Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 37 íslenzka sveitin á heimsmeistarakeppni unglingasveita ásamt ólaíi H. Olafssyni. fararstjóra sveitarinnar og Margeiri Péturssyni, sem þjálfaði sveitina eina kvöldstund. Frá vinstri. Elvar Guðmundsson, Margeir, Jóhann Hjartarson, Jóhannes Gísli Jónsson, Karl Þorsteins, Björgvin Jónsson og Ólafur II. Ólafsson. Englendingar höfðu yfirburði á heimsmeistarakeppniunglingasveita Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Um síðustu helgi lauk í Vi- borg í Danmörku heimsmeist- arakeppni unglingasveita i skák. I mótinu tóku þátt sveitir frá fimmtán þjóðum og voru þátttakendurnir sextán ára gamlir eða yngri. Sveit Englendinga sigraði ör- ugglega á mótinu og kemur það vafalaust fáum á óvart, enda er rekin þar í landi öflug ungl- ingastarfsemi. Ensku sveitina leiddi til sigurs Nigel Short sem tefldi á fyrsta borði, en hann er orðinn töluvert þekktur í skákheiminum, t.d. varð hann efstur á brezka skákþinginu í sumar þó að hann yrði af titlinum á stigum. Englendingar sigruðu örugg- lega í sínum undanrásariðli, svo og í milliriðli. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn með því að gera 2:2 jafntefli við Svía í keppninni um fyrsta sætið. Fyrir fram höfðu verið bundnar miklar vonir við íslenzku sveitina, enda höfðu þrir efstu menn hennar teflt í landsliðsflokki i vor á Skák- þingi íslands. Sveitin endaði í fjórða sæti og hefði sá árangur vafalaust verið talinn fullboð- legur ef raunhæft mat hefði verið lagt á mögulcika sveitar- innar áður en haldið var til keppninnar. Islenska sveitin byrjaði reynd- ar ágætlega, sigraði Skota í fyrstu umferð 2%:1% og síðan Belga 4:0. En síðan byrjaði allt að ganga á afturfótunum. í þriðju og síðustu umferð undanrásanna þurfti sveitin nauðsynlega að vinna Finna til þess að komast hjá því að lenda í sama milliriðli og Englendingar. Ekki fór þó betur en svo að Jóhann Hjartar- son lék af sér auðunninni stöðu á fyrsta borði og keppninni lauk því með jafntefli 2:2 og Skotar náðu að skjótast upp fyrir. Islendingarnir lentu því í erf- iðari milliriðlinum og strax í fyrstu umferð töpuðu þeir fyrir Englendingum 1:3. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Short, Jóhannes Gísli Jónsson og Hodg- son gerðu jafntefli, King vann Elvar Guðmundsson, Karl Þor- steins hélt jöfnu gegn Pitcher. Eftir þetta var auðvitað ekki lengur um það að ræða að ísiendingar ættu möguleika á að tefla um efsta sætið, en þeim tókst að tryggja sér annað sætið í riðlinum með því að sigra Vestur-Þjóðverja 2%:1% oggera síðan jafntefli við Hollendinga 2:2 á meðan að Englendingar unnu báðar þessar þjóðir 3 Lokastaðan í milliriðlunum varð þessi: A riðill: 1. England 10 v. af 12 mögulegum. 2. Island 5% v. 3. Holland 4'h v. 4. V-Þýzkaland 4 v. B riðill: 1. Svíþjóð 6'h v. og 4 stig. 2. Skotland 6'h v. og 3 stig. 3. Júgóslavía 6 v. 4. Danmörk, A sveit. Eins og áður segir tefldu því Englendingar og Svíar um fyrsta og annað sætið, Islendingar og Skotar um þriðja og fjórða sætið og svo koll af koili. íslendingar töpuðu fyrir Skot- um 1 'h:2'h og höfnuðu því í fjórða sæti. Lokaröð allra þjóð- anna varð þessi: 1. England 2. Svíþjóð. 3. Skotland 4. Island 5. Júgóslavía 6. Holland 7. Vest- ur-Þýzkaland 8. Danmörk, A sveit 9. Noregur 10. Austurríki 11. írland 12. Finnland 13. Ástralia 14. Danmörk, B sveit 15. Malta 16. Belgía. Árangur einstakra liðsmanna íslenzku sveitarinnar varð þessi: Jóhann Hjartarson 2 v. af 7 mögulegum, Jóhannes Gísli Jónsson 3'h v. af 7, Elvar Guðmundsson 3 v. af 6, Karl Þorsteins 4 af 5, og Björgvin Jónsson tefldi þrjár skákir og vann þær allar. Slakur árangur á þremur efstu borðunum kemur vafalaust flestum á óvart, sérstaklega það hversu gjörsamlega heillum horfinn Jóhann Hjartarson var, en hann var í fremstu röð á heimsmeistaramóti einstaklinga í þessum aldursflokki í sumar. Þeir Jóhannes og Elvar valda einnig vonbrigðum, en