Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Þetta gerðist 1978 — Anwar Sadat og Men- achem Begin veitt friðarverð- laun Nóbels. 1973 — Gæzlulið SÞ kemur til Kaíró að koma á vopnahléi. 1867 — Aldargömullandamæra- deila Bandaríkjanna og Mexíkó leyst. 1966 — SÞ binda endi á umboðs- stjórn Suður-Afríku í Suðvest- ur-Afríku. 1951 — Egyptar rifta banda- lagssamningi við Breta frá 1936 og samningi frá 1899 um Súdan. 1930 — Lundúna-flotasáttmál- inn staðfestur. 1922 — íbúar Suður-Rhódesíu hafna sameiningu við Suður- Afríku. 1920 — Aðalstöðvar Þjóða- bandalagsins fluttar frá London til Genfar. 1918 — Þjóðverjar samþykkja „Fjórtán punkta“ Wilsons for- seta. 1914 — Þjóðverjar hörfa frá Póllandi. 1912 — Umsátrið um Adrían- ópel hefst. 1871 — Bretar innlima dem- antasvæðin við Kimberley. 1870 — Uppgjöf Frakka í Metz. 1867 — Herganga Garibaldis til Rómar hefst. 1807 — Spánverjar og Portúgal- ar ákveða að taka Portúgal. 1806 — Frakkar taka Berlín. 1789 — Tilraun Frakka til innrásar í írlandi út um þúfur. — Bandaríski sjóherinn stofnaður. 1676 — Zurawna-friður Tyrkja og Pólverja. 1651 — Bretar taka Limerick. 1523 — Herferð Englendinga í Frakklandi út um þúfur. Afmæli. August von Gneisenau, prússneskur hermaður (1760—1831)-Nicolai Paganini, ítalskur fiðlusnillingur (1782—1840)-Theodore Roose- velt, bandarískur forseti (1858-1919). Andlát. Mikael Servetus, guð- fræðingur, brenndur á báli, 1553. Innlent. Halldóri Laxness veitt bókmenntaverðlaun Nobels 1955 — d. Hallgrímur Pétursson 1674 — Upptökudagur Guðmundar góða 1315 — d. Þórður próf. Jónsson í Hítardal 1670 — síra Jón Halldórsson í Hítardal 1736 — Alþingiskosningar (leiða til stofnunar íhaldsflokks) 1923 — Flóðbylgja veldur tjóni norðan- lands 1934 — Snjóflóð á Flateyri (þrír fórust) 1934 — f. Emil Jónsson ráðherra 1902. Orð dagsins. Það sem við sjáum fer fyrst og fremst eftir því hvað það er sem við leitum að — John Lubbock, enskur stjörnufræð- ingur (1803-1865). Sprengdi S-Afríka kjamorku- sprengju? Washington. New York, 26. október. AP. Reuter. LÍKLEGT er talið að öryKKÍsráð Sameinuðu þjóðanna verði bratt kallað saman til fundar til að fjalla um íréttir þess efnis, að Suður- Afríka hafi í septemher sprenst litla kjarnorkusprennju í andrúmsloft- inu. Allsherjarþint' samtakanna fól Kurt Waldheim framkvæmdastjóra S.þ. í dag að kanna þetta mál til hlítar ok Kefa þiniíinu skýrslu svo fljótt sem verða má. Háttsettir embættismenn í banda- rísku varnar- og utanríkisráðuneyt- unum sögðu í dag, að engin vissa væri fyrir því, að Suður-Afríka bæri ábyrgð á þessari sprengingu, en hún var mjög væg og mældist aðeins á hárfínum mælitækjum. Segja emb- ættismennirnir, að sprengjan hafi getað sprungið hvar sem er á mjög stóru svæði á Indlands- og Suður- Atlantshafi á bilinu milli Suður- Afríku og Suðurskautslandsins og ekki hægt að rekja með vissu hver hafi sprengt hana. Talsmenn Suður-Afríkustjórnar hafa algerlega vísað því á bug, að Suður-Afríka beri nokkra ábyrgð á þessari sprengingu. Yfirmaður kjarn- orkumálastofnunarinnar í landinu sagði fréttir þessa efnis hreina fjar- stæðu og Pik Botha utanríkisráð- herra sagðist ekkert um þetta mál vita. Veður víöa um heim Akureyri 8 elskýjaó Amsterdam 14 skýjaó Aþena 13 rigning Barcelona 15 skýjaó Berlín 5 bjart BrUssal 13 bjart Chicago 7 skýjaó