Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
23
Ragnhildur Helgadóttir:
Prófkjör sjálfstæðismanna til
ákvörðunar framboðslista til
þings fer fram nú um helgina í
Reykjavík. Inn á við fer þar fram
kosning milli manna, en út á við
markar prófkjörið fyrri áfanga í
afdrifaríkri sameiginlegri kosn-
ingabaráttu næstu fimm vikna.
I prófkjörinu leggur Sjálfstæð-
isflokkurinn valdið í hendur hins
breiða fjölda, sem flokkinn styður.
Það er í samræmi við lýðræðis-
hugsjón Sjálfstæðisflokksins, að
reglurnar um prófkjör hans leggja
meira vald í hendur kjósenda en
gert er í prófkjörum annarra
inn þarf á alefli sínu að halda í
viðureigninni við hinn hrikalega
vanda, sem vinstri menn hafa
komið upp.
Fleiri og fleiri gera sér nú ljósa
þá ógnvekjandi staðreynd, að sam-
fara algjörri upplausn í efna-
hagsmálum hafa armar sósíalism-
ans teygt sig um æ fleiri svið
þjóðlífsins og læst greipum sínum
þar sem sízt skyldi. í menningar-
og menntamálum hefur fjöldi
kommúnista misnotað aðstöðu
sína og grandaleysi annarra svo
að með ólíkindum er. Gagnrýni
þola þeir ekki.
Einstaklingamir ákveða
flokka. Kjósandinn ákveður hverj-
ir prófkjörsframbjóðenda verði á
þinglista flokksins hér í Reykjavík
og í hvaða röð með því að setja
tölustafi framan við þau átta
nöfn, sem hann kýs á atkvæða-
seðlinum. Þar með verður ákveð-
inn drjúgur hluti af baráttusveit
flokksins á þingi næsta kjörtíma-
bil.
Prófkjörið er öllum stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins op-
ið. Það verður því ekki um of
undirstrikuð nauðsyn þess, að
allir einlægir sjálfstæðismenn,
sem því geta við komið, komi á
kjörstaðina og greiði atkvæði í
prófkjörinu. Sjálfstæðisflokkur-
í nágrannalöndum okkar rísa æ
fleiri gegn þessum ófögnuði og
sýna þess merki svo um munar í
almennum kosningum. Nú seinast
í Danmörku, þar sem kommúnist-
ar hrökkluðust af þingi. Unga
fólkið og aðrir kjósendur streyma
til frjálshyggjuflokkanna í ná-
grannalöndum okkar.
Æ fleiri sjá, að sósíalisminn er
úreltur. Nýjustu hörmungarfregn-
ir um afleiðingar af framkvæmd
hans í sinni ýtrustu mynd bárust
frá Tékkóslóvakíu nú í vikunni er
upp höfðu verið kveðnir dómarnir
yfir baráttumönnum mannrétt-
inda, en dómarnir fela i sér enn
eitt brot kommúnistaríkja á
mannréttindaákvæðum Helsinki-
sáttmálans. Allt fyrir þetta má
eins búast við að íslenzkir boðber-
ar stefnunnar, sem svo reynist í
framkvæmd, haldi áfram að boða
vísdóm sinn rétt eins og þeir hafi
bundið fyrir bæði augu. Og flokk-
ur þeirra hafði á síðasta kjör-
tímabili lykilstöðu í íslenzkum
stjórnmálum, þriðjung ríkis-
stjórnarinnar og 23,3% þingsæta.
Island á betra skilið. Látum því
prófkjör sjálfstæðismanna nú um
helgina verða markvissa byrjun á
breytingum til góðs í íslenzku
þjóðlífi. Það gerum við með mikilli
þátttöku einlægra sjálfstæðis-
manna.
Kristján Ottósson, form.
Félags blikksmióa:
HINN 17. okt. s.l. var haldin á
Hótel Esju ráðstefna um stöðu
blikksmíðagreinarinnar í bygg-
ingariðnaðinum. Ráðstefnan var á
vegum Félags blikksmiða og Fé-
lags blikksmiðjueigenda.
