Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 31

Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Afmælis- og aðalfundur FEF á mánu- dagskvöldið Treflatertur, happ- / drætti og Omar að loknum aðalfundi AÐALFUNDUR Félags ein- stæðra (oreldra — sem einnig er aímælisfundur i tilefni tíu ára starfs FEF — verður í Átthaga- sal Hótels Sögu mánudaginn 29. október kl. 21. Jóhanna Krist- jónsdóttir, formaður FEF, flytur skýrslu fráfarandi stjórnar, lagð- ir verða fram fjölritaðir endur- skoðaðir reikningar og kjörin ný stjórn. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum verður slegið í grín og aðalfundargestum boðið upp á að kaupa happdrættismiða með veglegum og menningarlegum vinningum og dregið á staðnum. Ómar Ragnarsson mun birtast og hafa uppi gamanmál. Bornar verða fram nýstárlegar slaufu- og treflatertur. í fréttatilkynningu frá FEF eru gamlir félagar ekki síður hvattir til að fjölmenna og ýmsum vel- unnurum FEF, s.s. borgarfulltrú- um í Reykjavík, hefur verið sent fundarboð og skal tekið fram að aðrir velvildaraðilar og styrktar- fólk félagsins er og velkomið. Austfird- ingafélag- ið í Reykja- vík 75 ára AUSTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík er 75 ára um þessar mundir, og er það elzta átthaga- félagið í Reykjavik. Verður afmæl- isins minnst með Austfirðinga- móti á Hótel Sögu föstudag 2. nóv. Samkórinn Bjarmi á Seyðisfirði kemur gagngert til Reykjavikur til að skemmta á þessu afmælis- hófi. Félagið hefur undanfarin ár styrkt eitthvert ákveðið málefni á Austurlandi, og að þessu sinni verður það, sem safnast á Austfirð- ingamóti, látið renna til sumar- búða að Eiðum, sem Prestafélag Austurlands hefur rekið s.l. 11 ár og eru þær aðallega ætlaðar börn- um úr kaupstöðum og þéttbýii eystra, og vill stjórn félagsins hvetja Austfirðinga til að styrkja þetta málefni með þátttöku sinni á Austfirðingamóti 2. nóvember næstkomandi. Fyrsti formaður Austfirðingafé- lagsins og aðalhvatamaður að stofnum þess var Jón Ólafsson, ritstjóri. Núverandi stjórn félags- ins er þannig skipuð: Guðrún K. Jörgensen, Sigrún Haraldsdóttir, Brynjólfur Ingólfs- son, Gunnar Valdimarsson, Berg- steinn Ólason, Gunnar Guðjónsson, Eiríkur Lárusson. Ferming FRÍKIRKJAN i Reykjavík. Ferming kl. 2 síðd. Prestur sr. Kristján Róbertsson. Stúlkur: Aðalheiður íris Hjaltadóttir, Birkihvammi 22, Kópavogi. 1 Dagmar Valdimarsdóttir, Háaleitisbraut 28. Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, Nesvegi 76. Drengir: Gunnar Örn Árnason, Tunguseli 10. Magnús Valdimarsson, Háaleitisbraut 28. Sigurður Hilmarsson, Mosgerði 25. REYKJANESKJÖRDÆMI fD) PRÓFK JÖRSSEÐIL L ÞANNIG LÍTUR KJÖRSEÐILLINN UT ATKVÆÐASEÐILL í Prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi, 27. og 28. október 1979. Arndís Björnsdóttir, Sunnuflöt 14, Garðabæ Bjarni S. Jakobsson, Ásbúð 13, Garðabi Ellert Eiríksson, Langholti 5, Kefli ♦ Haraldur Gíslason, Sæviðarsui Helgi Hallvarðsson, Lvoah \ yk Kristján E. Haral Matthías Á. ÓlafuiiG /ngheiði 16, Kópavogi — —---r* i, Kársnesbraut 45, Kó Kópavogi gSjpraut 59, Hafnarfirði jarflöt 14, Garðabæ ttir, Vallarbraut 20, Seltjarnarnesi P^gvinsson, Nýbýlavegi 47, Kópavogi Þorkelsdóttir, Reykjahlíð, Mosfellssveit lurgeir Sigurðsson, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi Til þess að atkvæöaseðill sé gildur þarf að kjósa 5 manns, tölusett í þeirri röð sem óskaö er að þeir skipi sæti á fram- boöslista. Ath Kosning hefst í dag, laugardag kl. 13—19 og á morgun, sunnudag kl. 10—22 Sími yfirkjörstjórnar, kjördagana er 53728 RAÐLEGGING TIL KJÓSENDA í PROFKJÖRINU Klippiö út meöfylgjandi sýnishorn af kjörseöli og merkiö það eins og þér hyggist fylla út atkvæöaseöilinn. Hafiö útklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig aö greiðari kosningu. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.