Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 33
33 ekki nóg gert í framkvæmdum, sem byggðust á erlendum lántökum. Forsætisráðherra hafði í hönd- um handrit af þjóðhagsáætlun. Aður en það handrit var tekið til prentunar var alls staðar strikað út úr handritinu orðið „ríkis- stjórn"; fyrst á titilsíðu áætlunar- innar, þar sem átti að standa „Skýrsla ríkisstjórnarinnar um þjóðhagsáætlun 1980“ — þar var orðið „ríkisstjórnarinnar" strikað út — og slíkt hið sama var gert alls staðar í skýrslunni þar sem þetta orð kom fyrir. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin var ekki sammála um neitt það, sem fram kom í þessari skýrslu og hún gat því ekki skoðast sem framlag ríkisstjórnarinnar. Þannig stóðu málin við upphaf þings. Samkvæmt lögum átti ríkis- stjórnin að leggja fjárlagafrum- varp fyrir þingið, sem var að koma saman innan fárra daga. Ríkis- stjórnin hafði ekkert fjárlaga- frumvarp fram að ieggja. Sam- kvæmt lögum átti fjárlagafrum- varpið að fylgja lánsfjáráætlun. Ríkisstjórnin hafði enga lánsfjár- áætlun fram að leggja. Samkvæmt lögum átti ríkisstjórnin að leggja fyrir þingið þjóðhagsáætlun fyrir árið 1980, sem byggja átti á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál. Rikisstjórnin hafði enga slika áætlun fram að leggja. Og samkvæmt lögum bar forsætisráðherra skylda til þess að koma í útvarpi fram fyrir þjóðina nokkrum dögum eftir þingsetningu og flytja þjóðinni stefnuræðu ríkis- stjórnarinnar um stefnu sem ekki var til. Ekki heidur þetta verkefni hefði verið hægt að vinna. A einu ári hafði dýrtíðin aukist úr 38% í 55%. Við slíkar aðstæður ætlaði ríkisstjórnin að koma fram tómhent fyrir þing og þjóð. Þau vinnubrögð hefðu leitt til þess, samkvæmt dýrkeyptri reynslu s.l. árs, að með vordögum hefði verð- bólgan í landinu ekki lengur verið 55% heldur 65%, þá hefði ekki verið búið að leggja á 19 nýja skatta, heldur 29 o.s.írv., o.s.frv. Þetta var okkur Alþýðuflokks- mönnum ljóst og þegar við sáum að reynslan hafði ekki getað kennt mönnum neitt, þá glötuðum við y^ninni; þá töldum við rétt að hætta. Heiðarleg vinnubrögð Það hefur oft áður gerst, að stjórnmálamenn í ríkisstjórn hafa staðið frammi fyrir því, að þeim hefur verið ljóst að þeir myndu ekki ná neinum árangri í þeim málum sem þjóðin ætlaðist til að þeir leystu. Hingað til hafa menn við slíkar aðstæður tekið þá ákvörðun að halda samt áfram að sitja, þó þeim væri ljóst, að þeir gætu Íítið gott látið af sér leiða. Hvers vegna? Vegna þess að völdin freista. Vegna þess að það er freistandi að sitja í valdastólunum, þó svo menn viti að þeir geti þar ekki gert þjóðinni neitt gagn. Þessari afstöðu vísuðu þingmenn Alþýðuflokksins á bug. Þeim fannst óheiðarlegt og ódrengilegt að halda áfram að sitja í skjóli freistingar valdsins, vitandi að árangur af störfum yrði enginn eða jafnvel minni en enginn. Okkur fannst slík framkoma ekki aðeins óheiðarleg og ódrengileg gagnvart kjósendum, sem stutt höfðu stefnu okkar í síðustu kosningum og falið okkur að berjast fyrir framkvæmd hennar. Okkur fannst slík fram- koma ekki síður svik við okkur sjálfa. Þessari afstöðu okkar, svo og öðrum ágreiningsatriðum