Denpasar, Bali 31 skýjaó Feneyjar 10 skýjaó Frankfurt 11 bjart Genf 13 þoka Helainki 5 skýjaó Hong Kong 27 bjart Jerúsalem 23 skýjaó Jóh.borg 29 bjart Kaupmannahöfr i 8 bjart Lissabon 19 rigning London 14 rigning Los Angeles 24 skýjaó Madrid 18 rigning Majorka 18 alskýjaó Malaga 18 skýjaó Miami 30 bjart Moskva -2 skýjað Nýja Delhi 31 skýjaó New York 14 skýjaó Osló 4 bjart París 15 rígning Reykjavík 6 rigning Rómaborg 17 bjart San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 8 skýjaó Sydney 21 bjart Tel Aviv 26 skýjaó Tókíó 22 skýjaó Vancouver 14 skýjaó Vínarborg 6 bjart Sýna ryateppi og skart- gripi í Norræna húsinu í DAG. laugardag. verður opnuð í Norræna húsinu sýning á finnskum ryateppum og skart- gripum. Verða sýnd 20 teppi og 12 silfursmiðir sýna verk sín. Ryavefnaður hefur þekkst alls staðar í Skandinavíu allt frá steirtöld, en á síðari tímum hefur ekki alls staðar verið lögð jafn- mikil rækt við hann, segir í frétt frá Norræna húsinu og ennfremur að um hálfrar aldar skeið hafi Finnland haft forystu um gerð ryateppa, gerðar hafi verið til- raunir með ný efni og nýja liti. Segir einnig að Finnar hafi unnið sér sess á sviði nútíma myndlistar með ryateppum sínum. Þá hafi þeir einnig verið framarlega í flokki gull- og silfursmiða, finnsk- ir skartgripir hafi unnið sér nafn á alþjóðamarkaði og séu nú mik- ilvæg útflutningsvara fyrir Finna. Hreyfimyndir í skúlptúr — á fyrstu einkasýningu Sverris Ólafssonar Sverrir Ólafsson hjá einu af verkum sinum á sýningunni. Formunum má snúa að viid og fá út ýmis tilbrigði. Ljósm. Mbl. RAX. SVERRIR ólafsson mynd- höggvari opnar i dag laugar- dag. höggmyndasýningu i FÍM-salnum. Laugarnesvegi 112. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Sverris. Hann hefur áður haídið nokkrar samsýningar, bæði i Reykjavik og úti á landsbyggðinni. Sverrir stundaði nám við handíðadeild Kennaraskólans og síðar við Myndlista- og handíða- skólann. Hann fór að því námi loknu nokkrar kynnis- og náms- ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu. Á sýningunni eru 20 verk, flest unnin í stál. Við hittum Sverri að máli, þar sem hann var að leggja síðustu hönd á uppsetn- ingu sýningarinnar. Hann sagði flestar myndir sínar vera svo- nefndar hreyfimyndir. „Flest viðfangsefni mín sæki ég í veðr- áttuna og náttúrufyrirbæri. Þetta eru verk, sem ég útbý með löngum stöngum og læt bera uppi formin. Það má segja að verkin séu ný tegund af skúlptúr og tilraun til að ná fram meiri breidd í þessari tegund högg- myndalistar." Sýningin verður opnuð í dag kl. 14.00 og stendur fram til 11. nóv. n.k. Hún er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Kirkjan minnist ár- tíðar sr. Hallgríms Á MORGUN, sunnudag. verður svonefndur Hallgrímsdagur i kirkjum landsins og verður minnst ártíðar Ilallgríms Pét- urssonar við guðsþjónustur. Kirkjuþing 1978 samþykkti ályktun um Hallgrimsminningu og hljóðar hún þannig: Kirkjuþing ályktar að séra Hallgríms Péturssonar verði ár- lega minnst með guðsþjónustum á dánardegi hans 27. október eða sem næst þeim degi. Tilgangur Hallgrímsdagsins er sá að glæða með þjóðinni áhuga á verkum séra Hallgríms. Verði mönnum þá gef- inn kostur á að leggja fram einhvern skerf til þeirra fram- kvæmda er heiðra minningu hans. Biskup íslands hefur óskað eftir því að síðasti