Ráðstefnan var fjölsótt. Þarna
voru samankomnir m.a. verkfræð-
ingar og tæknifræðingar er vinna
í byggingariðnaði, ásamt nokkrum
starfsmönnum frá byggingardeild
borgarverkfræðings og frá bygg-
er varða loftræsti- og hitakerfi.
Þar þarf að verða mikil breyting
á, ef við eigum að verða sjálfum
okkur samkvæmir.
Þá sagði Gunnar að hann von-
aðist eftir góðri samvinnu við
blikksmíðameistara, sem myndi
leiða til góðs og tryggja húsbyggj-
endum betri verkframkvæmd.
Síðan kynnti Asmundur Jó-
hannsson tæknifræðingur reglu-
gerð um brunavarnir og bruna-
Hugarfarsbreyt-
íng nauðsynleg til
að efla iðnaðinn
ingarfulltrúa Reykjavikurborgar,
auk manna í blikksmíðaiðninni.
Gunnar Sigurðsson byggingar-
fulltrúi rakti sögu byggingarlaga,
er tóku gildi um síðustu áramót og
í framhaldi af því fjallaði hann
ítarlega um þá þætti nýútkominn-
ar byggingarreglugerðar, er sér-
staklega varða blikksmíði.
Mikla athygli vöktu umræður
um þau atriði er fjölluðu úm
ábyrgð iðnmeistara og samskipti
þeirra í millum.
Þá má geta þess að Gunnar kom
sérstaklega inná að krafist yrði af
hönnuðum sérteikninga, er varða
verkframkvæmd og frágang
verka. En hingað til hefur engin
kvöð verið um slíkt, hvað varðar
blikksmíðina. Rétt er að geta þess
að byggingardeild borgarverk-
fræðings hefur sett fram ákveðnar
kvaðir um bættan frágang verka
mál, sem tók gildi 16. ágúst 1978.
Reglugerðin er sniðin eftir
danskri reglugerð frá jan. 1977.
Einnig fjallaði Ásmundur um
skiptingu húsa í brunahólf og
brunasamstæðu og flokkun efna
eftir brunaþoli, þá gat hann þess,
að hér á landi væri ekki til neinn
aðili er hefði með höndum bruna-
þolsprófanir fyrir húshluta t.d.
brunavarnahurðir og brunalokur.
Þar af leiðandi verður þessi þáttur
handahófskenndur í byggingum.
Rafn Jensson verkfræðingur
fjallaði um brunalokur og saman-
burð á ákvæðum brunamálareglu-
gerða ýmissa landa, t.d. sænskra
og þýskra, en í þeim eru mismun-
andi kröfur eftir gerð húsa og
hlutverki þeirra. Þá skýrði Rafn
muninn á ákvæðum varðandi
reyklokur og brunalokur sam-
kvæmt þýsku reglugerðinni.
Ráðstefnan var hin fróðlegasta
og lofar góðu um samstarf þeirra
aðila er hlut eiga að máli. Hún
sannaði gildi sitt ef miðað er við
þær umræður, sem fram fóru og
kallar á áframhaldandi þekk-
ingarmiðlun á milli aðila er vinna
við sömu verkframkvæmdir.
Áberandi er hve mikið sam-
bandsleysi virðist vera milli hönn-
uða þ.e. arkitekta og verkfræðinga
í byggingariðnaðinum, í alltof
mörgum tilfellum er yfirborðs-
kennt útlit látið sitja í fyrirrúmi, í
stað hagkvæmni og notagildi húsa
og tilheyrandi tækjabúnaðar, sem
leiðir af sér óhagkvæmari rekstur
bygginga.
Ef íslenzkur iðnaður á að geta
keppt við eriendan iðnað á þessu
sviði, verður að eiga sér stað
hugarfarsbreyting til að auka
samvinnu manna í millum.
