Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 13
árinu 1980 eða 25.8% af áætlaðri þjóðarframleiðslu. XXX í ágústlok s.l. var vöruinnflutn- ingur frá áramótum aðeins 6% meiri en á sama tíma í fyrra, ef reiknað er á sama gengi bæði árin. Að teknu tilliti til verðbreytinga í erlendri mynt er því um samdrátt að ræða. Talið er, að samdráttur- inn á næsta ári geti orðið nálægt 5%. Nú er áætlað að vöruútflutn- ingur verði um 264 milljarðar króna í ár en vöruinnílutningur um 262 milljarðar, þannig að nokkur afgangur verði í vöruskipt- um við útlönd á árinu. Hins vegar er útlit fyrir, að þjónustujöfnuður (mismunur útfluttrar og inn- fluttrar þjónustu) verði áfram óhagstæður á síðari hluta ársins, þótt hallinn verði e.t.v. ekki eins mikill og á fyrri hluta ársins. Gera verður ráð fyrir, að hallinn á árinu öllu verði um 7 milljarðar króna og viöskiptahalli því ef til vill 5 milljarðar, samanborið við 11 milljarða króna afgang í fyrra, reiknað á gengi ársins í ár. Erlendar lántökur munu gera meira en jafna viðskiptahallann og greiðslujöfnuður ætti því að verða jákvæður og gjaldeyris- staðan að batna. xxx í lánsfjáráætlun fyrir árið 1979 voru erlendar lántökur ráðgerðar 39 milljarðar króna og afborganir 25.5 milljarðar króna. Síðustu áætlanir benda hins vegar til þess, að erlendar lántökur í ár verði rúmlega 50 milljarðar króna. Er- lendar skuldir þjóðarbúsins munu því aukast meira í ár en að var stefnt. Spáð er 10 milljarða króna viðskiptahalla 1980 eða tæplega 1% af þjóðarframleiðslu. Fyrstu áætlanir benda til þess, að end- urgreiðslur erlendra lána muni nema 45 milljörðum króna á næsta ári. Til þess að gjaldeyris- staðan versnaði ekki þyrftu ný erlend lán að nema 55 milljörðum miðað við að einnig þurfi að mæta við viðskiptahalla upp á 10 millj- arða. Til viðbótar endurgreiðslu langra lána þarf að greiða 10 milljarða af skammtímaskuldum á næsta ári — einkum til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins — en það hefur ekki áhrif á gjaldeyrisstöðuna þótt það rýri gjaldeyrisforðann. Til þess að forðinn rýrnaði ekki þyrftu erlendar lántökur að nema um 65 milljörðum króna. XXX Nú eru horfur á, að þjóðar- framleiðsla vaxi um rúmlega 2% í ár og verði verg þjóðarframleiðsla því samtals 819 milljarðar króna á verðlagi ársins. Þetta er nokkru meiri hagvöxtur en reiknað var með framan af árinu, fyrst og fremst vegna þess, að útflutnings- framleiðslan verður meiri en þá var gert ráð fyrir. Vegna versn- andi viðskiptakjara munu þjóðar- tekjur hins vegar minnka um nálægt 1%, þ.e. viðskiptakjara- skellurinn skerðir þjóðartekjur um rúmlega 3%. Fyrstu niðurstöður þjóðhags- áætlunar fyrir árið 1980 benda til, að þjóðarframleiðslan vaxi um nálægt 1% og verði verg þjóðar- framleiðsla því 1139 milljarðar 1980 á verðlagi þess árs. Hins vegar er gert ráð fyrir, að þjóðar- tekjur verði nánast óbreyttar vegna versnandi viðskiptakjara. Þetta felur í sér, að þjóðartekjur á mann dragast saman á árinu 1980. