Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 19

Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 19 Jóna Gróa Sigurðardóttif: Fiölskyldan Upplausn í lífi fjölskyldunnar hefur æ meir látið að sér kveða. Það er álit sérfróðra manna, að andleg og félagsleg mein manna megi rekja til röskunar á fjöl- skyldulífi. Því liggur nærri að álykta að verndun fjölskyldunnar skuli höfð að leiðarljósi. Fjölskylduvernd er barátta fyrir bættum hag fjölskyldunnar, og þar með mannlegri tilveru, það er kjarni málsins. í nútíma þjóðfélagi, þar sem múgmennskan er ráðandi afl, þrengist stöðugt það svið, þar sem maðurinn fær notið náinna per- sónulegra samskipta við náunga Jóna Gróa Sigurðardóttir. sinn. Nútímaþjóðfélag, með at- vinnulífið númer eitt, krefst hans í æ ríkari mæli sem starfskrafts, númers eða neytanda, en hefur minni áhuga á honum sem mann- eskju. Jafnframt hefur orðið rót- tæk breyting á þjóðfélagslegri stöðu fjölskyldunnar og gengið á þau hlutverk, sem hún hefur gegnt um langan aldur. Er nú svo komið, að þær raddir gerast háværar, sem hafa uppi áróður þess efnis, að fjölskyldan hafi ekki lengur þjóðfélagslegt gildi. Ymsar leiðir eru farnar í þess- um áróðri, m.a. sú að grafa undan tiltrú manna, einkum unga fólks- ins, á réttmæti hjónabandsins sem stofnunar. Ætla má að mjög hraðfara aukning á tíðni hjónak- silnaða se vísbending um, að þessum áróðri hafi orðið nokkuð ágengt. Nú má segja að þjóðfélagslegt gildi fjölskyldunnar fari minnk- andi, ef viðmiðunin er neysluþjóð- félagið og þarfir þess. Einnig ef þessi viðmiðun er alræðisþjóðfé- lagið, sem ekki getur liðið það, að uppeldi borgaranna, svo dæmi sé tekið, sé í höndum foreldra innan veggja heimila, þar sem miðstýr- ingu alræðisins verður ekki við komið. En málið snýst gjörsamlega við, ef spurningunni um gildi er svar- að, ekki með tilliti til þjóðfélags- legra þarfa, heldur mannlegra. Því fer fjarri að fjölskyldan sé til vegna þarfa þjóðfélagsins. Mennirnir hafa stofnsett þjóðfé- lagið vegna sinna eigin þarfa. Eftir því sem ópersónulegir þættir umhvefisins verða fleiri, svo sem á vinnustöðum, á stofnun- um og í samskiptum við opinbera þjónustu, má segja að varanlegt gildi fjölskyldunnar sé þrátt fyrir allt augljóst, vegna þess að hún er sá vettvangur einn að heita má, þar sem hann er tekinn gildur sem manneskja. Þetta er það hlutverk sem ber að hlúa að, mannverndarhlutverk fjölskyldunnar. Ekki má skilja þessi orð svo, að fjölskyldulíf sé hér túlkað sem einhvers konar sjálfgefin para- dísartilvera, þar sem hver og einn fær notið sín sem manneskja. Auðvitað er allur gangur á því, því manninum er einkar lagið að spilla sjálfum sér, og fer fjölskyld- an ekki varhluta af því. I því efni kemur til kasta ábyrgðar manns- ins og skoðana hans á því, hvað það er sem gefur lífinu gildi. En eins og Sigurður Nordal hefur réttilega bent á, þá er það vandi að vera maður og list að lifa lífinu. gangskör „Standa dætur okkar jaínt að vígi og synir til að hefja þátttöku í stjórnmálum?“ Svar Rannveigar Tryggvadóttur féll því miður niður í „Gangskör" s.l. fimmtudag, og fer það hér á eftir: Þessari spurningu svara ég þannig: Ég tel dætur okkar standa betur að vígi til þátttöku í stjórnmálum, standi hugur þeirra til þeirra hluta, heldur en nokkur önnur kynslóð íslenzkra kvenna hefur til þessa. Kornungar stúlkur hafa samt ekkert inn á Alþingi að gera fremur en kornungir piltar. Ald- urstakmark til þingsetu ætti að vera 30 ár minnst, því stjórn- málaáhugi og stjórnmálaþroski 'er sitt hvað og verður að fara saman ef vel á að vera. Rannveig Tryggvadóttir. Það að einungis 5% alþingis- manna eru konur talar sínu máli um að leiðin hefur ekki verið íslenzku konunni greið til þingsetu. Samt hefur hún að jafnaði meiri reisn og sjálfsvirð- ingu til að bera heldur en konur annarra þjóða, meðfram vegna þess að hún er ekki svipt ætt sinni og uppruna við giftingu (sbr. frú Jens Hansen). Þær konur sem komizt hafa á þing þrátt fyrir allt og allt og allt hafa haft til að bera kjark og áræði fjallgöngumannsins sem ótrauður leggur í „fertugan hamarinn“. Ólíkt hlýtur sá að vera stæltari hinum sem fer upp á tindinn í lyftu, leyfist mér að nota líkingamál. Hefðu allir þeir karlar sem setið hafa á Alþingi íslendinga þurft að sanna getu sína og hæfni til ákvarðanatöku um lífshagsmuni þjóðarinnar í sama mæli og konum hefur verið gert að gera, hefði mikið mannaval setið á Alþingi og þjóðin líklega verið betur á vegi stödd en hún nú er. í Guðs friði. Seltjarnarnesi í okt. 1979, Rannveig Tryggvadóttir. Ef þér finnst vanta mann úr atvinnulífinu á Alþingi - þá viljum við benda á Gunnar S. Bjömsson sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28.-29. okl n.k. Auglýsing Stuöningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.