Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 17

Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 17 Tónlist að Kjarvalsstöðum Kammermúsikklúbburinn stóð fyrir tónleikahaldi að Kjarvalsstöðum og fluttu Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhann- esson og Philip Jenkins tónlist eftir Vanhal, Brahms, Ives, Schumann og Katsjatúrían. Vanhall eða Wanhall eins og nafn hans er stundum ritað, var virtur kennari og tónskáld og samdi mikið af sinfónium og alls konar kammertónlist og eru sónötur hans að því leyti sér- kennilegar að hann gerir ráð fyrir að þaer megi leika (og jafnvel syngja) á ýmsar gerðir hljóðfæra. Einhvern veginn var samsetningin klarinett, fiðla og píanó ekki sannfærandi fyrir þessa tónlist Vanhalls (1739- 1813) og flutningurinn ekki í samræmi við stíl og tíma tón- skáldsins. Annað verkefnið á tónleikun- um var klarinettusónatan op. 120, nr. 1, eftir Brahms. Þetta dýrðarinnar verk var glæsilega flutt af Einari Jóhannessyni. Það sem á vantaði var vöntun í blæbrigðum á píanóinu. Leikur Philip Jenkins er nákvæmur og skýr, en það vantar öll stílbrigði í leik hans. Brahms er róm- antískt tónskáld og mótun blæ- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON brigða er ekki síður nauðsynlegt að útfæra en nákvæmni í leik og samspili. Sterkur og hvass hljómur gefur ekki sama Brahms og þungur og mjúkur hljómur. Allt um það, Einar Jóhannesson lék verkið feikna- lega vel og naut góðs af öruggu samspili Jenkins. Largo eftir Ives var bæði vel og illa spilað og vantaði víða þá litun í tónblæ er nauðsynlega þarf í þessu verki. Fjórða verkið var fiðlusónat- an, op. 105, nr. 1, eftir Schu- mann. Leikur Guðnýjar var of mislitur og þar sem mest bar á ástríðuþrungnum sterkum tóni, en fínlegri blæbrigði voru eitt- hvað er ekki skipti máli. Þetta misræmi er þó nokkurt mál, vegna þess að Guðný er frábær fiðluleikari. Túlkun er vandamál, sem ekki verður yfirstigið með lærdómi, hún er lifun, listamennskan sjálf, ofin úr margþættum til- finningum, er birtast í skáldlegri sýn flytjandans og hrífur hlust- andann án þess að hann geti rönd við reist. Tríó eftir Kalsja- túrían var síðast á efnisskránni. Það er svo, með mikið af tónlist sovéskra tónsmiða, að hún er að því leyti til svipuð tónlist er samin var á þeim tímum er tónskáld voru fjölskylduþjónar, að hún er í eðli sínu þjónustu- list, glæsilega tilreidd, mikið spilverk en lítill skáldskapur og aldrei farið yfir þau mörk er gætu valdið óánægju „fjölskyld- unnar". Þannig fór flutningur- inn mjög vel fram, mikið spil- verk, og mjög vel af hendi leyst en skildi ekki neitt eftir nema að vera góð skemmtun. abba og ^eö m ðmn111 Samstarfsnefnd um viku gegn vímuefnum. Feröir frá Keflavík. Feröir úr Hafnarfiröi og Garöabæ, 1. ferö úr Hafnarfiröi kl. 12.30 meö Landleiöum á Vfe tíma fresti kl. 15.30. Feröir: frá Kópavogi meö strætisvögnum Kópavogs, aukaferöir á vegum S.V.R. tækifæri fyrir börn Stórkostleg skemmtun í sýningarhöllinni Ársalir — Bíldshöfða í dag kl. 13.30-18.00 BIO OG DISKOTEK ALLAN TIMANN Skemmtiatriöi.t.d. • Tóti trúöur, • Baldur Brjánsson, • Jassballettskóli Báru, • Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, • Dansskóli Heiöars Ástvaldssonar, • Finnbogi og Guögeir, • Páll Jóhannesson, • 5 fræknar, • Hornaflokkur Kópavogs, og margt fleira. ALLIR SKEMMTIKRAFTAR GEFA SÍNA VINNU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.