Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Stada Olíumalar: G j aldþr otay firlýsing ekki komið til tals — segir stjórnarformadur félagsins „STJÓRN Framkvæmdastofnun- ar hefur ekki fjallað um málið á nýjan leik, eftir að starfshópur, sem þrír ráðherrar skipuðu, hafði forgönííu um að ný úttekt var gerð á fyrirtækinu Olíumöl. Það hafa engar nýjar ákvarðanir verið teknar í Framkvæmda- stofnun rikisins, hvorki um að draga fyrri lánsloforð til baka né heidur auka við þau,“ sagði Sverrir Hermannsson forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, er Mbl. leitaði upplýsinga hjá honum um frétt þess efnis, að Framkvæmdastofnun hefði dreg- ið til baka loforð um lánveitingar til Oliumalar og yfirvofandi væri Kjaldþrot fyrirtækisins. „Ég hef svo litlu við þetta að bæta öðru en því, að ég hefði leyft mér að vona, að menn vildu taka höndum saman um að bjarga þessu fyrirtæki, sem ég álít einn mikil- vægasta hlekkinn í því að menn geti nú farið að vinna að varanlegri vegagerð í landinu, sem er eitt brýnasta framfaramálið, sem okk- ar bíður á næstunni,“ sagði Sverrir að lokum. Það hefur einnig komið fram í fréttum, að Útvegsbanki íslands stæði frammi fyrir stórtapi vegna yfirvofandi gjaldþrots. Bjarni Guð- björnsson bankastjóri sagði í við- tali við Mbl. í gær að hér væri ekki alveg rétt farið með. „Utvegsbank- inn stendur ekki frammi fyrir neinu tapi á stórfé vegna Olíumal- ar h/f,“ sagði hann. „Við höfum gengið í ábyrgðir vegna erlendra lána fyrirtækisins en fengið trygg- ingar fyrir þeim, m.a. í Olíustöð- inni í Hafnarfirði og öðrum eignum þess.“ I athugasemd, er borist hefur blaðinu frá Tómasi H. Sveinssyni PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga fer fram dagana 2.-3. nóvember n.k. Ellefu frambjóðendur buðu sig fram og eru það: Sverrir Hermannsson, Tryggvi Gunn- arsson, Július Þórðarson, Sig- ríður Kristinsdóttir, Herdis Hermóðsdóttir, Þráinn Jónsson, Jóhann D. Jónsson, Stefán Aðal- steinsson, Albert Kemp, Egill Jónas Jónsson og Pétur Blöndal. Kosið verður á eftirfarandi stöðum: í Ketilstaðahreppi hjá Sigmari Torfasyni Torfastöðum, á Vopnafirði hjá Hilmari Jósepssyni, í Borgarfirði hjá Jóni Sigurðssyni, formanni stjórnar Olíumalar h/f kemur fram, að ekki hafi komið til tals í stjórn þess að lýsa það gjaldþrota og segir hann marg- ítrekaðar yfirlýsingar ráðherra og annarra stjórnvalda liggja fyrir um aðstoð við að rétta hag félags- ins. Athugasemdin er birt í heild sinni á bls. 5. Sjá einnig grein Ólafs G. Einarssonar á bls. 22. á Seyðisfirði hjá Ólafi M. Sigurðs- syni, Neskaupstað hjá Hjörvari Sigurjónssyni, Eskifirði hjá Ragn- ari Hall, Reyðarfirði hjá Hilmari Sigurjónssyni Fáskrúðsfirði hjá Sigurði Þorgeirssyni, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík hjá Bjarna Gísla- syni, Djúpavogi hjá Unni Jónsdótt- ur og í Vestur-Skaftafellssýslu hjá Albert Eymundssyni og að síðustu á Fljótsdalshéraði hjá Gunnari Vignissyni. Ennfremur geta kjós- endur kosið í utankjörstaðarat- kvæðagreiðslu hjá framangreindu fólki alla daga fram að prófkjöri. Annars veitir Magnús Þórðarson á Egilsstöðum í sima 1452 allar nánari upplýsingar um prófkjörið. Sjálfstæðismenn á Austurlandi: Ellefu bjóða sig fram í prófkjörið — sem fram fer dagana 2.