Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofuJ 10100 JXfrgnnliMit FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Sími á afgreiöslu: 83033 JH»r0tinbl«biö Grindavík: Lagmetísið ja að taka til starfa LAGMETISIÐJAN Garði hí. hef- ur fest kaup á niðurlagningar- verksmiðju i Grindavík og hyggst hefja niðursuðu á þorsk- lifur fyrir erlendan markað i janúar n.k. að sogn dr. Arnar Erlendssonar framkvæmda- stjóra. Niðurlagningarverksmiðj- an mun veita 15—20 manns atvinnu. Örn Erlendsson sagði að niður- lagningarverksmiðjan í Grindavík hefði verið sett upp fyrir nokkrum árum en aldrei hafið starfrækslu. Lagmetisiðjan Garði festi nýlega kaup á öllum búnaðl verksmiðj- unnar og er nú unnið að því af fullum krafti að undirbúa verk- smiðjureksturinn. Lagmetisiðjan Garði hf. hefur soðið niður rækju og ennfremur framleitt majones og remolaði. Þar starfa 20 manns. Söluhorfur eru góðar á niðursoðinni rækju og þorsklifur, að sögn Arnar. Bíll eyðilagðist í eldi í Breiðholti Slökkviliðið var sex mínútur á leiðinni ELDUR kom upp i bilskýli við Vesturberg i Reykjavik siðdegis i gær, en ekki er vitað um eldsupptök. Aðaleldurinn reyndist vera i bifreið i skýlinu, sem var Mazda árgerð 1977, og gjöreyðilagðist biíreiðin. Þess má geta að íbúar í nágrenni við brunastaðinn höfðu samband við Morgunblaðið og töldu Slökkviliðið hafa verið óeðlilega lengi á leiðinni, og sýndi það vel þörfina á því að staðsettur yrði slökkvibíll í Breiðholtshverfi. Er blaðamaður Morgunblaðs- ins bar þetta undir varðstjóra Slökkviliðsins í gærkvöldi, sagði hann að kall hefði komið til Slökkviliðsins klukkan 16.06, og samkvæmt bókun slökkviliðs- manna hefðu þeir verið komnir á staðinn klukkan 16.12, eða sex mínútum síðar. „En það eru langar mínúturnar þegar beðið er eftir Slökkviliði eða sjúkra- bíl,“ sagði varðstjórinn, og sagði það kunna að vera skýringuna á þessum ummælum íbúanna við Vesturberg. (IRHELLISRIGNING hefur verið sunnan heiða undanfarna daga, í kjölfar hlýindanna, og ökutækin hafa sum hver neitað að hreyfa sig úr stað vegna bleytunnar. En ökuþórar hafa ráð undir rifi hverju ... Ljósm. RAX. Opinber rannsókn að ósk Ashkenazy — vegna sjúkrahúsdvalar sonar hans Sjórinn svartur af síld Höfn, 24. ukt. BRÆLA er enn á síldarmiðunum undan suðurströndinni og bátarnir hafa sama og ekkert getað veitt síðan fyrir helgi. í fyrradag fengu þrír bátar síld, Freyr og Ilvanney fengu samtais 340 tunnur og komu með aflann til Hafnar, en Drífa fékk 200 tunnur og fór með aflann til Djúpavogs. BREZKA blaöiö The Guardian skýrir frá því um helgina að í Grikklandi sé í þann veginn að hefjast opinber rannsókn á meintri vanrækslu Barnasjúkra- húss Aþenu, þar sem píanóleikarinn Vladimír Ashken- azy telji að minnstu hafi munað að níu ára sonur hans hafi látið lífið fyrir skemmstu. Sjómenn segja að sjórinn sé svartur af síld austan Ingólfs- höfða, við Tvísker og Hollaugseyj- ar og síldin sem bátarnir tveir komu með inn í fyrradag var mjög stór og falleg, fallegasta síldin sem borist hefur hér á land í haust. Bíða menn þess með óþreyju að veður lægi og er þá búist við mokveiði. — Einar. The Guardian rekur tildrög þessa máls, en drengurinn féll fyrir borð og lenti fótur hans í bátsskrúfu er Ashkenazy-fjölskyldan var í leyfi í Grikklandi. Skrúfan skar sundur slagæð og taug, en áður en tuttugu mínútur voru liðnar frá því að slysið átti sér