Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 21

Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 2 1 Pétur Sigurósson: Madkaveitan í Morgunblaðinu þann 25. þ.m. birtist grein eftir Jóhannes Helga rithöfund undir nafninu „Klippt og logið" og vitnar réttilega í nafngift þessari til þess lesenda- dálks í Þjóðviljanum sem þar ber nafnið „Klippt og skorið" en virð- ist oft og tíðum frekar mega kenna við hlandforarskrif en dálk fyrir lesendabréf og almennar vangaveltur. Ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann, stýrir þætti þessum og Jóhannes Helgi lýsir bæði Árna og þessum skrifum hans snilldarlega í grein sinni með þessum orðum: — En það var Árni sem á svo bágt að dálkurinn hans er stund- um líkastur maðkaveitu.— Árni — líklega þekktasti geð- klofi Þjóðviljans — hefur helgað mér persónulega hluta sinna skrifa að undanförnu. Fer sérstaklega fyrir brjóstið á honum sú ákvörðun mín að raka ekki skegg meðan sú ríkisstjórn sæti við völd, sem laug sig inn á þjóðina í síðustu alþingiskosning- um. Ennfremur, að heiti þessu fylgdi Árni Bergmann að skeggið yrði fjarlægt strax og þessi ólánsstjórn, hvers endir var 1 samræmi við tilurð hennar, væri endanlega hrokkin úr ráðherra- stólunum. Að ég efni heit mitt veldur mögnun geðklofa Árna Bergmann. Er sá þáttur í slíkri veilu skiljan- legur, jafnvel hjá manni sem er að öllum líkindum sæmilega greind- ur, þótt enginn sé hann vitmaður eins og vinur minn Björn á Löngumýri hefði orðað það, haf- andi fyrir framan sig daglega misnotkun fyrrverandi ráðherra Alþýðubandalagsins á fjölmiðlum með örvinglaðri sviðssetningu þessa síðasta þáttar mestu kosn- ingasvika sem þjóðin hefur kynnst. „Allt þetta ætluðum við að gera, allt þetta var í athugun, allt þetta var á skrifborði okkar, allt þetta munum við færa ykkur,“ — bara ef kjósendur láta áfram blekkjast og veita þeim og öðrum „vinstri"- Pétur Sigurðsson flokkum áframhaldandi traust í næstu alþingiskosningum. Að Árni skuli jafnhliða hræra upp í sinni sálarhlandfor — maðkaveitunni — og láta í sömu skrifum að því liggja að til mín sem stjórnarformanns Hrafnistu í Reykjavík megi rekja saman trún- aðarstarf mitt þar og það, að 30 vistmenn veikjast í maga (þar borða venjulegast hátt í 600 manns i mál) er auðvitað langt fyrir neðan allt velsæmi. Að vísu kemur mér fátt orðið á óvart í rógi og bakmælgi á mig þegar ég stend í prófkjöri og mæli þar af dýrkeyptri reynslu. Þannig mun mig ekki undra þótt næsta útgáfa slíks kjafthátt- ar geti orðið á þann veg að ég persónulega hafi eitrað fyrir 30 sósíalista úr hópi vistmanna á Hrafnistu, til að bæta hag Sjálf- stæðisflokksins. Ég held að þeir hinna ábyrgari aðila sem að Þjóðviljanum standa ættu að slá á putta slíkra ritbull- ar, „þótt gúmmíklefinn hæfði hon- um best“, nema þetta sé einn þáttur menntamanna, sem þar ráða, í aðför þeirra að forystu- mönnum í samtökum launþega, en hluti samtaka þeirra stendur að baki Hrafnistuframkvæmdum og rekstri eins og alþjóð er kunnugt um. — Og ég sem var að vona að viðbrögð Árna Bergmanns við því að ég lét klippa og raka mitt fallega skegg væru tilkomin af öfund einni saman vegna hans eigin fátæktar á þessu sviði, en hann er skegglaus frá höku og aftur á hnakka eins og kunnugt er _ i Dagrún Kristjándsóttir: N æg