Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
16
Finnbjöm Hjartarson:
Horft til
nýrrar aldar
Haraldur Blöndal:
Eilífðarvél
Steingríms
Hermannssonar
Enn kemur í hlut sjálfstæð-
ismanna að vera í fararbroddi,
þegar standa skal vörð um lýðræð-
ið á íslandi og benda þjóðinni á
þau sannindi, að frelsi einstakl-
inga til athafnalífs sé sá þáttur,
sem lyftir þjóðinni á framfara-
braut. Þrátt fyrir það, að andstæð
öfl hafi verið sterk hér á landi,
hefur Sjálfstæðisflokkurinn lyft
Grettistaki í þeim efnum að koma
á frelsi á íslandi, og hefur tekizt
að draga vel inn í flokka andstæð-
inganna.
Þar er skýrust frjálslyndis-
bylgja sú, sem náði til Alþýðu-
flokksins í síðustu Alþingiskosn-
ingum. Þeirri þróun eigum við
Sjálfstæðismenn að fagna. Við
þurfum ekki að óttast, og eigum
ekki að óttast, þegar gamlir kerf-
isflokkar ganga í frelsisátt. Við
eigum að fagna öllum, sem taka
þátt í jákvæðri uppbyggingu
þjóðlífs á íslandi, með málefna-
legri baráttu og sjáum vissulega,
að Sjálfstæðisflokkurinn er miklu
sterkari en atkvæðamagn hans
segir til um.
Og hvernig má annað vera?
Flokkur, sem stendur vörð um það
helgasta og bezta, sem gefið hefur
verið, kristna siðfræði, sem byggir
upp einstaklinga á einstakan hátt.
Lætur engan afskiptan. Stendur
að og byggir upp heimilislíf. Æti-
ast til frelsis í öllum greinum. Veit
að mesti jöfnuðurinn fæst aðeins
með frelsi allra einstalinga, í
bræðralagi siðaðra manna, þar
sem maðurinn er ekki í öndvegi,
heldur skapari hans.
í afmælisgrein, sem Elín
Pálmadóttir, blaðamaður skrifar
nýlega og ræðir við Ármann
Snævar, forseta Hæstaréttar, seg-
ir Ármann, að þegar mál hafi
verið tekin til dóms, eftir sókn og
vörn, þá finni hann til þeirrar
ábyrgðar, að enginn sé lengur til
yfir honum „nema Guð einn“.
Finnbjörn Hjartarson.
Hvað þýðir þessi játning fyrir
fólkið í landinu? Fyrir kristið
fólk? Það veit, að í öndvegi er
smiður réttarins, en maðurinn
verkfæri, sem veit að fyrir augliti
hans eru allir jafnir og honum ber
að gæta bróður síns. Dómarinn er
einn með Guði og samvizku sinni.
Hafa einhverjir aðrir betra
fram að færa? Þeir geri þá grein
fyrir málinu.
Þetta er sú hugsjón og vissa,
sem sterk þjóðfélög standa á. Þær
þjóðir reyna að koma því að í
öllum greinum, í öllum þáttum
þjóðlífsins, að þegnarnir hafi slíka
samvizku og séu í raun aldrei einir
og aldrei eftir.
Þess vegna geta sjálfstæðis-
menn verið stoltir af, að þeir hafa
af fremsta megni, oft við erfiðar
aðstæður, byggt upp þjóðfélag á
frelsisbraut, þar sem kristin sið-
fræði er þráðurinn, sem heldur
uppi þjóðfélaginu.
Vel mega menn gera sér grein
fyrir því hvílíkt ginnungagap væri
í íslensku þjóðlífi ef varðstöðu
Sjálfstæðismanna nyti ekki við.
Enginn getur á móti því mælt,
að úr röðum Sjálfstæðismanna
hafa valizt menn, sem stóðu
fremst í baráttu fyrir frelsi þjóð-
arinnar. Og þegar stærsta skerfið
var stigið til verzlunar- og at-
hafnafrelsis, sem var 1961, voru
sjálfstæðismenn í fararbroddi. Nú
heita sjálfstæðismenn því, að
skrefið verði stigið til fulls ef þeir
verða valdir til forystu að aflokn-
um kosningum.
Á þeim tuttugu árum, sem síðan
eru liðin, hefur á Vesturlöndum
orðið tæknibylting, sem fáa óraði
fyrir. Sú bylting er komin frá
þeim þjóðum, sem frjálsastar eru í
atvinnuháttum og óhræddar setja
skapara mannsins í öndvegi.
Við íslendingar skuium ekki
láta vilia okkur sýn í þeim efnum.
