Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Um 10% vinnuafls þjóðarinnar vinn- ur í bílgreininni Gunnar Thoroddsen: Frá fréttamannafundinum þar scm niðurstöAur skýrslu um þýðingu bíÍKrcinarinnar voru kynntar. F.v. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslcnzkra stórkaupmanna, Örn Guðmundsson, skrifstofustjóri félajfsins, Brynjólfur Ilelgason rekstrarhafífræðinK- ur. höfundur skýrsiunnar, oj? Ingimundur Si»?fússon frá Bílgreina- sambandinu. í»ýðing bílgreinarinnar: í NIÐURSTÖÐUM skýrslu sem Brynjólfur Helgason rekstrar- hagfræðingur hcfur unnið fyrir Bilgreinasambandið um þýðingu bílgreinarinnar i tilefni þcss að nú eru liðin 75 ár siðan fyrsti bíllinn kom hingað til lands segir m.a. að innan Bilgreinasam- bandsins séu nú 170 aðilar og starfi hjá þeim um tólf hundruð manns við bílgreinina. Áætluð heildarvelta þeirra var um 40 milljarðar króna árið 1978. Þá megi telja að við hilgreinina í heild vinni um 9500 manns á íslandi eða um 10% vinnuafls þjóðarinnar. Um áhrif ríkisvaldsins á grein- ina segir að þau séu gífurleg og sé greininni mjög Iþyngt með háum álögum og gjöldum. Þá virðist þáttur ríkisvaldsins í verðmynd- unarkerfinu engum til góðs og bílar þess vegna alltof dýrir á íslandi. Þá segir að alltof lítið af tekjum ríkisins af bílum og bílaumferð sé veitt aftur til vegagerðar, til endurbóta á lélegu vegakerfi. Minna en 3% vega utan þéttbýlis séu með varanlegu slitlagi. Þjóð- hagslegt gildi bílgreinarinnar, segir í skýrslunni, er mikið og verður eingöngu mælt með tölum. Um tíundi hver íslendingur vinn- ur við bílgreinina og skylda starf- semi. Þá segir ennfremur að bensín- eyðsla bíla hér á landi nemi ekki nema 15.5% af heildareldsneytis- notkun þjóðarinnar. — Fram kemur að meðalrekstrarkostnaður fólksbíls árið 1978 var 69.30 krón- ur á ekinn kílómetra, en 380.60 krónur á ekinn kílómetra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Tekjur SVR af fargjöldum stóðu Þrjú skip seldu afla ÞRJÚ íslensk skip seldu afla sinn erlendis í gær. Vestmannaey seldi í Fleetwood 77,8 tonn og fékk 41,6 milljónir króna fyrir aflann. eða 535 króna meðalverð. Afli skipanna var þorskur, ýsa, koli og eitthvað litilsháttar af ufsa. Þá seldi Skafti frá Sauðárkróki í Hull í gær, samtals 104,2 tonn. Heildarverð fyrir aflann var 55,9 milljónir, eða 537 króna meðal- verð. Loks seldi Hringur frá Dalvík í Grimsby 61,3 tonn og fékk fyrir aflann 34,5 milljónir, 562 króna meðalverð. Þjóðinþarfnýja stjórnarskrá undir rúmlega helmingi af rekstr- arkostnaði á hvern ekinn kíló- metra. Meðalálagning á sölu á bílum og bílavörum er lægri en í verzlun alls. Heildarvelta bílverzlunarinn- ar var 32.1 milljarður króna á árinu 1978 eða 9.4% heildarverzl- unar í landinu. 