Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
7
r
Homin og
skælbrosiö
„Ég átti nú sjálfur dálít-
inn þátt í því að hann
(Ólafur Jóhannesson)
ákvað að fara í framboð,"
sagði Steingrímur flokks-
formaður í viðtali við
Morgunblaöið. Meir en
dálítinn, segir almanna-
rómur. Vonleysi flokks-
manna meö formennsku
Steingríms ku hafa knúið
„þann ókrýnda" til að
haatta við aö hætta. Og
tiltekinn framboðs-
kandídat, sem verkar
eins og Steingrímur,
kann að hafa ráðið því að
„sá gamli" kaus að beita
persónutöfrum sínum í
höfuðborginni.
Maður áratugar verð-
bólgunnar, sem kleif
veröbólgutindans tvo:
1974 og 1979, horfir enn
til hæða. Manninn, sem á
að baki tvær vinstri
stjórnir, sem hann sigldi
á sker, fýsir enn í skerja-
garöinn. Hingað til hefur
Olafur að vísu rekið horn-
in ein í Reykvíkinga og
allt sem reykvískt er, en
nú snýr hann óvænt
skælbrosinu í malarlýð-
inn. Um Carter og Olaf
segir Svarthöfði Visis af
þessu tilefni: „Ef hann
(Carter) kæmist með
tærnar þar sem vin-
sældakóngur islands hef-
ur hælana, yrði kátt í
Hvíta húsinu. Hann gæti
kannski reynt það ráð að
hætta í plati um stund og
ákveðið svo að bjóða sig
fram meðal þeirra, sem
hann hefur ofsótt mest á
ferli sínum. Slík aðferð er
mjög líkleg til vinsældat“
Líkur eru aö því leiddar
að Steingrímur flokksfor-
maður rói að því nú að sá
„ókrýndi" verði í öðru
sæti framboðsins i
Reykjavík, en annar leiði-
tamari á oddinum. Þann-
ig muni Ólafur „styrkja"
framboðið, án þess að
fara inn á þing aftur.
Verandi í þingflokknum
eftir kosningar muni
Ólafur ráða ferð en for-
maðurinn áfram í hlut-
verki messadrengs.
Eitt er víst. Ekki mun
Ólafur á næstu vikum
flytja sínar gömlu ræður
um „Reykjavíkurvaldið"
eða tíunda áratuga andóf
sitt gegn öllu því, sem
Reykvíkingum hefur ver-
ið hjarta næst á gengnum
árum.
Pólitískar
sjón-
hverfingar
Alþýöuflokks
Áróöursbrögð Alþýðu-
flokksins í síöustu þing-
kosningum voru vissu-
lega nýstárleg. Hávaði,
sýndarmennska og
pennastrikslausnir ein-
kenndu vel skipulagða
herferð, sem gjörnýtti
hvers konar áróðurs-
tækni. Þó voru það örfá
meginatriði í loforða-
mergð kratanna sem
einkum náöu eyrum
fólks: 1) Samvirkar aö-
gerðir til aö ná niöur
verðbólgu, 2) Kjarasátt-
máli aðila vinnumarkaðar
og ríkisvalds til að
tryggja kaupmátt launa
og koma á jafnvægi í
efnahagsmálum og 3) Af-
nám tekjuskatts á launa-
tekjur, en tekjuskatturinn
var gjarnan kallaður
launamannaskattur.
Alþýðuflokkurinn ber,
ekki síður en Alþýðu-
bandalag og Framsókn-
arflokkur, stjórnskipu-
lega ábyrgð á stjórnar-
stefnu fráfarinnar vinstri
stjórnar og afleiðingum
hennar. Og afleiðingarnar
stangast gjörsamlega á
við fyrirheitin: 1) Verð-
bólgan hefur farið fram
úr öllum sínum fyrri met-
um, 2) „Kjarasáttmálinn"
birtist í bráðabirgðalög-
um um skerðingu samn-
ingsbundinna kjaraatriða
og verkfallsbanni (á
sjómenn); og efnahags-
jafnvægiö og kaupmátt-
arverndun urðu öfug-
mæli, 3) Afnám tekju-
skatts á launatekjur kom
fram í afturvirkum tekju-
skattsauka (1978), nýjum
tekjuskattsþrepum
(1979) og hærri heildar-
skattheimtu ríkisins í
hiutfalli af þjóðartekjum
en nokkru sinni fyrr. Al-
þýðuflokkurinn getur
ekki bent á eitt einasta
atriði, sem máli skiptir, er
hann stóð við og kom
fram í rúmlega 13 mán-
aða stjórnarsetu.