jusemi Hve margir taka sér þetta orð í munn, nú á dögum og hve margir láta sér detta það í hug. Mér kæmi ekki á óvart, þó að það hyrfi brátt alveg úr málinu svo víðsfjarri eru lifnaðarhættir fólks og hugsun- arháttur, því sem áður var. Þá þótti það dyggð að vera nægju- samur, nú þykir það heimska og púkalegur hugsunarháttur, kauða- skapur og sá er ekki metinn á við annað fólk, sem ekki heimtar, krefst og lætur öllum illum látum til þess að geta lifað nógu flott, eytt nógu miklu í nógu mikla heimsku, óþarfa og hégóma, sem er einskis nýtt og eykur aðeins áhyggjur manna. Hve mörgum er ekki auðurinn fjötur um fót, sem ekki kunna að fara réttilega með hann? Hve margar svefnlausar nætur getur það ekki orsakað að eiga of mikið, — ekki síður en að eiga of lítið. Þetta er fljótt á litið, kjánaleg staðhæfing, í augum þeirra snauðu — þeir álíta alltaf að nægir og miklir peningar séu það sem færi þeim gæfuna, en þurfum við annað en að líta í kring um okkur til þess að sjá að peningar eru ekki allt. Meira að segja geta þeir gert meiri ógæfu, en auðið er að bæta á heilu æviskeiði, séu þeir ekki í höndum þeirra sem kunna með þá að fara og nota þá til góðra og þarfra hluta. Nægjusemi er fáum gefin nú á dögum. Allt er mælt og metið í fjárfúlgum, — og því að berast sem mest á. Sá sem ekki hampar troðinni pyngju, er lítils metinn. Jafnvel sá, sem ekkert á, en lifir samt eins og greifi, — hann er meira metinn en hinn sem sníður sér stakk eftir vexti og lifir samkvæmt efnahag, hvort ber meiri vott um nægjusemi, er ekki vandi að sjá. Það ber efalaust vott um flóns- hátt að minna á, við hvaða kjör fólk varð að lifa fyrr. Það þarf ekki að fara svo langt til baka til þess að unga fólkið sem nú er að vaxa upp, trúi ekki frásögnum, sem þó eru sannar og sóttar eru aðeins aftur um 40-50 ár. Sé farið enn lengra aftur þá verða það enn ótrúlegri sögur, sem segja má. Vissulega óskar enginn sér aftur til þeirra tíma, en hver veit hvort hlutfall ánægðra og óánægðra, í þessu þjóðfélagi eða öðrum, sé nokkurt hlut hagstæðara nú, en þá, þrátt fyrir allar framfarir, og margfalt meiri þægindi og aura- ráð. Hve lengi þarf hver og einn að velkjast í veröldinni til þess að læra þann augljósa sannleika að það eru ekki aðeins peningar og þægindi sem skipta máli. Það er í sannleika hörmulegt að heyra fólk barma sér yfir bágum lífskjörum, þrátt fyrir augljósa hagsæld. Við megum ekki rugla því saman, hve miklu hægt er að eyða, og því, hvað nægir til að lifa af, ef skynsemi og hagsýni ráða ferðum. Það er ekkert auðveldara en það að eyða, það getur hvert barn gert, en það þarf meira til ef fara á vel með og láta minna nægja. Og það virðist ekki of mikil tilætlunar- semi, þegar fullorðið fólk á í hlut, að það noti vit sitt og reynslu til að leggja bönd á þá barnalegu hegðun, að vilja eignast allt, kaupa allt sem hugurinn girnist, vera alltaf á ferð og flugi, til útlanda eða á skemmtistaði og í einu orði sagt haga sér eins og óþægir krakkar sem vita ekki upp á hverju þeir eiga að finna til að flýja frá sjálfum sér. Það er ekkert annað en andleg fátækt sem ræður þessu æði, sem virðist þjá alltof marga. Fólk virðist blátt áfram vera hrætt við að vera nokkurntíma eitt með sjálfu sér eða sinnar eigin kæru fjölskyldu. Þetta er uggvænleg