Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 32 „Standa dætur okkar jafnt að vígi og synir til að hefja þátttöku í stjórnmáluni?" „Konur sækið fram“ „Konur þið eruð 50% þjóðarinnar en aðeins 5% þingmanna“ „Gefið kost á ykkur í prófkjöri“ „Skipið ykkur á framboðslista stjórnmálaflokkanna“ Þessi herhvöt til íslenskra kvenna hefur borist landsmönnum á öldum ljósvakans undanfarna daga. Áskorunin er frá tveimur stærstu heildarsamtökum kvenna hér á landi, Kvenfélagasambandi íslands, sem hefur innan sinna vébanda um 26. þús. konur og Kvenréttindafélagi Islands, sem er með 400 manna félagsdeild í höfuðborginni auk 47 aðildarfélaga um allt land. Jafnréttisráð hefur sent opið bréf til stjórnmálaflokka, þar sem vakin er athygli á því hversu lágt hlutfall kvenna í opinberri ákvarðanatöku er hér á landi bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. í því efni erum við algjörir eftirbátar annarra Norðurlandabúa. Umsjónarmanni GANGSKARAR lék forvitni á að heyra sjónarmið nokkurra kvenna, sem eru í framboði og annarra aðila í þessu máli og lagði eftirfarandi spurningu fyrir fólk: „STANDA DÆTUR OKKAR JAFNT AÐ VIGI OG SYNIR TIL AÐ HEFJA ÞÁTTTÖKU í STJÓRNMÁLUM?“ Arndís Björnsdóttir kennari: Sjálfskipað samvizkubit í fljótu bragði virðist svarið við þessari spurningu jákvætt, en þegar betur er að gáð verðum við að viðurkenna, að réttur kvenna til þátttöku í stjórnmálum er langt frá að vera jafn rétti karla. Konur eiga miklu erfiðara upp- dráttar og þykir yfirleitt nóg að hafa eina á lista, því að annars þvælist þær hver fyrir annarri. En karlar hafa aldrei þótt þvælast hver fyrir öðrum. Þetta viðhorf er því miður okkur konum sjálfum að kenna að hluta, því að við höfum sjálfskipað samvizkubit vegna heimilis og barna, þegar út í stjórnmál skal haldið, en engum dettur í hug að telja slíkt nei- kvætt, eigi karlmaður í hlut. Hugarfarsbreyting almennt er því nauðsyn og það á fyrst og fremst að verða baráttumál okkar kvenna að styðja til þingsetu það fólk, sem við teljum eiga erindi á þing, án tillits til kynferðis. Berglind Ásgeirs- dóttir fulltrúi: Forsendan jafnrétti á heimili Forsenda þess að jafnrétti kynj- anna náist á öllum sviðum þjóðlífs er að það sé raunverulegt inni á heimilunum þannig að allir fjöl- skyldumeðlimir fái að njóta sín burtséð frá kynferði þeirra. Eitt af hlutverkum heimilanna er að búa börnin undir það að verða virkir þjóðfélagsþegnar jafnt í atvinnulegu sem féiagslegu tilliti. Hefðu foreldrar búið syni sína og dætur jafnt undir þá félagslegu ábyrgð sem bíður þeirra væri svarið við spurningunni jákvætt. Því miður sinna ekki öll heimili þessu hlutverki og mun þá oftar vera lögð minni rækt við að búa stúlkur undir það að verða virkar utan heimila sinna. Á meðan fullt jafnrétti hefur ekki naðst innan allra fjölskyldna munu ekki allar dætur standa jafnt að vígi og synir til að hefja þáttöku í stjórn- málum. Bessí Jóhannsdóttir kennari: Jafnréttis- hugsjón kynjanna er samofin sjálfetæðis- stefnunni Ef svo er verður að ætla að fleiri konur væru í framboði til Alþingis og sveitarstjórna en nú er. Eins og bent hefur verið á í fjölmiðlum er aðeins um 5% alþingismanna kon- ur. í nágrannalöndunum er þetta hlutfall mun hærra en þó hæst í Noregi, eða um 23,9%. Konur í Svíþjóð tóku upp þá stefnu að kjósa konur í síðustu kosningum. Þetta gaf góða raun. Til að koma á breytingum í þessu efni þarf markvissari stefnu í fjölskyldumálum. Jafnréttis- hugsjón kynjanna er samofin sjálfstæðisstefnunni því að í henni felst virðing fyrir einstaklingnum og frjálst val hans til athafna. Staða telpna og drengja í fjöl- skyldunni hefur verið ólík. Dreng- ir hafa fengið þannig uppeldi að þeim þykir eðlilegt að taka á sig ábyrgð og ákvarðanatöku sem því fylgir. I uppeidi stúlkna og drengja er það talið mjög eðlilegt að drengir fylgist með stjórnmálum. Við þá er sérstaklega rætt um þau mál. Litið er á stúlkurnar með augna- ráði, sem segir: „Þú þarft ekki á þessu að halda, góða.