Við skulum horfa til nýrrar aldar
með hinar beztu gjafir að leiðar-
ljósi. Við skulum ekki forsmá
gjafarann, heldur skulu sjálfstæð-
ismenn áfram vera varðmenn
kristninnar, lýðræðisins og frels-
isins. í þjóðfélagi, þar sem menn
eru aldrei einir og aldrei efstir, og
með því hugarfari nálgist íslenzka
þjóðin aldamót.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn á að
eiga möguleika að auka frelsið,
mega sjálfstæðismenn í Reykjavík
ekki vera svo kappsfullir í próf-
kjörsbaráttu, að þeir endurspegli
ekki vilja síðasta Landsfundar
Sjáifstæðisflokksins og standi
þétt með Geir Hallgrímssyni, á
þeim tímamótum, sem líkur eru á
að séu framundan í stjórnmálum
landsins.
Skáldjöfurinn Henrik Ibsen
lýsir átakanlega í leikriti sínu
Villiöndin örlegum þess góða
ljósmyndara Hjalmars Ekmann,
sem trúði því að gera mætti
eilífðarvél. Hugsjónin mikla eitr-
aði fjölskyldulíf hans, en þrátt
fyrir það tókst honum æ ofan í æ
að sannfæra heimilisfólk sitt um
að sigurinn væri á næsta leiti og
jafnframt hamingja þeirra. Að
lokum eyðilagði tálsýn Ekmanns
fjölskyldu hans og lagði líf hans í
rúst.
Reykvíkingar þekkja þetta
leikrit vel, — það var sýnt hér
fyrir nokkrum misserum.
Mér kom þetta snilldarverk í
hug, þegar ég las í Morgunblað-
inu í morgun, föstudag, að
Steingrímur Hermannsson tryði
enn á vinstri stjórn, og væri
farinn að safna sér efni í nýja
eftir kosningar. Það gilda nefni-
lega sömu lögmál um vinstri
stjórnir og eilífðarvélina hans
Hjalmars Ekmanns, — þær
vantar aflvakann.
Enn sem komið er er nýjasta
vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar aðeins tálsýn hans
og von, og mín vegna má hann
dútla við það að mynda slíka
stjórn, — þ.e. svo lengi, sem
engin hætta er á því að hún verði
bitur veruleiki fyrir íslendinga.
En Steingrímur Hermannsson er
voldugur maður í þjóðfélaginu,
— hann er mikill áróðursmaður
Haraldur Blöndal
og hver veit nema honum takist,
eins og Hjalmar Ekmann, að
sannfæra nógu marga einu sinni
enn. Sú hætta er fyrir hendi.
Þremur sinnum höfum við
íslendingar orðið fyrir barðinu á
vinstri stjórn. Þremur sinnum lá
efnahagslíf landsins í rúst. Er nú
mál að þessu leikriti linni.
Til þess að svo megi verða,
þarf Sjálfstæðisflokkurinn að
vinna slíkan sigur í Alþingis-
kosningunum 2. og 3. desember,
að vinstri stjórn komi ekki til
greina. Til þess að svo megi verða
þarf flokkurinn stuðning og til-
trú almennings í landinu.
Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi:
Vinnum meirihluta í
Aðventukosningunum
Þriðja vinstristjórnin er fallin
og enn einu sinni skilur hún eftir
sig glundroða og upplausn í efna-
hagslífi landsmanna. Eftir 13
mánaða argaþras gáfust vinstri-
flokkarnir upp, enda orðnir hund-
leiðir hver á öðrum og hver höndin
uppi á móti annarri. Getuleysi
þessara flokka til að stjórna
landinu hefur enn einu sinni verið
afhjúpað. Stefnuleysi þessara
flokka kemur í veg fyrir að hægt
sé að byggja upp heilbrigt og
lífvænlegt þjóðfélag.
Sjálfstæðisflokknum er mikill
vandi á höndum á þessum tíma-
mótum. I Aðventukosningunum
sem í hönd fara verður flokkurinn
að einbeita sér að því, að kynna
kjósendum stefnumörk sín og
hverjar leiðir hann hyggst fara til
þess að rétta við. Sjálfstæðis-
flokknum nægir engan veginn að
vinna kosningasigur sem einungis
byggist á óvinsældum vinstri-
flokkanna. Hann verður að leita
sér trausts fylgis en þess sem
byggt ®r á stundaróánægju al-
mennings. Hann verður að móta
skýra og rökfasta stefnu um leiðir
út úr ógöngunum í efnahagsmál-
um landsmanna, og vinna kosn-
ingasigur sinn á eigin verðleikum.
Sjálfstæðisflokknum ber skylda
til að koma hreint fram og segja
þjóðinni hvað hann vill gera í
þessum efnum og hvernig hann
vill gera það. Hann þarf að marka
stefnu viðreisnar í efnahagslífinu,
stefnu og framfara og festu. Þjóð-
in vill að brotið sé blað í þjóðmál-
unum og það blað á Sjálfstæðis-
flokkurinn að brjóta.