Prófkjör
Alþýðuflokksins
um helgina
PRÓFKJÖR verða í sex kjör-
dæmum hjá Alþýðuflokknum nú
um helgina, í Reykjavík, Reykja-
nesi, Suðurlandi, Norðurlandi
eystra, Norðurlandi vestra,
Vestfjörðum og Vesturlandi.
Reykjavík
I Reykjavík verður aðeins kos-
ið um fyrsta sætið á listanum
milli þeirra Benedikts Gröndals
og dr. Braga Jósepssonar, en
sjálfkjörið er í 2., 3. og 4. sæti,
Vilmundur Gylfason, Jóhanna
Sigurðardóttir og Jón Baldvin
Hannibalsson.
Kjörstaðir verða tveir: í Iðnó
fyrir alla íbúa Reykjavíkur vest-
an Lönguhlíðar og Nóatúns og í
Sigtúni fyrir alla íbúa Reykja-
víkur austan Lönguhlíðar og
Nóatúns. I dag verður kosið frá
13.00-18.00 og frá 10.00-19.00 á
morgun. — Kosningarétt hafa
allir sem eru 18 ára og eldri og
ekki eru flokksbundnir í öðrum
flokkum. Kjósendur verða að
hafa lögheimili i Reykjavík.
Reykjanes
í Reykjanesi verður kosið um
fimm efstu sæti listans. Fram-
bjóðendur eru: Ásthildur Ólafs-
dóttir sem gefur kost á sér í 4. og
5. sætið; Guðrún Helga Jónsdótt-
ir sem gefur kost á sér í 3., 4. og
5. sæti; Gunnlaugur Stefánsson
sem gefur kost á sér í 2. og 3.
sætið; Karl Steinar Guðnason
sem gefur kost á sér í 2. sætið;
Ólafur Björnsson sem gefur kost
á sér til 1. til 5. sætis; Kjartan
Jóhannsson sem gefur kost á sér
í 1. sætið og Örn Eiðsson sem
gefur kost á sér í 2. til 5. sætis.
Kjörstaðir verða: Mosfellsveit
í Brúarlandi, Seltjarnarnesi að
Melabraut 67. í Kópavogi að
Hamraborg 1. I Hafnarfirði í
Alþýðuhúsinu. í Vogum, Vatns:
leysuströnd í Glaðheimum. I
Njarðvík í Stapa. í Keflavík í
Tjarnarlundi. I Garði í Dag-
heimilinu. I Sandgerði í Slysa-
varnafélagshúsinu og í Kvenfé-
lagshúsinu í Grindavík. Kosið
verður frá klukkan 14.00—19.00 í
dag og 10.00—19.00 á morgun og
ber hverjum að kjósa frambjóð-
endur í fimm sæti. Sömu reglur
gilda um atkvæðisrétt og í
Reykjavík.
Suðurland
í Suðurlandi verður aðeins
kosið um 2. sæti listans milli
þeirra Ágústs Einarssonar og
Guðlaugs Tryggva Karlssonar,
en Magnús H. Magnússon er
sjálfkjörinn í fyrsta sætið.
Kjörstaðir verða: í Vest-
mannaeyjum að Strandvegi 61.
Á Selfossi að Eyrarvegi 15. í
Hveragerði að Laufskógum 17. í
Þorlákshöfn að Klébergi 5. Á
Eyrarbakka í Plastiðjunni. Á
Stokkseyri að Eyrarvegi 18. Á
Hvolsvelli á símstöðinni.
Kosið er í dag frá klukkan
10.00—20.00 og gilda sömu regl-
ur um kosningarétt og í
Reykjavík.
Norðurland eystra
í Norðurlandi eystra verður
kosið um þrjú efstu sæti listans
og hafa sex framboð borist: I
fyrsta sætið Árni Gunnarsson,
Bragi Sigurjónsson og Jón Ár-
mann Héðinsson. í annað sætið
Jón Ármann Héðinsson og Jón
Helgason. í þriðja sætið Bárður
Halldórsson og Sigurbjörn
Gunnarsson.