stjórnar- starfsins, viljum við nú áfrýja til kjósenda. í kosningunum biðjum við þá að fella dóm, bæði um þessa afstöðu okkar svo og um það, hvort eigi að ráða í framtíðinni sú stefna sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir, en ekki fengið framgengt, eða sú afstaða hinna stjórnmálaflokk- anna, sem gert hefur áratuginn milli 1970 og 1980 að áratug óðaverðbólgunnar á íslandi sökum þess að þessir flokkar hafa ekki aðeins gefist upp í baráttunni við dýrtíðina, heldur jafnframt sýnt það óhreinlyndi að sitja eins lengi og sætt er í valdastólum, aðeins til þess að halda áhrifum og aðstöðu, þótt þeim hafi verið það ljóst að áframhaldandi seta þar yrði eng- um til góðs. „ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Sjötugur — Ingjaldur r Isaksson bifreiðastjóri Sjötugur er í dag Ingjaldur ísaksson bifreiðarstjóri frá Fífu- hvammi, nú til heimilis að Alfa- brekku 11, Kópavogi. Hann hefur lengi verið í fremstu röð í frjáls- um félagssamtökum ökumanna og þeirra, sem berjast vilja fyrir bættri umferðarmenningu. Veit ég engan mann, sem meira blöskrar ósæmilegt framferði ökufanta, enda manna kunnugastur öllum tilbrigðum umferðarinnar. Ingjaldur er fæddur í Hafnar- firði 27. okt. 1909, en foreldrar hans, hjónin ísak Bjarnason, sem m.a. var fyrsti formaður „Hlífar" í Hafnarfirði, og Þórunn Kristjáns- dóttir frá Hliðsnesi í Garðahreppi hinum forna — bjuggu þá að Nesjavöllum í Grafningi, en fluttu skömmu síðar að Óseyri í Hafnar- firði og að lokum að Fífuhvammi í Kópavogi 1919. Þar ólst Ingjaldur upp og átti heima til skamms tíma. Ingjaldur státar af því að vera elzti íbúi Kópavogs. Þegar hans fólk flutti þangað voru þar aðeins 12 íbúar; heimilisfólk býlanna Kópavogs og Digraness — 6 á hvoru. Nú eru íbúar kaupstaðarins 14 þús. Þannig má Ingjaldur muna tvenna tímana. Það átti fyrir afmælisbarninu að liggja að hafa margháttuð afskipti af uppbyggingu Kópa- vogs. Hann varð þegar einn af fyrstu hreppsnefndarmönnunum í hinum nýja hreppi 1948, og varð náinn samstarfsmaður landnem- anna alkunnu, Marbakkahjónanna Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem hann lýkur á miklu lofsorði. Minnist Ingjaldur með glampa í augum fyrstu og mestu frumbýlingsár- anna, þegar mörgum varð oft heitt í hamsi, ekki sízt á borgarafund- unum frægu, þar sem loft var stundum lævi blandið. Það mun hafa átt vel við hann á þeim tíma að berjast í þeirri orrahríð. Síðan þá hefur Ingjaldur allt til þessa starfað í mörgum nefndum Kópavogskaupstaðar. Ég nefni að- eins umferðarnefnd, enda ásamt Finnboga Rúti upphafsmaður að strætisvagnarekstri bæjarins. Meira að segja hefur hann setið í skólanefnd og fræðsluráði Kópa- vogs, þótt sjálfur hafi hann aldrei í barnaskóla gengið, hvað þá meira, en lærði lestur o.fl. hjá Margréti Guðmundsdóttur Hjaltasonar, alþýðufræðarans sérstæða og varð fyrir menning- aráhrifum frá henni, en hans gagnlegasti skóli hefir verið lífsreynslan. Þrátt fyrir þessi o.fl. opinber störf Ingjalds, er þess þó ógetið, sem hann er þekktastur fyrir, en það er barátta og forysta varðandi áhugamál hans og ævistarf. Hann er meðal elztu og reyndustu bif- reiðastjóra landsins — á 50 