staðreynd. Það er eins og tómið innifyrir sé svo algjört, að verði eitthvert hlé á látunum umhverfis, þá sé veröldin hrunin í rúst. Hverskonar líf er þetta? Skyldi þetta vera það sem Almættið ætlaðist til, þegar heim- urinn var skapaður, að veröldin Jóhann Björnsson sýnir á Akureyri LAUGARDAGINN 27. okt. kl. 15.00 opnar Jóhann Björnsson frá Húsavík sýningu á verkum sínum í Gallery Háhól. Jóhann er kunnur um allt land af verkum sínum, einkanlega af útskornum munum gerðum af miklum hagleik. Jóhann var nemandi Ásgríms Jónssonar og Ríkarðs Jónssonar og eins var hann nemandi í Handíðaskólanum og lauk þaðan prófi. Sýningin í Háhól er þriðja einkasýning listamannsins. Á sýn- ingunni eru 43 verk unnin með vatnslit og nokkrir útskornir munir. Sýningin er sölusýning og verði mjög stillt í hóf. Sýningin stendur dagana 27. 27. okt. — 4. nóv. opin virka daga kl. 20.00—22.00 og um helgar 15.00— 22.00. léki stöðugt á reiðiskjálfi að eilíf- um hrunadansi, sem trylltist meir og meir? Nei, öllu frekar er það samhljóða vilja hans að láta sér nægja minna og vera ánægður og þakklátur fyrir það að hafa skjól fyrir veðri og vindum, næga fæðu til matar og klæði til að skýla nekt sinni. Efnið er forgengilegt, þess- vegna er það ekki viturlegt að leggja allt kapp á efnisleg gæði, þau verða þér hvort eð er ekki samferða lengur en að landamær- um lífs og dauða, en þau landa- mæri getur þú stigið yfir í næsta skrefi án þess að fá nokkru ráðið þar um. Hvað er þá unnið? Augnablikið getur gert þig svo snauðan að þú hafir ekki einu sinni nakinn líkama þinn til um- ráða, en neyðist til að láta þér nægja samfélagið við þína eigin sái, en hvernig verður því háttað, ef þér hefúr aldrei hugkvæmst að leggja rækt við sál þína — hug- kvæmst að hún þyrfti líka nær- ingu og eftirtekt? Þú stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að þú þekkir ekki sjálfan þig, þegar allt efnislegt er frá þér tekið. Sál þín er hlutur sem getur reynzt þér erfiðari baggi en allt annað, ef þú vanrækir hana vegna hverfullar efnislegrar sýndarmennsku. Það er spor í rétta átt að hefja aftur til vegs og virðingar mál- tækið, „Nóg á sá, sér nægja lætur" og draga ögn saman seglin, sem nú virðast þanin til hins ítrasta. Þjóðin rambar á barmi gjaldþrots, vegna óviturlegrar stjórnar og vegna kröfugerðar hins almenna borgara. Heimilin eru talin riða til falls, einnig vegna ónógs fjár- magns til að „hægt sé að lifa mannsæmandi lífi“, en það er teygjanlegt, hvað telja beri mannsæmandi líf, — gleymum því ekki. Á meðan einn þarf tvær eða fjórar milljónir á mánuði til að þykjast geta lifað þessu marg- fræga mannsæmandi lífi, þá getur annar það á auðveldan hátt, með sín tvö-þrjú hundruð þúsund og jafnvel verður margur að láta sér nægja ennþá miklu minna, en þó ekki verið ýkja mikið óánægðari en hinn með milljónirnar. Það hlýtur að vera mikil skekkja einhversstaðar í þessu flókna mannlífsdæmi og það er tvímælalaust það besta, ef að hver og einn vildi leggja það á sig að reikna sitt eigið dæmi samvizku- samlega og spyrja sjálfan sig, hvort útkoman geti orðið rétt, ef áfram sé haldið á sömu braut. Stuðningsmenn Gunnlaugs Snædal læknis minna a prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Auglýsing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.