90.2% bílasölunnar eru í Reykjavík. Að síðustu segir að sé litið á bílgreinina í víðari merkingu og tillit tekið til þeirra er við bíla- samgöngur starfa sé ekki fjarri lagi að áætla að 10% þjóðarfram- leiðslunnar stafi frá bílgreininni. mynd Allt frá endurreisn lýðveldis hefur það verið ósk og draumur íslendinga að eignast nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá okkar er að stofni til meira en aldargömul. Danakonungur „gaf“ okkur stjórnarskrána á þúsund ára afmæli Islands byggðar. Síðan hefur kosningarétturinn verið rýmkaður og leiðrétt misræmi í kjördæmaskipan. Árið 1944 voru gerðar breyt- ingar, sem leiddu beinlínis af því, að konungdæmið var afnum- ið og lýðveldi stofnað. Sumt er gott, en annað úrelt En öll meginatriði stjórn- arskrárinnar standa eins og fyrir einni öld. Sumt er í henni traust og gott, en annað úrelt, og margt vantar í stjórnarskrána, sem breyttir tímar og nýir þjóð- félagshættir útheimta. t»að þarf að rétta hlut Reykjavíkur Það þarf að leysa kjördæma- málið og laga það mikla mis- rétti, sem íbúar Reykjavíkur ög Reykjaness búa við. Það þarf að tryggja jafnrétti milli stjórn- málaflokka og jöfnuð milli byggðarlaga. Það þarf að tryggja í sjálfri stjórnarskránni end- urskoðun á nokkurra ára fresti með hliðsjón af fólksflutningum í landinu. Það þarf að auka Tilraunir sem ekki hafa tekizt Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að endurskoða stjórnarskrána í heild. En þótt ágætir menn í mörgum nefndum hafi að því starfað, hefur ekki tekizt að ná niðurstöðu. Á liðnu ári var ákveðið að gera enn eina tilraun. Ný stjórnar- skrárnefnd var skipuð. Hún hef- ur nú starfað í tæpa tíu mánuði og þegar unnið mikið starf. Hún hefur rætt rækilega öll þau helztu atriði í stjórnarskránni, sem þarf að endurskoða, kjör- dæmamálið alveg sérstaklega. Fjölda upplýsinga hefur verið aflað, álitsgerðir samdar. Nefnd- in stefnir að því að skila heildar- tillögum um nýja stjórnarskrá fyrir lok næsta árs. Síðan þarf Álþingi að fjalla um þetta stóra mál. Nú þarf að ljúka verkinu Ein meginástæðan til þess, að ég gef enn einu sinni kost á mér til þingmennsku er þessi: Mér hefur verið trúað fyrir því af öllum stjórnmálaflokkum að gegna formennsku í stjórnar- skrárnefnd. Ég vil skila því starfi og stuðla að því að koma í höfn heildarendurskoðun stjórn- arskrárinnar. Við höfum ekki áður verið jafn nærri því marki og nú. Það verður að gerast á næsta kjörtímabili. Ég vil gjarn- an fá að leggja mitt lóð til þess að þetta megi takast. Jón Magnússon formaður SUS: persónuval, gefa kjósendum kost á að velja persónur, en ekki aðeins flokka. En fjölmörg önnur atriði verð- Gunnar Thoroddsen ur að endurskoða, til dæmis þessi: Hvort Alþingi á að vera tvær deildir eða ein málstofa. Reglur um stjórnarmyndun. Þingrof. Dómstólar. Umboðsmaður Alþingis til þess að tryggja réttindi borg- aranna. Ýmis mannréttindi. Fylgjum stefnunni eftir Margir bjuggust við því að vinstri stjórnin sáluga yrði lang- lífari en raun varð á. Mátti m.a. byggja það á hástemmdum yfir- lýsingum ýmissa forystumanna vinstri flokkanna um nauðsyn vinstra samstarfs. Fljótlega kom þó í ljós, að litlir kærleikar voru með stjórnarliðum og svo fór að vinstra samstarfið endaði eins og jafnan áður með strandsiglingu þjóðarskútunnar og gagnkvæmum ásökunum strandkapteinanna úr stjórnarflokkunum, hverjum væri um að kenna. Það er sjálfsagt að iáta vinstri mönnum eftir að deila um, hvers- vegna vinstri stjórnin brást jafn illa og lét eftir sig ringulreið, óðaverðbólgu og kyrrstöðu í at- vinnumálum. Úrlausnarefni kosn- inganna sem nú fara í hönd er hinsvegar hverjir eigi að taka við og hvaða stefnu skuli móta