Leita verður nýrra leiða. Það
hálfkák og handarbakavinna sem
tíðkast hefur við lausn verðbólgu-
vandans verður að heyra sögunni
til. Breyta þarf mörgum grunnvið-
um þjóðfélagsins. í stuttri
blaðagrein verða því máli ekki
gerð mikil skil, en eitthvað má þó
nefna.
Umfram allt verður Sjálfstæð-
isflokkurinn að hafa kjark og þor
til að einbeita sér að forystuhlut-
verki sínu í íslenzkum þjóðmálum
án þess að eiga það undir sam-
starfi við aðra flokka hver stefna
hans verður. Sjalfstæðisflokkur-
inn verður að ætla sér að vinna
algjöran meirihluta á næsta Al-
þingi til þess að koma stefnumál-
um sínum fram.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
fylgja út í æsar þeirri yfirlýstu
stefnu sinni, að afnema alla nýju
skattana og álögurnar sem
vinstristjórnin lagði á. Hann verð-
ur að vinna að því, að almennar
launatekjur verði ekki skattlagð-
ar.
Gefa verður utánríkisverzlunina
frjálsa, leyfa frjáls gjaldeyris-
viðskipti og skapa frjálst verðlag í
landinu. Snúa verður þróuninni
Richard Björgvinsson
við með því að lækka neyzluskatta
og stöðva sífelldar víxlhækkanir
launa og verðlags. Gera verður
almenningi grein fyrir því, að
verðlækkanir komi í áföngum.
Hreinsa verður til í KERFINU
sem alla er að sliga, og er orðið
slíkt völundarhús, að það er ekki á
annarra færi en sérfræðinga að
rata um það.
Við fjárlagagerð þarf að taka
upp allt önnur vinnubrögð en
tíðkast hafa. I stað þess að setja
tölurnar frá því í fyrra inn í nýtt
fjárlagafrumvarp, og þvarga síðan
í nokkrar vikur í þinginu um
hvern einasta lið, verður að byrja
fjárlagagerðina á núlli og ætla
hverjum lið það fjármagn sem til
ráðstöfunar er hverju sinni. Um-
fram allt verðu að gæta ýtrustu
hagsýni og sparsemi í ríkisrekstr-
inum. Fjölmörg ríkisrekin fyrir-
tæki þarf að leggja niður og láta
einstaklingsframtakið annast
þann rekstur með arðsemissjón-
armið í huga.
Atvinnuvegunum verður að búa
lífvænleg skilyrði og stöðva þá
óhóflegu skattpíningu sem nú er
að bera þá ofurliði. Nýta verður
orkulindir landsins til þess að
auka þar með framleiðni og vel-
megun allra landsmanna.
Allar þessar ráðstafanir miða í
þá átt, að Sjálfstæðisflokkurinn
beiti sér af alefli að því, að færa
fjármagnið til atvinnulífsins og til
fólksins sjálfs, lofa fólkinu að
ráðstafa sínum tekjum, en ekki
einhverjum nefndum og ráðum,
hvað þá starfshópum, svo notað sé
nýyrði vinstristjórnarinnar yfir
einn angann af kerfinu.
Sjalfstæðisflokkurinn á hik-
laust að vinna að því að fá umboð
þjóðarinnar til þess að stjóra einn
og koma stefnumálum sínum
fram. Hann er reiðubúinn að axla
þá ábyrgð og jafnframt reiðu-
búinn að hlíta dómi landsmanna
um stefnu sína og markmið.
Fyrir síðustu kosningar börðust
vinstriflokkarnir undir vígorðinu:
„Samningana í gildi." Þeir unnu
mikinn sigur, en efndirnar urðu
engar, eins og landsmenn þekkja
alltof vel.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
vinna að því, að landsmenn hljóti
nýja tiltrú á gjaldmiðli sínum.
Hann verður að tryggja kaupmátt
launa og vinna bug á óðaverðbólg-
unni. Hans vígorð í þessum kosn-
ingum ætti að ver: „Krónan í
gildi.“ Það vígorð fengi hljóm-
grunn hjá þjóðinni sem nú horfir
upp á öll verðmæti sín brenna upp
í óðaverðbólgu.
Aðventukosningarnar eiga að
verða upphaf birtu og friðar í
íslenzkum stjórnmálum og efna-
hagsmálum, en það getur aðeins
orðið með því að Sjálfstæðisflokk-
urinn hljóti þann þingstyrk sem
nauðsynlegur er til þess að koma
stefnumálum sínum fram af ein-
urð og festu.
Breytt
.símanúmer
á afgreiöslu
Morgunblaösins
83033