Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 34

Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Lars Hanson og Karin Molander í „Erotikon“. túlkun sinni á samspilí manns og náttúru í Terje Vigen, lagði Sjöström grundvöllinn að nýrri og þróttmikilli tjáningu innan kvikmyndaformsins. í næstu mynd sinni, Fjalla-Eyvindi, hélt hann áfram á sömu braut. Klostret i Sendomir, gerð eftir sögu austurríska rithöf- undarins Franz Grillparzer, setur hins vegar hömlur á þessa umhverfisnotkun Sjöströms. Myndin gerist öll innan veggja klaustursins, sem upphaflega var kastali. Eigandi kastalans kemst að því, að eiginkonan hefur verið honum ótrú, hann myrðir hana en breytir síðan kastal- anum í klaustur, svo að hann megi iðrast til æviloka. Skv. uppl. um myndina, þegar hún var frumsýnd, vakti mynda- takan mikla athygli, sérstak- lega ýmis næturatriði, sem þóttu frumlega gerð þá, en kvikmyndatökumaðurinn var Henrik Jaenzon. Klostret i Sendomir og Terje Vigen voru þær myndir „þögla skól- ans“, sem mesta frægð hlutu utan Svíþjóðar á þessu tímabili. Körkarlen (1920) var síðasta myndin og jafnframt talin sú besta, sem Sjöström gerði eftir sögu Lagerlöf. Myndin vakti geysilega at- hygli þegar hún var frum- sýnd, sérstaklega vegna Dagskrá sænsku kvikmyndavikunnar LaugardaKur 27. uktóhcr kl. 17.30 Terje VÍKen (einKónKU boósKestir) kl. 19.30 Kloatret i Sendomir kl. 21.00 Terje Vbten kl. 23.00 Terje VÍKen SunnudaKur 28. október kl. 15.00 Körkarlen kl. 17.00 KloHtret i Sendomir ki. 19.00 Körkarlen kl. 21.00 Klostret i Sendomir kl. 23.00 Terje Vigen MánudaKur 29. október kl. 15.00 S&ngen om den eldröda blomman kl. 17.00 Körkarlen kl. 19.00 S&nKen om den eldröda blomman kl. 21.00 Körkarlen kl. 23.00 Körkarlen PriðjudaKur 30. október kl. 15.00 Herr Arnen penKar kl. 17.00 S&nKen om den eldröda blumman kl. 19.00 Herr Arnea penaar kl. 21.00 S&nKen om den eldröda blomman kl. 23.00 S&nKen om den eldröda blomman MiðvikudaKur 31. október kl. 15.00 Erotikon kl. 17.00 Herr Arnes penKar kl. 19.00 Erutikon kl. 21.00 Herr Arnes penKar kl. 23.00 Herr Arnea penKar FimmtudaKur 1. nóvember kl. 15.00 Det sjunde inseKlet kl. 17.00 Erotikon kl. 19.00 Det sjunde inscKlet kl. 21.00 Erotikun kl. 23.00 Erotikon FöstudaKur 2. nóvember kl. 15.00 Klostret i Sendomir kl. 17.00 Det sjunde inseKlet kl. 19.00 Klostret i Sendomir ki. 21.00 Det sjunde inseKlet kl. 23.00 Det sjunde inseKÍet tæknilegra nýjunga, sem Jul- ius Jaenzon náði fram með lýsingu og kvikmyndatöku. Sjöström leikur hér sjálfur aðalhlutverkið, drykkjurút, sem um síðir sér að sér og snýr af vegi Bakkusar, en grunnhugmynd sögunnar byggist á því, að á miðnætti á gamlárskvöld sé möguleiki að losna úr viðjum tímans og „draugavagninn", sem þá birtist, er notaður til að snúa tímahjólinu aftur á bak. Myndin er þannig mikið til byggð upp af endurminning- um, lífshlaupið og einstakar athafnir þannig skoðað utan frá og dæmt. Sangen om den eldröda blomman (1918) mun vera þekktust fyrir mjög djarft árgljúfuratriði, en í því not- færði Stiller sér myndskipti til hins ýtrasta, til að byggja upp spennu. Bent hefur verið á, að Eisenstein noti ná- kvæmlega sömu uppbyggingu í hinu fræga tröppuatriði í Beitiskipinu Potemkin! Herr Arnes Pengar (1919) er af flestum talið besta verk Stillers, gert eftir sögu Lag- erlöf. Sjöström átti upphaf- lega að stjórna þessari mynd og er þá líklegt, að hann hefði lagt meiri áherslu á sálrænni lýsingar persónanna en Still- er, sem hér leggur höfuð- áhersluna