til að rétta þjóðfélagið við og koma aftur á stöðugleika og atvinnuupp- byggingu. Þegar það liggur fyrir, að vinstri stefnan hefur verið reynd með jafn hörmulegum ár- angri og raun ber vitni, þá er rökrétt að leitað sé nýrra leiða. Aðrir valkostir en stjórnarforysta Sjálfstæðisflokksins eru ekki fyrir hendi. Þá er eðlilegt að spurt sé, hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Er hann líklegur til að stjórna þjóðfélaginu á annan og betri hátt en hinir flokkarnir? — Mat manna á því er mismunandi, en í því efni e? eðlilegt að gera sér grein fyrir því hvað hefur verið að gerast innan Sjálfstæðisflokksins. Eftir síðustu þingkosningar fór fram opinská umræða um stefnu og störf flokksins. Afleiðing þeirra umræðna er m.a. sú, að mörkuð hefur verið skýr stefna í flestum mikilvægustu málaflokkum. Stefna flokksins í heild hefur fengið nýja áferð og hún er nú mun skeleggari en áður. I efna- hagsstefnu flokksins „Endurreisn í anda frjálshyggu" er tekið undir öll helstu sjónarmið ungra sjálf- stæðismanna varðandi baráttuna gegn bákninu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur með þessari stefnu- mörkun gert þetta baráttumál ungra sjálfstæðismanna að sínu og er það m.a. að þakka baráttu Friðriks Sophussonar og annarra ungra Sjálfstæðismanna, á Al- þingi, landsfundum flokksins og víðar. Ég minntist á það fyrr, að vinstri menn gætu deilt um það hverjum væri um að kenna að svo illa tókst til hjá þeim. Staðreyndin er sú, að það er vinstri stefnunni um að kenna. Stefna óheftra ríkisafskipta og skattaáþjánar sem magnað hefur óðaverðbólgu, eru þeir sökudólgar sem um er að kenna. Sá lærdómur einn verður af því dreginn, að víkja verði af þessari braut. Ungt fólk, hvar og hvenær sem er, hafnar stefnu kyrrstöðu og versnandi lífskjara. Úngt fólk er jafnan stórhuga og ætlast til mikils. Betra og réttlátara þjóð- félag er það markmið sem stefnt er að. Ungt fólk hefur séð, að vinstri stefnan dugar ekki í því efni, — það vill ný viðhorf og Þegar Friðrik Sophusson, fyrr- verandi alþingismaður var for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hófu ungir sjálfstæðis- menn baráttu fyrir samdrætti í ríkisbúskapnum, auknu svigrúmi einstaklinganna og lækkun skatta. Þessi baráttumál fengu misjafnar undirtektir' í fyrstu, en fljótlega varð ljóst, að stór hópur sjálfstæð- isfólks var sama sinnis óg ungir sjálfstæðismenn og sennilega er því fremur öðru það að þakka, að Friðrik hlaut glæsilega kosningu í síðasta prófkjöri flokksins, studd- ur einhuga af unga fólkinu í flokknum og fjölmörgum öðrum. 1 m Jón Magnússon leitar nýrra leiða. Sjálfstæðis- flokkurinn einn býður upp á nýjar leiðir. Leiðir sem eru varðaðar baráttu ungs fólks í Sjálfstæðis- flokknum og komið í höfn af því. Ungu fólki er því ekkert að vanbúnaði að styðja Sjálfstæðis- flokkinn, en það verður líka að finna að flokkurinn styðji ungt fólk á þing og til annarra stjórn- unarstarfa og veiti þeim brautar- gengi, sem drýgstan skerf hafa lagt til nýrrar stefnumörkunar. Með þeim hætti er best tryggt að ný stefnumörkun flokksins komist í framkvæmd og nái þeim árangri sem að er stefnt. Friðrik Sophusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.