-3. nóv. n.k. Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins: Engar fyrirframgerðar hugmgndir um ríkisstjórn „Alþýðuflokksmenn ganga til kosninga án fyrirfram- gerðra hugmynda um stjórn- armyndun að þeim loknum. Við munum láta málefnastöðuna ráða í ljósi úrslita kosn- inganna,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins, er Mbl. leitaði til hans í gær i framhaldi af þeim ummælum Steingríms Her- mannssonar formanns Fram- sóknarflokksins, að hans hugur stæði frekar til nýrrar vinstri stjórnar að kosningum loknum en annarra stjórnarmyndun- armöguleika.“ „Alþýðuflokkurinn er nú ný- lega búinn að verða fyrir þeim vonbrigðum í vinstri stjórn að fá ekki starf né stuðning við sín meginsjónarmið," sagði Bene- dikt. „Reynslan sýnir okkur, að oft þegar einhver stjórnarmögu- leikinn hefur verið reyndur til þrautar hér á landi, þá líður dálítill tími þar til hann er reyndur á ný. Alþýðuflokkurinn hefur átt samstarf við alla hina flokkana og við göngum til kosninga nú með opinn huga. Okkar kapps- mál er að styrkja Alþýðuflokk- inn sem mest en að öðru leyti er ómögulegt að vera með vanga- veltur um myndun nýrrar ríkis- stjórnar á grundvelli dóms kjós- enda, sem við ekki þekkjum." Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Höfum mestan áhuga á raim- verulegri vinstri stjórn „VIÐ höfum að sjálfsögðu mest- an áhuga á raunverulegri vinstri stjórn, en þá er lika orðið raunverulegri undirstrik- að,“ sagði Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins, er Mbl. Ieitaði til hans i gær i framhaldi af þeim ummælum Steingrims Hermannssonar formanns Framsóknarflokks- ins, að hugur hans standi frek- ar til vinstri stjórnar að lokn- um kosningum en annarra stiórnarmyndunarmöguleika. „Eg hugsa til dæmis að raun- veruleg vinstri stjórn verði erf- ið með þeirri tegund Alþýðu- flokksmanna. sem við höfum kynnzt, og reyndar má nú formaður Framsóknarflokks- ins líka taka sig á til að hann geti kallazt á þeirri réttu vinstri línu. En það fer ekkert á milli mála, að alþýðubandalags- menn reka vinstri pólitik og vilja vinstri stefnu.“ „Þetta er nú betra," sagði Lúðvík er hann heyrði, að Steingrímur segðist þó ekki úti- loka neitt samstarf, ef sam- komulag næðist á málefnaiegum grundvelli. „Sannleikurinn er nefnilega sá, að ef Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur á eitthvað í líkingu við það, sem spár segja, þá tel ég víst að hann geti valið um það að kosningum loknum, hvort hann vill þá krata, sem eftir verða, eða framsóknar- menn í stjórn með sér. Báðir eru reiðubúnir." Mbl. spurði Lúðvík, hvort hann útilokaði Alþýðubandalag- ið og þá hvers vegna. „Ég hef enga trú á því, að Sjalfstæðis- flokkurinn leiti eftir stjórnar- samstarfi við okkur og enga trú á því, að við vildum slíkt sam- starf, þótt möguleiki byðist. Til þess ber of mikið á milli Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins," svaraði Lúðvík Jós- epsson. Mótmœla lóðaúthlut■ unum í Laugardal TVEIR ungir piltar, Karl Þorsteins og