stað komst drengur- inn til læknis, sem stöðvaði blæð- ingu og bjó um sár hans til bráðabirgða. Síðan var drengurinn fluttur í sjúkrahús í Korintu, en þegar til átti að taka var þar enginn sérfræðingur viðstaddur. Var þá tekið til bragðs að flytja hann í Barnasjúkrahús Aþenu, en þar var blóð ekki tiltækt, enda þótt blóð- flokkur drengsins sé mjög algengur, að sögn Ashkenazys. Tók tvær og hálfa klukkustund að finna réttan blóðflokk í frysti, en afleiðingin varð sú að ekki var unnt að gefa drengnum blóð fyrr en sex stundum eftir að slysið varð. Að því búnu var Ashkenazy sagt að fara með dreng- inn í Kat-sjúkrahúsið, sem sérhæfir sig í skurðaðgerðum, en þar komst drengurinn loks á skurðarborð átta stundum eftir að slysið varð. Tók skurðaðgerðin þrjár klukkustundir. Ashkenazy gerði grein fyrir máJí pcasu 1 nren til gríska blaðsins Kathimerini um helgina, en í fram- haldi af því hefur tryggingamála- ráðherra Grikklands, Spyros Dox- iadis, fyrirskipað opinbera rann- sókn á málinu. Norð-Austurland: Aframhaldandi sumarveðurfar ÁFRAMHALDANDI sumarveður var á norðausturhorni landsins í gær, mikill hiti og þurrkur. Hins vegar var vindur víðast hvar of mikill til að bændur gætu unnið í heyskap. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér munu bændur nú vera á síðasta snúningi með að ljúka heyskap, aðeins örfáir eiga eitthvað eftir á túnum. Þurfa þeir ekki nema einn til tvo góða daga í viðbót til að ljúka verkum. Hey það sem nú fæst er orðið mjög velkt enda slegið í flestum tilfellum fyrir tveimur mánuðum. Mun heildar- nýting þess vera í kringum 30%. 99 Ánægðasti mað- urinn á vellinum” - sagði Pétur Pétursson, sem skoraði þrennu í Evrópukeppninni ÉG VAR örugglega ánægðasti leikmaðurinn á vellinum því ég hef aldrei áður skorað mark í Evrópukeppninni," sagði markaskor- arinn mikli frá Akranesi, Pétur Pétursson, þegar Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi, eftir að Pétur hafði skorað þrjú mörk þegar lið hans Feyenoord vann sænska liðið Malmö FF í Evrópukeppninni 4:0. tslendingur hefur aldrei áður skorað þrennu í þessari keppni. Ég var áður búinn að leika átta leiki í Evrópukeppninni, sex með Akranesi og tvo með Feyen- oord en aldrei tekizt að skora mark. Ég var því ákveðinn að skora í þetta skipti og tókst það svo sannarlega, sagði Pétur. — Fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur, mark sem ég skor- aði af stuttu færi. Á 20. mínútu var mér brugðið innan vítateigs- ins og ég skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni. Síðasta markið mitt kom 15 mínútum fyrir leikslok og er það eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Bolt- inn kom fyrir markið og ég skallaði hann efst í markhornið. Ég lék á vinstri kantinum í kvöld eins og í undanförnum leikjum. 36 þúsund áhorfendur voru á leikvanginum í Rotterdam og milljónir manna sáu mörk Pét- urs í hollenska sjónvarpinu. Pét- ur hefur nú skorað 17 mörk í 13 leikjum með Feyenoord í haust og er markhæsti leikmaður Hol- lands. Hefur hann hlotið geysi- legar vinsældir í Hollandi vegna markheppni sinnar. Annar íslendingur, Ásgeir Sigurvinsson, var einnig í sviðsljósinu í gærkvöldi. Hann skoraði sigurmark Standard Liege gegn Napoli. Þá stóðu Keflvíkingar sig mjög vel í Evrópukeppninni. Nánar segir frá íþróttum á bls. 46 og 47. Pétur fagnar marki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.