á dramatíska framvindu efnisins. Þetta er stórmynd á mælikvarða síns tíma. Sagan gerist á 14. öld og segir frá þremur skoskum málaliðum, sem ræna og rupla sveitasetur, eftir að þeir hafa sloppið naumlega úr fangelsi, grunaðir um upp- reisn gegn Svíakonungi. Inn í þetta blandast rómantísk sorgarsaga og lokaatriðið í þessari mynd, líkfylgdin á ísnum, er einnig talin hafa haft mikil áhrif á Eisenstein, þegar hann gerði ívan grimma. Erotikon (1920) mun vera þekktasta gamanmynd Still- ers, gerð eftir leikriti Ung- verjans Granz Herzog. Hér er fjallað í léttum dúr um hinn eilífa þríhyrning — eða í þessu tilfelli ef til vill fer- hyrning —, skilnað og van- traust persónanna sín á milli. Myndin var gerð með alþjóð- legan markað í huga og vakti hún mikla hrifningu í Evrópu og sá stíll, sem Stiller setti hér fram, átti eftir að verða Lubitch til fyrirmyndar síðar, í gamanmyndum hans um hjónabandið. Det sjunde inseglet (1956) er hér sýnd með fyrrnefndum myndum, til að sanna, ef svo má að oíði komast, hvernig „sænska hefðin" hefur haft áhrif á sænska kvikmynda- gerð, áratugum eftir að þær myndir voru gerðar. Það hjálpar einnig til, að kvik- myndatökumaðurinn, Gunn- ar Fischer, var lærisveinn. Julius Jaenzonar, þannig að í myndbyggingu og mynd- rænni frásögn er þarna um beinan tengilið að ræða. Inn- taki myndarinnar lýsir Berg- man e.t.v. best með eigin orðum: „Hún (myndin) fjallar um hræðsluna við dauðann. Hún létti af mér, persónu- lega, minni eigin hræðslu við dauðann." SSP. UM NÆSTU helgi, laugar- daginn 27. okt., hefst í Regn- boganum sænsk kvikmynda- vika, sem stendur til föstu- dagsins 2. nóv. Kvikmynda- vika þessi er mcð nokkuð sérstöku sniði, því myndirn- ar sjö sem sýndar verða eru ekki nýjar, heldur er hér um að ræða gamlar, sígildar myndir. Sýndar verða 3 myndir eftir Victor Sjö- ström, Terje Vigen (1916), Klostret i Dendomir (1919) og Körkarlen (1920). Þá verða einnig sýndar 3 mynd- ir eftir Mauritz Stiller, Sángen om den eldröda blomman (1918), Herr Arnes pengar (1919) og Erotikon (1919). Sjöunda myndin er eftir Bergman, Det sjuenda inseglet (1956). Gestur á kvikmyndavik- unni verður Gösta Werner og mun hann halda einn eða fleiri fyrirlestra um það sem hann kallar „sænsku hefðina" í kvikmyndagerð. Werner tel- ur „sænsku hefðina" sprottna af „skóla hinna þöglu mynda“ á sjö ára tímabili, frá 1916 ti! 1923. Gagnstætt því að tala um „blómaskeið sænsku þöglu myndanna", eins og ýmsir gagnrýnendur hafa Svía í áratugi, en hann naut jafnframt aðstoðar bróður síns Henrik Jaenzon. Af myndunum, sem hér verða sýndar, teljast fimm til þess- arar hefðar, Werner telur Erotikon liggja á mörkum þess að geta talist með en Sjöunda innsiglið er hins vega tekin sem dæmi um það, hvaða áhrif „sænska hefðin" hefur haft á kvikmyndagerð seinni tíma. En í hverju er þessi „hefð“ fólgin? Til grundvallar á skilgreiningu sinni leggur Werner tvær myndir eftir D.W. Griffith, Birth of a Nation (1915) og Intolerance (1916). Það er almennt viður- kennt, að í þessum tveim myndum hafi Griffith lagt stærri skerf til þróunar myndamálsins og frásagnar- tækni í kvikmyndum en nokkur annar. Werner er sammála þessu og telur áhrif myndanna á sænska kvik- myndagerðarmenn þessa tíma, jafnt sem aðra, ótvíræð. Hins vegar telur hann að undir hinu stórkostlega yfir- borði þessara mynda hafi verið brotalöm í dramatískri framvindu og persónusköpun og að hér með hafi verið Sjöström i mynd sinni „Körkarlen". Terje Vigen er, eins og áður sagði, gerð