Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
Átti að ráða
prmsessuna
af dögum...?
Kínverska flutningaskipið Yingshan strandaði út af bænum Samani á Hokkaido-eyju í
Japan á laugardag, og skömmu eftir strandið brotnaði skipið í tvennt, eins og sjá má á
myndinni.
Veður
víða um heim
Akurayri Amsterdam Aþena 12 alskýjaö 11 skýjaó 23 heiöskírt
Barcelona 21 skýjað
Berlín 9 léttskýjaö
BrUscel 14 rigníng
Chicago 7 heióskírt
Feneyjar 13 heiöskírt
Frankfurt 12 heióskírt
Genf 14 skýjaó
Helainki 4 heióskírt
Jerúsalem 22 mistur
Jóhannesarborg 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjaö
Las Palmas 23 skýjaö
Líssabon 20 léttakýjaó
London 14 skýjað
Los Angeles 29 heióskírt
Madríd 18 heióskírt
Malaga vantar
Mallorca 22 skýjaó
Miami 28 skýjað
Moskva 0 skýjað
New York 26 skýjaó
Ósló 5 léttskýjað
París 13 skýjað
Reykjavík S skýjaó
Rio De Janeiro 37 skýjaó
Rómaborg 22 heiðskírt
Stokkhólmur 8 léttskýjaö
Tel Aviv 28 mistur
Tókýó 18 rigning
Vancouver 15 rígning
Vínarborg 9 skýjaó
Einn lézt og margir
á sjúkrahús eftir að
hafa drukkið tréspíra
Frá Jan-Erik Laure, fréttaritara Mbl. í Ósló. — 23. október.
ÞRJÁTÍU og fjögurra ára gamall maður lét lífið og 34 voru í
skyndi fluttir á sjúkrahús í Ósló frá Kristiansand eftir að hafa
drukkið tréspíra, sem þeir héldu vera spíra. Mennirnir, sem
fluttir voru á sjúkrahús, eru á aldrinum 18 til 30 ára. Þeir voru
ekki taldir í lífshættu en eiga á hættu að missa sjón og hljóta
líkamlegan skaða af.
Los Angeles. 24. okt. AP. Reuter.
BANDARÍSKA dagblaðið
The Los Angeles Times segir í
dag að gripið hafi verið til
mjög víðtækra varúðarráð-
stafana í Los Angeles þegar
Margrét Bretaprinsessa
heimsótti borgina í fyrri
viku, þar sem vitað var að
háttsettur maður úr írska
lýðveldishernum, I.R.A.,
hafði verið sendur þangað til
að ráða prinsessuna af dög-
um.
Margrét prinsessa er á ferð
um Bandaríkin til að safna fé
til styrktar Konunglegu óper-
unni í London. Hún er nú í San
Fransisco, en þaðan fer hún til
Cleveland í Ohio-ríki. Fyrr í
mánuðinum, þegar prinsessan
var í Chicago, hafði dagblað
þar í borg það eftir henni að
Irar væru „svín“, og átti hún
að hafa sagt þetta í umræðum
um morðið á frænda hennar,
Mountbatten lávarði. Margrét
prinsessa hefur algerlega af-
neitað þessum ummælum.
Los Angeles Times segir að
I.R.A. maðurinn hafi komið til
borgarinnar um hálfum mán-
uði á undan Margréti prins-
essu og búið þar á móteli. Hafi
hann ráðið kvikmyndatöku-
menn í þjónustu sína til að
komast að prinsessunni þegar
hún átti að opna útibú frá
Rolls Royce-bílasmiðjunum í
Culver City, utan við Los
Angeles. Maðurinn hafði hins
vegar ekki látið verða úr
árásinni vegna öryggisaðgerða
lögreglunnar.
Margrét Bretaprinsessa
Mennirnir héldu sig vera að
drekka spíra, sem þeir keyptu
um borð í brazilísku skipi í höfn
í Kristiansand. í veizlum í
bænum var ólyfjaninnar neytt
með fyrrgreindum afleiðingum.
Þrjátíu ára gamall brazilískur
sjómaður hefur verið handtek-
inn fyrir að hafa selt tréspír-
ann. Lögreglan í Kristiansand
skýrði frá því, að tréspíranum
hafi verið tappað af tunnum um
borð í skipinu. Fyrir mistök
seldi sjómaðurinn tréspírann í
stað spírans en í tunnum um
borð í skipinu voru hvort-
tveggja tréspíri og spíri.
Bólusóttúírýmt
SÉRFRÆÐINGAR á vegum Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO, hafa lýst því yfir að
bólusótt hafi nú verið útrýmt i
heiminum. Siðustu bólusóttartil-
fellin var að finna á norð-austur-
horni Afríku, meðal hirðingja í
Eþiópiu, Sómalíu, norðurhiuta
Kenýa og Djibuti. Hafa læknar
ferðast um þessi héruð að undan-
förnu, en hvergi fundið bólusótt.
Fyrir aðeins tólf árum hófst
herferð gegn bólusótt á vegum
WHO, en þá var veikin landlæg í 33
löndum, þar á meðal á Indlandi og
í Kína. Með bólusetningum og
auknu hreinlæti tókst smám sam-
an að útrýma veikinni, og undir
lokin fannst hún eingöngu á ofan-
greindum svæðum í Afríku. Nú er
svo komið, segja sérfræðingarnir,
að bólusóttarsýkil er aðeins að
finna í sjö rannsóknarstofum, sem
WHO hefur eftirlit með, en þangað
yrði leitað eftir bóluefni ef sjúk-
dómsins yrði einhverntíma vart í
framtíðinni.
