Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 14

Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 , HLAÐVARPINN , Á FLUGI í RÚM 40 ÁR „Svifflug er allra meina bót” Njörður Snwhólm á svifflugnámskeiöi á öra viö Fredrikstad í Noregi í maímánuöi þaö herrans ár 1938. ÞEGAR erli hversdagsins sleppir er hverjum manni nauösyn aö geta snúiö sér aö áhugamálum sínum hver sem þau kunna aö vera. í Rannsóknarlögreglu ríkisins getur vinnudagurinn oröiö langur og þar er viö ólfkustu verkefni aö glíma. Mikiö mæöir á Nirði Snæhólm yfirlögregluþjóni og það er því fyrir hann eins og aö komast í annan heim aö komast upp á Sandskeiö og bregöa sér á loft í einhverri flugunni. — Ég er búinn aö vera viöloö- andi svifflugiö síöan 1937 og reyndar byrjuöum við aö undirbúa okkur áriö áöur, segir Njöröur Snæhólm í samtali viö Hlaðvarp- ann. — Þá var veriö aö byggja Þjóöleikhúsiö og viö fengum þar heilan sal til afnota um veturinn. Ætli við höfum ekki verið 15 saman í þessu og ég og Sigurður H. Ólafsson erum enn tíöir gestir uppi á Sandskeiði. Agnar Kofoed- Hansen, núverandi flugmálastjóri, starfaöi mikiö í þessu í mörg ár, en hann sést ekki mikiö á Sandskeiöi nú orðið. Viö spyrjum Njörð um þessi fyrstu ár svifflugsins hér á landi, en 5 svifflugmenn tóku a-próf á Sandskeiöi sumariö 1937. — Við fluttum okkur fljótlega upp á Sandskeiö, en byrjuöum þó reyndar í Vatnsmýrinni austan Njaröargötu, þar sem flugvöllurinn er núna. Einnig vorum viö smáveg- is í Mosfellssveit. Aöstaöan var allt önnur, blessaöur vertu, heldur en þekkist í dag. Til aö komast á loft Njöröur Snnhólm yfirlögreglu- þjónn. voru notaöar teygjur og svo var kannski flogiö í V4 mínútu, en hestar síöan látnir draga vélina til baka. Fljótlega eftir aö viö komum á Sandskeiðið var byrjaö aö nota spil til aö komast á loft og tæknin viö þetta hefur síöan aukizt meö hverju árinu, segir Njöröur. Haraldur Snæhólm flugstjóri hjá Flugleiöum byrjaöi aö fljúga á svifflugu meö fööur sínum og Njöröur segir okkur, aö svifflug- mennirnir séu allt niður í 14 ára gamlir en til aö fá að fljúga svo ungur þurfa menn að fá uppáskrift forráðamanna. Aö sögn Njarðar er algengt, aö menn byrji ungir aö fljúga svifflugu, hætti síöan um tíma, en byrji að nýju þegar þeir eru búnir aö koma sér fyrir. En er þetta della, sem ekki er hægt aö lækna? — Þetta er meira en della, þetta er meðal viö næstum því öllu, aö ég held. f sviffluginu fær maöur flest þaö, sem önnur áhugamál geta gefiö og er þá ekkert undanskilið að mínum dómi. Ef ég er leiöur og þreyttur þá er svifflugiö allra meina bót, segir Njörður Snæhólm aö lokum. ÆVENTÝRI Á DÝRAFIRÐINUM „Bátarnir voru eins og skreytt jólatré” ÞEIR sem reynt hafa, segja það stórskemmtilegt œvintýri að fara á smokkfiskveiðar — og arðbært ef vel gengur. í haust ííekk smokkfiskurinn inn á firði fyrir vestan, en það hefur ekki gerzt í ein 12 ár. í nýjasta tölublaði Sjávarfrétta skrifar Sigurjón Valdimarsson skemmtilega grein um þessa „hitasótt“ undir fyrirsögninni „Og þá má einu gilda hvar gusan lendir“. Við grípum niður í greinina og birtum orðrétt nokkrar setningar úr þessu „ævintýri í Dýrafirðinum“. „Æðisgengin leit að smokk- fiskkrókum var hafin og það var mesta furða hvað mikið fannst. Svo aum bátsskel var vart finn- anleg að henni væri ekki hrint á flot og hún mönnuð. Sumir bát- anna voru svo lekir að hafa varð ílát undir aflann meðferðis og halda í land, þegar þau voru fyllt... Og þeir sem ekki komust á bát fóru út á eyraroddann og kveiktu þar bál eða lýstu á sjóinn með bílljósum til að ginna smokkinn á land og tóku hann berum höndum í fjörunni... Það þykir vænlegt til árangurs að hafa mikið af ljósum hangandi utan á bátnum á smokkfiskveið- um og sumir bátarnir á Dýrafirð- inum voru til að sjá eins og skreytt jólatré. ... En þegar menn lenda í UMSJÓN: ÁGÚST I. JÓNSSON (Ljósm. Sjávarfréttir). Finni — greinilega ánægður meö afraksturinn. brjáluðum fiski gilda snör hand- tök við að hrista af króknum og koma honum í sjó aftur og þá má einu gilda hvar gusan lendir, enda eru sumir hörðustu veiði- mennirnir æði svartir í framan þegar þeir koma að landi að morgni... Sumir höfðu með sér konuna og það gat komið fyrir að skjóta þurfti konu eða krakka á land einhvern tíma næturinnar, en það gerði ekkert til því sjaldnast var meira en tíu eða fimmtán mínútna keyrsla að bryggjunni... Er gaman að þessu? Já, sagði Jónas sveitarstjóri, þetta gefur laxinum ekkert eftir. Já, sagði Geiri Magg og andlitið ljómaði, það er skolli gaman að þessu. Já, sagði Dóri á Dýrhól, það er djöfull gaman að þessu ...