eftir hetju- kvæði Ibsens, sem segir frá norska fiskimanninum Terje Vigen (leikinn af Sjöström), sem brýst í gegnum skipakví Englendinga á tímum Napó- león-styrjaldanna, til Dan- merkur, til að afla matfanga tvrir fjölskyldu sína. Hinn raunverulegi óvinur er þó ekki erlendi umsátursherinn, heldur náttúruöflin og með dagsleg. Þessar persónulýs- ingar fundu Sjöström og Stiller í einstökum verkum ýmissa rithöfunda, en studd- ust þó mest við skáldsögur Selmu Lagerlöf. Af þeim 13 myndum, sem Werner telur til „sænsku hefðarinnar", eru 7 myndir gerðar eftir verkum Lagerlöf, og tvær þær bestu af þessum 13 telur hann vera Körkarlen og Herr Arnes pengar, báðar gerðar eftir sögum Lagerlöf. En það var ekki aðeins persónusköpunin sem skildi þessar myndir frá myndum Griffiths, heldur einnig — og ekki síður — notkun leikstjóranna á um- hverfi, sem þeir notuðu til að hlúa að persónunum. Hér kom landslag og stórbrotin náttúra, kuldi og harðneskju- leg lífsbarátta á norðurhveli jarðar, leikstjórunum og að góðum notum. Um þetta segir Werner: „I stað þess að þjóna þeim eina tilgangi að at- burðarásin yrði sem æsi- legust, færðu leikstjórarnir þessa þætti (umhverfið og kringumstæður) sér í nyt til að persónusköpunin mætti rista enn dýpra. Það var með öðrum orðum í samspili ólíkrakringumstæðna og margslungins mannlífs, sem ætlunarverk þeirra heppnað- ist. Maðurinn háir þrotlausa baráttu við umhverfi sitt, sem aftur mótar hann og markar honum bás. Og með því að gera umhverfið að tröllaukinni skuggsjá innri átaka og atburðarásina að vissu marki líka, varð spenna myndanna innhverfari en áð- ur hafði þekkst." Það er hins vegar dálítið kaldranalegt fyrir hina svo- kölluðu „sænsku hefð“ að þurfa að viðurkenna, að fyrstu tvær myndirnar, sem lögðu grunninn að þessari „hefð,“ báðar gerðar af Sjöström, voru hvorugar gerðar eftir verkum sænskra rithöfunda. Sjöström fann hinar sterku persónu- og um- hverfislýsingar hjá Norð- manninum Henrik Ibsen í hetjukvæði hans um Terje Vigen og hjá íslendingnum Jóhanni Sigurjónssyni, í Fjalla-Eyvindi. Fyrsta mynd Stillers, sem Werner telur innan „sænsku hefðarinnar", var einnig byggð á ritverki eftir útlending, í þetta sinn Finna. Verkið var Sangen om den eldröda blomman eftir Johannes Linnankoski. í raun var það aðeins í verkum Lagerlöf, meðal sænskra rit- höfunda, sem Sjöström og Stiller fundu nógu sterkar persónu- og umhverfislýs- ingar en auk þess var ein myndanna, Fiskebyn/(Still- er), sem nú er glötuð, gerð eftir frumsömdu handriti Svíans Bertil Malmberg. Lars Hanson I mynd Stillers blomman". haft tilhneigingu til að gera, telur Werner að það séu aðeins þrettán myndir, sem hafi staðið upp úr og skapað „sænsku hefðina", myndir sem vöktu athygli bæði fag- manna og almennings víða um heim. Af þessum þrettán myndum voru sjö gerðar af Victor Sjöström, hinar sex af Mauritz Stiller. Kvikmynda- tökumaðurinn var í flestum tilvikum Julius Jaenzon, merkasti myndatökumaður „Sangen om den eldröda „plægður jarðvegurinn fyrir Hollywoodmyndina og þá al- ræmdu hefð, sem kennd er við borgina". Werner lítur svo á, að „skóli þöglu myndanna“ í Svíþjóð hafi verið kröftugt andsvar við þessari mynd- gerð. Persónurnar hafi skipt höfuðmáli og lögð áhersla á að gera þær lifandi og trú- verðugar. Aðalatriðið var að innviðirnir væru sem sterk- astir, hvort sem atburðarásin var stórkostleg eða hveTs- Sænsk kvik- myndavika — Kynning á sænskum kvikmyndaarfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.