Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 15 Stórkostlegur cellóleikur Tónleikarnir hófust á tón- verki eftir Coupering og end- uðu á Sónötu eftir Sjostako- vits, en í millum voru verk eftir Bach, Faure og Þorkel Sigurbjörnsson. Coupering var einn af frumkvöðlum svítunnar en í því formi var hægt að koma fyrir tónlist fyrir alla. Verkið hófst á alvarlegum forleik, sem á tíma Couperings var eins konar innstilling fyrir hlust- endur. Annar kaflinn er Cic- iliene, Sikileyskur dans, Al- essandro er Scarlatti inn- leiddi og var feiknavinsæll Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON fyrir sérkennilegan hryn- hátt sinn. Þriðji kaflinn er nokkurs konar eftirlíking af lúðrablæstri, La tromba, og á sjálfsagt að merkja dóms- dagslúðurinn, því eftir fer svo kafli, sem kallast Plain- ete, kveinstafir, og lýkur verkinu með söng djöfsa, Air de diable. Bæði er að celló tæknin var ekki orðin eins háþróuð á tímum Couper- ings og nú og þekking manna á blæ þess ekki heldur, að vel mætti ætla að cellóið hafi verið valið sem túlkunarmið- ill vegna innihaldsins og þess hve dökkur tónn hljóð- færisins hæfði vel túlkun- armarmiði verksins. Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon léku verkið mjög vel en varla nógu nærri stíl þess og grálegu gríni. Annað verkið var önnur cellósvítan eftir Bach, meist- araverk, sem ásamt einleiks- verkum hans er eitt af göf- ugustu verkum tónbók- menntanna. Það má ef til vill segja að stílgerð og tími komi nútímamanninum ekki við þegar gömul verk eru leikin. Svítan er fyrst og fremst dansverk og mjög rómantísk túlkun, eins hjá Gunnari, orkar tvímælis. Það sem þó gerði flutning svítunnar fallegan, var inni- leikinn í túlkun Gunnars. Viðfangsefnin eftir hlé voru meira í samræmi við leik Gunnars. í Elegie eftir Faure var leikur og túlkun Gunnars í meistaralegu jafnvægi. Á eftir þessum heita straumi tilfinninga kom svo hressandi og skemmtilegt smástykki eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Síðasta verkið var svo hápunkturinn. Sónatan, óp. 40 eftir Sjostakovits, er með- al stórbrotnustu verka sam- tímans og þar voru vinirnir Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran við snilldarmörkin. Undirritaður hefur ekki heyrt glæsilegri leik hjá íslendingi og án þess að tiltaka neitt sérstakt úr verkinu, er óhætt að segja að Gunnar Kvaran sér við mörk „virtúósískrar" snilli í með- ferð sinni á þessu stórbrotna verki, ekki aðeins hvað snertir tækni heldur og í listrænni túlkun. Jón Ásgeirsson GLASURIT BÍLALÖKK ERU í SÉRFLOKKI Glasurit bifreiðalökk eru sérstaklegaendingargóð og áferðarfalleg. Þau eru létt í meðförum og henta því leikmönnum ekki síður en fagmönnum. Af lager getum við afgreitt alla liti á nær allar tegundir bifreiða. Við mælum með: 1. Glassodur 21. olíuacryllakki til stykkja- og almálninga. 2. Glasso AD/AE06 Nitro sellulósa lakk til blettunar í stærri og smærri verk. 3. Glassomax 54. Til notkunar við tveggja laga sprautanir - litalag + glært yfirlag. 4. Öll önnur hjálparefni t.d. grunnur, sprautusparsl, þynnir, tape, strípur ofl. ofl. 5. Fagleg sérfræðiþjónusta ástaðnum. Opið frá klukkan 9-18allavirkadagaog til hádegis á laugardögum. _ Remaco hf Skemmuvegi6 Kópavogi Sími: 73500 i! 5 : 2 5 0 argus | ■ iTrae'*"""'" . a tetnan ’Lr 1.^ "saanda*''1*11 vcitit C»9an — • \ , iferruJ ^ ..........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.