Kjörstaðir verða: Á Akureyri
að Laxagötu 5. Á Dalvík í
Jónínubúð. Á Grenivík í barna-
skólanum. Á Húsavík í félags-
heimilinu. I Hrísey á skrifstofu
verkalýðsfélagsins og á Ólafs-
firði í Verkalýðshúsinu. Á Akur-
eyri og Dalvík er kosið á ntorgun
frá 14.00—19.00. Á Dalvík og
Húsavík verður kosið frá
13.00—19.00, á Grenivík frá
14.00—17.00 og Hrísey frá
13.00—16.00 og loks á Ólafsfirði
frá 14.00—18.00. Sömu reglur
gilda um kosningarétt og í
Reykjavík.
Norðurland vestra
í Norðurlandi vestra verður
aðeins kosið um efsta sæti list-
ans milli þeirra Finns Torfa
Stefánssonar og Jóns Sæmundar
Sigurjónssonar.
Kosningastaðir verða: Á
Siglufirði í Borgarkaffi og verð-
ur kosið á laugardag og sunnu-
dag frá 14.00—18.00. A Skaga-
strönd verður kosið í Bókabúð
Björgvins Brynjólfssonar í dag
frá 13.00—19.00. Á Hofsósi verð-
ur kosið í Höfðaborg í dag og á
morgun frá klukkan 14.00—
17.00. Á Blönduósi verðúr kosið
hjá Unnari Agnarssyni og á
Hvammstanga hjá Jakobi
Bjarnasyni. Sömu reglur gilda
um kosningarétt og í Reykjavík.
Vestíirðir
Á Vestfjörðum verður kosið
um tvö efstu sæti listans og hafa
borist þrjú framboð. í 1. sæti
bjóða þeir Sighvatur Björgvins-
son og Karvel Pálmason sig
fram og í 2. sætið þeir Karvel
Pálmason og Bjarni Pálsson.
Kosningastaðir verða: Á ísa-
firði í skátaheimilinu á morgun
frá 10.00—18.00. Á Bolungarvík í
Verkalýðshúsinu frá 10.00—
18.00 á morgun. Á Patreksfirði í
barnaskólanum frá 10.00—18.00
á morgun. Á Þingeyri að
Brekkugötu 24 frá 14.00—18.00 á
morgun. Á Tálknafirði í barna-
skólanum frá klukkan 13.00—
17.00 í dag. Á Bíldudal í félags-
heimilinu frá 13.00—17.00 í dag.
Á Súðavík í kaffistofu Hrað-
frystihússins frá 14.00—17.00 á
morgun og á Suðureyri í félags-
heimilinu frá klukkan 13.00—
18.00 á morgun. Sömu reglur
gilda um kosningarétt og í
Reykjavík.
Vesturland
Á Vesturlandi er Eiður
Guðnason sjálfkjörinn í fyrsta
sætið en kosið verður um annað
sætið milli þeirra Guðmundar
Vésteinssonar og Guðmundar
Más Kristóferssonar.
Kjörstaðir verða: Á Akranesi í
Röst frá klukkan 14.00—18.00 í
dag og á morgun. I Borgarnesi í
Staðarhóli frá 10.00—12.00 og
13.00—17.00 á morgun. í Búðar-
dal hjá Vigfúsi Baldvinssyni frá
13.00—19.00 í dag. í Stykkis-
hólmi í Verkalýöshúsinu frá
13.00—19.00 í dag. í Grundar-
firði í Fossahlíð 2 frá kl. 15,00—
18.00 í dag og á morgun. í
Ólafsvík að Brúarholti 2 frá
18.00—22.00 í dag og á morgun.
Á Hellissandi hjá Sigríði Mark-
úsdóttur frá 14.00—18.00 í dag
og frá 14.00—17.00 á morgun.
Sömu reglur gilda um kosn-
ingarétt og í Reykjavík.