hins veg- ar stóðu þeir Karl og Björgvin sig mjög vel. Karl fékk næst- bezta hlutfallið á fjórða borði og Björgvin náði beztum árangri varamanna. Hefðu þeir að ósekju mátt fá að spreyta sig meira, enda má segja að þeir hafi bjargað sveitinni. Það sem gerði hins vegar gæfumuninn hjá sveitinnni var viðureignin við Finna í síðustu umferð undanrásanna. Ef sigur hefði unnist þá, hefðu piltarnir komist í auðveldari milliriðilinn og þá mjög sennilega náð því að komast í úrslit. Keppnisfyrirkomulagið á mót- inu bauð hins vegar upp á slík óhöpp, en það á rætur sínar að rekja til heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik, sem leikin er með sama sniði. Það verður að teljast fáránlegt hjá Dönum að apa fyrirkomulag mótsins upp eftir svo gjörólíkri keppnisgrein, enda hefur það verið stefna Alþjóðaskáksam- bandsins að undanförnu að láta Monrad-kerfið koma í stað slíkrar riðlakeppni. Við skulum nú líta á tvær skemmtilegar skákir frá mótinu. Hvítt: Zakic (Júgóslavíu) Svart: De Wit (Hollandi) Frönsk vörn 1. e4 - e6,2. d4 - d5,3. Rd2 - Rf6, 4. e5 - Rfd7, 5. Bd3 - c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — cxd4, 8. cxd4 — f6, 9. exf6 — Rxf6, 10. Rf3 - Db6, 11. 0-0 - Bd6, 12. Rc3 - 0-0,13. a3 (Fram að þessu höfðu kepp- endur þrætt troðnar slóðir, en nú velur hvítur vafasama áætl- un. Að vísu er ekkert út á 13. a3 að setja, en annað hvort núna eða í næsta leik hefði hvítur átt að leika Bcl — e3 til þess að hindra e6 — e5) Bd7,14. b4? (Framhaldið í skák þeirra Guðmundar Pálmasonar og Uhlmanns á svæðamótinu 1954 varð: 14. Be3! Hae8, 15. b4 — a6 og nú hefði 16. Re5o tryggt hvítum betra tafl) e5o 15. dxe5 — Rxe5, 16. Rxe5 - Bxe5,17. Bd2 Bxh2+o 18. Kxh2 — Rg4+ 19. Kgl (Örlitlu meiri mótstöðu veitti 19. Khl - Dd6, 20. g3 - Hxf2, 21. Bf4 - Hxf4! 22. Hxf4 - Dh6+ 23. Kg2 - Dh2+ 24. Kfl - Re3+ o.s.frv.) Hxf2, 20. Khl — Dd6 og hvítur gafst upp. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Kauppinen (Finn- landi) Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. RÍ3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — »6 (Drekaafbrigðið alræmda. Hvítur velur hvassasta svarið, hina svonefndu Rauzer-árás) 6. Be3 - Bg7, 7. f3 - 0-0, 8. Dd2 - Rc6, 9. Bc4 - Bd7, 10. 0-0-0 - Hc8,11. Bb3 - Re5,12. h4 - Rc4 (Á millisvæðamótinu í Riga um daginn, beitti Miles hér hinu eldra framhaldi, 12... h5 og sigraði Tseshkovsky eftir miklar sviptingar) 13. Bxc4 - Hxc4, 14. h5 - Rxh5,15. g4 - Rf6,16. Rb3 (í einvígi þeirra Karpovs og Korchnois árið 1974 lék sá fyrr- nefndi hér 16. Rde2, en ýmsar varnir hafa hins vegar fundist gegn því framhaldi síðar. Leikur Björgvins hefur þann kost að vera lítt rannsakaður) Dc7?! (Betra er 16... He8, auk þess sem uppástunga Averbakhs, 16 ... a5 er athyglisverð) 17. e5 — dxe5? (Nauðsynlegt var hér 17 ... Rxg4! Nú tapar svartur manni án þess að fá fullnægj- andi bætur fyrir.) 18. g5 — Bf5,19. gxf6 — Bxf6, 20. Bg5 - Db6, 21. Bxf6 - Dxf6, 22. Rd5 - De6, 23. c3 - h5, 24. Hdgl - h4, 25. Dg5! - Dxd5, 26. Dxf5 - Hf4? (Nauðsynlegt var 26 ... Kg7. Nú lýkur hvítur skákinni með skemmtilegri fléttu:) 27. Hxg6+ — fxg6, 28. Dxg6+ og svartur gafst upp, því að eftir 28 ... Kh8, 29. Dh6+ - Kg8, 30. Hgl+ — Kf7, 31. Dg6 er hann mát. Hjálmar Jónsson: í hver jum stód pylsan? Framkvæmdanefnd með aðset- ur í Hraunbæ 62—70 heiðrar mig með tilskrifi í Morgunblaðinu 11. þ.m. sem ber yfirskriftina „Þegar pylsan stóð í meistaranum“. Grein þessi er tulkuð sem svar við athugasemd sem málarar gerðu þann 29. ágúst við upplýs- ingar sem komu í fréttaformi þann 4. ágúst og snertu störf málara. Ég leit svo á að greinin 29. ágúst væri leiðrétting á óviljandi mis- tökum sem gæfu ekki tilefni til frekari skrifa þótt inn í væri fléttað ávarpsorðum, sem ég tel að ekki sé hægt að túlka óvinsamleg. Ekki eru tilgreind nöfn þeirra sem nefndina skipa eða þess er greinina skrifar eins og þó er venja, en slíkur viðræðumáti finnst mér