“ Helga Lína lang- sokkurá Skaganum I LOK september byrjuðu á Akra- nesi æfingar Skagaleikflokksins á leikritinu um hana Línu litlu lang- sokk, en leikstjóri er Vestmann- eyingurinn Sigurgeir Scheving. Helga Braga Jónsdóttir leikur Línu og er meðfylgjandi mynd af henni í hlutverkinu. Hún sagði í viðtali við blaðið Umbrot á Akranesi að hún væri dálítið taugaóstyrk fyrir frumsýninguna og sagðist kvíða mest fyrir einsöngsatriðunum. Við skulum vona að allt gangi vel hjá Helgu Línu. íleiðinni... íldðinni Gaman, gaman TÍZKUKÓNGAR Parísarborgar boðuðu nýlega vor- og sumar- tízkuna 1980. í boðskap þeirra kom fram, að vænta má stuttpilsanna á nýjan leik og var það þó vonum seinna. Um svipað leyti ákváðu Flugleiðir að láta hanna nýjan flugfreyjubúning, sem tekinn verður í notkun næsta vor. „...varla kemba hœrur” Þessi vísa fannst meðal nokk- urra annarra í hlaðvarpanum á dögunum: „Eitt sinn átti Eykon hrút, og úrvals gærur. Við mörðugrís nú myndar skærur, mun sá varla kemba hærur.“ HLAÐVARPINN Nóg af slgsum í GREINARGERÐ frá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands er sagt frá starfsemi deildarirmar. Meðal annars er sagt frá rekstri sjúkrabíla deildarinnar, en þar segir svo m.a.: „Nýting bílanna hefur verið góð, útköll fleiri en 10 þúsund á ári eða að meðaltali 27—28 á sólarhring." Greinilegt að forystumenn deildarinnar eru mjög ánægðir. Allrahanda................. • Pétur Sveinbjarnarson keypti sem kunnugt er Húsið á Eyrar- bakka og hefur unnið mikið starf við að gera upp þetta sögufræga hús. Hann hefur nú skipt um lögheimili og nýja heimilisfangið er: Pétur Sveinbjarnarson, Hús- inu, Götunni, Eyrarbakka... • Mörgum þykir vel við hæfi að Haraldur Ólafsson bætist í þing- flokk Framsóknarflokksins. Ekki sé vanþörf á mannfræðingi í þeim hópi og almennt á Alþingi... • Fæðingardagur Jóhannesar heitins Kjarvals var 15. október, en þann dag fyrir allnokkrum árum kom í heiminn stúlkubarn, sem gefið var nafnið Sjöfn (Sig- urbjörnsdóttir). Sú er nú formað- ur stjórnar staða þeirra, sem kenndir eru við meistara Kjarval... • Síðustu árin hefur það verið hulið flestum hvað Ólafur Jóhannesson ætlaðist Benedikt Bónaparte fyrir hverju sinni. Þannig var þessu farið varðandi framboðs- mál véfréttarinnar nú á dögunum og var jafnvel veðbanki starfandi, þar sem menn spáðu mjög í hver yrði næsti leikur framsóknar- höfðingjans úr Fljótun- um ... • Þrír fyrrverandi þing- menn Alþýðuflokksins bjóða sig fram í prófkjöri á Norðurlandi eystra. Sjálfsagt verður mikil þátttaka í prófkjörinu þar um sveitir og rifjar það upp söguna frá síðustu kosningum. Þá greindi Dagur á Akureyri frá því að 32 hefðu tekið þátt i prófkjöri krata í Mývatnssveit, en þar væru hins vegar ekki bókfærðir nema fjórir kratar. Eðlilega var fyrirsögn Dags svohljóðandi: „32 af 4 krötum tóku þátt í prófkjör- inu“ ... • Benedikt Gröndal ótt- ast ekkert meira þessa dagana en doktorinn Braga Jósefsson og sagt er að margir vilji nú gera bragarbót á forystu Alþýðu- flokksins. Mynd sú er fylgir hér með var fyrir nokkru tekin innan veggja Stjórnarráðsins og sýnir hvernig forsætisráðherrann gengur þar um ganga í Napól- eonsstíl... • Þegar Elín Pálma- dóttir sá alla hákarlana, sem við er að glíma í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins um helgina, varð henni að orði: „Ég segi bara eins og hornsílið: Hér syndum vér fiskarnir." Sjöfn fyrir mörgum érum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.