 137 146 130 133 149 161 161 24,4 18,5 27,5 23,5 48,7 27,0 26,0 44,0 55,0 42 30,0 22,6 26,1 35,0 52,7 32,3 32,7 47,5 55,5 44 13,2 6,8 10,4 22,1 43,0 49,0 32,2 30,5 44,1 44 17,2 12,2 22,0 27,8 52,0 42,1 23,5 27,5 48,2 44 9,9 11,0 15,5 U 4,0 -14,7 —4,7 10,3 7,6 -1,5 13,8 14,4 10,8 7,9 7,1 —11,2 2,0 12,5 8,0 0 ■ Þjóðarframleiðsla, þjóðartekjur og þjóðarútgjöld 1979- -1980. Milljarðar króna, Magnbreytingar ■ verðlag hvors órs frá fyrra ári, % 1 Spá Spá 1979 1980 1979 1980 1 Einkaneysla 520,0 716,0 1,5 h-2,0 1 Samneysla 100,2 139,4 2,0 1,0 1 1 Fjármunamyndun, alls 203,8 293,6 -4- 6,0 5,0 1 Atvinnuvegir 86,9 116,2 -4-10,0 -2,5 1 i íbúðarhús 47,5 63,1 -4- 3,0 h- 3,0 1 1 Opinberar framkvæmdir 69,4 114,3 - 3,0 20,0 | I Þjóðarútgjöld 824,0 1149,0 1,5 0,0—0,5 1 Útflutningur vöru og þjónustu 384,0 530,0 3,6 2,4 1 Innflutningur vöru og þjónustu 389,0 540,0 0,5 1,1 1 Vöruskiptajöfnuður - 5,0 + 10,0 . . I Verg þjóðarframleiðsla 819,0 1 139,0 2,5 0,7—1,0 Viðskiptakjaraáhrif1) -4- 3,3 - 0,9 1 [ Vergar þjóðartekjur . •4- 0,8 0,0 J L 1) Hlutfall af þjóðarframieiðslu fvrra árs. M Breyting frá fyrra ári, % ....... Viðskiptakjör: Vísitölur ............. Breyting frá fyrra ári, % .......... Þjóðartekjur á mann: Visitölur ............. Breyting frá a mann: Visitölur Breyting frá 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Spá 1979 Frum-i drögj spán 19801 100 112 116 123 126 122 125 - 131 135 138 138' 7,7 11,7 4,2 6,1 2,1 -3,0 1,9 5,2 3,3 1,6 0 100 112 111 128 116 99 111 120 120 106 103 14,0 12,0 -4-0,9 15,3 —9,8 -14,6 12,7 8,4 0 -4-11 -4-3 100 115 119 131 130 122 128 139 143 140 139 11,9 14,7 3,8 10,0 -0,3 -4-6,8 5,3 8,2 3.3 -1,9 -4-1 kns 100 114 127 137 146 130 133 149 161 161 158 13,8 14,4 10,8 7,9 7,1 4-11,2 2,0 12,5 8,0 0 -2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.