ára afmæli sem slíkur 12. nóv. n.k. Ungur að árum gerðist Ingjald- ur aðalhvatamaður og meðstofn- andi stéttarfélags bifreiðastjóra, Hreyfils — og litlu síðar, árið 1943, samvinnufélags atvinnubif- reiðastjóra með sama nafni; ásamt Bergsteini Guðjónssyni. I stjórn þess sat hann samfellt í 26 ár, og stjórnarformaður allan tímann að undanteknu fyrsta ár- inu, eða í fullan aldarfjórðung, til ársins 1969. Hlýtur það að hafa oft verið Ingjaldi erfiður tími og stóll hans enginn friðarstóll, því oft var hávaða- og róstusamt á þessum árum í röðum bílstjóranna, sem voru mikið samansafn hinna ólík- ustu manna í svo til nýrri atvinnu- grein. Þaðan hefur Ingjaldur margs að minnast, en til marks um ótvíræða forystu Ingjalds og viðurkenningu á störfum hans, var hann gerður að fyrsta heiðurs- félaga Hreyfils á 25 ára afmæli félagsins. Ingjaldur hefur um dagana tek- ið ástfóstri við „þarfasta þjóninn" bæði í framtíð og nútíð; hesta-' maður og bíla af lífi og sál, og j viljað gengi þeirra mönnum til gagns og gleði; verið horskur riddari beggja. Að lokum minnist ég þess, sem undirrituðum er raunar efst í huga á þessum tímamótum í ævi Ingjalds, en það er þátttaka hans og forysta í starfsemi Klúbbanna Öruggur akstur frá upphafi og allt til þessa dags. Strax 1965 varð hann formaður klúbbsins í Kópa- vogi og var síðast kosinn og endurkosinn s.l. þriðjudag, í 15. sinn. Eru þeir nú aðeins tveir,' klúbbformennirnir, sem gegnt hafa þessu trúnaðarstarfi. Hinn er formaður 1. klúbbsins, sem stofn- aður var, Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari á ísafirði. í stjórn landssamtaka klúbbanna hefur Ingjaldur einnig setið frá upphafi og verið fulltrúi þeirra í Umferðarráði mörg síðustu árin, er enn, og lætur þar sem annars staðar mjög til sín taka. Framanritað er aðeins ófull- kominn rammi utanum störf Ingj- alds á vegum klúbbanna, og segir lítið um það, sem skiptir mestu máli, en það er hvernig þau störf hafa verið rækt. Þeim sem til þekkja, hlýtur að vera minnis- stæðast, hver eldhugi og ákafa- maður Ingjaldur er. Má e.t.v. segja, að fyrir geti komið, að hann ( sjáist lítt fyrir í hita augnabliks- ins, þegar „hnútur fljúga um borð" og hann í essinu sínu sem glóandi baráttumaður á málþingum. Er þá sannarlega betra að hafa hann með sér en móti — og hvort tveggja hefi ég sjálfur reynt, því þótt við séum samherjar, erum við engan veginn neinir halelújabræð- ur. Mörgum fundinum og sam- komunni hefur Ingjaldur „kveikt í“ til framdráttar áhugamálum sínum og klúbbanna — og þökk sé honum fyrir það! Nóg er jafnan af moðsuðunni og hálfvelgjunni! Árið 1934 kvæntist Ingjaldur ágætri konu sinni, Henríettu Niclasen frá V&g, Suðurey í Fær- eyjum. Þeim hefur orðið 3ja myndarbarna auðið, og eru þau í aldursröð þessi: Þórunn, núver- andi form. Kvenfélags Garðabæj- ar, gift Ragnari Magnússyni heildsala; Brynhildur, ritari í landbúnaðarráðuneytinu, en gegn- di áður hliðstæðri stöðu í 22 ár hjá Búnaðarfélagi íslands; Magnús, vinnuvélaforstjóri, kvæntur_ Birg- ittu Guðlaugsdóttur frá Siglufirði. Þótt veikindi, og þau alvarleg, hafi miskunnarlaust herjað á vin nfiinn Ingjald síðustu mánuðina og neytt hann á sjúkrahús hvað eftir annað, gæti enginn ennþá séð af fasi hans, máli eða útliti, að þar fari sjötugur maður, svo spengi- legur og lifandi er hann. Ég óska honum þess að verða beinn í baki andlega og líkamlega til hinztu stundar, svo um hann megi að lokum viðhafa eftirminnileg orð skáldsins: „Bognar aldrei. brotnar i bylnum stóra seina«t.