Þór Sandholt, litu inn á ritstjórnarskrifstofu Mbl. i gær og höfðu meðferðis eftir- farandi ályktun: Við undirrituð: íþróttanefnd Langholtsskóla í Reykjavík, mótmælum hér með harðlega lóðaúthlutunum á útivistarsvæð- um í Laugardalnum nema undir íþróttamannvirki. Að gefnu til- efni viljum við minna á að við erfum landið. Margrét Hallgrímsdóttir, Birna Einarsdóttir, Þór Sandholt, Karl Þorsteins, Karl Guðlaugsson, Þröstur Sigsteinsson, Adolf Olsen, Gunnar Gunnarsson. Þeir félagar Karl og Þór sögðu að skoðanakönnun hefði farið fram um þetta mál meðal nem- enda á gagnfræðastigi, sem eru á fjórða hundrað talsins og hefðu allir sem einn verið mótfallnir byggingarframkvæmdum í Laugardalnum. V erkamannabústaðir: Tilboð opnuð í máln- ingarvinnu og hrein- lætistæki 216 íbúða STJÓRN Verkamannabústaða i Reykjavik heíur nýlega opnað til- boð í framkvæmdir við fjölbýlishús í Hólahverfi. Er þar um að ræða málningarvinnu, hrcinlætistæki og járnsmiði. Að sögn Eyjólfs K. Sigurjónssonar formanns stjórnar Verkamannabú- staða ákvað stjórnin að hún skyldi sjá um útvegun málningar á steininn og voru tilboðin umreiknuð með það fyrir augum. Átti Fagmálning lægst tilboð í verkið 83,3 milljónir króna, Gísli Sveinbjörnsson 85,3 m.kr. Jón Vilhjálmsson 88,7 m.kr. og Guð- mundur Antonsson 91,3 m.kr. Sagði Eyjólfur að framkvæmdastjóra og tæknimanni Verkamannabústaða hefði verið falið að ræða við Fag- málningu um tilboð sitt, en ekkert væri enn ákveðið. Varðandi tilboð í hreinlætistæki sagði Eyjólfur að ekki væri enn búið að meta öll tilboðin, en sennilega kæmi helst til greina að taka tilboði frá J. Þor- láksson og Norðmann. Fjölbýlishúsin sem hér um ræðir eru í Hólahverfi í Breiðholti og kvaðst Eyjólfur gera ráð fyrir að fyrstu 12 íbúðirnar yrðu afhentar um áramót og síðan yrði afhent eitt fjölbýlishús með 12 íbúðum á þriggja vikna fresti, en þær eru alls 216, 36 eihs herbergja íbúðir, 72 tveggja herbergja og 108 þriggja herbergja. Þá eru hafnar framkvæmdir á veg- um Verkamannabústaðanna á bygg- ingu 60 raðhúsa og sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson að fyrstu íbúar ættu að geta flutt í þau fyrir jólin 1980. Ræða rannsóknir íslendinga og Norðmanna á loðnustofninum FUNDUR íslenskra og norskra fiskifræðinga þar sem ræða á um loðnustofninn verður haldinn í Reykjavik næstkomandi mánu- dag. Að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings er ekki enn fullráð- ið hverjir sitja fundinn af hálfu íslands, en kvaðst hann búast við að Hjálmar Vilhjálmsson ásamt sér og einum til viðbótar myndu sitja fundinn. Sagði Jakob að ræða ætti um leiðangur þann sem Hjálmar Vil- hjálmsson væri að koma úr nú um helgina svo og leiðangur Norð- manna sem var í lok september og fram í október, en Ingolf Ratting- en var leiðangursstjóri og mun hann verða í hópi norsku fiski- fræðinganna. Yrði fjallað um rannsóknir þessar og síðan gefin út sameiginleg skýrsla um loðnu- stofninn og e.t.v. ráðleggingar um nýtingu hans, en það væri mesti misskilningur að fundurinn ætti að ákveða nokkuð um loðnuveiðar í íslenskri lögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.