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 J 3 Samtökin ekki med almenn frambod — en kjördæmissamtök athugi málið „frá heimasjónarmidi” „.PERSÓNULEGA stefni ég ekki að framboði,“ sagði Magnús Torfi Ólafsson formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, er Mbl. spurði hann að þvi á mánudag, en á laugardag var haldinn framhalds- landsfundur Samtakanna, þar sem ákveðið var að þau beittu sér ekki fyrir almennum framboðum í kom- andi kosningum en kjördæmissam- tök voru hvött til að „skoða málið frá heimasjónarmiði og taka ákvarðanir um það eftir því sem efni standa til. ein sér eða i samstarfi við aðra vinstri menn og flokka". Magnús sagði, að ályktun fram- haldslandsfundarins hefði verið sam- þykkt af þorra fundarmanna með aðeins einu mótatkvæði. „Ég greiddi þessari ályktun atkvæði á fundin- um,“ sagði Magnús, „og að ég hygg allir fulltrúar Reykjavíkurfélaganna, þannig að ég held að sú afstaða tali sínu máii“. Einar Hannesson formaður sam- takanna í Reykjavík sagði í samtali við Mbl. að fljótlega yrði haldinn fundur, þar sem endanleg afstaða yrði tekin til þess, hvort og þá hvernig Samtökin í Reykjavík beittu sér sem slík tii liðs við einhvern í kosningunum. Ályktun framhaldslandsfundar SVF er svohljóðandi: „Framhaldslandsfundur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, hald- inn í Reykjavík laugardaginn 20. október 1979, minnir á að Samtökin töldu myndun fráfarandi ríkisstjórn- ar vænlegasta stjórnarkost, eins og mál stóðu þá, og málgagn þeirra hét henni stuðningi við góð málefni. Fyrir því harmar fundurinn, að starf stjórnarinnar skyldi ekki takast með betri heilindum, en raun er á orðin. Fundurinn telur þó, að fráfarandi ríkisstjórn hafi þokað áleiðis ýmsum baráttumálum vinstra fólks í land- inu, en því miður mistekist úrræði í efnahags- og verðbólgumálum, sakir innbyrðis togstreitu og sundurlyndis. Fundurinn varar vinstri menn í landinu við að draga af þessum stjórnarslitum þá ályktun, að heilt og varanlegt vinstra samstarf um ríkisstjórn geti ekki tekist og haldist með góðum árangri, ef að því er staðið af fullri ábyrgðarkennd og samstarfsvilja. Fundurinn telur að þetta stjórnar- samstarf og stjórnarslit sé árétting þess, að meginmálstaður og pólitísk krafa Samtakanna um heila og brigðalausa samstöðu vinstri manna og flokka séu enn tímabær og nauðsynleg markmið og stefnuskrá Samtakanna tímagild svo sem best má verða. En þar sem svo skammt er liðið frá síðustu kosningum, þar sem Samtök- in lögðu þessi mál í dóm þjóðarinnai en hlutu ekki nægilegan byr, ákveður fundurinn að þau beiti sér ekki fyrir almennum framboðum af sinni hálfu á landsvísu í kosningum þeim sem í hönd fara eins og þær ber nú að. Hins vegar minnir fundurinn á, að framboð í einstökum kjördæmum eru samkvæmt lögum Samtakanna alfar- ið í höndum kjördæmissamtaka, og hvetur til þess að þau skoði málið frij heimasjónarmiði og taki ákvarðanir um það eftir því sem efni standa til, ein sér eða í samstarfi við aðra vinstri menn og flokka. Verði um slík framboð að ræða af hálfu eða með aðild kjördæmissamtaka, telur fund- urinn einboðið að málgagn Samtak- anna stýðji þau, eftir því sem óskir aðila og efni standa til“. VLHg'u'tU) W8W'Ib ^IIL SETTU X VIÐ RETT MERKI, KLIPPTU SVO ALLA GETRAUNINA ÚT OG SENDU HANA TIL HAGTRYGGINGAR H.F. SUDUR- LANDSBRAUT 10, REYKJAVÍK. ALLIR ÞEIR, SEM SENDA INN RÉTTA LAUSN INNAN 10 DAGA FÁ HEIMSENDA SKEMMTI- LEGA LITABÓK UM TÍU LITLAR BÍLTÍKUR FRÁ HAGTRYGG- INGU H.F. SKRIFIÐ NAFN OG HEIMILISFANG GREINILEGA Á GETRAUN- INA. HAGTRYGGING HF. SUÐURLANDSBRAUT 10, REYKJAVÍK. NAFN HE»M\U ALDUR, SENDU SVARIÐ TIL HAGTRYGGINGAR HF. SUDURLANDSBRAUT 10, REYKJAVIK,-. HVAÖ HeiTVR V1ERK\9 ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.