leiðinlegur, enda er ég óvanur að skrifast á við Huldu- fólk. Ég verð að viðurkenna að mér kom mjög á óvart sá ergelsis- og ásökunartónn sem einkennir þessi skrif og beint er að mér persónu- lega, en allt það sem máli skiptir og snýr að málurum er ekki nefnt. Sem dæmi um þetta skal vitnað í eftirfarandi, sem er einskonar mottó fyrir það sem á eftir kemur, (ívitnun orðrétt) skrif Hjálmars Jónssonar hefðum við líka látið afskiptalaus, ef ekki kæmu þar fram leiðinlegar dylgjur og get- sakir sem ekki verður viðunað, auk þess sem kalla má annað tveggja vankunnáttu eða vísvit- andi rangfærslur. Síðan snýr nefndin sér að því að leita uppi rök sem falla að þessum texta. Vitnað er í áætlanir sem gerðar voru eftir beiðni húseigenda í Hraunbæ 62—70 og birtar voru til glöggvunar á okkar málflutningi. Þetta er reynt að gera tortryggi- legt athæfi og spurt hvaðan þessi gögn séu komin í minar hendur og hvort ég hafi heimild til að nota þau í blaðaskrifum. Síðan er sá dómur uppkveðinn að það sé gróf blekking að birta þessar tölur, sem séu orðnar hálfs árs gamlar. Ég verð að benda þeim nefndar- mönnum á að það voru tilgreindar dagsetningar á þessum áætlunum, en auk þess gerðum við Ólafur Jónsson form. meistarafélagsins þriðju kostnaðaráætlunina og staðfærðum hana til þess tíma sem verkið var unnið, en á þetta er ekki minnst. Ég hlýt því að vísa ásökunum um þetta efni til föðurhúsanna og staðhæfa að það sé gróf blekking að viðhafa slík vinnubrögð í blaðaskrifum í skjóli þess að svo langt er um liði frá því að greinin var birt og því líklegt að þeir sem hana lásu séu búnir að gleyma innihaldi hennar. Þessu til viðbót- ar skal upplýst að áætlanir yfir málaravinnu eru ekki nein leyni- plögg einstakra manna og í þessu sambandi get ég upplýst að önnur áætlunin var gerð af mælinga- stofu okkar en hin barst mér í hendur frá málaram. sem hana gerði, enda hvatti hann eindregið til að pylsugreininni yrði svarað. Þrátt fyrir að það hafi fallið í minn hlut að leiðrétta pylsufrétt- ina, þá var algjör samstaða með stjórnum beggja félaga, meistara og sveina um svarið, eins og raunar var staðfest með undir- skrift form. málarameistarafél- agsins. Tilefnið voru upplýsingar sem hafðar eru eftir húseigendum í Hraunbæ 62—70 þar sem nefndar eru tölur, sem eru meira en helmingi hærri en almennt þekk- ist, án þess að nokkuð kæmi þá fram sem rökstyddi þann kostnað- armun og til viðbótar er því varpað fram að hverjum íbúðar- eiganda hafi verið sparaðar 100 þúsund krónur með því að kaupa ekki málara til að vinna verkið. Það er þetta sem máli skiptir og var tilefni greinarinnar þann 29. ágúst. Þar voru áætlanirnar not- aðar til að koma á framfæri upplýsingum um hvað væri eðli- legur kostnaður við að mála Hraunbæ 62—70 að utan. í grein nefndarinnar þann 11. október er algjörlega leitt hjá sér að nefna þessi aðalatriði. Það hlýt ég að skoða sem viðurkenningu á að athugasemdir okkar hafi verið á rökum reistar og með tilliti til að meðgöngu- tíminn frá því að okkar grein birtist og þar til svar berst, er farinn að nálgast einn og hálfan mánuð, þá sýnist mér ekki orka tvímælis í hverjum pylsan stóð. En þá vaknar sú spurning. Hver var tilgangurinn með greininni 11. október? Jú vissulega koma þar fram upplýsingar um hvað unnið var umfram það sem tilheyrir málun. Hefðu þær upplýsingar komið fram í upphafi, þá er jafnvel líklegt að málarar hefðu ekki neitt látið frá sér fara þótt enn sé ósvarað á hverju sparnaðurinn er byggður. Að lokum ber að þakka heim- boðið og vel gæti svo farið að það yrði þegið, en ekki þó í þeim tilgangi að fræðast nánar um verkframkvæmdir og pylsur og kók freista mín nú raunar ekki heldur, þótt ekki megi líta á það sem gikkshátt. En vel að merkja það gæti reynst örðugt fyrir mann sem ekki er góður til gangs að ganga fyrir hvers manns dyr í 30 íbúða húsi í leit að gestgjafanum. Hjálmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.