“ Bent er á að það fylgja því aðeins leiðindi og aðkast að vera virkur þátttakandi, það hæfir síður konum. Skýrslur sýna að ef konur taka þátt í stjórnmálum er það mest í mála- flokkum, sem á einhvern hátt tengjast börnum. Börn eru einka- mál kvenna. í stjórnarskárnefnd situr engin kona. Það er í sjálfu sér hneyksli og ógnvekjandi staðreynd að karl- mönnum þykir sjálfsagt að svo sé. Róttækar konur hafa mjög sett á oddinn að konur ættu að fá tímabundin forréttindi á ýmsum sviðum. Slíkt er lítillækkandi fyrir konur. Það verður að byrja á byrjuninni þó það taki lengri tíma. Bylting á þessu sviði er ekki þeim til framdráttar sem erfa skulu landið. Björg Einarsdóttir skrifstofumaður: Atgervi ein- staklingsins Svar mitt er afdráttarlaust nei og vil ég nefna nýtt og lýsandi dæmi skoðun minni til stuðnings. Fimmtudaginn 18. okt. s.l. rann út frestur til að skila framboðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna framboðslista í Alþingis- kosningum 2. og 3. des. n.k. Margir biðu, að því er virtist í ofvæni eftir að vita hverjir væru frambjóðend- ur. Þegar upplýst var að af 22 væru 5 konur í framboði, sagði hver um annan þveran — alltof margar konur, þær taka atkvæði hver frá annarri. Enginn ýjaði að því að 17 karlar væri of margt eða að þeir tækju atkvæði hver frá öðrum. Með öðrum orðum konur eru tegund en karlar einstaklingar. Á meðan þetta viðhorf er ríkjandi standa synir okkar og dætur ekki jafnfætis og þetta er framtíðarsýn, sem sjálfstæðis- menn geta ekki boðið börnum sínum uppá. Flokkur sem vill leggja rækt við einstaklinginn, frelsi hans og framtak, hlýtur eðli málsins sam- kvæmt að leggjast gegn öllu sem slævir hvata fólks til sjálfstæðra athafna, en styðja við allt sem gerir einstaklingnum kleift að efla eigið atgervi — hvort sem piltar eða stúlkur eiga í hlut. Elín Pálmadóttir blaðamaður: Gróin við- horf breyt- ast hægt Lögum samkvæmt er ekkert í veginum. En gróin viðhorf breyt- ast hægt. Vantrúar á hæfni kvenna gætir enn — einkum hættir konum kannski til að vantreysta getu kvenna. Kona verður greinilega að leggja drjúg- um meira fram en karlmaður til að vera metin jafnt til stjórnmála- starfa. Væntanlega verður þetta óáþreifanlega viðhorf farið að mást, þegar uppvaxandi kynslóð telpna byrjar þátttöku í þjóðfé- lagsmálum. En fordæmi er jafnan besta uppeldisaðferðin og fer það þá kannski eftir framlagi okkar, sem á undan komum, hve hratt þetta viðhorf breytist. En til þess verðum við þá að fá rúm í stjórnmálaheiminum og þarmeð tækifæri til aðsannaeða afsanna. Erna Hauksdóttir viðskiptafræðinemi: Orsakarinn- ar er að leita í uppeldi Þegar litið er burt frá þeirri staðreynd að konur standa laga- lega jafnt að vígi og karlmenn til þátttöku í stjórnmálum, hljótum við að reka okkur óþægilega á ýmislegt sem vekur spurningar sem þessa. Nærtækasta dæmið í ljósi vænt- anlegra alþingiskosninga er hinn fámenni flokkur kvenna sem þar hefur jafnan átt sæti. Þar hefur enn lítil breyting orðið á þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu, aukna menntun og síðast en ekki síst breytt viðhorf. Forsendur þess að hægt sé að svara á einhvern hátt spurningu sem þessari er að huga að öðrum spurningum sem mér koma fyrst af öllu í hug. Eru konur haldnar minnimáttarkennd gagnvart karl- mönnum á þessu sviði? Hafa konur minni áhuga á stjórnmálum en karlmenn? Leiða konur þátt- töku í stjórnmálum hjá sér vegna misskiptingar heimilisstarfa? Hafa kjósendur hafnað konum í prófkjörum stjórnmálaflokkanna? Reynslan hefur sýnt að óhætt er að svara síðustu spurningunni alfarið neitandi. Ágreiningur er Sœnsk aðferð Konur á Norðurlöndum eru þekktar að því að láta ekki sitja við orðin tóm og eru sænskar konur þar engin undantekning. Umsjón- armönnum Gangskarar barst ný- lega bréfspjald frá Fredrika— ^ ..... .....» Jámlikhet mellan könen háller varje politiker gárna tal om. Vad mer kan man begára? I ! Bremer—Förbundet (kvennrétt- indafélagið sænska). Hjá felaginu er í gangi aðgerð sem nefnist „Fleiri konur í stjórnmálin“. Text- ann á kortinu mætti þýða: „Á sama báti — tvöfaldur styrkur“. / Áður hafði okkur borist eldspýtna- stokkur með áletruninni: „.Jafn- rétti kynjanna er á vörum allra stjórnmálamanna — hvers er frekar hægt að óska?“ í sænska þinginu er hlutfall kvenna nú 26,4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.