“ En vonandi verður langt þangað til! Baldvin Þ. Kristjánsson. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar i Reykjavik hefur beðið Morgunblaðlð að augiýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum i borginni. Ef einhver telur sig geta veitt upplýsingar, sem kunna að ieiða til þess að þau mál upplýsist sem hér verða nefnd á eftir, er hann beðinn að hafa samband við lögregluna sem allra fyrst i sima 21100. Laugardaginn 29. sept. 1979, var ekið á bifreiðina R-5349, sem er Volkswagen fólks- bifr. dökkgraen að lit á blfreiðastæði við Eskihlið 8A. I skemmdlnni sem er á vinstri hlið. vinstra afturaurbretti og vinstri hurð er Ijósbrán málnlng. Sást til ferðar bifr. á fyrrgreindum stað á mllli kl. 01.30 til 02.00 um nóttina. Miðvikudaginn 3. október var ekið á bifreiðina R-19194. sem er Range Rover. grá að lít á bifreiðastæði við Rauðarárstig 16. Skemmdir á bifreiðinni eru á vinstra fram- aurbretti og framhöggvara. Talið að tjón- valdur sé Ford Comet. Ijósblá með svartan vlnyitopp. og ökumaður hafi verið kona. Laugardajrinn 6. október var tilkynnt um að ekið hefði verið á btfr. R-56004. sem er Mercedes Benz blá að lit á blfrelðastæði við Kleppsspitalann. Bifreiðin var skilin eftir þann 5.10. og komið að henni 6.10. og þá var skemmdin. Skemmd á bifreiðinni er á grilli. framhöggvara og Ijóskerl. Mánudaginn 8. október s.l. var ekið á bifreiðina R-8380. sem er Mereedes Benz hvitur, þar sem bifreiðin var á stæði við Kirkjutorg. Var bifreiðin 1 þriðja stæði frá Templarasundi. Skemmd á hægri framhurð 1 40 cm hæð. Skemmdin kom á bifr. á bilinu frá kl. 17.00 til kl. 17.45. Þriðjudaginn 9. október s.l. var ekið á bifreiðina R-2954 sem er Austin Allegro. græn að lit á bifreiðastæði vestan við Landspitalann. Átti þetta sér stað á heim- sóknartima milli kl. 15.00 til 16.00. Skemmd á bifreiðinni er á afturhöggvara og kistu- loki. I skemmdinni er svart eins og eftir höggvaragúmmi. Fimmtudaginn 11. október var tilkynnt að ekið hefði verið á bifreiðina R-26289, sem er Fíat 127 á bifr.stæði við Vesturgötu 3. Varð frá kl. 12.20 til kl. 17.15 þann 10.10. Skemmd á vinstri framhurð og afturhurð sömu megin. Tjón i ca. 55 cm hæð frá jörðu og trúlega eftir höggvara á bifr. ViÖ erum flutt í 50 ár höfum við haft aðsetur fyrir verslun, verkstæði og skrifstofur á Skólavörðustíg og Bergstaða- stræti. Á þessum tímamótum flytjum við í nýtt og rúmgott hús- næði að Borgartúni 20. Þar gefst viðskiptavinum okkar kostur á að skoða úrval þeirra vara sem við bjóðum, svo sem PFAFF sauma- vélar, BRAUN rakvélar, CANDY þvottavélar, STARMIX hrærivéi- ar, PASSAP prjónavélar og SENNHEISER heymartól og hljóðnema. Varahluta- og við- gerðaþjónustan hefur einnig feng- ið bætta aðstöðu og bílastæð- in eru næg. i Borgartún 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.