íslenzk mótmæli
vegna réttar-
haldanna í Prag
ÍSLANDSDEILD Amnesty
International hefur sent dr.
Gustav Husak, forseta
Tékkóslóvakíu, mótmæli
vegna réttarhaldanna gegn
tékknesku andófsmönnunum
sex, sem hófust í Prag á
mánudag. Orðsendingin er
svohljóðandi:
„íslandsdeild Amnesty In-
ternational mótmælir rétt-
arhöldunum gegn félögum
VONS-nefndarinnar í Tékkó-
slóvakíu og skorar á yður að
stöðva réttarhöldin og láta
fangana lausa. Við álítum að
menn þessir séu sakfelldir
fyrir að hafa neytt réttar síns
til málfrelsis, sem þeim er
tryggður með alþjóða mann-
réttindasáttmálanum, sem
Tékkóslóvakía er aðili að.“
Eins og fram kom hér í
blaðinu í gær hafa andófs-
mennirnir sex þegar verið
dæmdir.
Þetta gerðist
Bandaríkjamenn urðu
heimsmeistarar í bridge
Rió de Janeiro. 21. október.
EINU skemmtilegasta og mest
spennandi einvígi um heimsmeist-
aratitilinn í bridge er lokið.
Bandarikjamenn sigruðu ítali i 96
spila einvígi með aðeins fimm
punktum.
Þegar 15 spilum var ólokið mátti
heita að sigur Bandaríkjamanna
væri í höfn. Höfðu þeir 66 punkta
forskot. Þegar sjö spilum var ólokið
höfðu ítalir saxað á forskotið svo
að aðeins skildu 11 punktar. Að
tveimur spilum óloknum voru
punktarnir orðnir 15 Bandaríkja-
mönnum í vil og dugði það enda
þótt ítalir ynnu 10 punkta í síðasta
spilinu.
í bandarísku sveitinni voru eftir-
taldir spilarar: Eddie Kantar, Bill
Eisenberg, Bob Goldman, Paul
Soloway, Malcolm Brachman og
Mike Passell. Fjórir fyrstnefndu
hafa áður orðið heimsmeistarar.
Italska sveitin var skipuð eftir-
töldum spilurum: Giorgio Bella-
donna, Vito Pittala, Benito Gar-
rozzo, Lorenzo Lauria, Arturo
Franco og de Falco. Allir þessir
spilarar nema Lauria hafa unnið
heimsmeistaratitilinn
Ástralía varð í þriðja sæti, Tai-
wan í fjórða sæti, Mið-Ameríka í
fimmta sæti og Brazilía rak lestina
í sjötta sæti.
1973 — Herafli Bandaríkjanna i
viðbragðsstöðu vegna uggs um
sendingu sovézks herliðs til Mið-
austurlanda.
1971 — Kína fær aðild að Sþ og
Taiwan rekið.
1%2 — Kúbu-deilan nær há-
marki.
1956 — Sameiginleg herstjórn
Egypta, Jórdaníumanna og Sýr-
lendinga skipuð.
1951 — Viðræður um vopnahié í
Kóreu hafnar aftur í Panmun-
jom.
1948 — Vargas neyddur til að
segja af sér í Brazilíu. '
1944 — Orrustan á Filippseyja-
hafi.
1941 — Sókn Þjóðverja til
Moskvu fer út um þúfur.
1938 — Japanir taka Hankow og
kínverska stjórnin flýr til
Chunking.
1936 — Þjóðverjar og ítalir
mynda öxulinn Róm-Berlín.
1924 — Zinoviev-bréfið birt í
Bretlandi.
1909 — Kóreskir ofstækismenn
myrða japanska prinsinn Ito.
1900 — Bretar innlima Trans-
vaal formlega.
1874 — Bretar innlima Fiji-
eyjar.
1854 — Hetjuáhlaup léttvopn-
uðu brezku riddaraliðsstórdeild-
arinnar við Balaklava á Krím.
1794 — Rússar draga sig út úr
ófriðnum við Frakka.
1760 — Georg III verður kon-
ungur Bretlands.
1666 — Fjórveldabandalag Hol-
lendinga, Brandenborgara,
Brúnsvíkinga og Dana myndað.
15% — Spænskur leiðangursher
til írlands.
1586 — María Skotadrottning
dæmd til dauða.
1415 — Orrustan við Agincourt:
Sigur Hinriks V á Frökkum.
Afmæli — Thomas B. Macaulay,
brezkur sagnfræðingur (1800—
1859) — Johann Strauss yngri,
austurrískt tónskáld (1825—
1899) — Georges Bizet, franskt
tónskáld (1838-1875) - Rich-
ard Byrd, bandarískur heim-
skautakönnuður (1888 -1957) -
Mikael fv. Rúmeníukonungur
(1921 -).
Andlát — Geoffrey Chaucer,
skáld, 1400 — Giorgione, list-
málari 1610 — Georg II Breta-
konungur 1760 — William Hog-
arth, listmálari 1764.
Innlent — íslendingum afhent-
ur Keflavíkurflugvöllur 1946 —
Sogs8töðin tekur til starfa 1937
— d. Magnús konungur hinn
góði Ólafsson 1047 — Árni
Helgason vígður biskup 1299 —
d. Thomas Kráksson 1311 —
Hannes Hafstein útnefndur 1903
— Fyrsta doktorsvörn við Há-
skóla íslands 1919 (dr. Páll
Eggert Ólason) — Alþingiskosn-
ingar (fyrri dagur) 1959 — f.
Helgi Valtýsson 1877 — d. Björn
Þórðarson ráðherra 1963.
Orð dagsins. Hégómagirnd er
mesti smjaðrarinn — La Roche-
foucauld, franskur rithöfundur
(1613-1680).