Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 21 „Mjög fáir menn báru ábyrgðina” Ný refsilöggjöf er í uppsiglingu í Kína og Kínverjar munu eignast fyrsta dómkerfið um langt skeið, sem þeir geta treyst á. Kín- verskumælandi blaðamaður, Jon- athan Mirsky, sem nýlega heim- sótti Kína í fyrsta skipti um árabil, ræddi við alþýðudómara um dómkerfi landsins og honum var efst í huga hvort hin nýja skipan dómsmála mundi auka virðingu manna fyrir lögum eða draga úr henni. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu, hvað verða mundi um fjórmenningaklíkuna svokölluðu: hvort hún gæti fengið sanngjörn réttarhöld, þar sem nú hefðu öll opinber rit og allir kínverskir leiðtogar, þar á meðal Hua formaður, tíundað „glæpi" þeirra, allt frá morðum til undir- róðurs og spillingar. Lee dómari við yfiralþýðu- dómstólinn í Shanghai fullyrti að svo yrði og gerði mikið úr hinni nýju refsilöggjöf, sem var sam- þykkt í júlí á fimmta alþýðuþing- inu. „Fram að þeim tírna," sagði hann, „höfðum við engin lög, alls engin lög, í 15 ár.“ Og vissulega er það rétt: í að minnsta kosti tvo áratugi hafa Kínverjar engin lög haft og farið hefur verið eftir svokölluðum venjum og reglum, sem hafa verið mismunandi eftir héruðum, þannig að fyrir sömu afbrot hafa menn kannski verið dæmdir í margra ára fangelsi í Hangchow en kannski sloppið með áminningu í Wuhan. Upplausn Ef ferðazt er um Kína fæst hvarvetna staðfesting á því, að á tímabili menningarbyltingarinn- ar 1965 til 1976, eða með öðrum orðum á valdatíma fjórmenn- ingaklíkunnar, ríkti upplausnar- ástand á öllum sviðum þjóð- lífsins: þá var ekki lengur hægt að tryggja öryggi og reglu, sem erlendir gestir höfðu þó áður dáð Kínverja fyrir, og alls konar embættisafglöp, opinberar hefnd- arráðstafanir og misferli í emb- ættisstörfum óðu uppi, eins og nú er óspart tíundað og skrifað á reikning fjórmenningaklíkunnar á sama tíma og „píslarvottar oks þeirra" eru hafnir til skýjanna. Viðtöl hafa birzt í blöðum og tímaritum við marga þeirra sem urðu að þjást á þessum árum og ýmsir þeirra eru orðnir þjóðhetj- ur, sem eru taldir vera öðrum til fyrirmyndar fyrir hugrekki, þol- gæði og góðan flokksanda. Sumir þeirra eru aldraðir og frægir rithöfundar, sem stunduðu erfið- isvinnu eða voru fangelsaðir vegna verka sinna — sem sum hver voru margra áratuga gömul og höfðu ekki að geyma réttan boðskap heldur rangan. Aðrir eru óþekktir karlar og konur úr röðum óbreyttra flokks- manna, sem gagnrýndu Lin Piao eða Teng Hsiao-peng þegar gæf- an varð honum hliðholl. Mikil- vægasta fórnarlambið, Liu Shao-chi, verður bráðlega end- urreistur, og þegar það verður gert verður frá því skýrt að ólögleg meðferð sem hann sætti af hendi fjórmenningaklíkunnar hafi stytt líf hans. Ég ræddi í þrjá tíma við Lee dómara, sem kallar sig „verka- mann“, en segist hafa 27 ára reynslu af dómstörfum, og að- stoðarmann hans, Mao, sem var áður starfsmaður Peking- útvarpsins. Við fórum yfir nýju refsilöggjöfina, sem tekur ekki gildi fyrr en í janúar 1980, þannig að ég gæti til dæmis skilið þá áherzlu, sem þar er lögð á „iðrun“: jafnvel dauðadómur verður mildaður eftir tveggja ára bið og honum breytt í fangelsis- dóm. Dómarar eiga að fara á vinnustaði sakborninga og kynna sér framburð starfsfélaga um skapgerð þeirra eða sönnunar- gögn. Mannréttindi Hann