sunnudagur í októ- ber ár hvert verði Hallgrímsdagur og í bréfi sínu til sóknarpresta í ár segir hann m.a.: „I lútherskum kirkjum er 31. október helgaður siðbótinni. Vel fer það saman að minnast í senn hinnar lúthersku siðbótar, til- gangs hennar, gildis og ávaxta og þess dýrmæta arfs, sem sr. Hall- grímur lét oss eftir. Enginn íslenskur maður er slíkur fulltrúi hins besta í lútherskum arfi sem hann. Eg leyfi mér að vænta þess að prestar landsins bendi á niður- lagsorðin í ályktun Kirkjuþings og leiti eftir stuðningi góðra manna við að ljúka smíði Hallgríms- kirkju í Reykjavík." I frétt frá Biskupsstofu segir að margt verði til hátíðabrigða í kirkjum landsins á Hallgrímsdegi, ekki síst þeim kirkjum er beri nafn skáldsins. Efnir Hallgríms- söfnuður til Hallgrímsmessu á dánardegi hans 27. október kl. 2. Predikar biskup hr. Sigurbjörn Einarsson og sóknarprestar þjóna fyrir altari. Sigrún Gestsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Manuela Wiesler og Lovísa Fjeldsted flytja kantötuna Friður sé með þér eftir Bach. Þá flytur borgarstjórinn Egill Skúli Ingibergsson ávarp í messulok og boðið verður til kirkjukaffis. í Hallgrímskirkju í Saurbæ verður hátíðamessa kl. 2 á sunnu- dag í því formi sem sr. Hallgrímur mun hafa sungið sjálfur á þeim stað og eru það að þessu sinni gestir frá Selfossi er annast munu guðsþjónustuna. Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup predikar, kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar og sr. Sigurður Sigurðarson þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Jóni E.Einarssyni. Ulla Arvinge við eitt verka sinna. Ljósm.: Emiiia Sænsk listakona sýnir í Gallerí Kirkjumunir Kaffidagur hjá Fríkirkjunni Hafnarfirði Hjá Frikirkjusöfnuðinum i Hafn- arfirði verður ýmislegt á döfinni á morgun, sunnudag, þegar minnst er ártíðar sr. Hallgrims Péturssonar. Barnastund og guðsþjónusta verða helguð minn- ingu hans og Kvenfélagið býður til kirkjukaffis i góðtemplara- húsinu. Barnastarfið hófst fyrir nokkru og er á sunnudagsmorgna kl. 10:30 í umsjá Kvenfélagsins í samvinnu við safnaðarprest. Notað er fræðsluefni frá Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar, „Sunnudagspóst- urinn“ og fá börnin með sér heim blað með söngvum, leikjum og sögum sem þau safna síðan í sérstaka möppu. Við guðsþjónustu á sunnudag munu nemendur Tónlistarskóla Hafnarfjarðar flytja tónlist og má safnaðarfólk eiga von á gestum skólans mánaðarlega á næstunni, segir í frétt frá söfnuðinum. Þá verður kl. 3:30 árlegur kaffidagur í Góðtemplarahúsinu að lokinni messu. Söfnuðurinn hefur nýlega tryggt sér aðgang að húsnæði Framsóknarfélaganna og fer þar nú fram fermingarundirbúningur, minni fundir og væntanlega kirkjukaffi eftir guðsþjónustur og gefur þetta húsnæði aukna mögu- leika í safnaðarstarfinu segir í fréttinni. SÆNSKA listakonan Ulla Arvinge opnar málverka- sýningu í Gallerí Kirkju- munir, Kirkjustræti 10, Reykjavík í dag, laugardag- inn 27. október kl. 15. Á sýningunni eru 38 olíumál- verk. Ulla er fædd í Váster- aas í Svíþjóð árið 1926. Hún hefur tekið þátt í sýningum víðs vegar í Svíþjóð auk samsýninga m.a. í Þýska- landi og Frakklandi. Sýningin í Gallerí Kirkjumunir verður opin fram til loka nóvember frá kl. 13 til 18 alla daga vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.