Brotthlaupið úr ríkis-
stjórninni minnir óneitan-
lega á þá áróðurstilburði
Alþýðuflokksins, sem
hann viðhafði fyrir rúmu
ári og leiddu hann í
vinstri stjórn. En það er
hins vegar erfitt að
blekkja sama manninn
tvisvar, hvað þá fjölda
fólks. Hætt er því við að
Alþýðuflokkurinn verði
að sitja á sama bekk og
aðrir stjórnarflokkar,
fyrrverandi, þegar dómur
yfir vinstri stjórninni
verður kveöinn upp f
komandi kosningum.
SIGURGEIR SIGURÐSSON Á ÞING
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi Kópavogur, Grindavík, Hafnarfjöröur, Mosfellssveit, Garöabær, Gullbringusýsla, Seltjarnarnes, Kjósarsýsla. Stuöningsmenn AUGLYSING
REYKJANESKJÖRDÆMI 27. —28. október
Auglýsing
Ernu Ragn
Irsdóttur
sími 19897
ið bjóðum
kstur
kiorstað.
tmerin
5as£
bazarinn“
í dag
Kvenfélagiö Hringurinn heldur si
árlega bazar að Hallveigarstöðum í dag kl. 2.
Á bazarnum verða m.a.
handavinna, jóladúkar, jólatrésteppi,
rúmteppi, púðar, svuntur, dúkar,
veggplattar Hringsins og leikföng til-
valin til jólagjafa. .
Þá verður einnig kökubazar.
Allur ágóði rennur til líknarmála
^arna' Bazarnefndin.
Framboðsfrestur
til alþingiskosninga í Reykjavík 2. og 3. desember
1979 rennur út miövikudaginn 7. nóvember n.k.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboöum aö Austur-
stræti 16, 5. hæð (inngangur frá Pósthússtræti),
þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17.00—18.00 og
miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17.00—18.00 og
kl. 23.00—24.00. Fylgja skal tilkynning um, hverjir
séu umboösmenn lista.
25. október 1979.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur.
Jón G. Tómasson
Sigurður Baldursson
Hrafn Bragason
Hjörtur Torfason
Jón A. Ólafsson.
Uppreisn
frjálshyggjunnar
ÞJÓÐMENNINGIN
Frjáls-
hyggjan og
skólamálin
Bessí
Jóhannsdóttir
Menning
og sjálf-
stæðisbar-
átta
Ema
Ragnarsdótlir
FRJÁLS-
HYGGJAN
Frjáls-
hyggjan og
lögin
Jón St.
Gunnlaugsson
Hugmynda-
baráttan á
Vestur-
löndum
Hannes H.
Gissurarson
VINNUMARK
AÐURINN
Viðreisn á
vinnumark-
áðnum
Baldur
Guðlaugsson
Af sjónar-
hóli laun-
þega
Halldór Blondal
ATVINNULlFIÐ
Vandi
atvinnu-
veganna
Jón Ásbercsson
Hagkerfi
frjáls-
hyggju og
sósíalisma
PéturJ.
Eiríksson
„Ekkert
land er
sjálfu sér
ein-
hlítt. . .“
Geir H. Maarde
UTANRlKIS-
STEFNAN
Raunsæi
og þjóð-
ernis-
hyggja
Þór VVhitehead
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN
Starf Sjálf-
stæðis-
flokksins
Friðrik
Sophusson
Sjálf-
stæðis-
flokkurinn
og tregðu-
lögmálið
Davíð Oddsson
Hagkerfið
og verð-
bólgan
Þráinn
Eggertsson
I öryggis-
málum er
enginn
annar
kostur
Bjöm Bjamason
Hvað
vildum við?
Hvað
gerðum við?
Þorsteinn
Pálsson
Bókin UPPREISN FRJÁLSHYGGJUNNAR er samin fyrir hugmvndabaráttu sam-
timans, baráttuna milli stjórnlyndis og sósialisma annars vegar og sjálfstæðis og frjáls-
hvggju hins vegar. Höfundar bókarinnar eru allir Sjálfstæðisnienn. en þeir eru óhræddir
vid að gagnrýna flokkinn hrcinskilnislega. Allar tillögur þeirra miða að þvi að gera
Sjálfstæðisflokkinn, sem er fimmlíu ára 25. mai 1979. að voldugri fjöldahreyfingu
fólksms i landinu. sem bersl gegn Bákninu. fslenzkir frjálshyggjumenn hafa of lengi setið
°g þagað við sósíalismanum. Nú rísa þeir upp og taka til máls.
Fæst í flestum bókaverzlunum.
Dreifing:
Félag frjálshyggjumanna
Pósthólf 1334 121 Reykjavík Sími: 85298