lagði á það áherzlu, að framvegis mundi ríkisvaldið ekki geta haft afskipti af framkvæmd dómsmála og aðeins æðri dóm- stólar gætu breytt úrskurðum, gagnstætt því sem tíðkaðist áður en fjórmenningaklíkan missti völdin 1976 þegar dómarar voru einungis útsendarar valdaklík- unnar. Lee dómari fullyrti, að handtökur án dóms og laga væru úr sögunni, og það lá því beint við að spyrja um þá sem voru nýlega handsamaðir við Lýðræðisvegg- inn í Peking, þar sem þeir átöldu skort á mannréttindum og gagn- rýndu stjórnina. Mannrétt- inda krafizt. Þótt nýju lögin hafi ekki tekið gildi eru í þeim ákvæði um „falsanir" eða „meiðyrði" á veggspjöldum, en dómarinn neit- aði þvi að þeir hefðu verið handteknir þess vegna (nú er sagt að sakborningarnir, sem hafa verið í haldi í fimm mánuði, hafi gert sig seka um gagnbyltingar- áróður). í Kína er hægt að hafa menn í haldi án dóms og laga samkvæmt nýju lögunum, og því var eðlilegt að spyrja fyrir hvaða sakir fjórmenningaklíkan hefði ■ verið höfð í haldi síðan síðla árs 1976. „Þetta er sérstakt ástand,“ sagði dómarinn og bætti því við að réttarhöldin gegn klíkunni yrðu einnig „sérstök". Nokkrir Kínverjar, sem ég ræddi við um handtöku fjór- menningaklíkunnar óg væntanleg réttarhöld, sögðu mér að mála- ferlin gætu ekki farið fram opin- berlega, einfaldlega vegna þess að svo margir núverandi valdhafar væru viðriðnir málið að ef þeir yrðu afhjúpaðir mundi tiltrú yf- irvalda gufa upp. En burtséð frá refsingu: hvað verður um þá sem stóðu fyrir þessu óréttlæti, grimmd og pers- ónulegum hefndaraðgerðum? Að minnsta kosti tvær ástæður mæla með afhjúpun: að tryggt verði að núverandi réttargæzlu- menn kunni að haga sér og að tryggt verði að hörmungum al- mennra Kínverja sé lokið og að þær endurtaki sig ekki. 400.000 mál Ekki alls fyrir löngu var frá því skýrt í Peking, að hvorki meira né minna en 400.000 mál, sem voru afgreidd á valdatíma klíkunnar, væru í endurskoðun og að hvorki méira né minna en 170.000 málum hefði verið hnekkt. En hvað um alla þá sem hafa verið sviptir starfi, auð- mýktir, útskúfaðir og pyntaðir, stundum árum saman, án þess að hafa verið endurreistir? Ein- hvern tíma hefur þeim verið sagt, hvar sem þeir hafa verið staddir, að „fara heim“ eða „fara aftur að vinna", án útskýringa, hvað þá afsökunar. Ég spurði, hvort þeir sem bæru ábyrgðina yrðu reknir, settir á svartan lista, eða hvað? Svar Lees dómara var í fullu samræmi við þá venju Kínverja að kenna örfáum um feiknalegt misferli eða gífurleg ódæði. „Gagnvart þessum réttar- gæzlumönnum verður farið að lögum," sagði Lee dómari. „Þeir Hver verða afdrif fj ór menningaklí kunnar i Kína? ættu að læra af mistökum sínum. Þeir munu flestir halda áfram núverandi störfum sínum. Þeir tóku aðeins við skipunum frá yfirboðurum sínum.“ „En hvað um yfirboðara þeirra?" „Jafnvel þeir báru yfirleitt ekki ábyrgðina. Nokkrum verður refs- að.“ „Eftir hvaða lögum og hve mörgum?" „Farið verður eftir sérstökum leiðum. Nokkrir hafa verið leiddir fyrir rétt. í Chekiang-héraði voru þeir tveir. í Fukien einn að ég held. Þessir þrír fengu ævilanga dóma.“ Lee dómari og Mao aðstoðar- dómari brostu góðlátlega. Dóm- arinn hélt áfram: „Þessu er öllu lokið, öllu þessu. Mjög fáir menn báru ábyrgðina." Fjórmenninga- klíkan fordæmd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.